Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ S ameinandi stundir eru dýrmætar í lífi ís- lenskrar þjóðar. Ís- lendingar fyllast stolti þegar þeir fylgjast með látlausri en öruggri fram- göngu ráðamanna þjóðarinnar á erlendri grundu. Fátt er betur fallið til að sameina þjóðina en íslenskt íþróttafólk með glæsi- legum afrekum sínum. Fulltrúar menningarlífs og lista gleðja ís- lenska alþýðu með því að vekja verðskuldaða athygli í útlöndum. Sameinandi dagar eru að sönnu réttnefndir gleðidagar á Íslandi. Stærstu stunda í sögu þjóðarinnar er minnst með þakk- læti og virðingu. En einn er sá atburður sem jafnan fangar at- hygli alþýðu manna á Ís- landi. Hér ræðir að sjálfsögðu um ríkisráðs- fundina. Enda er það svo að vart koma tveir Íslendingar saman án þess að talinu sé ekki bráðlega vikið að spurningunni sem jafnan brennur á vörum þjóðarinnar: Hvenær verður næsti fundur ríkisráðsins? Og víst er að seint verður sagt um Íslendinga að þolinmæðin sé þeirra höfuðdyggð. Enda gætir oftar en ekki óþreyju í röddinni: Hvenær kemur ríkisráðið eig- inlega næst saman til fundar? Á fundum ríkisráðsins rennur ríkisvaldið saman við þjóðina og myndar eina, órjúfanlega heild. Fundina sitja oddvitar fram- kvæmda-, löggjafar- og dóms- valds en forseti lýðveldisins er fulltrúi alþýðu manna á Íslandi. Samruninn er táknrænn fyrir þann almenna vilja að ríki og þjóð séu eitt (þ. Volk und Reich). Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, hefur á síðustu dög- um gert ágætlega grein fyrir hlutverki þjóðhöfðingjans á fundum ríkisráðsins. Fáir eru betur til þess fallnir en hann. Sjálfur sagði Ólafur Ragnar Grímsson er hann var kjörinn forseti Íslands árið 1996 með rúmum 40% greiddra atkvæða að sú niðurstaða væri „sigur þjóðarinnar allrar“. Forseti Ís- lands hefur því einstakan skiln- ing á hlutverki ríkisráðsins. Tilefni ofangreindrar umfjöll- unar forseta lýðveldisins er að ekki tókst að boða hann á fund í ríkisráðinu (þ. Tagung des Reichsrates) á sunnudag þegar þess var minnst að 100 ár voru liðin frá því að íslensk þjóð fékk heimastjórn. Jafnframt reyndist ekki unnt að bjóða forseta Ís- lands til hátíðarsamkomu í Þjóð- menningarhúsi (þ. Reichshaus der Volkskunde) sem mikilvæg- ustu Íslendingar samtímans sóttu þann sama dag. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti lýðveldisins, var í leyfi er- lendis og ekki reyndist unnt að ná af honum tali til að greina honum frá því að heimastjórn á Íslandi ætti 100 ára afmæli og ætlunin væri að minnast þeirra tímamóta. Þess misskilnings hefur gætt í umfjöllun um mál þetta að fulltrúar ríkisvaldsins hafi vísvit- andi boðað til fundar ríkisráðsins án þess að greina kjörnum full- trúa alþýðunnar frá því að ætl- unin væri að efna til þeirrar samkundu. Þessi misskilningur hefur m.a. birst í ummælum for- seta lýðveldisins sjálfs og hafa þau orðið tilefni til fréttaflutn- ings og blaðaskrifa. Harma ber að þessi misskiln- ingur skuli ekki hafa verið leið- réttur. Slík ónákvæmni er fallin til þess eins að grafa undan rík- isráðinu. Ykkar einlægur getur upplýst að líklegasta ástæða þess að ekki tókst að boða forseta Íslands til fundar í ríkisráðinu er sú að hann hefur engan síma. Þetta getur hver og einn sannreynt sem leitar að símanúmeri Ólafs Ragnars Grímssonar í