Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M argir telja að meg- inkostir íslensks þjóðfélags felist í góðu heilbrigðis- og menntakerfi. Fjölbreytni skólakerfisins er afar mikilvæg – íslenska stúdentsprófið tryggir nemendum þekkingu á ýmsum ólíkum sviðum. Vegna legu landsins er nauðsynlegt að nem- endur hafi góða tungumálakunn- áttu og mikil fjölbreytni náms dregur úr þröngsýni og for- dómum. Yfirleitt fer gott orð af frammistöðu íslenskra nemenda í námi erlendis og þeir eru taldir standa sig vel í samanburði við nemendur frá öðrum löndum. Ís- lenskir nemendur útskrifast úr háskóla á svipuðum aldri og danskir nemendur. Svíar hafa ver- ið að auka námskröfur í fram- haldsskólum sérstaklega í raun- greinum vegna óánægju með slakan undirbúning í grunn- greinum. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hver sé tilgangur þess að stytta íslenska framhaldsskólann um eitt ár. Nýlega var kynnt skýrsla verk- efnisstjórnar um styttingu náms til stúdentsprófs. Meginhug- myndin er sú að stytta framhalds- skólann úr fjórum árum í þrjú. Þar er lögð áhersla á að skólar dragi úr sérhæfingu sinni og leggi einkum áherslu á íslensku, ensku og stærðfræði. Þrátt fyrir þetta er í þessum tillögum lagt til að skerða nám í þessum greinum frá því sem nú er. Í tillögu verkefn- isstjórnar er lagt til að nám á framhaldsskólastigi verði skert, þ.e. úr 140 einingum í 112. – Ef við lítum t.a.m. á raunvísindanám þá er vitað að þar verður sérhæf- ing sífellt meiri og oft heyrast kvartanir kennara á háskólastigi um ónógan undirbúning nemenda af framhaldsskólastigi. Á nátt- úrufræðibraut eru nemendur að jafnaði með um það bil 80–100 ein- ingar í íslensku, ensku, stærðfræði og raungreinum. Það þýðir að að- eins eru eftir um 10–30 einingar fyrir nám í öðrum greinum og þar má nefna önnur tungumál en ensku, sögu, félagsfræði, lífsleikni, íþróttir og valgreinar. Ég óttast að þessar hugmyndir leiði til mik- illar miðstýringar í skólakerfinu með því að steypa flesta í svipað mót og afmá þar með sérkenni skóla. – Hugmyndir verkefn- isstjórnarinnar virðast ganga þvert á þá stefnu um fjölbreytni, sem boðuð var af stjórnvöldum fyrir fáeinum árum, sbr. „Enn betri skóla“, bls. 10 og áfram. Spyrja má: Er þessi ágæta stefna ekki enn í fullu gildi eða hefur hún verið afnumin? Í þeirri umræðu, sem fram und- an er, þarf að skoða vandlega kröfur háskólastigsins um und- irbúning fyrir margvíslegt nám á því stigi og skipuleggja nám fram- haldsskólans og grunnskólans í samhengi. Nauðsynlegt er að bjóða upp á góða undirstöðu- menntun og hafa námið fjölbreytt. Ekki má gleyma því að framhalds- skóli er ekki aðeins menntastofn- un heldur einnig uppeldisstofnun. Framhaldsskólaárin eru eitt mesta mótunarskeið einstaklingsins. Þar þarf að standa vel að forvarn- armálum og gefa ungu fólki tæki- færi til að stunda heilbrigt fé- lagslíf. Þátttaka í því er mikilvægur liður í þroska nemend- anna og hann má ekki vanmeta. Ekki má heldur gleyma einu af sérkennum íslensks þjóðfélags en það er víðtæk atvinnuþátttaka ungs fólks. Tækifæri ungmenna til að kynnast atvinnulífinu með sum- arstörfum er skóli út af fyrir sig og þetta gefur ungu fólki ómet- anlega reynslu. Þetta tækifæri til að kynnast ólíkum störfum eykur víðsýni þess, dregur úr stétta- skiptingu og eykur skilning á ólíku starfsumhverfi. Í núverandi kerfi eru leiðir til að breyta námi þeim markmiðum sem a stefnt. Nemendum gefst að þreyta samræmd gru próf í 9. bekk. Standist þ tökuskilyrði framhaldssk geta þeir hafið nám þar fyrr. – Ef það verður hin niðurstaðan að stytta fra skólann í þrjú