Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
35
68
0
2/
20
04
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
35
68
0
2/
20
04
Aðalfundur Landsbanka Íslands hf.
www.landsbanki.is
sími 560 6000
Dagskrá:
1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár.
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda
lagður fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á síðastliðnu reikningsári.
4. Tillögur til breytinga á samþykktum.
5. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa allt að 7% af eigin hlutabréfum.
6. Kosning bankaráðs.
7. Kosning endurskoðenda.
8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil.
9. Önnur mál.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar
með skriflegum hætti eigi síðar en átta dögum fyrir aðalfund.
Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins fjalla meðal annars um aðlögun sam-
þykkta að lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og varða verkaskiptingu bankaráðs
og bankastjórnar. Þá er lagt til að heimild bankaráðs til aukningar hlutafjár verði aukin.
Einnig er gert ráð fyrir að tilkynna þurfi um framboð til bankaráðs með fimm daga
fyrirvara. Er hluthöfum bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda
munu liggja frammi í aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík,
hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund.
Einnig verður hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upphaf fundarins.
Bankaráð Landsbanka Íslands hf.
Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. verður haldinn í Súlnasal
Radisson SAS Hótel Sögu, laugardaginn 14. febrúar kl. 14.00.
LANDSBANKINN hagnaðist um
2.956 milljónir eftir skatta á árinu
2003, en árið var hið besta í sögu
bankans. Hagnaðurinn var 46% meiri
en árið á undan. Arðsemi eigin fjár
eftir skatta var 17,6% og batnaði um
30% milli ára. Heildareignir Lands-
bankans jukust um 61% á árinu eða
um 170 milljarða króna, sem þýðir að
mælt í heildareignum er Landsbank-
inn orðinn stærri en Íslandsbanki og
þar með annar stærsti banki landsins
á eftir KB banka. Heildareignir
Landsbankans námu um áramót 448
milljörðum króna, heildareignir Ís-
landsbanka námu 444 milljörðum en
KB banki, sem ekki hefur birt árs-
uppgjör sitt, átti 541 milljarð eftir
fyrstu níu mánuði ársins í fyrra.
Ánægður með styrkinn
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri
Landsbankans, segist vera ánægðast-
ur með hvað náðst hafi að styrkja
bankann mikið á árinu og treysta
tekjustoðir hans. „Eignir bankans
jukust um 170 milljarða á síðasta ári,
en það er jafn mikið og heildareignir
bankans voru eftir að hann hafði
starfað í 113 ár árið 1999. Okkur hefur
tekist að efna það sem lofað var, að við
ætluðum ekki að vera lengi minnsti
bankinn,“ sagði Sigurjón, og bætti því
við að Landsbankinn væri orðinn
stærsti bankinn í starfsemi á Íslandi,
bæði í fyrirtækjaviðskiptum og ein-
staklingsviðskiptum.
Sigurjón sagði að stjórnendur
bankans væru ánægðir með afkom-
una á heildina litið. „Afkoman er mjög
góð í ljósi þeirra umbreytinga og yf-
irferðar á útlánasafni bankans sem
var á síðasta ári, þar sem lagðar hafa
verið til hliðar umtalsverðar fjárhæð-
ir, ásamt því sem óskráð hlutabréf í
eigu bankans, sem voru afleiðing af
lánamálum, voru færð mikið niður.“
Á fundi þar sem Sigurjón kynnti
markaðsaðilum afkomuna sagði hann
að þrátt fyrir metárangur bankans á
árinu væri ekki hægt að vera 100%
sáttur. „Það er vegna þess að það er
hægt að gera betur, og menn voru að
taka á erfiðum málum og leggja mikið
í afskriftareikning útlána, þar sem af-
skrifaðir voru endanlega 3,7 milljarð-
ar króna, en þar var um að ræða útlán
bæði til einstaklinga og fyrirtækja.“
Þá kom fram í máli Sigurjóns að
heildarframlag á afskriftarreikning
útlána á árinu hefði verið 4.656 millj-
ónir króna, en úr þeim framlögum
myndi draga á þessu ári.
