Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Audre vænt- anlegt. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- ungangan er frá Hraunseli kl. 10. Síð- asta ganga vetrarins. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Jónas Páls- son, sálfræðingur, er til viðtals á skrifstofu FEB fim. 6. nóv. Panta þarf tíma. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Félagsvist sem vera átti á Álfta- nesi 6. nóv. verður í Garðabergi 6. nóv. kl. 19.30. Rútur frá Álfta- nesi, Hleinum og Holtsbúð samkvæmt venju. Allir velkomnir. Fræðsla verður í Garðabergi 3. nóv. kl. 14. Hjúkrunarfræð- ingur frá heilsugæsl- unni mælir blóðþrýst- ing hjá þeim sem það vilja og situr fyrir svör- um hvað varðar heils- una. Gerðuberg, félags- starf. Fimmtudaginn 6. nóv. „Kynslóðir saman í Breiðholti“. Fé- lagsvist kl. 13.15 í sam- starfi við Hólabrekku- skóla. Stjórnandi Eiríkur Sigfússon. Föst. 7. nóv. Dans- leikur kl. 20–23.30. Hljómsveitin Stuðgæj- ar. Húsið opnað kl. 19.30. Gullsmári. Handverks- markaður verður í Gullsmára 13, í opnu húsi Félags eldri borg- ara og hefst kl. 14. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 2. nóv. kl. 14. Allir velkomnir. Kaffi. Annar dagur í fjögurra daga keppni. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Kvenfélag Barð- strendinga. Basar og kaffisala laugard. 1. nóvember kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Á bas- arnum verður ýmiss konar handavinna, heimabakaðar kökur og margt fleira. Happ- drætti, eingöngu dreg- ið úr seldum miðum. Ágóðinn rennur til styrktar öldruðum úr sýslunni og til líkn- armála. Kvenfélag Langholts- sóknar. Hið árlega happdrætti og köku- basar félagsins verður í dag í safnaðrheimilinu og hefst kl. 14. Úrval af tertum, kökum og margir góðir vinningar, m.a. heimagerðir mun- ir og jólavörur. Ágóð- anum verður varið til að greiða steint gler í hliðarglugga Lang- holtskirkju. Félag breiðfirskra kvenna. Fundur mánud. 3. nóv. kl. 20. Bingó, góðir vinninga. Kaffi og glens. Húnvetningafélagið í Reykjavík. Árlegur kirkju- og kaffi- söludagur á morgun. Messa kl. 14 í Kópa- vogskirkju, prestur sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. Stólræðu flytur Snorri Jónsson. Húnakórinn syngur undir stjórn Eiríks Finnssonar. Frá kl. 15 er kaffisala í Húnabúð, Skeifunni 11. Lífeyrisþegadeild Landssambands lög- reglumanna. Hefð- bundinn sunnudags- fundur verður á morgun, sunnudaginn 2. nóv. Fundurinn hefst kl. 10 í Félagsheimili LR, Brautarholti 30. Félagar fjölmennið. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA – Samtök spila- fíkla, fundir spilafíkla, Höfuðborgarsvæðið: Þrið.: kl 18.15 – Sel- tjarnarneskirkja. Mið.: kl. 18 – Digranesvegur 12, Kóp. Fim: kl. 20.30 – Síðumúla 3–5, Göngudeild SÁÁ. Föst.: kl. 20 – Víði- staðakirkja, Hafnarfj. Laug: kl. 10.30 – Kirkja Óháða safnaðarins v/ Háteigsveg. Austur- land: Fim. kl. 17 – Egilsstaðakirkja. Neyðarsími GA er op- inn allan sólarhringinn: 698 3888. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. OA-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Í dag er laugardagur 1. nóv- ember, 305. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Og ég segi yður: Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. (Lúk. 11, 9.) Vefþjóðviljinn telurstuðning stjórn- arandstöðunnar við fulla aðild Færeyja að Norð- urlandaráði á misskiln- ingi byggðan. „Það mætti ætla að úr- slitaorrustan í frels- isstríði Færeyinga stæði nú sem hæst,“ skrifar Vefþjóðviljinn. „Að minnsta kosti láta hinir og þessir nú eins og Ís- lendingar hafi brugðist á ögurstundu með því að taka ekki þegar í stað undir þá tillögu að Fær- eyjar fengju fulla aðild að Norðurlandaráði. Málið hefur þegar ratað inn á alþingi og hafa menn bæði vísað til þess að Ísland hafi á sínum tíma viðurkennt fullveldi Eystrasaltsríkjanna sem og þess að Íslendingar hafi sjálfir barist fyrir sjálfstæði undan Dönum og sé málið því skylt.“     Gallinn er bara sá aðþessi mál eru með öllu ósambærileg. Fær- eyjar hafa ekki lýst yfir sjálfstæði. Færeyingar voru ekki að biðja Ís- lendinga eða aðra um að viðurkenna fullveldi sitt heldur um að veita sér fulla aðild að tilteknu ráði, ráði þar sem meðal annars Danmörk er full- gildur meðlimur. Það er einfaldlega allt annar hlutur. Krafan sem menn gera hér heima þessa dagana er því sú að land, sem ekki hefur lýst yfir sjálfstæði og sem ekkert land lítur á sem fullvalda ríki, fái fulla aðild að ráði nokk- urra fullvalda ríkja og það gegn vilja þess ríkis sem þetta landsvæði til- heyrir. Auðvitað er voða gaman að vera sér- stakur baráttumaður fyrir sjálfstæði Færeyja og í sjálfu sér ekkert að því að viðurkenna full- veldi Færeyja þegar þær lýsa yfir sjálfstæði. En það er óþarfi að gera það á undan þeim sjálf- um,“ segir Vefþjóðvilj- inn.     Í umræðum á Norð-urlandaráðsþinginu fyrr í vikunni benti Høgni Hoydal, varalög- maður Færeyja, á að þess væru dæmi að lönd sem ekki væru sjálfstæð, hefðu fullgilda aðild að alþjóðastofnunum, og nefndi í því sambandi að Hong Kong og Makaó ættu aðild að Heims- viðskiptastofnuninni. „Í hátíðarræðum for- sætisráðherra Norð- urlanda og annarra sem til máls tóku á afmæl- isþingi Norðurlandaráðs í Helsinki í fyrra var lögð áhersla á að nor- rænt samstarf væri ein- stakt að því leyti að það væri samstarf milli fólks frekar heldur en milli ríkja og grundvöllur þess væri stuðningur al- mennings. Ef þetta er rétt ætti færeyska þjóð- in að geta fengið fulla aðild,“ sagði Hoydal. „Við viljum einfaldlega að Norðurlandaráð svari þeirri grundvallarspurn- ingu hvort þjóð sem enn hefur ekki hlotið fullt sjálfstæði geti fengið fullgilda aðild.“ STAKSTEINAR Full aðild Færeyja að Norðurlandaráði Víkverji skrifar... EFTIR að hafa keyrt um á nettum„druslum“ allt frá því bleika bíl- prófinu var fyrst troðið í veskið tók Víkverji sig langþreyttur til og keypti sér spánýjan bíl „úr kass- anum“ fyrir tæpum þremur árum síðan. Frá og með þeim degi átti aldrei framar að lenda í einhverju rugli með blikkdósina heldur njóta öryggisins sem í því fælist að aka um í spánnýrri kerri, vandlega sam- ansettri úr glansandi og ónotuðum pörtum sem áttu ár og daga inni áð- ur en þeir