Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
edda.is
fia› er flví ánægjulegt a› sjá
myndasögu eins og Bló›regn sem
ætti ekki sí›ur a› höf›a til
fullor›inna en barna - ætti
einfaldlega a› höf›a til allra sem
kunna a› meta gó›ar sögur.
Úlfhildur Dagsdóttir,
október 2003
Úr rústum Njálsbrennu
1. sæti
Penninn Eymundsson
og BókaverslanirMM
28. okt.
Barnabækur
ÍSLANDSBANKI greiðir hæstu
opinberu gjöld í Reykjavík á
þessu ári á eftir launaafgreiðslu
Fjársýslu ríkisins. Reykjavíkur-
borg er fjórði hæsti greiðandinn
og á eftir henni fylgja Landssími
Íslands, Landsbankinn, Olís og
Skeljungur. Flugleiðir og Húsa-
smiðjan koma þar á eftir. Þetta
kemur fram í álagningarskrá
Reykjavíkur með gjöldum lög-
aðila sem Skattstjórinn í Reykja-
vík lagði fram í gær, föstudag.
Heildargjöld lögaðila í Reykja-
vík gjaldárið 2003 námu 24,5
milljörðum króna sem er um
17,8% hækkun frá síðasta ári.
Tryggingagjald greiddu 5.546
lögaðilar, samtals um 13 milljarða
króna sem er 5,7% hækkun frá
því í fyrra. Tekjuskattur á 5.264
lögaðila skilaði 9,4 milljörðum
sem er rúmlega 37% meira en ár-
ið áður. Alls greiddu 3.687 lög-
aðilar 710 milljónir í eignarskatt.
Þá er 21 aðila, sem bera fjár-
magnstekjuskatt yfir 40 milljónir
króna gert að greiða samtals
rúman milljarð í fjármagnstekju-
skatt.
Opinber gjöld fyrir-
tækja hækka um
17,8% milli ára
Greiðendur hæstu opinberra gjalda í Reykjavík 2003, þ.e. heildargjalda yfir
kr. 100.000.000.
1. Fjársýsla ríkisins, launaafgreiðsla kr. 3.359.487.357
2. Íslandsbanki hf. kr. 1.274.869.739
3. Fjársýsla ríkisins kr. 1.076.731.871
4. Reykjavíkurborg kr. 1.015.620.797
5. Landssími Íslands kr. 544.170.243
6. Landsbanki Íslands hf. kr. 480.411.470
7. Olíuverslun Íslands hf. kr. 299.904.047
8. Skeljungur hf. kr. 296.253.652
9. Flugleiðir hf. kr. 276.959.831
10. Húsasmiðjan hf. kr. 240.461.744
NORÐURÁL, Hitaveita Suðurnesja
hf og Orkuveita Reykjavíkur undir-
rituðu í gær viljayfirlýsingu um orku-
öflun til stækkunar Norðuráls úr
90.000 tonnum í 180.000 tonn en gert
er ráð fyrir að stækkunin eigi sér
stað vorið 2006. Um er að ræða um
150 MW af rafafli og um 1340 GWh af
raforku en samkomulagið er háð fyr-
irvörum um að aðilar ljúki nauðsyn-
legum samningum og fái tilskilin
leyfi.
Um 800 manns munu starfa
við framkvæmdirnar
Fjárfesting í virkjunum og flutn-
ingsvirkjum verður rúmlega 20 millj-
arðar og í álveri rúmlega 25 milljarð-
ar eða samtals um 45 milljarðar.
Í sameiginlegri tilkynningu félag-
anna kemur fram að fyrirhugað sé að
Hitaveita Suðurnesja reisi um 80
MW virkjun á Reykjanesi og að
Orkuveitan reisi um 80 MW virkjun á
Hellisheiði. „Við uppbyggingu orku-
vera og álvers munu allt að 800
manns starfa og þegar framkvæmd-
um lýkur koma um 30 manns til með
að starfa við virkjanirnar og um 330
manns munu starfa hjá Norðuráli, en
þar af bætast við um 130 ný störf
vegna stækkunarinnar. Þar fyrir ut-
an verður um fjölda afleiddra starfa
að ræða,“ segir í tilkynningunni.
Gert er ráð fyrir því að miðað við
meðalverð á áli og núverandi gengi
íslensku krónunnar muni stækkunin í
180.000 tonn auka verðmæti útflutn-
ings frá Íslandi um tólf milljarða
króna á ári.