síma- skránni. Ykkar einlægur hringdi í símanúmer þau sem finna má í skránni undir skilgreiningunni „forseti Íslands“. Upplýst skal hér að allt annar maður svaraði í símann þegar hringt var í skrif- stofu forseta Íslands. Og Ólafur Ragnar Grímsson svaraði ekki heldur í símann þegar hringt var í forsetasetrið á Bessastöðum. Hefði nú ekki verið ráðlegra fyrir fréttahaukana og rann- sóknarblaðamennina að kanna þetta áður en pressurnar voru ræstar og kvikmyndavélunum snúið í gang? Ljóst er á hinn bóginn að tæp- ast er viðunandi, hvað þá ásætt- anlegt, að ekki sé unnt að ná í forseta lýðveldisins þegar greina þarf honum frá stóratburðum í sögu þjóðarinnar eða boða hann til fundar í ríkisráðinu. Und- arlegt má það heita að vegið sé að einingu ríkis og þjóðar með svo afgerandi hætti. Því skal eft- irfarandi lagt til: 1. Íslenska ríkið fjárfesti í far- síma og fái forseta lýðveldisins hann til afnota. 2. Íslenska ríkið fjárfesti í svo- nefndum „fjarfundabúnaði“ til að forseti lýðveldisins geti stýrt fundum ríkisráðsins þegar hann er á meðal alþýðunnar í hinum dreifðari byggðum landsins eða með erlendum þjóðum. 3. Íslenska ríkið fjárfesti í far- þegaþotu til afnota fyrir forseta lýðveldisins og aðra æðstu emb- ættismenn þjóðarinnar. Með því að samnýta farsímann nýja og þotuna á að vera unnt að tryggja að forseti lýðveldisins geti með skömmum fyrirvara sótt þær há- tíðarsamkundur sem honum er boðið til hér heima og erlendis. Með sama hætti geta ráðherrar haldið uppi eðlilegum sam- skiptum við Rússa, Írana og Kín- verja, helstu vinaþjóðir Íslend- inga, og lýðræðissinnana sem þar hafa valist til forustu. Embættisþota Bandaríkja- forseta mun kallast „Air Force One“. Við hæfi sýnist að opinber ríkisþota Íslendinga nefnist „Fálki 1“. --------------------------------------- Eftirfarandi kosta Viðhorfs- dálka Ásgeirs Sverrissonar: Stigaleigan.is – Farðu lengra Útflutningsstofa ríkismenn- ingar – Ljós úr norðri Þjóðarvilji í ríkisráði Harma ber að þessi misskilningur skuli ekki hafa verið leiðréttur. Slík óná- kvæmni sameinar ekki þjóð og vald og er fallin til þess að grafa undan rík- isráðinu. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ✝ Eugenia IngerNielsen, Sinna, fæddist í „Húsinu“ á Eyrarbakka 19. nóvember 1916. Hún lést í hjúkrun- arheimilinu Víð- inesi 27. janúar síð- astliðinn. Hún átti ættir að rekja til dönsku kaupmann- anna á Bakkanum. Foreldrar hennar voru: Jens Daníel Nielsen verslunar- stjóri á Eyrar- bakka, f. 22.1. 1883, d. 8.6. 1948, og Karen Nielsen húsfreyja, f. 23.1. 1888, d. 3.5. 1948. Foreldrar Karenar voru: Pétur Mats Nielsen verslunar- stjóri, f. 27.2. 1844, d. 9.5. 1931, og Eugenia Jakobína Nilsen húsfrú í Húsinu, f. 2.11. 1850, d. 9.7. 1916. Foreldrar Eugeniu J. voru: Guðmundur Geir Jörgen Thorgrímsen faktor, f. 7.6. 1821, d. 2.3. 1895, og Sylvía Sólveig Níelsdóttur Thorgrímsen, f. 22.7. 1819, d. 21.6. 1904. Systkini Sinnu voru: Edith Jóhanna, f. 24.3. 1911, d. 12.6. 1932, og Pét- ur, f. 10.11. 1920, d. 7.10. 1990. Sinna var tvígift. Fyrri maður hennar var Ámundi Hjörleifsson brunavörður, f. 7.10. 1914, d. mann Ómarsson, f. 27.11. 1976. Sonur þeirra er Hlynur Freyr, f. 6.9. 2003. B) Steinunn Fríður, f. 1.9. 1985. Vinur Sinnu og sambýlismaður til margra ára var: Ámundi K.J. Ísfeld, skósmiður og stöðumæla- vörður, f. 3.6. 