Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 26
MATARKISTAN 26 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR ég fer að huga að bakstri ensku jólakökunnar þá hefst undirbúningur jólanna,“ segir Paul Newton, eigandi verslunarinnar Pipar og salt, sem hefur alla sína búskapartíð bakað slíka köku fyrir jólin. Hann er alinn upp í Bretlandi og fékk ætíð slík sætindi á jóladag og getur ekki hugsað sér annað en að baka hana á hverju ári. „Ég baka kökuna yfirleitt í lok októbermánaðar eða í byrjun nóvember í síðasta lagi. Kakan þarf að standa í tvær vikur áður en ég fer að vökva hana með koníaki, en það geri ég svo vikulega uns tvær vikur eru til jóla. Þá hyl ég hana með marsípani og viku fyrir jól set ég á hana sykurhúð og skreyti með marsípanfígúrum.“ Paul segist ekki halda í marga siði að heiman en ann- an í jólum eldar hann kalkún að breskum sið og um ára- mótin býður hann gjarnan upp á enskan jólabúðing. „Ég held að flestir Englendingar borði svona ávaxta- köku um jólin, hún er hluti af matarmenningu okkar í kringum hátíðarnar og ómissandi finnst þeim. Á hinn bóginn eru margir orðnir mjög uppteknir á þessum árs- tíma og kaupa því kökuna tilbúna úti í búð.“ Paul selur enska jólaköku fyrir hátíðarnar í búð sinni Pipar og salt og segir að sömu viðskiptavinirnir komi ár eftir ár og margir hverjir séu þá að kaupa jólagjöf fyrir einhverja ættingja sína. Í lok október eða byrjun nóvember bakar Paul Newton jólaköku sem hann vökvar reglulega og nostrar við fram að jólum. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir fékk að fylgjast með kökugerðinni hjá Paul, en ensk jólakaka er borin fram með kaffi og sérrístaupi á jóladag. Svona líturhefðbundin ávaxta-jóla- kaka út á borði Eng- lendinga á jóladag. Undirbýr jól með sérstakri kökugerð  JÓLASIÐIR | Flestir Englendingar borða ávaxta-jólaköku sem bökuð er löngu fyrir hátíðirnar og látin standa gudbjorg@mbl.is Ensk jólakaka 350 g ósaltað smjör 350 g púðursykur 450 g hveiti 6 egg salt á hnífsoddi ½ tsk. kanill ½ tsk. múskat ½ tsk. negull 300 g sykraðir blandaðir ávextir (fæst tilbúið í Pipar og salt) 450 g ljósar rúsínur (fást m.a. í Yggdrasil) 450 g kúrenur (fást m.a. í Yggdrasil) 125 g rúsínur 125 g möndluflögur 30 ml síróp með hálfri teskeið af matarlit út í til að kakan verði dökkbrún 1 bolli koníak. Byrjið á að taka til springform sem er 23 cm í þvermál eða tvö lítil sem eru 18 cm í þvermál. Setjið þrjú lög af smjörpappír á botninn á 23 cm springformi (eða tveimur 18 cm springformum) og smyrjið með smjörinu. Lögin af pappír eru svona mörg svo kakan brenni ekki því það þarf að baka hana í allt að sex klukkustundir. Sama gildir um hliðar köku- formsins. Hliðarnar eru huldar með smjör- pappír og síðan er brúnum mask- ínupappír vafið utan um formið og bundið með bómullargarni. Á bök- unarplötuna eru síðan sett tvö lög af brúnum maskínupappír. Að þessu loknu hefst vinnan við deigið. Blandið saman í skál kúrenum, ljósum rúsínum, venjulegum rúsín- um, ávöxtum, möndluflögum og kryddi. Þeytið í annarri skál smjör og púðursykur uns létt og ljóst og bætið svo einu og einu eggi í og hrærið saman. Sigtið hveitið og blandið í eggja- hræruna. Blandið nú eggjahrærunni (sem búið er að setja hveitið út í) saman við ávextina og hrærið. Að lokum er koníakinu bætt saman við og sír- ópinu sem búið er að setja saman við matarlit. Matarlitnum er bætt saman við til að kakan nái dökkum lit. Deigið er tilbúið ef það dettur af sleif. Deigið er nú sett í formið og það má alveg fylla formið því kakan lyftir sér lítið enda ekkert lyftiduft