Viljayfirlýsing undirrituð um orkuöflun vegna stækkunar Norðuráls
Heildarfjárfesting nemur
um 45 milljörðum króna
Stjórnendur Norðuráls, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja
við undirritun viljayfirlýsingarinnar um stækkun Norðuráls.
Morgunblaðið/Jim Smart
HÁTT í 700 rannsóknarviðtöl hafa
verið tekin í Barnahúsi frá stofnun en
það fagnar fimm ára afmæli sínu um
þessar mundir. Að sögn Braga Guð-
brandssonar, forstjóra Barnavernd-
arstofu, var Barnahús stofnað í kjöl-
far umfangsmikillar rannsóknar á
kynferðislegu ofbeldi gegn börnum.
„Þar komu í ljós ýmsar brotalamir.
Skortur var á sérþekkingu og starfs-
hættir barnaverndarnefnda voru
ólíkir. Það vantaði upp á þverfaglega
samvinnu og samhæfingu þeirra
stofnana sem komu að þessum mál-
um. Börn þurftu að þvælast frá einni
stofnun til annarrar og segja söguna
sína en það getur verið afar þungbær
reynsla,“ segir Bragi.
Héraðsdómur Reykjavíkur
nýtir sér þjónustuna
í minna mæli
Í Barnahúsi geta börn fengið alla
þjónustu undir sama þaki. Þar fara
fram skýrslutökur fyrir dómi, grein-
ing og meðferð og læknisskoðun. Að
auki sjá sérfræðingar Barnahúss um
könnunarviðtöl samkvæmt beiðnum
frá barnaverndarnefndum en þau eru
tekin þegar málið þykir ekki gefa til-
efni til kæru eða ef meintur gerandi
er ósakhæfur. Umhverfið í Barna-
húsi er barnvænt og jafnframt er
boðið upp á aðstoð fyrir aðstand-
endur.
Þjónusta Barnahúss er færanleg
og sérfræðingar fara í dómshús sé
þess óskað og í vissum tilvikum er
boðið upp á rannsóknar- og könn-
unarviðtöl í heimahéraði barnsins.
Barnahús á æ stærri hlut í þeim
skýrslutökum sem fara fram fyrir
dómi en dómurum er það í sjálfs-
vald sett hvort þeir nýta sér þjón-
ustna eður ei. Athygli vekur að
Héraðsdómur Reykjavíkur virðist
nýta sér Barnahús í minna mæli en
áður en t.d. Héraðsdómur Reykja-
ness nýtir sér hana alltaf.
Um 73% þeirra barna sem koma í
skýrslutöku í Barnahúsi greina frá
kynferðislegu ofbeldi. Aðeins tíu
prósent þeirra barna sem hafa
greint frá kynferðislegu ofbeldi áður
segja sérfræðingum Barnahúss ekki
frá því. Bragi bendir á að gerendur
þeirra mála sem borist hafa Barna-
húsi eru í nánast 90% tilvika ein-
hverjir sem barnið þekkir og treyst-
ir. „Það eru ekki nema í kringum
10% gerenda sem eru algerlega
ókunnugir barninu,“ segir Bragi.
Hafa tekið 700 rannsóknarviðtöl
Morgunblaðið/Jim Smart
Ragna Björg Guðbrandsdóttir, starfsmaður Barnahúss, Bragi Guðbrands-
son og Vigdís Erlendsdóttir forstöðumaður í Barnahúsi í gær.
Barnahús fagnar
fimm ára afmæli
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
19 ára pilt í 18 mánaða fangelsi
fyrir tilraun til nauðgunar í ágúst
2002 þegar ákærði reyndi að
nauðga 17 ára stúlku í tjaldi á
hestamannamóti. Hæstiréttur
staðfesti dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur frá 25. júní sl. og tók
undir með héraðsdómi að ákærði
hefði brotið freklega gegn kyn-
frelsi stúlkunnar með lítilsvirð-
andi athöfunum sínum og vald-
beitingu. Framburður ákærða
var óstöðugur og ótrúverðugur
að mati héraðsdóms.
Auk fangelsisrefsingar var
ákærði dæmdur til að greiða
stúlkunni 300 þúsund krónur í
miskabætur auk sakarkostnaðar.
