Morgunblaðið - 06.02.2004, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.02.2004, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra sagði við utandagskrárumræður á Alþingi í gær að hún væri reiðubú- in að láta fara fram stjórnsýslu- og fjárhagsúttekt á málefnum Háskóla Íslands með það í huga að styrkja og efla skólann enn frekar. Á fundi með nemendum háskól- ans í hádeginu í gær ítrekaði hún þá afstöðu sína og sagði að úttektin myndi ná til allra deilda skólans. Með slíkri úttekt yrði unnt að öðl- ast heildarmynd af stöðu HÍ og á grundvelli hennar taka þau skref sem nauðsynleg væru til að skólinn héldi áfram að vaxa og gæti keppt við háskóla í öðrum ríkjum á jafn- réttisgrundvelli. Framlög til HÍ 1% af vergri þjóðarframleiðslu Ráðherra sagði á fundinum í gær að framlög til HÍ og raunar allra skóla á háskólastigi hefðu aukist til muna á undanförnum árum. „Sé miðað við árið 2000 hafa framlög til kennslu og rannsókna á há- skólastigi aukist um 49,7% á föstu verðlagi á þeim árum sem síðan eru liðin og á sama tíma hefur fjöldi nemenda á háskólastigi auk- ist um tæp 43% skv. uppl. frá Hag- stofu Ísl. Framlag ríkisins til kennslu og rannsókna í háskólum hefur hækkað um rúma 2,5 millj- arða á föstu verðlagi frá árinu 2000 og nú er svo komið að líklega eru framlög til háskólastigsins komin um of yfir 1% af vergri landsfram- leiðslu.“ Ráðherra sagði að sú mikla menntasókn sem hafin væri á Ís- landi væri ekki bundin við há- skólastigið. Árið 1990 hefðu út- gjöld til menntamála numið 4,79% af landsframleiðslu en væru í dag 6,26%. Þrátt fyrir þessar stað- reyndir hefði því verið haldið á lofti að þrengt hefði verið að HÍ á undanförnum árum og hann ætti við mikinn fjárhagsvanda að etja sem ríkið bæri ábyrgð á. „Ég vísa því algerlega á bug að HÍ hafi verið í sérstöku fjársvelti á síðustu árum. Þvert á móti hafa framlög til hans verið aukin stór- lega eins og til annarra háskóla. Á þessu ári nema framlög til HÍ tæp- um 4,2 milljörðum en að auki er varið um hálfum milljarði til ým- issa undirstofnana skólans. Fram- lög til kennslu og rannsókna við Háskóla Íslands hafa frá árinu 2000 verið aukin um þriðjung, 33,8%, og nemendum hefur fjölgað um 35%.“ Þorgerður vísaði í samninga við Háskólann og fjárlög ársins 2003 þar sem gert var ráð fyrir að fjöldi ársnema við skólann yrði 4.500 í samræmi við áætlanir. Í fjárlögum ársins 2004 væri gert ráð fyrir að greiða fyrir 5.200 nemendur, eða 15% fleiri en áætlanir gerðu ráð fyrir 2003. „HÍ verður, rétt eins og aðrir háskólar sem eru starfandi hér á landi, að starfa innan þess fjárhagslega ramma sem honum er markaður með samningum, annars værum við í raun að segja að ákvarðanir Alþingis og fjárlög sem þar eru samþykkt skiptu engu máli. Við gætum þá allt eins afhent háskólanum og öðrum ríkisstofn- unum óútfyllta tékka sem þeir myndu fylla út sjálfir eftir þörfum. Það sér hver maður að slíkt gengur auðvitað ekki. Ríkið getur ekki gef- ið grænt ljós á að háskólinn taki inn fleiri nemendur en gert er ráð fyrir í fjárlögum og eigi þar með heimtingu á því að fá sjálfkrafa aukin framlög úr ríkissjóði.