Morgunblaðið - 06.02.2004, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 06.02.2004, Qupperneq 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ragnheiður ErlaSveinbjörnsdótt- ir fæddist í Reykjavík 15. október 1929. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi föstudag- inn 23. janúar síðast- liðinn. Hún var dóttir hjónanna Jarþrúðar Jónasdóttur, f. 23. júní 1907 á Hellis- sandi, d. 8. apríl 1981, og Sveinbjarn- ar Sighvatssonar, sjómanns í Reykja- vík, f. 14. september 1905 í Reykjavík, d. 5. okt. 1958. Systkini Erlu eru Þóra Svana Sveinbjörnsdóttir, f. 2. júní 1933, Ingveldur Jóna Sveinbjörnsdóttir Kindel, f. 16. júlí 1942, og Daði Elfar Sveinbjörnsson, f. 31. okt. 1947. Erla giftist 17. desember 1955 Pétri Árnasyni, framkvæmda- stjóra, f. 6. maí 1927 í Reykjavík, d. 5. júlí 1988. Foreldrar hans voru Árni Ingvarsson, verkamað- ur í Reykjavík, f. 31. jan. 1898, í Elliðakoti í Mosfellshr. í Kjós., d. 25. sept. 1965, og Jakobína Jóns- dóttir, f. 16. okt. 1904 í Tumakoti í Vatnsleysustrandarhr. í Gull., d. 17. maí 1992. Erla og Pétur eign- uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Sveinbjörn Árni Pétursson, f. 3. okt. 1950, d. 28. maí 1990. Hann var kvæntur Asiu Pétursson, f. 30. ágúst 1965, og áttu þau eina dótt- ur, Rosemary Elenu Sveinbjörns- dóttur, f. 20. maí 1988. 2) Jakob Pétursson, f. 5. maí 1956. Kona hans er Edda Björnsdóttir, f. 26. febr. 1959. Þau eiga þrjú börn. a) Björn Jakobsson, f. 3. sept. 1978, kvæntur Val- dísi Sigurgeirsdótt- ur, f. 11. júní 1974. Þau eiga eina dóttur, Eddu Berglindi, f. 25. apríl 2002. b) Ragnheiður Karen Jakobsdóttir, f. 20. ágúst 1981. c) Pétur Þór Jakobsson, f. 22. jan. 1990. 3) Viðar Pétursson, f. 25. jan- úar 1959. Kona hans er Lovísa Árnadóttir, f. 29. sept. 1959. Þau eiga fjögur börn. a) Sigríður Erla Viðardóttir, f. 11. október 1984. b) Pétur Viðarsson, f. 25. nóv. 1987. c) Davíð Viðarsson, f. 30. maí 1992. d) Finnur Árni Viðarsson, f. 29. janúar 1998. 4) Lilja Péturs- dóttir, f. 17. ágúst 1964. Erla ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík, lengst af á Bragagötu. Hún var nemandi í Miðbæjar- barnaskólanum. Áður en Erla gifti sig vann hún við afgreiðslu- störf. Erla og Pétur bjuggu alla sína hjúskapartíð í Reykjavík, síð- ast í Byggðarenda. Síðustu fimm- tán árin, eða eftir að Erla varð ekkja, bjó hún ásamt dóttur sinni, Lilju, í Ofanleiti. Erla og Pétur áttu sumarhús í Hveragerði og dvaldi hún þar flest sumur með börnin. Útför Ragnheiðar Erlu fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þá er elsku amma okkar Erla farin frá okkur og farin til Guðs, afa Pét- urs og Svenna frænda. Þó svo að við kveðjum hana með trega og djúpum söknuði þá erum við jafnframt þakk- lát fyrir þann tíma sem við fengum að verja með henni. Við getum þakkað fyrir ótalmarg- ar minningar sem við eigum um ömmu okkar og fyrir allt það sem hægt var að læra af henni. Amma var mjög jákvæð og björt. Ég vildi óska þess að ég hefði getað þekkt hana þegar hún var ung, miðað við hversu brosmild og létt hún var í lund á sín- um eldri árum, þegar lífið var henni ekki alltaf auðvelt. Þá er auðvelt að ímynda sér hversu mikið hún hlýtur að hafa brosað og hlegið þegar hún var yngri. Hún