Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 19
Verið velkomin á LANCÔME daga í dag og á morgun, laugardag. Vantar þig ráðleggingar varðandi húðumhirðu? Viltu fá nýjar hugmyndir varðandi förðun? Láttu ráðgjafa frá Lancôme aðstoða þig. Nýir litir, ýmis flott tilboð og veglegir kaupaukar. Hylur línur, jafnar húðlitinn. Fyrsti farðinn með MICRO-LIFT™ sem þéttir yfirborð húðarinnar. LYFTIR OG VEITIR ÞÆGINDI, JAFNAR HÚÐLITINN OG TRYGGIR BJARTAN OG FALLEGAN HÚÐLIT. w w w .la nc om e. co m Smáralind, sími 554 3960 Kringlan, sími 533 4533 Laugavegur 21, sími 511 4533 Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Sumarhús á Uppsölum | Landbún- aðarráðuneytið hefur uppi áform um að skipuleggja um það bil tíu sumarhúsalóðir á jörðinni Selárdal í Arnarfirði og nálægum jörðum, svo sem Uppsölum þar sem hinn þjóðþekkti einsetumaður Gísli Gíslason bjó. Fram kemur í erindi ráðuneytisins til bæj- arstjórnar Vesturbyggðar að fólk sýni því stöðugt áhuga að gera upp gömul hús á jörðum sem ríkið á í Selárdal. Ráðuneytið vill afmarka þarna nokkrar lóðir og gefa fólki kost á að byggja þar hús sem tækju mið af þeim byggingum sem fyrir eru. Jafnframt kemur fram að landbún- aðarráðuneytið hefur í hyggju að láta vinna svæðisskipulag fyrir Selárdal. Bæjarráð Vesturbyggðar lýsti yfir ánægju með þessi áform á fundi sínum á dögunum. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Listamaður með barnshjarta | Fyrir- hugað er að ráðast í viðgerðir á mann- virkjum og listaverkum alþýðulistamannsins Samúels Jónssonar á hjáleigunni Braut- arholti í Selárdal í Arnarfirði. Samúel Jónsson, listamað- urinn með barns- hjartað, reisti kirkju, listasafnshús og gerði allmörg útilistaverk í Brautaholti. Mannvirki þessi liggja öll undir skemmdum en ferða- fólk hefur lagt leið sína þangað til að skoða þau. Jörðin er í eigu ríkisins og hefur land- búnaðarráðuneytið lýst áformum um að ráð- ast í viðgerðir á húsum og listaverkum og ljúka verkinu fyrir sumarið. Bæjarráð Vest- urbyggðar fagnar þessum áformum. Myndir úr mannshári | Sýningin Hárið stendur nú yfir í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu. Ekki er hér um að ræða söngleikinn vinsæla, að því er fram kemur í frétt á vef Ísafjarðarbæjar, heldur er þetta sýning sem Byggðasafn Vestfjarða stendur fyrir. Á henni eru myndir sem unnar eru úr mannshári. Á sýningunni eru tólf verk eftir listakonur við Ísafjarð- ardjúp, unnar á 150 ára tímabili, en þang- að barst þessi listiðja með Karítas Hafliða- dóttur frá Fremri-Bakka í Langadal. Sýningin er opin á sama tíma og Safna- húsið út mánuðinn. KARLAKÓRINNHeimir er á leið-inni suður yfir heiðar til að halda skag- firskt þorrablót á Broad- way laugardagskvöldið 21. febrúar. Hið óvenjulega við þorrablót Heimismanna er að þeir heita allsér- stökum happdrættisvinn- ingum fyrir þá sem mæta. Í verðlaun eru skagfirskt og vel ættað folald, lambhrútur á fæti og hangikjötslæri. Páll Dagbjartsson, formaður Heimis, segir að það hafi þótt einkar vel við hæfi að bjóða upp á þessi verðlaun, til að minna á helstu vörumerki Skag- firðinga. Metsölutenórinn Óskar Pétursson frá Álftagerði kemur fram með Heim- ismönnum á Broadway og skagfirskir hagyrð- ingar munu láta ljós sitt skína. Að loknu þorra- blótshaldi og söng- skemmtun munu Mið- aldamenn leika fyrir dansi. Lifandi laun Viðurkenningar fyrir bestu slagorðin gegn einelti íslagorðasamkeppni grunnskólanna við ut-anverðan Eyjafjörð voru afhentar á kaffihúsinu Sogni á Dalvík nýlega. Viðurkenningar hlutu Ingibjörg Víkingsdóttir, Dalvík- urskóla, fyrir slagorðið Allir saman, enginn einn, Svan- hildur Kristínardóttir, Grunnskólanum í Hrísey, fyrir slagorðið Einelti brýtur, vinátta styrkir og Adda María Ólafsdóttir fyrir slagorðið: Einelti. NEI TAKK. Þessi slagorð eru nú komin á barmmerki sem dreift verður til allra nemenda og starfsfólks grunnskólanna við ut- anverðan Eyjafjörð. Markmiðið með útgáfu barmmerkj- anna er að gera verkefnið sýnilegt meðal þátttakenda þess og einnig meðal þeirra sem utan verkefnisins eru. Félagasamtök við utanverðan Eyjafjörð styrktu út- gáfu barmmerkjanna. Slagorðasamkeppnin var liður í Olweus-verkefninu gegn einelti. Allir grunnskólarnir sex