ár að erle irmynd er nauðsynlegt a skólaárið a.m.k. við 10 m eins og er í viðmiðunarlö Þá væri unnt að skipule skólaárið sem þrjár anni nauðsynleg hlé á milli þe dreifa álagi. Við þessa b væri rétt að fara eins að menntaskólanám var sty Stytting náms til Eftir Yngva Pétursson L ítill fjögurra ára drengur horfir forvitnum augum á stórvaxinn hvítan ferðalanginn. Fyrst í stað heldur hann öruggri fjar- lægð, en áður en langt um líður hefur forvitnin betur og sá stutti hoppar í fang hins ókunnuga manns. Handtakið er þétt, hlýjan fölskvalaus. Eitt andartak er eins og ekkert skilji okkur að og brosið stækkar sífellt á andliti barnsins sem mætir hingað í ungbarnadeildina í félagsmiðstöð- inni í Usakos á vesturströnd Afríku dag hvern og lærir að lesa og skrifa. Ásamt tug- um annarra barna úr þorpinu. Flest eiga þau það sameiginlegt að vera munaðarlaus. Sum þeirra eiga dauðvona foreldra. Eyðnin hefur tekið sinn toll í þessu litla bæjarfélagi og ríflega það. Litli drengurinn er þakklátur gestunum frá Íslandi og það er sérstök tilfinning að heyra sungið um Ísland af fallegum hópi barna á svo framandi slóðum. Í Usakos, eins og víða annars staðar í Namibíu, hefur Þró- unarsamvinnustofnun Íslands reist fé- lagsmiðstöð og afhent bæjarfélaginu til eignar og þar er líf og fjör frá morgni til kvölds. Börn á ýmsum aldri læra þar að lesa og skrifa; mæður þeirra fá samskonar fræðslu, en auk þess er leitast við að fræða þorpsbúa um margvísleg mál af félagslegu tagi, t.d. um lýðfrelsi og sjúkdómahættu. Litli drengurinn í fanginu á mér er mun- aðarlaus. Hann býr ásamt aldraðri ömmu sinni í útjaðri bæjarins við kröpp kjör. Aðra á hann ekki að og það er sérkennileg tilfinn- ing að láta hann aftur frá sér. Barn sem líð- ur skort, fær ekki alltaf nægju sína að borða, frekar en eitt af hverjum fjórum börnum í þessu stóra og víðfeðma landi við Atlantshafsströnd Afríku. Ég velti fyrir mér framtíð þessa litla drengs; hvað bíður hans þegar unglingsárin taka við? Á vegg einum í skólabyggingunni hefur verið sett upp veggspjald undir yfirskrift- inni Framtíðin í Namibíu. Þar er undir- strikað hversu alvarlegt alnæmisvanda- málið er; tæplega fjórðungur landsmanna á fullorðinsaldri er smitaður og þeirri spurn- ingu velt upp hvernig aðstæður verða í þjóð- félagi sem á örfáum næstu árum mun missa úr heilu kynslóðirnar og til verður gríð- arlegur fjöldi barna sem engan eiga að – fá hvergi höfði sín hallað. Ólík eru örlög okkar mannanna. Ísland er ríkt land og hefur komist frá ör- birgð til bjargálna á undraskömmum tíma. Mikilvægastur er okkur fiskurinn í sjónum og það eigum við sameiginlegt með íbúum Namibíu, að sjávarútvegurinn færir okkur miklar tekjur og hefur gert okkur kleift að bæta lífskjör þjóðarinnar. Í Namibíu er hagvöxturinn ör og stækkandi hópur fólks hefur umtalsverður tekjur. Landið er ekki lengur skilgreint sem þróunarríki á al- þjóðavísu, heldur sem fátækt meðaltekju- land. Hins vegar er ójöfnuður hér skelfileg- ur og níu af hverjum tíu landsmönnum eiga vart til hnífs og skeiðar. Flestir hafa tekjur upp á sem svarar fimm hundruð til fimm þúsund krónum á mánuði. Samt eru hér all- ir brosandi og kraftur skín úr hverju andliti. Mannleg reisn lætur ekki að sér hæða. Við höfum dvalið hér í Namibíu liðna viku, sendinefnd frá Þróunarsam- vinnustofnun Íslands. Með mér í för eru Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur og stjórnarmaður í stofnuninni, og Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ. Við héldum áfram för hingað eftir að hafa verið í föruneyti Halldórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra til Úganda og Mósambík. Til- gangurinn er að kynna sér starfsemina hér og meta árangur verkefna sem þegar hefur verið ráðist í, en einnig að meta samstarf landanna í víðara samhengi, því fyrir liggur að á Íslandi þarf að taka ákvörðun um hvort halda eigi áfram þróunarsamvinnu við Namibíu. Í lok ársins 2004 mun samstarfssamn- ingur milli Þróunarsamvinnustofnunar Ís- lands og Namibíu renna út og er það í sam- ræmi við ákvörðun stjórnar ÞSSÍ frá 2002. Stjórn ÞSSÍ hafði áður samþykkt að ljúka samstarfinu við Namibíu í árslok 2002. Út- tekt á verk og sér í lag sjómannas vegar í ljós verkefnin þ árslok 2002 úttektarað framlengt hægt væri leyti fyrir á þessa tillög samningur loka þess á að engin ný inu og við þ efnum yrði hefur verið allar líkur á 12. septe setaskrifst fram á fram ára. Þá bar stungið var sem ÞSSÍ v eru allt frá aðarsöm ni heimsókn o farið yfir fo fundi með f yfir miklum starfi. Þróunar manna hóf einkum bei árum einni lenskir sjáv starfað á ve í Hafranns þætti er nú innar hefur skólans í W Namibíubréf Eftir Björn Inga Hrafnsson ’ Menað fram að fram SAMFYLKING Á BREYTINGASKEIÐI Landsfundur Samfylkingarinnarer hófst í gær markar ákveðinkaflaskil í sögu flokksins. Þetta er fyrsti landsfundurinn sem haldinn er að loknum síðustu kosningum, þar sem Samfylkingin náði þeim árangri að festa sig í sessi sem næststærsti stjórn- málaflokkurinn. Það er eðlilegt að sam- fylkingarfólk fagni þeim árangri á landsfundinum en jafnframt liggur fyr- ir að flokksforystunni er mikið í mun að sýna fram á að Samfylkingin sé stjórn- málaflokkur er standi undir mikilli ábyrgð og sé treystandi fyrir stjórn landsins. Þetta kom greinilega fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, á landsfundinum í gær en hann lagði ríka áherslu á að Samfylkingin myndi haga sér „eins og ábyrgt landsstjórnarafl, eins og flokkur sem ætlar og mun setjast í ríkisstjórn við fyrsta tækifæri“. Segja má að þrjú meginstef hafi ein- kennt ræðu Össurar við setningu lands- fundarins í Hafnarfirði í gær. Í fyrsta lagi var hún á heimilislegum nótum, ræða formanns í flokki þar sem náin tengsl eru á milli einstaklinga í for- ystunni og reynsluheimurinn áþekkur. Ítrekað var vitnað til persónulegra að- stæðna einstaklinga og sameiginlegra aðstæðna. Það var vísað til fram- kvæmdastjórans „sem auðvitað er Stöðfirðingur“, þingmanna sem „eru ekki með okkur í dag“ og vitnað í „pabba Öddu Báru“ svo nokkur dæmi séu nefnd. Hins vegar er greinilegt að formanni Samfylkingarinnar var mikið í mun að ræðan spannaði áhugamál allra þeirra hópa sem eru áhrifamiklir innan Sam- fylkingarinnar. Í henni var að finna kafla sem höfðuðu til verkalýðshreyf- ingarinnar, femínísta, stuðningsmanna Palestínu, ungra kjósenda og andstæð- inga átakanna í Írak svo eitthvað sé nefnt. Tæpt var á flestu því sem nauð- synlegt hefur þótt að tæpa á. Loks einkenndi hins vegar ræðuna ákveðið stef þar sem áherslan er á að Samfylkingin sé ekki einungis stjórn- málaafl sem sé reiðubúið að axla ábyrgð á landsstjórninni heldur jafnframt tilbúið til þeirra málamiðlana sem nauðsynlegar eru til að ná sameiginleg- um málefnagrundvelli í stjórnmálasam- starfi við önnur stjórnmálaöfl í landinu, þar með talinn Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki síst athyglisvert að sjá hvernig formaður Samfylkingarinnar nálgast stefnumótun í heilbrigðismál- um. Össur sagði í ræðu sinni að núverandi kerfi gengi ekki upp, þrátt fyrir stakar og tímabundnar lausnir á vandamálum sem stöðugt kæmu upp. Velti hann upp þeirri spurningu hvort heilbrigðismálin ættu við einhvers konar