Vísir - 15.11.1980, Qupperneq 24

Vísir - 15.11.1980, Qupperneq 24
Laugardagur 15. nóvember 1980 Ljódid í dag Ljóðið I dag velur Páll Arnarsson, 10 ára, Lundarbrekku 14. r Kristin litla, komdu hér með kalda fingur þina. Ég skal bráðum bjóða þér báða lófa mina. Eitthvað tvennt á hné ég hef, heitir annað Stina. Hún er að láta litið bréf i litlu nösina sina. Fuglinn segir bi bi bi, bi bi, segir Stina. Kveldúlfur er kominn i kerlinguna mina Sveinbjörn Egilsson. Getið þið hjálpað svertingjanum að komast i gegnum frumskóginn að kofanum sinum? Flóttafólk islensk börn hafa undanfarið verið mjög dugleg að safna peningum til að senda svöngum og veikum börnum í Afríku. Sum hafa haldið tombólur, önnur hafa gefið út blöð. Sagan Flóttafólkið, sem hér er á síðunni er tekin úr einu slíku blaði. Blaðið heitir Hjálpum Afríku og 10 ára börn í Snælandsskóla gáfu það út nú nýlega. Pen- ingana, sem ipn komu fyrir blaðið, gáfu þau i Afríkuhjálpina. „Ég heiti Hrotosa og á heima á bænum Lolosi. AAamma og pabbi eru ekki rík en við eigum jörð. A henni ræktum við hveiti. Einu sinni sagði ég þetta við mann. Ég man ekki hvers vegna, en eitt- hvað vorum við að spjalla. Nú er þetta allt breytt, nú á ég ekki pabba hann dó í fyrradag, og nú ætla ég að segja þér hvers vegna. Við sátum við borðið. Pabbi var eitt- hvað svo daufur í dálk- inn. Loks sagði hann. Það hefur ekki komið deigur dropi úr lofti i mánuð. Ég óttast, að kornið lifi ekki af þurrkinn. Allir urðu hálf-daprir nema Gidosir (æ, já, ég gleymdi alveg að segja ykkur frá hon- um,hann er litli bróðir minn. Hann sagði að við skyldum bara vökva kornið. Ég brosti í kamp- inn, en mamma skýrði það út fyrir honum, að það væri ekki hægt. Nú liðu dagarnir og kornið fór að skrælna og loks fór svo að plönturnar dóu. Og nú fór að gæta hungurs. Nú fór að kárna gamanið. Við vorum ekki neitt eins- dæmi. öll sveitin, já, allt landið var í þessum vanda. A sunnudaginn borðuð- um við síðustu brauð- leifarnar okkar og þriðja daginn vorum við orðin hálf slöpp. Pabbi ákvað, að við skyldum fara í aUmsjón: dóttir burtu. Það leist mér ekki á, að yfirgefa mitt eigið heimili, en pabbi sagði, að annars myndi ég svelta í hel. Þetta er hræðilegt. I landinu eru farnar að ganga margar pestir og hættulegar veik- ir. Pabbi fékk einn af þessum sjúkdómum. Við gátum nær ekkert gert og nú veiktist bróðir minn lika. Næsta dag dó pabbi og þar næsta dag bróðir minn. Daginn eftir andlát bróður míns, kom löng lest af fólki. AAamma spurði þau hvert þau væru að fara. Þau sögð- ust vera að fara yfir landamærin, og spurðu, hvort við vildum koma með. Við tókum boðinu fegins hendi. Þegar við komum yfir landamærin, leituðum við uppi flótta- mannabúðirnar. Þar er- um við núna og bíðum eftir ykkar hjálp. Ýr Vésteinsdóttir, lOára. Gátur Hvað er það sem logar stöðugt, en brennur þó aldrei upp til agna? Hvaða tveggja stafa tala er það, sem er jafnstór hvernig sem maður snýr henni? Hver átti fyrsta dýra- garðinn? Hvað gefur matnum besta bragðið? •QuSunn l iom £ 69 ‘Z ujios l uoas

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.