Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ítrekaði á Al- þingi í gær að skólagjöld væru einn þeirra valkosta sem stjórn- málamenn hlytu að velta fyrir sér á hverjum tíma ef það kynni að verða til þess að styrkja starf há- skólanna í landinu. Kom þetta fram í máli ráðherra í umræðum utan dagskrár um málefni Háskóla Ís- lands. „Ég er með þessu ekki að segja að ég telji rétt að taka upp skólagjöld. Hins vegar tel ég rétt að við hefjum hér hreinskilna um- ræðu um kosti jafnt sem galla skólagjalda,“ sagði hún. Björgvin G. Sigurðsson, þing- maður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi umræðunnar, sagði Samfylkinguna hvorki vilja taka upp skólagjöld í grunnnámi né fjöldatakmarkanir til að leysa vanda Háskóla Íslands. „Samfylk- ingin vill þvert á móti forgangsraða í þágu menntunar og auka verulega framlög til háskólastigsins alls.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði afstöðu VG alveg skýra í þessum efnum. „Við erum algerlega andvíg skólagjöld- um í opinbera skólakerfinu sem við teljum að gegni miðlægu hlutverki í því að tryggja hér fullt jafnrétti til náms.“ Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vitnaði í um- ræðunni til stefnuyfirlýsingar rík- isstjórnarinnar, en þar segir: ,,Að tryggja [eigi] öllum jöfn tækifæri til náms án tillits til búsetu og efnahags.“ Síðan sagði þingmað- urinn: „Þetta segir allt sem segja þarf að mínu mati því að skólagjöld samræmast ekki hugmyndinni um jafnrétti til náms.“ Þá sagði Magnús Þór Haf- steinsson, varaformaður Frjáls- lynda flokksins, að óhindraður að- gangur allra að menntun án tillits til efnahags og búsetu hefði ávallt verið einkunnarorð Frjálslynda flokksins í þessum efnum. Sagði hann ennfremur að flokkurinn vildi standa vörð um HÍ sem ríkisrekinn háskóla og að þar ætti að ríkja jafnræði til náms. Menntamálaráðherra sagði einn- ig á Alþingi í gær að ekki væri með neinum rökum hægt að halda því fram að Háskóli Íslands væri í ein- hverju sérstöku fjársvelti eða hefði verið það á síðustu árum. „Þvert á móti hafa framlög til hans verið aukin stórlega rétt eins og til ann- arra skóla á háskólastigi.“ Dagný Jónsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í umræðum um skólagjöld Ekki í samræmi við stefnuyf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Utandagskrárumræða var á Alþingi um fjármál Háskóla Íslands og bar m.a. á góma hugmyndir um skólagjöld. ATLI Gíslason, lögmaður og vara- þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Kolbrúnar Halldórs- dóttur, þingmanns VG. Atli hefur ekki áður tekið sæti á þingi og undir- skrifaði því drengskaparheit að stjórnarskránni í upphafi þingfund- ar. Auk Atla sitja þrír varaþingmenn á Alþingi: Ásgeir Friðgeirsson, Sam- fylkingu, fyrir Þórunni Sveinbjarnar- dóttur, Kjartan Ólafsson, Sjálfstæð- isflokki, fyrir Árna R. Árnason og Guðjón Ólafur Jónsson, Framsókn- arflokki, fyrir Halldór Ásgrímsson. Fjórir vara- þingmenn Á VORÞINGI 2001 var sam- þykkt frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra sem veitti starfandi sparisjóðum heimild til að breyta rekstrar- formi sínu í hlutafélag. Breyt- ingar voru jafnframt gerðar á ákvæðum um stofnfjárbréf í því skyni að gera bréfin að eftir- sóknarverðari fjárfestingar- kosti. Þriðja mikilvæga breyt- ingin á rekstri sparisjóða, sem fólst í frumvarpi viðskiptaráð- herra, var að í stað þess að sveit- arfélög