Sigurjón sagði einnig á fundinum
að hjá bankanum hefðu safnast upp
íslenskir peningar sem fjárfest hefði
verið í markaðsskuldabréfum fyrir,
en eignir bankans í markaðsskulda-
bréfum hafa aukist um 75%. Ástæða
þessarar uppsöfnunar íslenskra pen-
inga er að sögn Sigurjóns mjög tak-
markaður áhugi á innlendum lánum
miðað við áhuga manna á erlendum
lánum.
Í fréttatilkynningu frá bankanum
segir að helsta skýringin á sögulegum
vexti Landsbankans á árinu 2003,
eins og það er orðað, sé stóraukin
starfsemi verðbréfasviðs og fyrir-
tækjasviðs bankans, en fjölmörg öfl-
ug fyrirtæki hafi leitað í auknum mæli
til bankans með viðskipti sín. Þá sé
skýringin einnig aukin starfsemi
Landsbankans erlendis, en á síðasta
ári keypti bankinn Landsbankann
Luxemborg þar sem mikill vöxtur
varð á seinni hluta síðasta árs. Þá festi
bankinn einnig kaup á 51% hlut í SP
fjármögnun á árinu.
Hreinar rekstrartekjur Lands-
bankasamstæðunnar námu 18.982
milljónum króna á árinu 2003 sam-
anborið við 13.916 milljónir á fyrra ári
og um 5.066 milljónir eða 36%.
Þóknunartekjur jukust um 32,2% á
árinu og munaði þar mest um 86%
aukningu þóknunartekna í verðbréfa-
viðskiptum og 55% aukningu þóknun-
artekna í eignastýringu, að því er
fram kom á kynningarfundi bankans.
Hreinar vaxtatekjur námu 9.331
milljón króna á árinu og jukust um
1.600 milljónir króna eða 21% sam-
anborið við fyrra ár.
Rekstrargjöld bankans námu
10.815 milljónum króna á árinu sam-
anborið við 8.505 milljónir króna á
árinu 2002 og hafa þau hækkað um
27% milli ára á meðan hreinar rekstr-
artekjur jukust um 5.066 milljónir
króna eða 36%. Kostnaðarhlutfall
bankans hefur lækkað sem þessu
nemur og reiknast það 57% á árinu
2003 samanborið við 61% á árinu
2002.
Í fréttatilkynningu bankans segir
að árið í fyrra marki tímamót í sögu
Landsbanka Íslands hf. „Á árinu lauk
einkavæðingu bankans formlega og
hafa nýir eigendur styrkt bankann
markvisst með hliðsjón af endurnýj-
aðri stefnumótun um arðbæran vöxt á
innanlandsmarkaði og aukna upp-
byggingu erlendis.“
Minnkandi vaxtamunur
Þá segir í tilkynningunni að stjórn-
un samstæðunnar og innra skipulag
hafi verið styrkt á árinu 2003 og að
samkeppni á fjármálamarkaði hafi
harðnað verulega. „Birtist hún í
bættri og fjölbreyttari þjónustu og
minnkandi vaxtamun, sem var 2,62%
á árinu í samanburði við 2,83% á árinu
2002. Markaðsaðstæður fjármálafyr-
irtækja voru hagstæðar á árinu 2003
og er gert ráð fyrir að svo verði áfram
á árinu 2004, þó ólíklegt sé að hækkun
hlutabréfaverðs verði jafnmikil og á
síðastliðnu ári,“ segir í tilkynningu
bankans.
Landsbankinn hagnast
um 2.956 milljónir króna
Bankinn orðinn sá annar stærsti
mælt í heildareignum
!"
#$%
& '#
% ! #
$ '#'
(##'
)
)
*
$# !#"
+!
)
,-./
&0&1
"0'1
%#
! +
$ %!
' !#
! #%#
!'+
(#%
' # #
' +%&
%0'1
+0#1
&!'
! "#$%$&!
'
HÁSKÓLINN í Reykjavík mun
næstkomandi haust bjóða upp á
meistaranám í fjármálum sem kallast
MSIM (Master of Investment Ma-
nagement) þar sem lögð er áhersla á
eignastýringu og
verðbréfamarkað.