í uppskriftinni. Margir geyma kökuna nú í ís- skáp fram á næsta dag en það má líka baka hana strax. Úðið aðeins yfir kökuna með vatni og hyljið svo með tveimur lögum af smjörpappír sem búið er að smyrja aðeins með smjöri og klippa á loftgat. Kakan er bökuð við 140 gráðu hita í 6 klukkustundir en ef formin eru tvö þá er hún bökuð í 3 klukku- stundir. En þó búið sé að baka kökuna er verkið aðeins hálfnað. Nú þarf að pakka kökunni inn eftir kúnstarinnar reglum þegar hún kólnar. Fyrst er henni pakkað í tvöfalt lag af smjörpappír og papp- írinn er festur kirfilega með gúmmíteygjum. Svo er álpappír pakkað utan um hana og hún sett í loftþétt kökubox. Þar fær kakan að standa óhreyfð í nokkra daga. Vikulega er kakan nú tekin fram og gerðar litlar holur í botn og topp með grillprjóni og koníaki hellt yfir svona eins og tveimur matskeiðum í hvert skipti. Marmelaði 1 krukka hreint apríkósumauk 550 g möndlumarsípan. Þegar hálfur mánuður er til jóla tekur Paul kökuna fram og penslar hana alla ríkulega með hreinu aprí- kósumarmelaði sem hann hitar fyrst. Það gerir hann til að marsíp- anið festist betur við kökuna. Hann notar möndlumarsípan sem hann rúllar út og leggur yfir kökuna. Marsípanið má kaupa tilbúið í stórmörkuðum eða hjá bakara. Viku fyrir jól er svo komið að skreytingu kökunnar með flórsyk- ursbráð. Það getur verið vanda- samt að bera bráðina á kökuna og sumir kjósa að lita marsípanið hvítt og láta það duga. En hér kemur uppskrift að flórsykursbráðinni. Marsipan 675 g flórsykur 4 eggjahvítur 1 msk. sítrónusafi 2 tsk. glýserín (fæst í apóteki) Sigtið flórsykur. Þeytið eggja- hvítur uns þær eru orðnar að hálf- gerðu frauði. Bætið þá saman við msk. í einu af flórsykri og ofurhægt og þeytið vel á milli uns flórsyk- urinn er búinn. Bætið við sítrónusafa og glý- seríni og haldið áfram að þeyta þangað til blandan er orðin eins og marengs. Hyljið skálina með rökum klút og geymið í 1–2 klukkustundir til að leyfa loftbólum að koma á yf- irborðið. Flórsykursbráðina má lita með matarlit ef vill. Berið nú flórsykursbráðina á marsípanhúð kökunnar. Byrjið á toppi kökunnar og jafnið bráðina út með pönnukökuspaða. Látið þorna í að minnsta kosti klst. áður en þið byrjið á hliðum kökunnar. Kakan er svo skreytt með mar- sípanskrauti sem hægt er að lita í jólalegum litum að vild. Morgunblaðið/Ásdís 1 2 3 4 5 6 7 8 9 1. Paul byrjar á því að gera köku- formið tilbúið. Hann klippir út þrjú lög af smjörpappír fyrir botn mótsins og tvö fyrir toppinn. Síðan klippir hann til tvöfaldan pappír fyrir hliðar mótsins og að lokum brúnan mask- ínupappír til að vefja utan um mótið. Allt þetta er gert til að koma í veg fyrir að kakan brenni en hún þarf að vera í ofninum í sex klukkustundir. 2. Þegar búið er að gera kökuformið tilbúið mælir Paul í skál rúsínur, hnetur, sykraða ávexti og krydd. 3. Smjör og púðursykur þeytir Paul vel saman og bætir í einu og einu eggi í einu. 4. Hveitið þarf að sigta áður en því er bætt út í eggjahræruna. 5. Blandið nú saman ávöxtum og eggjahræru. 6. Í lokin er koníakinu hellt út í deig- ið og sírópinu sem búið er að setja smávegis af matarlit útí. 7. Kakan komin í form. 8. Rétt áður en kakan er sett í ofn- inn er smávegis vatni hellt yfir kök- una og svo tvö lög af smjörpappír sem búið er að gera á loftgöt. 9. Þegar búið er að baka kökuna og hún hefur fengið að kólna er henni pakkað inn í tvöfalt lag af smjörpapp- ír og bundið utan um með gúmmí- teygju. Síðan er henni pakkað inn í álpappír. Að lokum fer kakan ofan í loftþétt box.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.