og héraðsnefndir til- nefndu tvo stjórnarmenn af fimm í sparisjóði væri stofnfjár- eigendum heimilt að kjósa alla fimm stjórnarmennina. Kveðið var á um að sá hluti hlutafjár sparisjóðsins sem ekki gengi til stofnfjáreigenda skyldi verða eign sérstakrar sjálfs- eignarstofnunar. Allir stofnfjár- eigendur í viðkomandi spari- sjóði skyldu eiga sæti í fulltrúaráði stofnunarinnar og kjósa stjórn hennar. Valgerður Sverrisdóttir sagði í umræðum á Alþingi að spari- sjóðirnir stæðu frammi fyrir virkari samkeppni en áður. Eig- infjárhlutfall þeirra hefði lækk- að árin á undan samhliða örum vexti. Með hlutafjárvæðingu standi sparisjóðirnir jafnfætis öðrum fjármálastofnunum við öflun nýs eigin fjár. Yfirtökuvarnir treystar 2002 Í desember 2002 var sam- þykkt heildarlöggjöf um fjár- málafyrirtæki þar sem meðal annars var brugðist við tilraun Búnaðarbankans til yfirtöku á Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis sumarið áður. Með lög- unum átti að treysta yfirtöku- varnir sparisjóðanna. Sett var inn ákvæði þess efnis að framsal stofnfjárhlutar skuli hljóta sam- þykki stjórnar sparisjóðs. Ef grunur vakni um að fyrirhugað framsal væri liður í því að kaup- andi eignaðist virkan eignarhlut átti að vísa málinu til Fjármála- eftirlitsins. Orðalagi um atkvæðisrétt var einnig breytt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að farið yrði í kringum reglur um hámark at- kvæðisréttar, sem er 5% af heildaratkvæðamagni, með eignarhaldi tengdra aðila á eign- arhlutum. Lögum um sparisjóði breytt í tvígang LAGAFRUMVARP um afnám fyrn- ingarfresta vegna kynferðisafbrota gegn börnum undir 14 ára aldri hefur verið lagt fram á Alþingi. Samkvæmt upplýsingum frá Ágústi Ólafi Ágústs- syni, fyrsta flutningsmanni frum- varpsins, eru fyrningarfrestir vegna kynferðisabrota gegn börnum núna allt frá fimm árum upp í 15 ár. Telur hann rangt að kynferðisbrot gegn börnum geti fyrnst. Vegna eðli og sérstöðu þessara brota sé börnum ekki tryggð nægjanleg réttarvernd og réttlæti samkvæmt núgildandi lögum. Barn sem verði fyrir kyn- ferðisofbeldi átti sig oft ekki á að brotið hafi verið gegn því fyrr en mörgum árum síðar. Þessi brot komi því oft ekki fram í dagsljósið fyrr en mörgum árum eða áratugum eftir að þau voru framin þegar þau sé fyrnd að lögum. „Ljóst er því að núgildandi fyrn- ingarfrestir geta í mörgum tilfellum verið of skammir fyrir stóran hóp brotaþola. Dómar þar sem menn hafa verið sýknaðir fyrir kynferðisbrot gegn börnum, jafnvel þótt sekt hafi verið sönnuð, staðfesta þetta,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Með Ólafi eru níu aðrir þingmenn Samfylkingarinnar flytjendur frum- varpsins. Frumvarp um afnám fyrningarfresta Rangt að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist SIGURÐUR Þórðarson ríkisendurskoðandi segir athugasemdir stjórnenda Landspítala – háskólasjúkrahúss við skýrslu Ríkisendurskoð- unar stórundarlegar. Ríkisendurskoðun hafi aldrei sagt að yfirmenn á sjúkrahúsinu væru 1.089 talsins, eins og stjórnendur spítalans halda fram í Morgunblaðinu í gær. Upplýsingar úr skýrslunni, sem fjallaði um sameiningu sjúkrahúsanna, séu ranglega túlkaðar og eins miði stjórnendur spítalans við önnur ártöl en í skýrslunni. Í Morgunblaðinu í gær var birt grein eftir Magnús Pétursson, forstjóra LSH, og Önnu Lilju Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra fjár- reiðna og upplýsinga