bjó yfir þeim kosti sem marg- ir mættu taka sér til fyrirmyndar, að geta alltaf hlegið að sjálfri sér. Hún kenndi mér það að lífið verður miklu auðveldara ef maður hefur húmor fyrir sjálfum sér. Amma var mjög félagslynd kona og hafði gaman af því að taka á móti gestum, bæði heima hjá sér í Reykja- vík og ekki síður í sumarhúsinu þeirra afa í Hveragerði. En þar dvöldu þau öll sumur frá því að börn- in þeirra voru lítil og þangað til afi Pétur dó árið 1988. Það var erfitt fyr- ir ömmu þegar afi dó, því hann hafði verið allt í öllu í lífi hennar. Það var ennþá auðvelt að sjá á ömmu hversu mikið hún saknaði afa öllum þessum árum seinna. Það heyrðist á því hvernig hún sagði nafnið hans, á tón- inum í röddinni hennar þegar hún talaði um afa. Tveimur árum eftir að afi dó missti hún svo elsta son sinn, Sveinbjörn. Allt þetta reyndi mikið á ömmu. En hún var mjög trúuð kona og svo átti hún góða fjölskyldu sem hugsaði um hana. Amma og Lilja frænka hafa búið saman frá því að afi dó og hefur það verið ómetanlegur styrkur fyrir þær báðar. Amma vildi alltaf gefa öllum allt, og styrkja hvert málefni. Hún var dugleg að fara á basara fyrir jólin og kaupa eitthvað sniðugt eins og hún sagði. Á einum slíkum keypti hún tuskukanínu og gaf mér í jólagjöf á fyrstu jólunum mínum. Þar tókst henni heldur betur að kaupa eitthvað sniðugt, þessi tuskukanína hefur fylgt mér alla tíð síðan og það er nú bara tiltölulega stutt síðan hún hætti að sofa uppí hjá mér. Það áttu afi Pétur og amma Erla sameiginlegt að vera afskaplega gjafmild. Þar sem ég var bara á fjórða aldursári þegar afi dó á ég því miður ekki margar minn- ingar um hann. Þær fáu sem ég man eru flestar úr Hveragerði þar sem afi var alltaf að gefa mér og Naddý frænku pening til að fara í tívolíið eða kaupa nammi. Það er mikil huggun í því að vita að afi Pétur og Svenni frændi munu taka vel á móti elsku ömmu okkar. Við þökkum fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Guð blessi og varðveiti elsku Erlu ömmu okkar. Ömmubörnin, Sigríður Erla, Pétur, Davíð og Finnur Árni. Nú ertu leidd, mín ljúfa lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir í góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Börnum og barnabörnum vottum við samúð Hvíl í friði, elsku Erla. Systkini þín Svana, Inga og Daði. Á lífsleiðinni mætir maður mörg- um. Sumir þjóta hjá en aðrir staldra við. Það er gæfa hvers og eins að fá að umgangast og njóta samveru- stunda með góðu fólki. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast hjónunum Erlu og Pétri þegar systir mín, Lovísa, stofnaði fjölskyldu með Við- ari, syni þeirra. Atvikum háttaði þannig að strax varð mikill samgangur á milli stór- fjölskyldnanna. Oftar en ekki sóttum við Erlu og Pétur heim í Byggðar- endann eða í sumarhús þeirra í Hveragerði. Í minningunni var mað- ur ekki fyrr kominn inn úr dyrunum en Erla var búin að baka stafla af vöfflum og Pétur rokinn af stað að ná í snittur eða eitthvert annað góðgæti. Fáum hef ég kynnst jafnhöfðing- legum og þeim hjónum. Eitt sinn buðu Lovísa og Viðar mér og Lilju með sér til Mallorca. Þegar við vor- um að fara út á flugvöll laumaði Pét- ur að mér gjaldeyri, svona smávasa- peningi, eins og hann orðaði það. Þetta var