Að auki verða
nemendur undir-
búnir fyrir hin al-
þjóðlegu CFA
(Chartered Fin-
ancial Analyst)
próf. Opinn kynn-
ingarfundur um
meistaranámið í
fjármálum verður
haldinn í Háskólanum í Reykjavík í
dag kl. 12.
MSIM-nám Háskólans í Reykjavík
byggist á samnefndu meistaranámi
hjá Boston University í Bandaríkjun-
um. Forstöðumaður þess náms og
prófessor við Boston-háskóla, Dr.
Scott Stewart, mun flytja erindi á
fundinum í dag en hann hefur unnið
fjölda rannsókna á sviði eignastýr-
ingar, fagfjárfestahegðunar og hluta-
bréfagreiningar.
Stewart segir MSIM-námið í Bost-
on miða að því þjálfa nemendur á
sviði eignastýringa og fjárfestinga.
Hann segir flesta nemendur í MSIM-
náminu í Boston koma úr fjárfest-
ingageiranum. Þeir starfi t.d. margir
hverjir við lífeyrisráðgjöf, fjárfest-
ingaráðgjöf eða verðbréfamiðlun, hjá
verðbréfasjóði eða á sviði fjárfest-
ingatækni. „Gjarnan er um að ræða
fólk sem er á einhvern hátt viðriðið
fjárfestingarferlið, sem nokkurs kon-
ar stuðningsaðilar, en hefur áhuga á
að nálgast meira ákvörðunartöku um
fjárfestingarnar,“ segir hann.
Góð viðbót við námið
MSIM-nám Háskólans í Reykjavík
hefur verið í undirbúningi um nokk-
urra ára skeið, að sögn Stewart, í
samvinnu við háskólann í Boston.
Námið verður ekki að öllu leyti eins
og fyrirmyndin en mjög svipað.
„Þeir hafa tekið sumt af því besta
sem við erum að gera og blandað því
við eigin hugmyndir. Háskólinn í
Reykjavík mun því verða með sína
eigin útgáfu af náminu.
Fyrirkomulag námskeiðanna er
mjög svipað en helsti munurinn er sá
að Háskólinn í Reykjavík mun bjóða
upp á tvö námskeið til viðbótar við
það sem við höfum haft, sem lengir
námið svolítið. Á öðru þessara nám-
skeiða ganga þeir skrefi lengra en við
höfum gert með því að láta nemend-
urna beita þeim aðferðum, sem
kenndar eru, í tilteknu verkefni fyrir
fyrirtækið sem það starfar hjá. Það
er mjög góð viðbót við námið.“
Stefnt er að því að gestaprófess-
orar frá Boston muni hafa umsjón
með hluta námskeiðanna sem kennd
verða hér. Stewart segir ekki fullfrá-
gengið hversu margir þeir verði en
þeirra á meðal verður væntanlega Z.
Bodie, þekktur fræðimaður í Banda-
ríkjunum á sviði fjármála og höfund-
ur kennslubókarinnar Investments.
Stewart segir vissulega þörf á
námi sem þessu hér á landi enda sé
fjármála- og bankastarfsemi ein
helsta atvinnugreinin á Íslandi og þar
liggi mikilvægir vaxtarmöguleikar
landsins. Af þessari ástæðu hafi Há-
skólinn í Reykjavík haft áhuga á að
bjóða upp á nám sem þjálfaði fólk á
því sviði.
„Ef litið er til vaxtar íslensku
bankanna á Norðurlöndum, Bret-
landi og víðar þá liggur það ljóst fyrir
að mikil þörf er á slíkri þjálfun. Einu
vaxtarmöguleikar bankanna eru er-
lendis og byggjast á að selja sér-
fræðiþekkingu,“ segir hann og bætir
við að fjármálageirinn sé reyndar ein
alþjóðlegasta atvinnugreinin enda
eigi menn í fjárfestingum og gjald-
eyrisviðskiptum um allan heim.
HR með nýtt meist-
aranám í haust
Scott Stuart