Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 49 Þegar þú ferðast ferðastu þá með AVIS Verð pr. dag kr. 2.500 M.v. lágmarksleigu 7 daga Opel Corsa eða sambærilegur Við gerum betur AVIS Sími 591 4000 www.avis.is Orlando ARTIC TRUCKS er endursöluaðili PIAA PIAA LJÓSKASTARAR FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA LAUSNIN ER LJÓS Femínistavikunni lýkur í dag, laugardag, með ráðstefnu í Nor- ræna húsinu kl. 14–17, þar sem dregin verður upp mynd af stöðu jafnréttismála. Þema ráðstefn- unnar er framtíðarsýn femínista. Að loknum fyrirlestrum verða pall- borðsumræður um útópíu femín- ista. Svanborg Sigmarsdóttir er kynnir ráðstefnuna og Kristín Ólafsdóttir verður fundarstjóri. Erindi flytja: Salvör Gissurar- dóttir, Margrét Pétursdóttir, Tos- hiki Toma, Gunnar Hersveinn, Sara Dögg Jónsdóttir og Halla Gunnarsdóttir. Basar og kaffisala á Sólvangi í dag, laugardag, kl. 14. Til sölu verða ýmsir munir. Einnig verður selt kaffi/kakó og vöfflur í borðsal Sólvangs sem konur úr Bandalagi kvenna í Hafnarfirði og starfsfólk Sólvangs sér um, til að styrkja starf vinnustofunnar. Happdrætti og kökubasar Kven- félags Langholtssóknar verður í dag, laugardag, í safnaðarheimilinu kl. 14. Á boðstólum verður úrval af tertum og kökum og margir vinn- ingar. M.a. heimagerðir munir og jólavörur. Ágóðanum verður varið til að greiða steint gler sem sett var í hliðarglugga Langholtskirkju fyrr í þessum mánuði. Í DAG Handveksmarkaður á Eyrarbakka Handveksmarkaður verður á morg- un, sunnudaginn 2. nóvember, að Stað á Eyrarbakka kl. 14–18. Göngur ÍT-ferða í nóvember Ferð- ir Göngugarpa ÍT-ferða verða farn- ar sem hér segir: Á morgun, sunnu- daginn 2. nóvember, verður gengið í kringum Hafravatn. 9. nóvember, gengið í kringum Helgafell, 16. nóv- ember, gengin Búrfellsgjáin, 23. nóvember, gengið að Tröllafossi og 30. nóvember verður gengið í ná- grenni Lónakots. Mæting er kl. 11 við Hafnarfjarðarkirkjugarð nema 2. og 23. nóvember þá er mæting við Vetnisstöðina (Skeljung/Skalla) við Vesturlandsveg. Göngurnar eru öll- um opnar og ókeypis. Á MORGUN Prestur en ekki sóknarprestur Þórhallur Heimisson var í bréfi til blaðsins í blaðinu í gær titlaður sókn- arprestur Hafnarfjarðarkirkju. Það er rangt, því að hann er prestur safn- aðarins, en séra Gunnþór Ingason er sóknarpresturinn við kirkjuna og hefur verið það í allmörg ár. Hlut- aðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu mishermi. LEIÐRÉTT LIONSKLÚBBURINN Kaldá Hafn- arfirði er að hefja jólakortasölu eins og undanfarin ár og mun allur ágóði renna til líknarmála. Sólveig Stefánsson myndlistar- kona hefur teiknað kortið. Hægt er að fá kortin brotin eða óbrotin og með eða án texta. Jólakort Lions- klúbbsins Kaldár NÚ um mánaðamótin verður opnuð ný verslun undir merkjum bresku barnafatakeðjunnar Adams í Smára- lind. Adams býður fatnað og fylgi- hluti fyrir börn á aldrinum 0–10 ára. Adams rekur yfir 400 verslanir á Bretlandseyjum. Eigendur Adams á Íslandi eru Eggert Þór Aðalsteinsson og Erla Hlín Helgadóttir. Adamsverslun opnuð í Smáralind LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að slysi á gatnamótum Bú- staðavegar og Óslands mánudaginn 27. október milli kl. 17 og 17.30. Ekið var á stúlku sem var gangandi á um- ræddum stað. Talið er að blárri BMW-bifreið árgerð 1995–1998 hafi verið ekið á stúlkuna. Ökumaður bif- reiðarinnar svo og vitni eru beðin að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum BLÓMAVERKSTÆÐI Binna