færu að láta sjá. Hún var líka dásamleg tilfinningin að þurfa ekki að þíða gaddfreðinn bíllásinn á köldum vetrarmorgni, að geta sest inn í velþéttan bílinn, ná að loka dyrunum, þrátt fyrir allt frostið, finna hvernig hrollurinn fór úr manni í fyrstu beygju með hjálp al- vöru hitamiðstövar og svo vitaskuld rasshitarans, sem á ótrúlega skömmum tíma var orðinn ómiss- andi. Reyndar létu þessar svaka- sniðugu rafdrifnu rúður eitthvað illa í frostinu allt frá upphafi, áttu til að festast niðri og vilja ekki fara upp aftur – sem gat orðið svolítið hvim- leitt þegar keyrt var á hámarks- hraða mót vindi eftir Miklubrautinni kl. 7 á mánudagsmorgni í 14 gráða gaddi. En það verður ekki á allt kos- ið, hugsaði Víkverji þá jafnan með sér að Pollýönnu sið. x x x OG ÞAÐ átti líka sannarlega eftirað koma betur á daginn að það yrði hreint ekki á allt kosið þegar nýir bílar væru annars vegar. Fyrsta sjokkið kom eftir að Víkverji hafði notið þess að eiga nýjan bíl í heilt ár. Þegar fara þurfti með hann í reglubundna ástandsskoðun – sem alls þarf að gera þrisvar sinnum, á árs fresti eða eftir ákveðinn kíló- metrafjölda – á þeim þremur árum sem nýi bíllinn átti að heita í ábyrgð bílaumboðsins. Eftir þessa fyrstu ástandsskoðun saup Víkverji hvelj- ur er hann sá verðið sem umboðið rukkar fyrir þessa skoðun sem ábyrgðin er með öllu háð. Rétt und- ir 20 þúsund krónum, með smurn- ingu. Gjaldið var orðið hærra þegar farið var með bílinn í aðra ástands- skoðunina og nú í vikunni þegar Víkverji fór með bílinn í þriðja og síðasta skiptið þá fékk hann í andlit- ið reikning sem hljóðaði upp á rúm- ar 25 þúsund krónur. Það einvörð- ungu fyrir eðlilega ástandsyfirferð, engin smurning í þetta sinnið. Reyndar var varahlutakostnaður 5 þúsund – auðvitað ekki innifalinn frekar en annað – enda hættir ábyrgðin að ná yfir nærri allt sem getur bilað eftir fyrsta árið þótt allt- af séu umboðin að hamra á þriggja ára ábyrgð. x x x ÞETTA er náttúrlega okur ogekkert annað og rétt að benda væntanlegum kaupendum nýrra bíla á þennan kostnaðarlið sem get- ur nú hreinlega verið hærri en á góðum traustum bílum – jafnvel „druslum“ – með lága bilanatíðni sem komnir eru úr ábyrgð og þurfa því ekki ástandsskoðun. Morgunblaðið/Jim Smart Gæinn á Hulk-Bimmanum er laus við okurástandsskoðun. ÉG bý í Garðabæ og hef bú- ið þar í 20 ár. Ég tel að bæj- arstjórnin hafi staðið sig með ágætum – nema hvað viðkemur gatnamálum, þau eru vægast sagt orðin ansi skrautleg! Fyrir rúmum 2 árum voru miklar framkvæmdir í bænum, þá var bætt við helluhraðahindrunum hvar sem við átti. Núna er búið að bæta við umferðareyjum á hinum ótrúlegustu stöð- um. Fyrst virtist sem þess- ar umferðareyjur væru bundnar við gangbrautir en annað hefur komið í ljós. Svo ég lýsi þessum eyj- um aðeins þá eru þær sett- ar á milli akreina, steyptar upp eins og vegkantur, fylltar með hellusteinum og tvö örvamerki sett á sitt hvorum megin. Tvær af þessum umferðareyjum eru á u.