Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Undirföt fyrir konur Skálastærðir: B-FF Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 ÚR VERINU AÐALFUNDUR LÍÚ skorar á sjáv- arútvegsráðherra að beita sér fyrir því að Ísland og Grænland taki sem strandríki stjórn á veiðum á þeim hluta djúpkarfastofnsins sem hingað til hefur verið stjórnað á vettvangi NEAFC, Fiskveiðinefnd Norðaust- ur-Atlantshafsins. Jafnframt skorar fundurinn á sjávarútvegsráðherra að skipa starfshóp með aðkomu útvegs- manna til að gera tillögur um skipt- ingu aflaheimilda í ljósi nýrra upplýs- inga. Þessi tillaga var ásamt fleirum samþykkt á aðalfundinum sem lauk í gær. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að rannsóknir hafi leitt í ljós að djúpkarfi sem veiddur hefur verið sem úthafskarfi undan farin ár er sami stofn og sá djúpkarfi sem veiddur hefur verið í djúpköntunum innan lögsögu. Fundurinn kaus jafnframt starfs- hóp til að gera tillögur til stjórna sam- takanna um skiptingu aflaheimilda í karfa. Fundurinn mótmælti harðlega áformum stjórnvalda um að tekin verði upp sérstök línuívilnun í kvóta til báta sem róa með línu. „Slík ívilnun mun óhjákvæmilega leiða til mismun- unar fyrirtækja innan atvinnugrein- arinnar, þar sem einum útgerðar- flokki yrði veittar auknar veiðiheimildir á kostnað annarra. Heildarafli á Íslandsmiðum er tak- markaður og því er ljóst að ef til slíkr- ar mismununar kemur mun það leiða til þess að veiðiheimildir annarra verða skertar að sama skapi. Ef línu- bátum verður leyft að veiða meira en núverandi aflamark þeirra kveður á um mun það ekki aðeins koma niður á fyrirtækjunum sem fyrir skerðing- unni verða og starfsfólki þeirra til sjós og lands, heldur einnig á þeim byggðarlögum þar sem útgerð bygg- ist ekki á línuveiðum.“ Fundurinn hvatti stjórnvöld til að hefja hvalveið- ar í atvinnuskyni svo fljótt sem verða má og eigi síðar en árið 2006. Jafn- framt fagnaði fundurinn því að vís- indaveiðar á hrefnu hefðu verið hafn- ar. Loks beindi fundurinn því til Haf- rannsóknastofnunar að við gerð til- lögu um kvóta í loðnu og veiðar úr loðnustofninum verði tryggt að hæfi- legt magn af loðnu verði eftir sem æti er þorskur gengur á hrygningarslóð. Morgunblaðið/Jim Smart Aðalfundur LÍÚ hafnar hugmyndum um línuívilnun. Ísland og Grænland stjórni veiðum á karfa SAMKEPPNISSTAÐA íslenzks sjávarútvegs er ótrygg, starfsum- hverfið er honum andsnúið og for- skotið sem hann hafði á keppinaut- ana víða um heim er að hverfa. Samkeppnin frá Kína verður erfið, en verði staðið rétt að málum, getur íslenzkur sjávarútvegur engu að síð- ur verið í fararbroddi. Þetta er niðurstaða þeirra Þor- steins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, Péturs H. Pálssonar, framkvæmdastjóra Vísis, Adolfs Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra Gullbergs og Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns. Þeir fluttu framsöguerindi á aðal- fundi LÍÚ um samkeppnisstöðu ís- lenzks sjávarútvegs, stöðu og horf- ur. Erum að missa forskotið Þorsteinn Már sagði að fiskveiði- stjórnun að fyrirmynd kvótakerfis- ins væri að ryðja sér til rúms víða um heim og því værum við að missa það forskot sem við hefðum haft vegna betri fiskveiðistjórnunar en hjá keppinautunum. Þá væri íslenzk- ur sjávarútvegur einnig að glata for- skotinu í skipum og veiðitækni. Launakostnaður útgerðarinnar væri hvað hæstur, olía dýrari og flutn- ingskostnaður mikill. Ofan á þetta legðist svo auðlindagjald. Hann sagði að halda þyrfti vel á spöðunum, sérstaklega vegna samkeppninnar frá Kína, sem gæti boðið gæða fisk. Gæta yrði þess að rjúfa ekki keðjuna milli veiða, vinnslu og markaða, því færi svo yrði íslenzk fiskvinnsla und- ir í samkeppninni um hráefnið. Sam- þjöppun í smásölu á okkar helztu mörkuðum kallaði á stærri einingar hér heima og ef eitthvað væri, mætti segja að íslenzku sjávarútvegsfyrir- tækin væru of smá. Loks þyrfti að færa umræðuna um sjávarútveginn frá veiðunum og út fyrir landstein- ana, en umræðan eins og hún væri í dag væri ógnun við útveginn. Tiltölulega bjartsýnn Pétur Pálsson