skipulags- kreppu að stríða. „Við þurfum ekki endilega aukið fjármagn en við þurfum sárlega breytta stefnu,“ sagði formaður Samfylkingarinnar og gaf til kynna, að markaðslögmál mættu koma við sögu í heilbrigðiskerfinu. Þetta er merkileg yfirlýsing og stefnumótandi og raunar má segja að þarna sé Samfylkingin að færa sig nær Sjálfstæðisflokki en Framsóknarflokki, sem hefur hafnað nálgun af þessu tagi. Össur sagði að Samfylkingin væri flokkur samhjálpar en jafnframt markaðssinnaður flokkur. „Það þarf að skoða með opnum hug breytt rekstrarform í heilbrigðisþjón- ustunni. Það þarf að láta markaðslög- málin vinna í þágu markmiða jafnaðar- stefnunnar. Það er markmiðið sem skiptir máli en ekki leiðin að því,“ sagði Össur. Hann sagði ríkið eiga að vera kaup- anda heilbrigðisþjónstunnar en tók jafnframt fram að ríkið þyrfti „ekki í öllum tilvikum að vera seljandi“. Með þessari yfirlýsingu er Samfylk- ingin að slá nýjan tón í hinni pólitísku umræðu er gæti leitt til að breið pólitísk samstaða næðist yfir flokkalínurnar um hvernig bregðast á við þeim mikla vanda er heilbrigðiskerfið stendur óneitanlega frammi fyrir. Þrátt fyrir að stöðugt meiri fjármun- um sé varið til heilbrigðismála verður sífellt erfiðara að sinna þeim kröfum sem gerðar eru. Ný tækni og ný lyf bjóða upp á nýja og nýja meðferðar- möguleika sem hins vegar verða jafn- framt stöðugt dýrari, að minnsta kosti fyrst í stað. Með örri þróun í læknis- fræði og tækni ásamt auknu langlífi þjóðarinnar verður sífellt erfiðara að tryggja að allir Íslendingar eigi ávallt kost á bestu mögulegu þjónustu í heil- brigðiskerfinu sem völ er á. Það er brýn þörf á nýrri og frjórri hugsun í heil- brigðismálum. Aukin framlög eru engin töfralausn heldur þarf nýjar leiðir við að ráðstafa framlögunum. Ræða Össur- ar sýnir að Samfylkingin er reiðubúin að taka þátt í þeirri umræðu. Að mörgu leyti minnir þessi stefnu- breyting á er Alþýðuflokkurinn breytti um kúrs í almannatryggingamálum fyr- ir einum og hálfum áratug og hvarf frá þeirri rótgrónu stefnu sinni að allir ættu að eiga rétt á félagslegum bótum óháð tekjum. Í kjölfarið tókst samstarf á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks sem meðal annars hafði það að markmiði að stokka upp almannatrygg- ingakerfið með upptöku tekjutenging- ar. Sú grundvallarstefnubreyting sem Samfylkingin boðar nú í heilbrigðismál- um gæti ekki síður haft víðtæk pólitísk áhrif til lengri tíma litið. Það á einnig við um ummæli for- manns Samfylkingarinnar í Evrópu- málum. Össur tekur fram að Samfylk- ingin sé „Evrópuflokkur“ en segir jafnframt að hún sé ekki kredduflokkur í Evrópumálum. Það er ljóst að sú and- staða sem komið hefur fram gagnvart Evrópusamrunanum í nágrannaríkjun- um hefur gert að verkum að forysta Samfylkingarinnar telur ástæðu til að hægja á í Evrópumálunum. Líklega hefur niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Svíþjóð um evruna í september haft mikil áhrif. Össur segir að aðild að ESB sé „flókið viðfangsefni þegar kemur að því að tala við fólkið í landinu ...Við þurfum að gæta þess að hlusta á fólk ... og reyna að forðast þá erfiðleika sem systurflokkar okkar á Norðurlöndum og í Bretlandi hafa átt við að etja í að skýra hagsmuni okkar í Evrópumálum fyrir kjósendum.“ Tók formaður Samfylkingarinnar fram að menn þyrftu að taka sér þann tíma er þyrfti í þessu máli. Með því að taka aðild að Evrópusam- bandinu af dagskrá sem brýnasta verk- efni samtímans er Samfylkingin jafn- framt að skapa sér breiðari samningsstöðu í íslenskum stjórnmál- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.