Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 53
ræða þetta við hljómsveitina. Svar
barst 2. febrúar um þá yfirlýsingu
sem hljómsveitin var reiðubúin [að]
gefa út:
„Hljómsveitin Mínus mun ekki
koma fram undir áhrifum á Samfés-
balli 27. febrúar nk. og hefur aldrei
hvatt til neyslu fíkniefna.“
Að ofangreindu má vera ljóst að
Samfés gat ekki gengið til endanlegr-
ar samningsgerðar við Mínus þar sem
samningsforsendur voru brostnar.
Hljómsveitin treysti sér ekki til þess
að uppfylla skilyrði Samfés um að
hrekja til baka sögusagnir og blaða-
greinar um meinta eiturlyfjaneyslu.
Þarna hefði hljómsveitinni Mínus gef-
ist kjörið tækifæri til að svara þessum
neikvæða fréttaflutningi. Því hafna
hljómsveitarmeðlimir og kjósa frekar
að blása í herlúðra með viðeigandi
rangfærslum og ærumeiðingum í
garð þeirra 90 félagsmiðstöðva sem
starfa á landinu og mynda Samfés.
Þess má geta að Samfés kom hreint
og beint til dyranna í þessu máli og
lagði mikla vinnu í að ná viðunandi
samkomulagi.“
BLAÐINU hefur borist eftirfarandi
fréttatilkynning frá SAMFÉS:
„SAMFÉS, samtök félagsmið-
stöðva á Íslandi, hafa tekið þá ákvörð-
un að hljómsveitin Mínus spili ekki á
dansleik Samfés hinn 27. febrúar
2004. Búið var að komast að sam-
komulagi við hljómsveitina en nánari
útfærsla átti eftir að fara fram í skrif-
legum samningi. Eftir bókun hljóm-
sveitarinnar seinni hluta janúar birt-
ust blaðagreinar um meinta
eiturlyfjaneyslu hljómsveitarinnar.
Framhjá þessum greinum og þeirri
ímynd sem hljómsveitin vill marka
sér verður ekki horft af hálfu Samfés.
Samtökin starfa eftir uppeldis- og for-
varnagildum og hafa markað ímynd
sína með jákvæðan og heilbrigðan
lífsstíl í forgrunni. Samfés er m.a. í
samstarfi við tóbaksvarnanefnd og
áfengis- og vímuvarnaráð. Allir við-
burðir á vegum Samfés eru vímulaus-
ir og samtökin kappkosta að þeir
listamenn og aðrir sem fram koma
fyrir hönd þeirra geri sér grein fyrir
mikilvægi sínu sem fyrirmyndir.
Umboðsmaður hljómsveitarinnar
Mínuss var boðaður á fund hinn 28.
janúar. Tilefni fundarins var að ræða
greinar um hljómsveitina sem birst
höfðu í blöðum. Þar var farið yfir
stöðu mála og umboðsmanninum tjáð
að samtökin gætu ekki borið þá
ábyrgð að láta Mínus koma fram á
dansleiknum án þess að þeir bæru af
sér sögusagnir um meinta eiturlyfja-
neyslu. Í kjölfar þessa fundar var
sendur eftirfarandi tölvupóstur til
umboðsmannsins þar sem farið var
fram á eftirfarandi yfirlýsingu frá
hljómsveitinni:
„Hljómsveitarmeðlimir bera af sér
þann fréttaflutning sem hefur átt sér
stað að undanförnu í dagblöðum, þ.e.
umræðan um notkun eiturlyfja er
ekki byggð á staðreyndum og er orð-
um aukin. Hljómsveitarmeðlimir
Mínusar nota ekki ólögleg vímuefni
og hvetja ekki til notkunar á þeim.“
Daginn eftir kemur tölvupóstur frá
umboðsmanninum þar sem hann seg-
ist vera á leiðinni til útlanda og ætli að
SAMFÉS um Mínus
Neituðu að bera af
sér sögusagnir
Fishersundi 3 kl. 20.30. Hin ár-
lega Kyndilmessuhátíð Félags ís-
lenskra safna og safnmanna verður
haldin í samstarfi við Sögufélagið.
Eggert Þór Bernharðsson sagn-
fræðingur mun spjalla um grein sína
í síðasta hefti Sögu um miðlun sög-
unnar með sýningum. Spjallið verð-
ur kryddað fjölda mynda sem Egg-
ert hefur tekið í rannsóknarferðum
sínum um söfn landsins.
Ráðstefna um örugga netnotkun
barna verður í Borgarleikhúsinu í
dag, föstudaginn 6. febrúar kl. 13–
16.30. Heimili og skóli – lands-
samtök foreldra standa fyrir ráð-
stefnunni sem ber yfirskriftina
„Réttur barna til öruggrar netnotk-
unar.“ Ráðstefnan er haldin í tilefni
af evrópskum degi öruggrar net-
notkunar sem haldinn verður hátíð-
legur samtímis í fimmtán Evr-
ópulöndum í tengslum við Safer
Internet Action Plan áætlun Evr-
ópusambandsins.