sagðist vera tiltölu- lega bjartsýnn á framtíð íslenzks sjávarútvegs. Það byggði hann á því að Íslendingar hefðu alltaf þurft að gera allt betur en aðrir til að komast af í þessu volaða landi. Hann sagði að við hefðum náð góðum tökum á veiðum og vinnslu en nú væru augu manna í auknum mæli að beinast að mörkuðunum. Tengsl hinna þriggja þátta, veiða, vinnslu og markaðs- mála, væri og yrði styrkur íslenzks sjávarútvegs og vegna þess væri krafan um aðskilnað veiða og vinnslu óskiljanleg. Pétur taldi að í framtíðinni nyti fiskvinnslan betra starfsfólks og tækni myndi fleygja fram. Fyrir- tækin muni stækka og pólitískur stöðugleik myndi nást, þar sem þekking almennings á sjávarútvegi muni aukast og krafan um mikil lífs- gæði leiddi af sér kröfu um arðbær- an sjávarútveg. Einingarnar muni stækka og þeim fækka, sjávar- byggðum fækki, einhæfum störfum fækki Sífelldar breytingar óþolandi Adólf Guðmundsson taldi að starfsumhverfið væri ekki nógu gott og umræðan sömuleiðis. Samþjöpp- un veiðiheimilda og erfiðleikar í ýmsum sjávarbyggðum væru mikið í umræðunni. Þá væru sífelldar breyt- ingar á starfsumhverfinu óþolandi og umræðan um breytingar á fisk- veiðistjórnuninni ylli miklu tjóni, meðal annars vegna þekkingar- skorts sumra stjórnmálamanna. Þetta allt hefði svo neikvæð áhrif á almenningsálitið. Hann sagði að samkeppnisstaða sjávarútvegsins væri ekki sterk og væru erfiðleikar bæði í land- og sjófrystingu. Skýr- ingarnar væru meðal annars sam- keppnin frá Kína, bág staða fisk- vinnslu í Norður-Noregi, hefðbundnar afurðir væru erfiðar í sölu og vöruþróun lítil, gengið væri óhagstætt og auknar veiðiheimildir í ýsu og ufsa hefðu komið of seint. Nauðsynlegt væri að skapa sjáv- arútveginum góða ímynd og styrkja hana. Skapa þyrfti meiri sérstöðu sem gæti byggzt á ferskum fiski og auka þyrfti vöruþróun. Til að ná þessu myndu fyrirtækin stækka og fiskeldi yrði ákveðinn drifkraftur í útveginum, en útgerðin yrði áfram erfið næstu árin. Það þyrfti nýja hugsun í útgerðina til að mæta þörf- um fiskvinnslunnar og markaðanna. Með réttum viðbrögðum gæti fram- tíð sjávarútvegsins verið björt. og hálaunastörfum fjölgi. Rétturinn þarf að vera skýr Guðmundur Kristjánsson sagði að styrkja þyrfti lögin um stjórn fisk- veiða og eignarrétturinn á veiði- heimildunum yrði að vera skýr. Reglur um úthlutun aflaheimilda verði að vera skýrar og kvótakerfið væri grundvöllur þess að hægt væri að reka góðan sjávarútveg. Öll frá- vik frá skýrum reglum sköpuðu vandræði og mætti þar nefna byggðakvóta, línuívilnun og stjórn- lausar veiðar smábáta. Þá benti hann á gífurlegan vöxt svokallaðs eftirlitsiðnaðar, sem væri baggi á út- veginum vegna kostnaðar og að ýmsar reglur hefðu ekki verið sniðn- ar að aðstæðum. Nauðsynlegt væri að sjávarútvegurinn væri samhentur til að bæta starfsumhverfið og sam- keppnisstöðuna. Niðurstaða þeirra félaga var því að samkeppnisstaðan og starfsum- hverfið væri ótryggt. Nauðsynlegt væri að færa hugsunina frá veiði- mennsku yfir í matvælaframleiðslu og að stöðugleiki í rekstrarumhverfi væri nauðsynlegur. Samkeppnisstaðan og umhverfið ótryggt FLUGFÉLAG Íslands var í gær valið markaðsfyrirtæki ársins 2003 og Magnús Scheving mark- aðsmaður ársins 2002 af ÍMARK, félagi íslensks markaðsfólks. For- seti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaun. Í ræðu sinni sagði Björn Víglunds- son, formaður ÍMARK, að Flug- félagi Íslands hefði „verið breytt úr deyjandi risaeðlu í arðbært og lifandi þjónustufyrirtæki.“ Auk Flugfélags Íslands voru Medcare Flaga og Nikita tilnefnd. Á mynd- inni sjást Rúnar Ómarsson hjá Nikita, Jón Karl Ólafsson Flug- félagi Íslands, Magnús Scheving, forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímson og Böðvar Þórisson Medcare Flögu á Hótel Sögu. Morgunblaðið/Árni Torfason Úr deyjandi risaeðlu í lifandi fyrirtæki Markaðsverðlaun ÍMARK í 13.sinn TAP Baugs Ísland ehf., sem nú heitir Hagar hf., á tímabilinu 1. mars til 31. ágúst nam 23 milljónum króna og er niðurstaðan í samræmi við áætlanir. Í tilkynningu segir að síðari sex mán- uðir rekstrarársins, september til febrúar, séu félaginu jafnan hagstæð- ari. Nafni félagsins var breytt úr Baugur Ísland í Hagar á hluthafa- fundi í október og félaginu breytt úr einkahlutafélagi í hlutafélag. Tekjur af rekstri Haga námu ríf- lega 18 milljörðum króna sem er um 8,6% aukning í veltu frá sama tíma síðasta rekstrarárs. Gjöld námu 17,4 milljörðum króna. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 695 milljónir króna á sex mánaða tímabilinu en var 525 milljónir á sama tíma fyrir ári. Hrein fjármagnsgjöld tímabilsins námu 87 milljónum króna og gengishagnaður færður sem tekjur var 174 milljónir. Heildareign- ir samstæðunnar voru 20,2 milljarðar króna í lok ágúst og hækkuðu um rúman milljarð króna á tímabilinu. Eigið fé Haga við lok tímabils var 1.551 milljónir króna og eiginfjárhlut- fall 7,7%. Eiginfjárhlutfall var 8,1% í upphafi tímabils. Í tilkynningu frá Högum segir að sé tekið tillit til víkj- andi láns sé hlutfallið 30%. Hlutafé félagsins er 700 milljónir króna við lok tímabilsins. Skuldir og skuldbindingar nema tæpum 13,9 milljörðum króna. Stærstu eigendur Haga hf. eru Gaumur, Fasteignafélagið Stoðir og Baugur Group. Baugur Ísland tapar 23 milljónum VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIÐ Fjárvernd verðbréf hf. hefur í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar aftur hafið viðskipti í kerfi Kauphallar Íslands. Fjárvernd átti í rekstrarerfiðleik- um og í janúar sl. var tilkynnt að Kauphöll Íslands hefði sagt upp aðild- arsamningi Fjárverndar Verðbréfa vegna viðvarandi vanefnda á greiðslu aðildargjalda. Verðbréfaskráning Ís- lands sagði í kjölfarið einnig upp að- ildarsamningi Fjárverndar verð- bréfa. Í júní sl. afturkallaði svo Fjármálaeftirlitið starfsleyfi félagsins að hluta, þ.e. til eignastýringar, vegna ófullnægjandi eiginfjárstöðu þess. „Í febrúar sl. komu nýir aðilar að félaginu og kröfuhafar hafa breytt skuldum í hlutafé og síðan þá hefur fyrirtækið verið að ganga í gegnum nauðsynleg formleg ferli. Nú uppfyll- um við öll skilyrði sem gerð eru til verðbréfafyrirtækja og CAD hlutfall- ið er nálægt 100%,“ sagði Ingólfur Arnarson, framkvæmdastjóri félags- ins. Spurður um ástæður þeirra rekstrarerfiðleika sem félagið hefur gengið í gegnum segir Ingólfur þær einkum vera að félagið var stofnað þegar markaðir voru enn í niður- sveiflu í byrjun árs 2001. Þar að auki hafi tekið langan tíma að fá verðbréfa- leyfi og síðan aðild að Kauphöllinni. Þá hafi árásin 11. september 2001 komið í millitíðinni og markaðir hrun- ið í kjölfarið. „Þannig að félagið átti sér vart viðreisnar von,“ sagði Ing- ólfur. Hann segir að nú í ár hafi starfsem- in verið í lágmarki, en nú sjái félagið fram á betri tíð. Ingólfur segir að á síðasta ári hafi hluthafar verið um 50 talsins. Þá hafi hlutafé verið fært niður úr 119 millj- ónum í 19. Síðan hafi 150 milljónir komið inn í félagið og sá hópur er- lendra fjárfesta sem komið hafi að fé- laginu hafi ákveðinn metnað fyrir framtíðina, eins og Ingólfur orðar það. 30% hlutabréfa félagsins eru í eigu erlendra aðila en 70% í eigu ís- lenskra aðila. Þrír starfsmenn starfa hjá félaginu. Miðlun verðbréfa Í tilkynningu frá félaginu segir að Fjárvernd verðbréf sé óháð verð- bréfafyrirtæki sem leggi áherslu á faglega þjónustu. Félagið einbeitir sér að miðlun innlendra og erlendra verðbréfa til fjárfesta sem og fyrir- tækjaþjónustu. Félagið hefur einnig haft milligöngu um sölu á verðbréfa- sjóðum frá svissneska bankanum UBS, sem skráðir eru á Íslandi. Fjárvernd aftur í Kauphöllina Afl kaupir 10% í sjálfu sér af LÍ AFL fjárfestingarfélag keypti í gær 9,5% hlut í sjálfu sér af Landsbank- anum, sem átti 19,5% í Afli fyrir kaup- in. Styrmir Þór Bragason, fram- kvæmdastjóri Afls, segir að ósk Landsbankans um að selja bréfin hafi borið brátt að og þess vegna hafi verið ákveðið að Afl sjálft keypti bréfin. Afl eigi rúmlega 10% í sjálfu sér eftir þessi kaup, en fljótlega verði hluti þessara bréfa seldur, að minnsta kosti nægilega stór hluti til að eign félags- ins í sjálfu sér fari undir 10%. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.