auðvitað enginn smávasa- peningur heldur nóg fyrir mig, 15 ára unglinginn, til að lifa í vellyst- ingum í margar vikur. Svona var Pétur. Það var mikill missir fyrir fjöl- skylduna þegar Pétur lést langt fyrir aldur fram árið 1988. Eftir það bjuggu þær Erla og Lilja saman og nutu stuðnings hvor af annarri, ásamt mikilli aðstoð sonanna og fjöl- skyldna þeirra. Við ferðuðumst tvisvar saman til útlanda eftir lát Péturs, ásamt Lovísu og Viðari. Önn- ur ferðin var til Kaliforníu að heim- sækja Ingu, systur Erlu, og fjöl- skyldu hennar. Erla varð 65 ára í þeirri ferð. Það var gaman að fylgj- ast með því hvað hún var spennt að heimsækja systur sína og hvað hún naut þess að skoða sig um í Kaliforn- íu. Þá kom heimsdaman upp í Sand- arastelpunni, hlið sem hún sýndi á góðum stundum. Þegar ég hugsa til baka þá er mér minnisstætt hvað Erla var alltaf sátt við sjálfa sig og sína. Hún var þakk- lát fyrir það sem hún hafði og stolt af fjölskyldu sinni. Ég hitti Erlu síðast í afmælinu hennar í október sl. Þá var hún bara hress en kvartaði örlítið um verk í bakinu. Mér datt ekki í hug að þetta yrði í síðasta sinn sem ég ætti eftir að sjá hana í þessu jarðlífi en mennirnir áforma en Guð einn ræður. Ég vil þakka Erlu fyrir samfylgd- ina um leið og við fjölskyldan biðjum Guð að styrkja Viðar, Lovísu, Jakob, Eddu, Lilju og börnin í sorg þeirra. Guð blessi minningu Ragnheiðar Erlu Sveinbjörnsdóttur. Ingibjörg Árnadóttir. Góðvinur er gulli dýrri, gimsteinanna ljóma æðri. Viðjöfnun hann á sér enga efnislæga hér á jörðu. Vinsemd hrein er himinborin. (J. Hj. J.) Þessar ljóðlínur eru heimfæran- legar upp á hreina vinsemd okkar Erlu, eins og ég kallaði hana jafnan, því þannig var vinsemd okkar frá fyrstu kynnum, og bar aldrei skugga á. Slík hrein vinsemd er ekki sjálf- gefin. Hún liggur ofar öllu verald- legu mati, en verður hér að iðkast og eflast. Fyrir mér eru hrein trú og hrein vinsemd systur og Guðbornar, langt ofar mannlegum tilfinningum og geðþótta. Eitt sinn heyrði ég tal tveggja manna. Annar lýsti yfir reiði og hatri allt til dauða, en fékk þetta svar: „Þrátt fyrir það verð ég þér alltaf sannur vinur.“ Þetta sýnir fram á, að þó kunningsskapur bugist og bregðist, stendur hrein vinsemd óhögguð. Hún er ekki af þessum heimi – hún er himinborin, eins og að ofan segir. Systir Erla var mikil móðir og hús- móðir. Heimili hennar var alltaf fag- urt og til fyrirmyndar. Dagfarslega var hún hæglát, hugprúð og lét ekki mikið yfir sér, en jafnan einlæg og traust. Örlát var hún og afburða gjaf- mild – sífellt að hugsa um aðra. Ég sá gjafirnar streyma frá henni til ann- arra – og þá er í engu ofmælt. Sönn trú var ráðandi þáttur í lífi hennar. Nánust urðu kynni okkar þó, og fjölskyldunnar allrar, við andlát eig- inmanns hennar, sem ég annaðist með þeim síðasta áfangann hér og jarðsetti. Í djúpum sorgarinnar bærast innstu og næmustu strengir mann- verunnar, svo margur hver örvæntir og bugast. En hér var Erla sterk og traust. Hin hreina trú hennar og föskvalausa vinátta við Guð voru sameiginlegi máttarstólpinn, sem bar hana uppi og bugaðist hvergi. Um það orti séra Helgi Hálfdánar- son fagurlega: Sú trú, sem fjöllin flytur oss fári þyngstu ver. Ei skaða skeyti bitur, þann skjöld ef