þ.b. 170 metra milli- bili á austanverðum Vífils- staðavegi. Önnur þessara eyja var keyrð niður af tveimur bifreiðum aðeins rúmri viku eftir að hún var sett upp. Það vildi þannig til einn mánudagsmorguninn að faðir minn heyrði mikinn hávaða og varð honum litið út um stofugluggann. Þá hafði bíll farið upp á um- ferðareyjuna og skiltið beyglast dálítið, 5 mínútum síðar keyrði annar bíll á eyjuna, harkalegar en sá fyrri, svo stuðarinn fór af bílnum. Við veltum því mikið fyr- ir okkur hvernig þetta hefði getað gerst. Einn morguninn átti ég leið austur eftir Vífilsstaða- vegi, sólin var lágt á lofti og skein beint á móti manni og viti menn, skiltin lenda í skugga! Þá loks skildi ég hvað hafði komið fyrir öku- mennina tvo, þeir höfðu einfaldlega ekki séð skiltin! Nú er nýjasta umferðar- eyja bæjarins komin upp, sú er í beygju á Bæjar- brautinni, fyrir framan hæðahverfið. Fáir eða eng- ir gangandi vegfarendur fara yfir Bæjarbrautina á þessum kafla, en hinum megin við veginn eru aðeins móar. Hvaða tilgangi þjón- ar þessi eyja? Mér er spurn, eru verk- takar og helluframleiðend- ur á samningi hjá bæjaryf- irvöldum í Garðabæ um að fjöldaframleiða umferðar- eyjur og hraðahindranir? Áður en hafist er handa við framkvæmdir sem þess- ar á að meta raunverulega þörf auk þess sem skoða þarf vel og vandlega hætt- una sem þessi mannvirki skapa í umferðinni! Elín Bjarnadóttir. Lipur þjónusta ÉG vildi koma á framfæri þökkum til Inga Þórs í bíla- varahlutaversluninni Auto- co við Bíldshöfða 14 fyrir snögga og lipra þjónustu. Verslunin lætur ekki mikið yfir sér, enda sýnist manni Ingi vera þarna einn að störfum. Hann reddaði framljós- um, sem ekki voru til hjá honum, á skömmum tíma og þar fyrir utan er hann að bjóða mjög hagstætt verð, mun betra en bílaumboðin. Aðallega útvegar hann varahluti í evrópska bíla en lumar á ýmsu í algengar japanskar tegundir. Ánægður bíleigandi. Þakklæti ÉG var að selja miða til styrktar góðu málefni í Laugarneshverfi. Kona ein í hverfinu bauð mér inn og gaf mér heitt kakó því það var kalt úti og hún sá að mér var orðið kalt. Vil ég koma á fram- færi kæru þakklæti til þessarar konu. Þór. Tapað/fundið Hálsmen fundið á Hellnum HÁLSMEN týndist sl. sumar hjá Gíslabæ á Helln- um og fannst ekki þá. En nú er menið fundið og er konan sem á menið beðin að hafa samband í síma 435 6886. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Hættulegar umferðareyjur Morgunblaðið/Kristján Börn á leikskólanum Holtakoti á Akureyri. LÁRÉTT 1 hlífðarflík, 4 fallegur, 7 tölur, 8 dáin, 9 guð, 11 sjá eftir, 13 kvenfugl, 14 húð, 15 sjávardýr, 17 heiti, 20 viðvarandi, 22 hrósar, 23 heldur, 24 gabba, 25 borða upp. LÓÐRÉTT 1 dimmviðri, 2 hagnaður, 3 landabréf, 4 líf, 5 hörkufrosts, 6 rugla, 10 aðgangsfrekur, 12 nóa, 13 elska, 15 ódaunninn, 16 lúrir, 18 fiskar, 19 híma, 20 baun, 21 við- kvæmt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 kunngerir, 8 lagar, 9 gælur, 10 rýr, 11 semji, 13 akrar, 15 þjark, 18 stóll, 21 vit, 22 undra, 23 aðals, 24 ribbaldar. Lóðrétt: 2 uggum, 3 nærri, 4 eigra, 5 illur, 6 glas, 7 frír, 12 jór, 14 kot, 15 þaut, 16 aldni, 17 kvabb, 18 stall, 19 ós- ana, 20 lest. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.