Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 13 MÆLINGAR Hafrannsóknastofn- unarinnar á loðnustofninum voru áreiðanlegar, að mati Hjálmars Vil- hjálmssonar fiskifræðings. Sjávarútvegsráðuneytið ákvað í gær að auka loðnukvótann á yfir- standandi vertíð í 635 þúsund tonn samkvæmt tillögu Hafrannsókna- stofnunar. Í kjölfarið jókst kvóti ís- lenskra skipa um 135 þúsund tonn og verður heildarkvóti þeirra 497 þús- und tonn. Verði ekki bætt við kvótann verður um að ræða minnsta ársafla frá árinu 1991 en þá voru veidd um 258 þúsund tonn. Séu aflatölur loðnu síðan skoðaðar lengra aftur í tímann kemur í ljós að aflinn sveiflast mjög og nær lágmarki á u.þ.b. 10 ára fresti. Þannig var loðnuaflinn árið 1982 að- eins um 13 þúsund tonn. Hjálmar segir að vel hafi tekist að mæla loðnugöngu sem hélt sig út af Norðausturlandi en þar hafi verið tveir þriðju þess heildarmagns sem mældist í leiðangrinum. Mælingar á göngu sem hélt sig fyrir Austurlandi hafi hins vegar gengið verr vegna veðurs, auk þess sem loðnan hafi þar verið dreifðari. Hjálmar segir að sú gagnrýni sem fram hafi komið á að- ferðafræðina við mælingu loðnu- stofnsins komi í sjálfu sér ekki á óvart, slíkt gerist iðulega þegar lagð- ur sé til minni afli Hann segir að ef- laust mætti gera frekari og nákvæm- ari mælingar með því að fara í fleiri leiðangra en fjárhagur Hafrann- sóknastofnunarinnar leyfi það ekki. „Við höfum reynt að meta loðnustofn- inn í nærri aldarfjórðung og þegar upp er staðið tel ég að við séum með sambærilegar tölur. Það skiptir miklu máli, jafnvel meira máli en hvað kem- ur af loðnu á land hverju sinni,“ segir Hjálmar. Aðspurður segir Hjálmar erfitt að meta hvort nú sé hafin niðursveifla í loðnustofninum, líkt og merkja megi reglulega á síðustu áratugum. „Það er ómögulegt að fullyrða nokkuð um það. Við sáum sáralítið af ungloðnu í leiðangrinum og vantar því ennþá gögn til að gera okkur einhverjar hugmyndir um það sem koma skal. Eins varð lítið vart við fjögurra ára loðnu í leiðangrinum nú, líkt og í fyrra. Það munar verulega um hana en aftur á móti hafa ætuskilyrði verið góð og árgangarnir verða kynþroska í meira mæli næstu tvö ár en oft áður.“ Miður hve kvótinn er lítill Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær segir að loðnuvertíðin í fyrra hafi valdið miklum vonbrigðum en þá var kvóti íslenskra skipa 765 þúsund tonn. Því sé ljóst að sjávarútvegsfyr- irtæki sem stóli á loðnuvinnslu verði fyrir búsifjum. Af einstökum fyrir- tækjum þá kom lítill loðnukvóti einna harðast niður á Síldarvinnslunni, Ís- félaginu, Eskju, HB og Loðnuvinnsl- unni. Nú í upphafi vertíðar hafi mikil áhersla verið lögð á að frysta loðnu enda fáist gott verð fyrir slíka vöru. Verð á mjöli og lýsi sé einnig gott um þessar mundir og því sé það mjög miður hversu lítið er leyft að veiða. Áreið- anleg mæling ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.