Málið dæmdu hæstaréttar-
dómararnir Guðrún Erlendsdótt-
ir, Hrafn Bragason, Markús Sig-
urbjörnsson, Ólafur Börkur
Þorvaldsson og Pétur Kr. Haf-
stein. Verjandi ákærða var Krist-
ján Stefánsson hrl. Málið sótti
Sigríður J. Friðjónsdóttir sak-
sóknari hjá ríkissaksóknara.
18 mánaða
fangelsi
fyrir nauðg-
unartilraun
Íslendingar
verði leið-
andi í rekstri
Kabúl-flug-
vallar
ÍSLENSKA ríkisstjórnin hefur
ákveðið að bjóða Atlantshafsbanda-
laginu að senda tíu manna hóp ís-
lenskra sérfræðinga til að taka að
sér leiðandi samræmingarhlutverk á
flugvellinum í Kabúl í Afganistan frá
og með næsta vori. Þýskaland hefur
séð um stjórnun og rekstur Kabúl-
flugvallar en miðað er við að þar
verði breyting á snemma á næsta ári.
Allur rekstrarkostnaður annar
en laun yrði greiddur af NATO
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra, segir að Atlantshafs-
bandalagið íhugi nú að taka að sér
rekstur flugvallarins þannig að allur
rekstrarkostnaður annar en laun út-
sendra starfsmanna og persónuleg-
ur búnaður verði þá greiddur úr
sameiginlegum sjóðum sambands-
ins. Á þeim grundvelli og eins vegna
þess að á svipuðum tíma eða 1. apríl
afhendi Íslendingar rekstur
Pristina-flugvallar í hendur Samein-
uðu þjóðunum í Kosovo sé lagt til að
íslenska friðargæslan bjóði banda-
laginu tíu manna hóp sem yrði sam-
ræmingaraðili og leiðandi afl í
rekstri flugvallarins í Kabúl næsta
vor. Halldór segir að þetta framlag
Íslendinga beri að skoða í ljósi þeirr-
ar jákvæðu reynslu og ummæla sem
Ísland hafi hlotið innan NATO vegna
reksturs Pristina-flugvallarins.
Kristján Ragnarsson
í tímaritsviðtali
Safnaði 2,7
milljörðum
til kaupa á
Útvegs-
bankanum
KRISTJÁN Ragnarsson, fráfarandi
formaður Landssambands íslenskra
útvegsmanna, safnaði áskriftum að
hlutafé að upphæð 950 milljónir kr.
eða 2,7 milljarðar kr. að núvirði til
kaupa á Útvegsbankanum árið 1987
þegar ríkið hugðist selja bankann.
Þetta kemur meðal annars fram í
viðtali við Kristján í Útveginum,
fréttabréfi Landssambands íslenskra
útvegsmanna. Þar segir hann að sér
sé í fersku minni þegar þáverandi
forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson,
vakti hann upp klukkan sjö að
morgni á ágústmánuði það ár með
fréttum þessa efnis að Samband ís-
lenskra samvinnufélaga hefði gert
tilboð í hlut ríkisins í bankanum
kvöldið áður, en auk ríkisins átti
Fiskveiðasjóður 20% eignarhlut í
bankanum. Hefði Þorsteinn spurt
hvort hann sæi möguleika á því að
hafa uppi einhver viðbrögð vegna
þessa. Hann hefði svarað því til að
hann teldi svo ekki vera, en þó tekið
sér umhugsunarfrest fram til hádeg-
is. Í framhaldinu hefði hann kannað
möguleikana og milli klukkan tvö og
þrjú um daginn hafi hann haft sam-
band við forsætisráðherra og til-
kynnt honum að hann teldi kost á að
bregðast við þessu tilboði SÍS.
33 aðilar skráðu
sig fyrir hlutafé
Fram kemur í viðtalinu við Krist-
ján að þegar dagur var að kvöldi
kominn hafi hann verið búinn að
safna hlutafé fyrir 950 miljónir kr.
sem láti nærri að sé jafnvirði 2,7
milljarða kr. í dag. Hafi hann haft
samband við útgerðarmenn og út-
gerðarfyrirtæki vítt og breitt um
landið, banka sem voru í einkaeigu,
skipafélög, heildsala og fleiri og end-
irinn hafi orðið sá að 33 aðilar hafi
skráð sig fyrir hlutafé. Niðurstaðan
varð hins vegar sú að ríkisstjórnin
hætti við að selja bankann og segir
Kristján að þessi átök hafi ráðið þar
miklu um og vafalaust einnig póli-
tískar deilur.