berum vér. Í stormum lífs hún styður og styrkir hjörtu þreytt, í hennı́er fólginn friður, sem fær ei heimur veitt. Þetta sá ég sannast í lífi systur Erlu. Ég tel mér til forréttinda, að hafa fengið að kynnast henni og ynd- islegri fjölskyldunni hennar. Kæru vinir, Viðar, Lovísa, Jakob, Edda, Lilja okkar og aðrir ástvinir, sem kveðjið og syrgið! Huggizt við orð Frelsarans þar sem hann segir sjálfur: „Hjarta yðar skelfist ekki … eg er með yður alla daga, allt til enda veraldar … eg fer burt að búa yður stað … og þegar eg hef búið yður stað kem eg aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem eg er … eg skapa nýjan himin og nýja jörð …þar verður hvorki harmur né vein, né kvöl … og dauðinn mun ekki framar til vera … sá, sem trúir á mig mun lifa þó hann deyi … og sá, sem lifir og trúir á mig mun aldrei að ei- lífu deyja.“ Þannig hefja fyrirheit Frelsarans ofar harmi og trega. Í ei- lífðarríki hans verður enginn að- skilnaður ástvina. Með innilegustu samúð. Guð blessi ykkur og styrki. Sólveig og Jón Hjörleifur. Við vorum í sömu kirkju og Ragn- heiður Erla í rúmlega 20 ár. Þann tíma nutum við vináttu hennar og mannkosta. Hún var í reynd sann- kristin því að ljúflyndi, örlæti og manngæska einkenndu allt hennar viðmót. Rausnarleg húsmóðir var hún heim að sækja og kom þetta jafnvel í ljós og áður þegar við heim- sóttum hana á sjúkrahúsið nú í vetur er hún var orðin mikið sjúk. Þá vildi hún veita og tryggja það að gestirnir fengju góðan beina. Gjafirnar sem hún hafði yndi af að gefa okkur, eins og öllum vinum sínum, bera henni vott. Börnin voru henni jafnan ofar- lega í huga og aldrei talaði hún um þau nema með aðdáun og kærleika. Við vitum að þau hafa misst mikið og þá sérstaklega dóttir hennar, Lilja, sem lengstum hefur búið hjá móður sinni og verið sólargeislinn hennar. Við viljum votta Lilju og bræðr- unum, Jakobi og Viðari, ásamt fjöl- skyldum, djúpa samúð og óskum þeim Guðs blessunar. Blessuð sé minning hennar. Sigríður og Manlio Candi. RAGNHEIÐUR ERLA SVEINBJÖRNS- DÓTTIR Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður og tengdamóður, SIGRÚNAR SVEINSDÓTTUR, Grundargerði 14, Reykjavík. Jón Jósteinsson, Karen Jónsdóttir, Tómas Jón Brandsson, Sveinn Jónsson, Judy Wesley, Sólmundur Jónsson, Ingigerður Arnardóttir, Guðni Jónsson, Dagný Ragnarsdóttir, Drífa Björk Jónsdóttir og afkomendur. Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls GUÐJÓNS ÁSBERGS JÓNSSONAR myndskera, Núpalind 6, Kópavogi. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki gæsludeildar A-2 Fossvogi, fyrir góðan stuðning og hlýju. Ágústa Markúsdóttir, Markús Guðjónsson, Sigurbjörg Ósk Friðriksdóttir, Hrönn Guðjónsdóttir, Agnar Georg Guðjónsson, Gestur Guðjónsson, Elísabet Ósk Pálmadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS FRÍMANNS JÓNSSONAR, Einibergi 17, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Jósefsspítala Hafnarfirði og gjörgæslu Landspítala Fossvogi og síðast en ekki síst starfsfólki deildar 13-G, Landspítala Hringbraut. Þorbjörg Þorsteinsdóttir, María Eydís Jónsdóttir, Guðmundur Kristinn Aðalsteinsson, Vilberg Þór Jónsson, Margrét Emilsdóttir, Jón Snævar Jónsson, Salbjörg Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.