Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert einbeitt/ur og æv- intýragjörn/gjarn og leitar því oft í hættuleg störf. Sambönd þín verða í brenni- depli á árinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Treystu hugboði þínu um það hvernig þú getir nýtt þér eignir eða auð annarra til að gera umbætur í vinnunni eða til að bæta heilsu þína. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samskipti þín við aðra ganga vel í dag, hvort sem um er að ræða þína nánustu eða ókunnugt fólk. Þú finn- ur til velvildar í garð allra í kring um þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú átt auðvelt með að sjá heildarmyndina í vinnunni. Þú sérð ekki bara daginn í dag heldur horfirðu til framtíðar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þið hafið þörf fyrir að horfa fram á veginn og gera fram- tíðaráætlanir fyrir ykkur og börn ykkar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er hætt við því að hug- mynd þín um breytingar á heimilinu reynist kostn- aðarsöm. Hugmyndin er eft- ir sem áður góð þannig að þú ættir að láta slag standa - ef þú hefur efni á því. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér gengur vel að vinna með öðrum og því er þetta góður dagur til hvers konar verslunar, viðskipta og samningaviðræðna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er auðveldara að ná markmiðum sínum ef maður veit upp á hár hver þau eru. Talaðu við vini þína um framtíðaráætlanir þínar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Fróðleiksfýsn þín er vakin í dag. Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörv- andi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú átt auðvelt með að ná eyrum þeirra sem hafa áhrif og völd í dag. Ákafi þinn og sköpunargleði vekja áhuga þeirra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Heimspeki og trúmál vekja áhuga þinn í dag. Þú hefur einnig áhuga á að fræðast um önnur lönd og framandi slóðir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Tunglið er enn í merkinu þínu og því hefurðu enn svo- lítið forskot á önnur merki. Notaðu tækifærið til að koma ár þinni sem best fyr- ir borð. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú munt sennilega eiga áhugaverðar samræður við einhvern ókunnugan í dag. Hlustaðu eftir nýjum hug- myndum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DRANGEY Tíbrá frá Tindastóli titrar um rastir þrjár. Margt sér í miðjum firði Mælifellshnjúkur blár. Þar rís Drangey úr djúpi. Dunar af fuglasöng bjargið, og báðumegin beljandi hvalaþröng. Einn gengur hrútur í eynni. Illugi bjargi frá dapur situr daga langa dauðvona bróður hjá. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT HLUTAVELTA 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 1. nóv- ember, er áttræður Þórður Þórðarson, Skálholti 17, Ólafsvík. Eiginkona hans er Aðalsteina Sumarliðadótt- ir. Þau eru að heiman. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. september sl. í Kópavogskirkju af sr. Sig- urði Grétari Sigurðssyni þau Dana Þuríður Jóhanns- dóttir og Jón Helgi Birg- isson. Heimili þeirra er í Kópavogi. Mynd, Hafnarfirði VÖRNIN vafðist fyrir keppendum Yokohama- mótsins í spili dagsins. Á öll- um borðunum sex varð suð- ur sagnhafi í fjórum hjört- um með lauftíunni út og austur þurfti að taka mik- ilvæga ákvörðun í öðrum slag: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ KG1098 ♥ 106 ♦ 64 ♣D876 Austur ♠ D6 ♥ G84 ♦ D1083 ♣ÁK42 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Austur fær fyrsta slaginn á laufkónginn og suður fylgir með smáspili. Hvern- ig myndi lesandinn haga vörninni? Það er freistandi að taka á laufásinn og reyna að gefa makker stungu, og það gerðu keppendur unn- vörpum með slæmum ár- angri. Suður átti Gx í laufi og útspil makkers var frá 109x Norður ♠ KG1098 ♥ 106 ♦ 64 ♣D87 Vestur Austur ♠ Á7543 ♠ D6 ♥ 75 ♥ G84 ♦ G75 ♦ D1083 ♣1095 ♣ÁK42 Suður ♠ 2 ♥ ÁKD932 ♦ ÁK92 ♣G3 Eina vörnin sem bítur er að skipta strax yfir í tromp. Sagnhafi getur þá ekki nýtt sér laufdrottningu blinds og gefur fjórða slaginn á tígul. Spilið vannst á öllum borðum, sem segir þá sögu að erfitt sé að finna réttu vörnina. Kannski er ástæð- an tvíræðni útspilsins, þar sem tían getur verið hvort heldur frá níunni og lengd, eða hærra spilið af tveimur. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 1. nóv- ember, er sjötug Guðfinna Jóhannesdóttir húsmóðir. Hún er fædd og uppalin á Flateyri við Önundarfjörð. Guðfinna er búsett í Kefla- vík, eiginmaður hennar er Heiðar Georgsson bifreið- arstjóri. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. sepember sl. í Garðakirkju af sr. Þórhalli Heimissyni þau Jóna Svava Sigurðardóttir og Kristinn Helgi Guð- jónsson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. Mynd, Hafnarfirði 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 d6 5. 0-0 Bg4 6. d3 Rf6 7. Rbd2 0-0 8. He1 Ra5 9. Bb5 c6 10. Ba4 b5 11. Bc2 Bb6 12. Rf1 Rd7 13. h3 Bh5 14. Rg3 Bg6 15. d4 Rb7 16. Be3 He8 17. Dd2 De7 18. Rh4 exd4 19. Rhf5 Bxf5 20. Rxf5 Df6 21. cxd4 h6 22. a4 bxa4 23. Hxa4 Had8 24. Ha3 c5 Staðan kom upp í Evrópumeistaramóti barna og unglinga sem haldið var í Budva í Júgóslavíu fyrir nokkru. Bianca Muhren (2.131) hafði hvítt gegn Esmer- öldu Babamusta. 25. Bxh6! gxh6 26. Rxh6+ Kf8 27. Hf3 SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. og svartur gafst upp. Allir skákáhugamenn á höf- uðborgarsvæðinu eru hvatt- ir til að bregða sér bæjarleið á Hótel Selfoss til að fylgj- ast með 4. umferð Mjólk- urskákmótsins. Margir af bestu skákmönnum heims eru á meðal þátttakenda og umgjörð mótsins glæsileg. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík               Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Nýjar vörur Úlpur, ullarstuttkápur Hattar, húfur og kanínuskinn Opið laugardaga kl. 10-16 Kristinn P. Benediktsson, sérfræðingur í almennum skurðlækningum. Hef opnað læknastofu í Orkuhúsinu, Suðurlandsbraut 34. Hef áralanga reynslu í rannsókn og meðferð á kviðslitum, æðahnútum, húðæxlum, brjóstasjúkdómum (hnútar og minnkanir), húðfellingum á kvið og lærum, gyllinæð og sjúkdómum í eistum og eistalyppu. Tímapantanir alla virka daga kl. 09-12 og 13-16 í s. 5200140. Skjót og trygg þjónusta. Afmælisþakkir Sendi öllum þeim, sem glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum og heillaóskum á 90 ára afmæli mínu, bestu kveðjur og þakkir. Guð blessi ykkur öll. Steingrímur Þorsteins- son, Dalvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.