Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 33
Að undanförnu hafa Neytenda-
samtökin verið að tala um hátt
verð á íslenskum ostum. Menn
deila að vísu um niðurstöður þeirr-
ar könnunar. Víst er að ostafram-
leiðslu á Íslandi hefur fleygt fram.
Gott hráefni og ostameistarar okk-
ar eru lykillinn að góðum árangri í
ostagerð, en þeir hafa lært hjá
frændum okkar í Danmörku og er
það vel. Enda sækjum við grunn-
inn í matargerðarlist okkar þang-
að. Gott og nauðsynlegt er að eiga
virk neytendasamtök. Þau hafa
verk að vinna, m.a. að vekja neyt-
endur til umhugsunar um það þeg-
ar innflytjendur og seljendur gera
það sem í þeirra valdi stendur til
þess að plata erlenda vöru inn á
okkur í íslenskum umbúðum. Danir
hafa með frábærum hætti komið
því inn í þjóðarsál sína að velja
innlenda vöru – það eigum við líka
að gera og vera stolt af. Við erum
tilbúin að greiða fyrir vörumerki í
bílum, hljómtækjum, tæknivöru og
fatnaði. Hvað með íslenska mat-
vöru?
’Íslensk framleiðsla áoft á tíðum í vök að verj-
ast. ‘
Höfundur er sveitarstjóri
Hrunamannahrepps.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 33
HÉR um bil allt, sem menn taka
sér fyrir hendur, er reist á reynslu
þeirra. Liðin tíð er til þess að læra
af. Ekki sízt svo forðast megi að end-
urtaka það sem aflaga kann að hafa
farið.
Á hinn bóginn er ástæðulaust að
jamla á sömu ávirðingum við menn,
ef þeir taka sig greinilega á og engin
ástæða til að ætla að þeim verði hið
sama á í messunni síðar. Ef menn
læra hinsvegar ekki af mistökum
sínum, er óhjákvæmilegt að minna
menn á jafnharðan.
Á þetta er drepið hér og nú af því
sem utanríkisráðherra landsins neit-
ar með öllu að horfast í augu við ör-
lagaríkasta afbrot, sem íslenzkir
stjórnmálaforingjar hafa framið fyrr
og síðar: Að hverfa frá þeirri bjarg-
föstu og eiðsvörnu stefnu Íslands að
eiga aldrei aðild að herför á hendur
annarri þjóð.
Það sem meira var: Til þess at-
hæfis höfðu ráðherrar forsætis- og
utanríkismála ekkert umboð. Á hinu
háa Alþingi eru skýr ákvæði um að
allar meiriháttar ákvarðanir í utan-
ríkismálum skuli utanríkismála-
nefnd fjalla um. Í þessu falli er einn-
ig augljóst að alþingi sjálft hefði
þurft að taka slíka
ákvörðun ef gild átti að
vera.
Á flótta sínum undan
gagnrýni stjórnarand-
stöðunnar í alþingi hinn
28. jan. sl. greip utan-
ríkisráðherra í
hálmstráin sitt á hvað
til að verja innrásina í
Írak. Hann var nú ekki
alveg eins viss í sinni
sök eins og þegar hann
fagnaði sprengjufund-
inum í Írak á dögunum,
sem reyndist að öllum líkindum
venjulegar amerískar smásprengjur
frá þeim tíma sem þeir þar vestra
studdu Hussein í stríð-
inu við Íran. Hann
nefndi einnig að Írak
hefði ítrekað virt sam-
þykktir Sameinuðu
þjóðanna að vettugi.
Með leyfi að spyrja:
Hversu oft hafa Ísrael-
ar framið slíka ós-
vinnu, sem utanrík-
isráðherra telur nú
forsendu fyrir innrás í
Írak? Eiga þeir í Ísr-
ael kannski gereyðing-
arvopn líka? Það
skyldi þó ekki vera að Bandaríkja-
menn hafi aðstoðað þá við að koma
sér upp slíkum vopnum?
Utanríkisráðherra lýðveldisins Ís-
lands skellir skolleyrum við rétt-
mætri gagnrýni á fyrirlitlegustu af-
glöp sem íslenzkir stjórnarherrar
hafa framið. Sá maður þarf ekkert
að læra af reynslunni, þótt við blasi
að innrásin í Írak var gerð á fölskum
forsendum að undirlagi amerískra
gróðapunga, sem þessvegna hafa
haft íslenzka þjóð að ginningarfíflum
fyrir atbeina formanna ríkisstjórn-
arflokkanna.
Og nú vilja herrarnir horfa fram á
veginn; gleyma fortíðinni og læra
ekkert af reynslunni. En þeir munu
verða minntir á glapræði sitt meðan
þeir lífsanda draga.
Þegar af léttir þessari ótíð auð-
valdsflokkanna, hlýtur það að verða
fyrsta verk þeirra, sem við taka, að
söðla um; taka upp fyrri stefnu að
þessu leyti í utanríkismálum og
hreinsa af íslenzkri þjóð þann smán-
arblett, sem núverandi valdhafar
hafa á hana klínt.
Umboðslaust athæfi
Sverrir Hermannsson skrifar
um utanríkismál ’En þeir munu verðaminntir á glapræði sitt
meðan þeir lífsanda
draga.‘
Sverrir Hermannsson
Höfundur er fv. form. Frjálslynda
flokksins.
Fyrsta forsendan er þessi: Að frelsi,
sjálfstæði og fjölræði endurspegli
margbreytilegar skoðanir á fjölmiðla-
markaði.
Blaðamannasamtökin ákalla stjórn-
völd og biðja um að þau tryggi fjöl-
breytta fjölmiðlun og hamli gegn fá-
keppni. Það er einfaldast gert með því
að setja reglur um eignarhald.
Alþingi bregst trausti almen nings
ef þingmenn neita að horfast í augu við
staðreyndir og bregðast ekki við óvið-
unandi fákeppnisvaldi á fjölmiðla-
markaði.
’Alþingi bregst traustialmennings ef þing-
menn neita að horfast í
augu við staðreyndir…‘
Höfundur er blaðamaður.