“ Og ráðherra bætti við: „Stefna okkar hlýtur að vera sú að fjölga ekki einungis þeim sem útskrifast með háskólapróf heldur jafnframt að gæði háskólamenntunar hér á landi standist ýtrustu kröfur til há- skólanáms sem gerðar eru í öðrum löndum.“ Þorgerður vék að umræðu um hugsanleg skólagjöld við HÍ sem rektor skólans og nokkrir prófess- orar hafa vakið máls á. „Þegar ég hef verið spurð um afstöðu mína til skólagjalda hef ég sagt að ég telji þau vera einn af valkostum sem stjórnmálamenn hljóti að velta fyr- ir sér á hverjum tíma ef það kann að styrkja starf háskólanna í land- inu. […] Ég er með þessu ekki að segja að ég telji rétt að taka upp skólagjöld en ég er hins vegar að segja að það sé rétt að menn hefji þessa hreinskilnu umræðu um kosti, jafnt sem galla. […] Við erum einfaldlega að reyna að finna leiðir til þess að auka fjárstreymi innan háskólans án þess að jöfnum tæki- færum til náms sé ógnað og um leið að auka gæði námsins.“ Nemendur óttast að skólagjöld hafi áhrif á jafnrétti til náms Fyrirspurnir til ráðherra úr sal snerust einkum um skólagjöld. Spurt var um hugsanlega útfærslu á skólagjöldum eftir deildum há- skólans en ráðherra sagði ótíma- bært að taka þá umræðu. Töluvert var spurt um hvort ráðherra teldi að hægt yrði að tryggja jafnrétti til náms þrátt fyrir upptöku skóla- gjalda. Námslán væru þungur baggi á mörgum og ekki bætti úr skák ef nemendur þyrftu að bæta á sig lánum fyrir skólagjöldum. Sagði ráðherra það skoðun sína að skólagjöld ógnuðu ekki jafnrétti til náms. Þá ítrekaði hún þá túlkun sína að hugsanleg skólagjöld við HÍ yrðu ekki til þess að fjárframlög ríkisins myndu minnka heldur væru þau hugsuð sem aukastoð inn í háskólann. Davíð Gunnarsson, formaður stúdentaráðs, sagði í stuttu inn- gangserindi að stúdentaráð hefði í vetur lagt áherslu á að stúdentar væru á móti skólagjöldum við Há- skóla Íslands og jafnframt að fjöldatakmörkunum yrði beitt. Stúdentaráð hefði lagt sig fram um að benda á raunhæfar lausnir til að leiðrétta fjárhagsstöðu skólans, Háskólinn fengi t.a.m. greitt fyrir alla nemendur sem stunduðu nám í skólanum á árunum 2001–2003 og að einkaleyfisgjald Happdrættis Háskólans yrði lagt niður. Framlög til HÍ aukin um þriðj- ung frá 2000 Morgunblaðið/Ásdís Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra á fundi með stúdentum í Náttúrufræðahúsinu í gær þar sem einkum var rætt um fjárframlög til skólans. Menntamálaráðherra ræddi við stúdenta um fjárframlög til skólans á opnum fundi í HÍ í gær og sagði umræðu um skóla- gjöld vera tímabæra. HÖFUÐBORGARSAMTÖKIN og Samtök um betri byggð skoruðu í gær á borgarstjórn Reykjavíkur að beita sér fyrir frestun á útboði og verklegum framkvæmdum vegna fyr- irhugaðrar færslu Hringbrautar. Var Þórólfi Árnasyni afhent áskorunin. Vilja forsvarsmenn samtakanna að ráðrúm gefist til að kynna tillögur Vegagerðar ríkisins og Reykjavíkur- borgar, þ.