Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 33
Að undanförnu hafa Neytenda- samtökin verið að tala um hátt verð á íslenskum ostum. Menn deila að vísu um niðurstöður þeirr- ar könnunar. Víst er að ostafram- leiðslu á Íslandi hefur fleygt fram. Gott hráefni og ostameistarar okk- ar eru lykillinn að góðum árangri í ostagerð, en þeir hafa lært hjá frændum okkar í Danmörku og er það vel. Enda sækjum við grunn- inn í matargerðarlist okkar þang- að. Gott og nauðsynlegt er að eiga virk neytendasamtök. Þau hafa verk að vinna, m.a. að vekja neyt- endur til umhugsunar um það þeg- ar innflytjendur og seljendur gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að plata erlenda vöru inn á okkur í íslenskum umbúðum. Danir hafa með frábærum hætti komið því inn í þjóðarsál sína að velja innlenda vöru – það eigum við líka að gera og vera stolt af. Við erum tilbúin að greiða fyrir vörumerki í bílum, hljómtækjum, tæknivöru og fatnaði. Hvað með íslenska mat- vöru? ’Íslensk framleiðsla áoft á tíðum í vök að verj- ast. ‘ Höfundur er sveitarstjóri Hrunamannahrepps. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 33 HÉR um bil allt, sem menn taka sér fyrir hendur, er reist á reynslu þeirra. Liðin tíð er til þess að læra af. Ekki sízt svo forðast megi að end- urtaka það sem aflaga kann að hafa farið. Á hinn bóginn er ástæðulaust að jamla á sömu ávirðingum við menn, ef þeir taka sig greinilega á og engin ástæða til að ætla að þeim verði hið sama á í messunni síðar. Ef menn læra hinsvegar ekki af mistökum sínum, er óhjákvæmilegt að minna menn á jafnharðan. Á þetta er drepið hér og nú af því sem utanríkisráðherra landsins neit- ar með öllu að horfast í augu við ör- lagaríkasta afbrot, sem íslenzkir stjórnmálaforingjar hafa framið fyrr og síðar: Að hverfa frá þeirri bjarg- föstu og eiðsvörnu stefnu Íslands að eiga aldrei aðild að herför á hendur annarri þjóð. Það sem meira var: Til þess at- hæfis höfðu ráðherrar forsætis- og utanríkismála ekkert umboð. Á hinu háa Alþingi eru skýr ákvæði um að allar meiriháttar ákvarðanir í utan- ríkismálum skuli utanríkismála- nefnd fjalla um. Í þessu falli er einn- ig augljóst að alþingi sjálft hefði þurft að taka slíka ákvörðun ef gild átti að vera. Á flótta sínum undan gagnrýni stjórnarand- stöðunnar í alþingi hinn 28. jan. sl. greip utan- ríkisráðherra í hálmstráin sitt á hvað til að verja innrásina í Írak. Hann var nú ekki alveg eins viss í sinni sök eins og þegar hann fagnaði sprengjufund- inum í Írak á dögunum, sem reyndist að öllum líkindum venjulegar amerískar smásprengjur frá þeim tíma sem þeir þar vestra studdu Hussein í stríð- inu við Íran. Hann nefndi einnig að Írak hefði ítrekað virt sam- þykktir Sameinuðu þjóðanna að vettugi. Með leyfi að spyrja: Hversu oft hafa Ísrael- ar framið slíka ós- vinnu, sem utanrík- isráðherra telur nú forsendu fyrir innrás í Írak? Eiga þeir í Ísr- ael kannski gereyðing- arvopn líka? Það skyldi þó ekki vera að Bandaríkja- menn hafi aðstoðað þá við að koma sér upp slíkum vopnum? Utanríkisráðherra lýðveldisins Ís- lands skellir skolleyrum við rétt- mætri gagnrýni á fyrirlitlegustu af- glöp sem íslenzkir stjórnarherrar hafa framið. Sá maður þarf ekkert að læra af reynslunni, þótt við blasi að innrásin í Írak var gerð á fölskum forsendum að undirlagi amerískra gróðapunga, sem þessvegna hafa haft íslenzka þjóð að ginningarfíflum fyrir atbeina formanna ríkisstjórn- arflokkanna. Og nú vilja herrarnir horfa fram á veginn; gleyma fortíðinni og læra ekkert af reynslunni. En þeir munu verða minntir á glapræði sitt meðan þeir lífsanda draga. Þegar af léttir þessari ótíð auð- valdsflokkanna, hlýtur það að verða fyrsta verk þeirra, sem við taka, að söðla um; taka upp fyrri stefnu að þessu leyti í utanríkismálum og hreinsa af íslenzkri þjóð þann smán- arblett, sem núverandi valdhafar hafa á hana klínt. Umboðslaust athæfi Sverrir Hermannsson skrifar um utanríkismál ’En þeir munu verðaminntir á glapræði sitt meðan þeir lífsanda draga.‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. Fyrsta forsendan er þessi: Að frelsi, sjálfstæði og fjölræði endurspegli margbreytilegar skoðanir á fjölmiðla- markaði. Blaðamannasamtökin ákalla stjórn- völd og biðja um að þau tryggi fjöl- breytta fjölmiðlun og hamli gegn fá- keppni. Það er einfaldast gert með því að setja reglur um eignarhald. Alþingi bregst trausti almen nings ef þingmenn neita að horfast í augu við staðreyndir og bregðast ekki við óvið- unandi fákeppnisvaldi á fjölmiðla- markaði. ’Alþingi bregst traustialmennings ef þing- menn neita að horfast í augu við staðreyndir…‘ Höfundur er blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.