Ráðstefnustjóri er Jónína Bjart-
marz, þingmaður og formaður
Heimilis og skóla, og Björn Bjarna-
son dómsmálaráðherra flytur opn-
unarávarp. Hægt verður að horfa á
ráðstefnuna í beinni útsendingu á
vefsetrinu www.saft.is.
Markmið dagsins er að vekja athygli
á rétti barna til öruggrar netnotk-
unar og vekja samfélagið til vitundar
um ábyrgð sína í þessu máli. Má þar
nefna sérstaklega hið opinbera, aðila
netiðnaðarins, foreldra og skóla-
starfsmenn.
Í DAG
FLUGIÐ, tímarit um flug-
mál, er nýlega komið út í
þriðja sinn en að útgáfunni
standa Þórir Kristinsson og
Guðmundur Sigurðsson. Blað-
ið er 72 bls. og í því eru
greinar um flug, flugfélög og
tæknimál er tengjast flugi.
Aðstandendur blaðsins
telja fulla þörf fyrir sérhæft
flugblað sem þetta og segja
að af nógu efni sé að taka.
Segja þeir flug jafnan hafa
búið við miklar sveiflur og
eigi það við um flugnám, at-
vinnuflug og einkaflug. Nú sé
nokkuð bjart framundan, ís-
lensku flugfélögin í sókn, ekki
síst erlendis, og áhugi á
einkaflugi vaxandi.
Flug fæst keypt í áskrift og
í lausasölu á blaðsölustöðum.
Tímaritið
flug komið
út á ný
Opinn fundur um heilbrigðismál.
Framsóknarfélagið í Reykjavík-
urkjördæmi suður heldur opinn fund
um heilbrigðismál með Jóni Krist-
jánssyni heilbrigðisráðherra og Jón-
ínu Bjartmarz, formanni heilbrigðis-
og trygginganefndar alþingis, á
morgun, laugardaginn 7. febrúar,
frá klukkan 13–15, í fundarsal Fram-
sóknarflokksins, Hverfisgötu 33, 3.
hæð.
Rætt verður m.a. um málefni Land-
spítala – háskólasjúkrahúss, upp-
byggingu heilsugæslu og öldr-
unarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
o.fl. Að loknum framsöguerindum
verða umræður með þátttöku fund-
armanna.
Á MORGUN
VINSTRIHREYFINGIN – grænt
framboð var stofnuð 6. febrúar 1999
og því fagna Vinstri grænir fimm ára
afmæli sínu í dag. Skipulagt afmæl-
ishald verður á eftirtöldum stöðum í
dag, föstudaginn 6. febrúar:
Á Akureyri verður afmælisveisla á
Café Amour frá kl. 20.30. Steingrím-
ur J. Sigfússon ávarpar gesti.
Skemmtiatriði, fjöldasöngur og
gamanmál og Hrafnaspark spilar.
Í Reykjavík og Suðvesturkjör-
dæmi hefst afmælisganga kl. 16.30
við Minjasafn Orkuveitu Reykjavík-
ur. Kaffi og meðlæti að lokinni
gönguferð. Katrín Jakobsdóttir,
varaformaður VG, flytur ávarp.
Á Sauðárkróki verður afmælis-
kaffi kl. 17–19 á Ströndinni, Sæ-
mundargötu 7a. Upplestur og
skemmtiatriði.
Á Selfossi verður afmæliskaffi í
Tryggvaskála kl. 20. Boðið verður
uppá kaffi og meðlæti.
Vinstri grænir fagna
fimm ára afmæli
HEIMSMEISTARAMÓT seniora í
standarddönsum fer fram á morg-
un, laugardag 7. febrúar. Seniorar
er flokkur keppenda 35 ára og
eldri. Mótið fer fram í Antwerpen í
Belgíu. Íslendingar munu eiga tvö
pör sem fulltrúa á þessu móti. Þau
eru Björn Sveinsson og Bergþóra
María Bergþórsdóttir, frá Dans-
íþróttafélagi Hafnarfjarðar og Jón
Eiríksson og Ragnhildur Sandholt,
frá Dansíþróttafélaginu Gulltoppi.
Dansararnir sem taka þátt í heimsmeistaramótinu eru Björn Sveinsson,
Bergþóra María Bergþórsdóttir, Ragnhildur Sandholt og Jón Eiríksson.
Tvö danspör frá Íslandi
fara á heimsmeistaramót
BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700
Matarlist og leikhús
Leikhúsmatseðill
milli 18.00 - 20.00
Þryggja rétta kvöldverður
á 4.500 kr.
Upplýsingar á www.holt.is
• • •
• • •
• • •