Vísir - 15.11.1980, Page 13
Laugardagur 15. nóvember 1980.
vism
Mótlæti
Þaö er án efa vandaðasta
plata hans til þessa, bæði hvað
hugmyndir, framsækni og
hljóm snertir. Þrátt fyrir þetta
seldist platan, eða öllu heldur
plöturnar tvær, sáralitið.
„Secret Life of Plants” inni-
heldur tónlist við samnefnda
kvikmynd sem sýnir hið dular-
fulla lifriki plantna. Það er
all-skrýtið að fá blindan tón-
listarmann til að semja tónlist
við kvikmynd, hvað þá slika
mynd, þar sem spilaö er inná
fegurð plantna og fleira i þeim
dúr. En að sögn þeirra er til
þekkja náði Stevie einstaklega
að ná fram þeirri tilfinningu
sem þurfti i tónlistinni. En verk-
ið var of þungt til að gamlir að-
dáendur gætu sætt sig við það og
þvi var þörf á skjótum við-
brögðum. Stevie lét ekki biða of
lengi eftir nýrri plötu og nú er
komin platan Hotter than July,
ekta Wonder plata að flestu leyti
sem allir geta sætt sig við.
Tónlistarhiti
Stevie Wonder er það lagið að
þróa sig áfram og fylgja þeim ■
stefnum sem hæst ber i tónlist-
inni, hvert sinn án þess þó að
tónlistin verði ódýr eða
hallærisleg, Hann hefur aldrei
fallið i þá gryfju. Ef eitthvað er,
þá er hanp á meðal brautryðj-
enda á ýmsum sviðum popptón-
listar eðá i það minnsta i
fremstu viglinu þegar nýjungar
eru annars vegar. Þetta kemur
vel i ljós á nýju plötunni.
Reggae takturinn ræður ferð-
inni i laginu Master Blaster sem
nýtur töluverðra vinsælda nú og
jafnframt má greina hressilega
takta frá nýbylgjurokkinu i tón-
list Stevies, an allt er þetta þó I
Wonder;-stIl sem enginn getur
nokkru sinni stælt.
Kröfuharðar
Stevie Wonder er I hópu full-
komnunar-sinna, þ.e.a.s. hann
leitast við að vinna hvert verk
eins vel og frekast er mögulegt.
Plötur hans hafa i seinni tið
borið þess merki að hann pælir
mikið i hljómi þeirra og eyðir
góðum tima I stúdióinu. En
hvers virði er slik vinna i raun-
inni, ef menn drepa alla tilfinn-
ingu, gelda allar hugmyndir, og
skilja eftir sig pottþétta iðn-
aðarframleiðslu sem á ekkert
eftir nema að seljast i loftþétt-
um markaðsumbúðum sem
hægt er að nota einu sinni og
henda siðan I ruslið? Enn sem
komið er hefur leit Stevies að
fullkomnun ekki blindað tón-
listargáfu hans. Hann kaffærir
ekki lög sin i ofunnum smáatrið-
um, heldur skilur hann við þau
þegar nóg er komið.
Það var samt einmitt þetta
sem gagnrýnendur fundu hon-
um til foráttu á siöustu plötu.
Timinn á þó eftir að fara hönd-
um um verk Stevie Wonder og
þó svo að „Hotter than July”
sé mjög góð plata, er ég sann-
færður um að „Secret Life of
Plants” á eftir að halda nafni
hans á lofti þegar ‘fram i'sækir.
í minningu Martins
Luther King
Stevie Wonder er alltaf sami
undradrengurinn og nú þegar
hann stendur á þritugu, kemur
hann manni enn einu sinni á
óvart með baráttugleði sinni.
Svona i lokin þá má geta þess að
Hotter than July er tileinkuð
minningu blökkumannaleiðtog-
ans Martin Luther King sem
eins og svo margir aðrir merkir
menn hefur haft meiri áhrif
eftir dauða sinn en hann gerði i
lifanda lifi.
—jg
Gillan — Glory Road
Virgin V 2171
Þegar þungarokkið var
hvað vinsælast fyrir nokkrum
árum, voru það Deep Purple
með Ian Gillan söngvara I far-
arbroddi, sem trónuðu sem
ókrýndir konungar þessa
rokkforms. Gillan hefur engu
gleymt frá þvi hann hætti I
Purple og með vaxandi
vinsældum þessarar stefnu,
hefur stjarna hans risið á ný
meðal nýrra og gamalla
þungarokkara. Glory Road er
plata sem inniheldur alla
takta þessa stils, en tónlistin
er óneitanlega oröin dálitið
gömul. Gillan gerir hlutina
með stæl enn sem komið er og
samverkamenn hans kunna
vel til verka. Sérstaka athygli
vekur gitarleikur Bernie
Tormé.