sjúkrahússins, undir fyr- irsögninni „Landspítalinn er á réttri braut“. Þar sögðu þau að yfirmenn spítalans væru 252 talsins, en ekki 1.089, eins og komið hafi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út í nóv- ember síðastliðnum. Upplýsingarnar komu frá spítalanum sjálfum Sigurður segir að hvergi í skýrslu Ríkisend- urskoðunar segi að yfirmenn séu 1.089 talsins. Hins vegar komi fram að 1.089 starfsmenn spítalans teljist til rekstrar og umsýslu. Þessar upplýsingar séu komnar frá spítalanum sjálfum. Sigurður segir að í þennan flokk fari starfsmenn sem starfi á fjár- sýslu-, tækni- og eignasviði. Þannig falli smiðir, múrarar, rafvirkjar og aðrir sem vinna við viðhald eigna, sem og bóka-, síma- og öryggisverðir, í þennan flokk, matreiðslumenn og ýmsir aðrir sem ekki myndu teljast til stjórnenda spítalans. Ríkisend- urskoðun hafi ekki talið yfir- menn spítalans eða stjórnendur sérstaklega í skýrslunni. „Við minnumst hvergi á yfirmenn og erum ekki að bera saman yfirmenn. Það hlýtur spítalinn að vita því þessi gögn sem við höfum hérna eru frá spítalanum,“ segir Sigurður. Í umræddri skýrslu er starfsemi LSH borin saman við hátt í þrjátíu bresk sjúkrahús þar sem að meðaltali 22% starfsmanna falla undir rekstur og umsýslu, en hjá LSH var hlutfallið 29%. Í grein sinni sögðu Magnús og Anna Lilja að þennan mun mætti að hluta til skýra með því að störf á borð við ræstingar og þvottahús- og eldhússtörf séu gjarnan boðin út í Bretlandi. Sigurður segir þetta ekki alls kostar rétt, það sé mismunandi hvort sjúkrahús bjóði slík verkefni út. Þetta atriði hafi einmitt verið rætt við breska sérfræðinga við gerð skýrslunnar og komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að þetta myndi ekki skekkja samanburðinn á LSH við bresk sjúkrahús. Það tíðk- ist einnig að hluta til á Íslandi að slík verkefni séu unnin í verktöku. „Við áttum okkur ekki á hvað menn eru að bera sam- an hérna, þetta er ekkert í samhengi við skýrsl- una þannig að það er ekki verið að hrekja neitt í henni,“ segir Sigurður. Rekstrarkostnaður jókst Hefur hann ýmislegt fleira við greinina að at- huga. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar sé miðað við árin 1999–2002, en í grein Magnúsar og Önnu Lilju séu tímabilin 1997–2002 og 2000– 2003 skoðuð. Þá segja Magnús og Anna Lilja í grein sinni að útgjaldaaukning spítalans sé gerð tortryggi- leg og nefna að kostnaður af svokölluðum S- merktum lyfjum hafi verið færður á sjúkrahús- ið árið 2001. Sigurður segir að þegar tillit hafi verið tekið til S-merktu lyfjanna, sem sé gert í skýrslunni, sé raunhækkun rekstrarkostnaðar á tímabilinu 28%, en á sama tíma hafi almennt verðlag hækkað um 22%. Eitt af helstu mark- miðum við sameiningu spítalanna; að samein- ingin leiddi til minni útgjalda, hafi þannig ekki náðst. „Þessi skýrsla okkar svarar því á þann veg að raunverulega hafi magn þjónustu verið svipað en kostnaðurinn hefur aukist, þannig að þeir náðu ekki þessum markmiðum,“ segir Sig- urður. Hann segir að á sínum tíma hafi skýrslan ver- ið send til umsagnar stjórnenda spítalans. Greinarhöfundar hafi á þeim tíma ekki haft neitt að athuga við þau atriði sem þau geri nú athugasemd við. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir athugasemdir stjórnenda LSH stórundarlegar Töldu yfirmenn spítalans ekki sérstaklega Sigurður Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.