hefur opnað nýjar verslanir í Kringlunni og Smáralind. Fyrir rak Binni blómaverkstæði á horni Skólavörðu- stígs og Bergstaðastrætis og eru verslanirnar því orðnar þrjár talsins. Áfram verður boðið upp á faglega og persónulega þjónustu en jafn- framt verður kynnt allt það nýjasta í litum, skreytingum og gjafavöru fyr- ir jólin. Um helgina verður boðið upp á margvísleg opnunartilboð í Kringl- unni og Smáralind auk þess sem allir viðskiptavinir verða leystir út með rós, segir í fréttatilkynningu. Blómaverkstæði Binna í Kringlunni og Smáralind BRIMBORG frumsýnir í dag frá kl. 10 til 17 nýjan bíl frá Ford sem er viðbót við Focus-línuna; Ford Focus C-Max. Bíllinn var kynntur á bíla- sýningunni í Frankfurt í síðasta mánuði og er Brimborg eitt fyrsta bílaumboðið í heiminum til að kynna bílinn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar segir einn- ig að Focus C-Max hafi undanfarið fengið frábæra dóma hjá bílagagn- rýnendum og að bíllinn brjóti blað hvað varðar öryggi og gæði. Ford Focus C-Max verður í boði í mjög mörgum útfærslum og með mörgum gerðum véla, allt frá 1.6 lítra og 1.8 lítra bensínvélum til öfl- ugra dísilvéla með 1.6 lítra eða 2.0 lítra rúmtaki. Eldsneytisnotkun og mengun var haldið í algjöru lág- marki við hönnun þessara véla og er bensíneyðsla innan við 7 lítrar í blönduðum akstri með 1.6 lítra bensínvélinni og aðeins 4,9 lítr- ar/100 km með 1.6 lítra dísilvélinni, segir í fréttatilkynningu frá Brim- borg. Brimborg frumsýnir Ford Focus C-Max PÉTUR Pétursson þulur gengst fyrir athyglisverðri uppákomu í veitingahúsinu hjá Úlfari, Þremur frökkum, á sunnudaginn klukkan 15. Þar ætlar hann að lesa uppúr gömlum bréfum sem snerta Þor- stein Erlings- son, samskipti hans við fyrr- verandi heitkonu sína austur í sveitum og feril hans sem skálds. Veitingarnar verða óvenju- legar, en Úlfar leggur fram svokölluð kristfiskstykki, sem er ýsa elduð í anda Jesú Krists þegar hann mettaði þúsundir manna forðum daga með lítið í höndunum. Pétur segir þó að kosturinn verði ekki jafn skor- inn við nögl og forðum daga. Þorsteinn Erlingsson og kristileg ýsa Pétur Pétursson UMMÆLI Árna Mathiesen sjávar- útvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ í fyrradag, eru harðlega gagnrýnd í yfirlýsingu sem Náttúruverndar- samtök Íslands hafa sent frá sér. Í yfirlýsingu samtakanna segir m.a.: „Þar talaði sjávarútvegsráðherra um „öfgahópa“ sem „...hafa misst trúverðugleika í ljósi þess að hafa orðið uppvísir að blekkingum og mis- notkun á fé“. Ráðherra nefnir þó ekki við hvaða samtök hann eigi. Hins vegar gefur ráðherrann í skyn að einhverjir hér á landi líti á það sem hlutverk sitt „... að aðstoða öfgahópa við að sverta Ísland“. Hefur ekki réttlætt hval- veiðistefnu stjórnvalda Við hverja á hann? Hér heima hefur gagnrýni á hrefnuveiðar í vísindaskyni einkum komið frá aðilum í ferðaþjónustu. Ekki náttúruverndarsamtökum. Þessir sleggjudómar sjávarút- vegsráðherra eru ekki boðlegir í þeirri umræðu sem lýðræðislegt þjóðfélag þrífst á. Umræða um um- hverfismál eru þar síst undanskilin og framlag umhverfisverndarsam- taka til þeirrar umræðu er mikil- vægt. Eftir að hvalveiðar hófust að nýju á liðnu sumri hefur sjávarútvegsráð- herra ekki réttlætt hvalveiðistefnu stjórnvalda með því að ráðast á um- hverfisverndarsamtök líkt og gjarn- an var gert til skamms tíma,“ segir í yfirlýsingunni. Náttúruverndar- samtök Íslands Gagnrýna ummæli ráðherra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.