Þessi plata kom þægilega á
óvart á ýmsan hátt, þvi hún
hljómar betur en ég átti von á.
Þrátt fyrir það veröur þvl ekki
neitað að það felst enginn nýr
sannleikur i tóniistinni eða
textunum, sem reyndar eru
mjög slappir. Rokktextar eru
það reyndar mjög gjarnan.
Glory Road er plata sem
þungarokk-frikin kunna ef-
laust að meta, þó frumieikinn
sé ekki settur I fyrsta sætið.
Jónatan Garðarsson skrifar
GtORT ROAO
Suzi Quatro — Rock
Hard
Dreamland DL
1 — 5006
Suzi Quatro hefur aldrei
verið hátt skrifuð hjá mér og
ekki breytir þessi plata áliti
minu neitt á henni. Rock Hard
er ekta Suzi Quatro plata sem
einsog áður er pródúseruð af
Mike Chapman. Hann skilar
hreinum og klárum hijómi
einsog ætið, td. eru tromm-
urnar sérlega áberandi I hljóð-
blöndunni, án þess að vera of
framarlega. Hinsvegar tekst
honum engan veginn að vinna
jafnvel úr efninu á þessari
plötu og td. á Parallel Lines
með Blondie hér um árið, enda
er efniö ekki uppá alltof
marga fiska á köflum.
Þau lög sem best koma út,
eru gamla Dave Clark Five
lagið Glad All Over, sem er
svotii óbreytt frá upphaflegu
útsetningunni, ogtitillagið sem
er liklegt til vinsæida.
Þegar á heildina er litið,
skilur platan Rock Hard litið
eftir þegar hún er tekin af fón-
inum, en Suzi Quatro á aðdá-
endur sem efiaust kaupa
þessa plötu.
Panasonic Nv-7000
Nú þarft þú hvorki að ieita að
myndefni á kasettu þinni, né
stilla sérstakt minni.
Þú hreinlega hraðspólar i aðra
hvora átt, og fylgist með mynd-
inni um leið. Auk þess getur þú
einnig séð myndefni á tvöföldum
hraða, fryst það, eða fylgst með
þvi frá ramma til ramma. Still-
ingar þessar eru framkvæmdar
með þægilegum snertirofum
tækisins, eða fjarstýribúnaði
þess.
Ef þú bregður þér i fjórtán daga
fri sér tækið um upptöku á eftir-
lætisefni þinu, og þú nýtur þess
við heimkomu
Léleg hljómgæði geta spillt fyrir
góðu myndefni, og þvi hafa þeir
hjá Panasonic bætt hinu viður-
kennda Dolby-kerfi i tækið sitt.
Dolby-kerfið minnkar suð og
aðrar truflanir sem eiga sér stað
við upptöku, og eykur tónsviðið
við afspilun.
Kerfi þetta er flestum kunnugt,
enda þykir það ómissandi i öll
venjuleg hljóm-kasettutæki.
Verð kr. 1.759.000.-
10% staðgreiðsluafsláttur
til jóla.
Þeir hjá Panasonic gera sér
fulla grein fyrir, að kaup á
myndsegulbandi er mikil fjár-
festing, og spara þvi ekkert til
öryggisatriða.
1 hinum hárnákvæmu mynd-
hausum tækisins er sjálfvirkur
rakaskynjari, sem slekkur á
tækinu sé myndbandið liklegt til
óþæginda eða skemmda. Gleym-
ir þú af einhverjum ástæðum að
slökkva á tækinu, skaðar það
hvorki kasettu né tæki, heldur
þvert á móti.
Við enda kasettunnar stansar
tækið, hraðspólar sjálfkrafa aft-
ur að byrjun og slekkur þar á
sér.
Að lokum
Hér hefur verið minnst á örfáa
kosti af mörgum, sem prýða
þetta nýja tæki frá Panasonic.
Panasonic notast við hið út-
breidda og viðurkennda VHS
kerfi og eru kasettur í þvi kerfi
fáanlegur fyrir 60-90 -120 og 240
minútna dagskrá.
Sértu enn í vafa, snúðu þér þá til
fagmannsins og hann mun trú-
lega viðurkenna, að þeir hjá
Panasonic eru þekktir fyrir allt
annað en óvönduð og fljótfæmis-
leg vinnubrögð.
Brautarholti 2 • Símar 27192 & 27133