á m. hagkvæmni og lang- tímaáhrif allra kosta. Þá eigi að gaumgæfa framtíð miðborgarinnar, heildarskipulag Vatnsmýrarsvæðis- ins og þróun byggðarinnar á nesinu vestan Elliðaáa. Telur hópurinn að í tillögu Vega- gerðarinnar felist alvarleg skerðing á framtíðarmöguleikum miðborgarinn- ar. Ekki sé heldur um samgöngubót að ræða. Þvert á móti felist í tillögunni umferðarhömlur, tímatafir og óhag- ræði fyrir vegfarendur. Segjast þau hafa gert nákvæma grein fyrir því í fjölmörgum greinargerðum, tillögum og athugunum. Dóra Pálsdóttir segir mikilvægt að kynna þessi sjónarmið fyrir sem flest- um landsmönnum. Framtíðarskipu- lag höfuðborgarinnar sé í húfi og þessi barátta sé í þágu allra, sérstak- lega unga fólksins og barnanna sem munu byggja Reykjavík í framtíðinni. Áskorun afhent borgarstjórn Vilja fresta færslu á Hringbrautinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Dóra Pálsdóttir og Örn Sigurðsson frá Höfuðborgarsamtökunum afhenda Þórólfi Árnasyni borgarstjóra áskorunina um Hringbraut. UMHVERFISSTOFNUN skal heimilað að veita leyfi fyrir hækkun núverandi stíflu við Laxárvirkjun að fengnu samþykki Landeigendafélags Laxár og Mý- vatns og að undangengnu mati á umhverfisáhrifum, skv. bráðabirgðaákvæði í frumvarpi til laga um vernd- un Mývatns og Laxár sem umhverfisráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Frumvarpið er að mestu samhljóða frumvarpi sem ráðherrann lagði fram á seinasta þingi en það náði ekki fram að ganga. Inn í frumvarpið hefur hins vegar verið bætt nýju bráðabirgðaákvæði um heimild Umhverfis- stofnunar til að veita leyfi til hækkunar stíflunnar að uppfylltum skilyrðum um samþykki landeigendafélags- ins og mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Segir ekki verið að veita leyfi til stífluhækkunar Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir í pistli á vefsíðu sinni í gær að sérstök ástæða sé til að leggja áherslu á, að með frumvarpinu sé ekki verið að veita leyfi til hækkunar á stíflu við Laxárvirkjun, verði frum- varpið að lögum. „Einungis gera það mögulegt ef sam- komulag næst milli Landeigendafélagsins og Lands- virkjunar og Umhverfisstofnun telji umhverfisáhrifin ásættanleg,“ segir hún. Landsvirkjun hefur gert áætlun um hækkun núver- andi stíflu efst í Laxárgljúfri en mikill sandburður í Laxá hefur valdið erfiðleikum í rekstri virkjunarinnar og valdið sliti á vélum. Verndunarákvæðin taki ekki til alls Skútustaðahrepps Lagafrumvarpið á að leysa af hólmi eldri lög um verndun Mývatns og Laxár sem sett voru árið 1974 í kjölfar hinnar svonefndu Laxárdeilu. Meðal annarra breytinga sem kveðið er á um í frumvarpinu er að í stað þess að lögin nái til alls Skútustaðahrepps nái þau til Mývatns, Laxár og nálægra votlendissvæða, en taki jafnframt til vatnsverndar á vatnasviði Mývatns og Laxár. Verður Umhverfisstofnun falin ábyrgð á því að gerð verði sérstök verndaráætlun fyrir það landsvæði sem lögin taka til auk alls Skútustaðahrepps. Þá er Um- hverfisstofnun falið að hefja undirbúning að friðlýsingu þeirra landsvæða sem mikilvægt er talið að vernda sak- ir mikilvægis þeirra fyrir lífríki Laxár og Mývatns og merkra jarðmyndana. Umhverfisstofnun geti leyft hækkun Laxárstíflu að fengnu samkomulagi Frumvarp umhverfisráðherra um Laxá og Mývatn Morgunblaðið/Árni Sæberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.