við utanverðan Eyjafjörð taka þátt í því verkefni. Ljósmynd/Ingileif Ástvaldsdóttir Gegn einelti: Ingibjörg Víkingsdóttir, Svanhildur Krist- ínardóttir og Adda María Ólafsdóttir hlutu viðurkenn- ingu í samkeppni um bestu slagorðin gegn einelti. Allir saman, enginn einn Friðrik Stein-grímsson í Mý-vatnssveit fylgdist með umræðum um rík- isráðsfundinn. Á skíði þó að skreppi Óli um stund skyldum sínum má hann ekki gleyma því sækja verður sjö mínútna fund sameiningartáknið okkar heima. Ekki er allt jafn gáfulegt í þjóðmálaumræðunni. Frá því segir í Austfirskum skemmtiljóðum að á sýslufundi í Suður- Múlasýslu hafi maður einn komið í ræðustól, sagst hafa ætlað sér að hugsa um það mál sem til umræðu var en ekki haft tíma til þess. Hann talaði þó um efnið nokkra hríð. Þá orti Hjálmar Guð- mundsson frá Berufirði: Skyldi ég eiga að leggja’onum lið eða láta hann bara mala. Hann ætlaði að hugsa en hætti við og hélt svo áfram að tala. Í svipuðum dúr er vísa Helga Seljan um mann sem lét mikið af visku sinni í spurningaþætti, sem hafði þó ekki skilað sér sem skyldi: Ég valdist í liðið og vel mig bjó, þó varð ekki komist hjá því, að vissi ég allt en valdi þó að vera ekki að segja frá því. Þjóðmálaumræðan pebl@mbl.is Hveragerði | Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Sel- fossi og lögreglustjóri, heimsótti nemendur og starfsfólk Garð- yrkjuskólans á Reykjum nýver- ið til að kynna það helsta sem er að gerast á sviði löggæslumála í sýslunni. Hann fjallaði um helstu verkefnin og svaraði fjöl- mörgum fyrirspurnum. Í máli hans kom meðal annars fram að 27 lögreglumenn starfa hjá lögreglunni í Árnessýslu en fimm einstaklingar standa hverja vakt, varðstjóri og fjórir lögreglumenn. Lögreglan sér einnig um sjúkraflutninga í sýsl- unni en á síðasta ári voru farnir 720 sjúkraflutningar og tók hver flutningur að meðaltali um fjórar klukkustundir. Heimsókn sýslumannsins í skólann þótti fróðleg og skemmtileg en hún er hluti af fundaröð í sem efnt er til í vetur. Ýmsir gestir eru fengnir til að fræða fræða nemendur og starfsmenn um það helsta sem viðkomandi er að fást við í starfi sínu. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Sýslumaður skoðaði gróðurhúsin í heimsókn sinni og vöktu bananaplönturnar sérstakan áhuga hans. Sýslumaðurinn í heimsókn Suðrænir ávextir Reykjanesbær | Sex myndlistarsýningar verða í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus- húsum í Keflavík á þessu ári. Fimm lista- menn eru með einkasýningar auk þess sem Listasafn Reykjavíkur verður þar með sýningu á verkum Errós í sumar. Um 16 þúsund gestir komu í Duus-hús í Keflavík á síðasta ári. Í Duus er sýning- arsalur Listasafns Reykjanesbæjar og sýning á Bátaflota Gríms Karlssonar auk þess sem þar eru haldnir tónleikar og ýms- ar samkomur. Valgerður Guðmundsdóttir, forstöðumaður Listasafnsins, segir að þó ekki sé hægt að segja nákvæmlega til um hversu margir gestanna hafi komið á sýn- ingar Listasafnsins sé hún afar ánægð með aðsóknina á þessu fyrsta ári sýningarhalds á vegum safnsins. „Við sjáum ekki betur en að þessi nýjung í Reykjanesbæ, að bjóða fagfólki í myndlist að sýna hér, hafi mælst vel fyrir, jafnt af listamönnunum sjálfum og bæjarbúum sem hafa verið duglegir við að sækja listviðburði hér,“ segir Valgerður. Listasafnið veitir þeim listamönnum sem þar sýna endurgjaldslaus afnot af sýn- ingarsalnum, gefur út sýningarskrá og að- stoðar þá á ýmsan hátt. Færri komust að en vildu Búið er að skipuleggja sýningarhald árs- ins í Listasafninu. Myndlistarmönnum var boðið að sækja um og segir Valgerður að hún hafi haft úr góðum hóp að velja. Fyrsta sýningin opnar á morgun, laugardag, en það er einkasýning portúgalska málarans Carlos Barão. Í mars verður opnuð sýning á verkum Kristjáns Jónssonar og í maí sýnir Margrét Jónsdóttir. Listasafn Reykjavíkur setur upp sýningu á verkum Errós sem verður í safninu í sumar. Í haust sýnir Ása Ólafsdóttir og árinu lýkur með sýningu Valgarðs Gunnarssonar. Allir listamennirnir hafa numið myndlist við ís- lenska og/eða erlenda listaskóla og hafa haldið fjölmargar einkasýningar. Sýning á verkum Errós haldin í sumar      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.