1913, d. 22.9. 1989. Sinna ólst upp í Húsinu á Eyr- arbakka. Á æskuárum fóru for- eldrar hennar til Danmerkur. Eftir það ólst hún upp hjá Guð- mundu Nielsen móðursystur sinni, fyrst á Eyrarbakka og Ölf- usá, síðar fluttu þær til Reykja- víkur. Þar starfaði hún í bak- aríinu hjá Guðmundu frænku sinni í Tjarnargötu. Ung að árum fór hún til Kaupmannahafnar og nam þar bakstur og matreiðslu. Sinna stofnaði heimili og varð húsmóðir á Vesturgötunni, nánar tiltekið í gamla Gröndalshúsinu. Bjó hún þar alla sína tíð eða í u.þ.b. 70 ár. Hún starfaði ætíð ut- an heimilisins meðfram húsmóð- urstarfinu, fyrst í gömlu Sund- laugunum í Laugardal og við ræstingar í Landsbanka Íslands. Lengst af starfaði hún í Sundhöll Reykjavíkur eða frá 1966 og þar til hún lét af störfum vegna ald- urs. Kransakökubakstur var henn- ar sérgrein. Þær voru margar kökurnar sem hún bakaði fyrir vini og vandamenn. Sinna dvaldist á hjúkrunar- heimilinu Víðinesi síðastliðið ár. Útför Sinnu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. 20.12. 1945. Börn þeirra eru: 1) Jóhann Hörður, f. 4.10. 1934, d. 9.5. 1982. 2) Guð- munda Nielsen (Stella), f. 3.1. 1937, d. 17.3. 1939. Hinn 21. júlí 1948 giftist Sinna Þor- steini Hjálmssyni sundlaugarverði í Sundhöll Reykjavík- ur, f. 19.11. 1921, d. 9.4. 1966. Synir þeirra eru: 1) Ámundi Hjálmur, f. 8.9. 1949, kvæntur Arnbjörgu Hjaltadóttur, f. 26.3. 1954. Þeirra börn eru: A) Guðrún Ingibjörg, f. 6.3. 1974. Synir hennar og Bjarka Sveins Smárasonar eru: Sighvatur Bjarki, f. 16.1. 1995, og Gabríel Brynjar, f. 19.12. 1998. B) Björgvin Hrafn, f. 30.5. 1980. Sonur hans og Margrétar Láru Esterardóttur er Nökkvi Baldur, f. 26.7. 1999. C) Jökull Tandri, f. 1.9. 1990. Sonur Ámunda Hjálms fyrir hjónaband er Guðmundur Þór, f. 6.9. 1970. Móðir hans er Lovísa Guðmunds- dóttir. 2) Jens Karel, f. 15.6. 1951, kvæntur Þóru G. Thor- arensen, f. 16.11. 1952. Þeirra dætur eru: A) Vigdís, f. 9.5. 1977. Sambýlismaður hennar er Krist- Þá ert þú horfin, móðir mín! Minningin eftir lifir þín í ótal margföldum myndum. Allt frá því ég var ungur sveinn, ómálga barnið, æskuhreinn ég nærðist af lífs þíns lindum. Tvískinnung áttir þú engan til, á orðum og hugsun hvergi skil, það féll allt sem flís að blaði. Á þinn hátt gafstu þar dæmi’ um dyggð, drengskapar hreináog sanna hygð sem fylgdı́okkur fersk úr hlaði. Í þögn hef ég reynt að þakka og tjá þelið, sem býr mér dýpst í hjarta, ef orð, sem ei ritað fingur fá fengju um nafnið þitt skarta og dýrðin, sem enginn áður sá um þig ljómann sinn vefði bjarta. (Jón Hjörleifur Jónsson) Elsku mamma, ég vil að lokum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég kveð þig með söknuði og trega og geymi allar ljúfu minningarnar innra með mér. Far þú í friði. Þinn sonur, Jens Karel. Elsku amma Sinna mín. Loksins hefurðu fengið hina langþráðu hvíld og nú ertu laus frá öllum þjáningunum. Ég kveð þig hér í síðasta sinn með Maístjörnunni, laginu sem ég söng svo oft fyrir þig þegar ég var yngri: Ó hve létt er þitt skóhljóð og hve lengi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er allt sem ég hef. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einingarbands, fyrir þér ber ég fána, þessa framtíðarlands. (Halldór Laxness.) Vertu kært kvödd, elsku amma Sinna. Takk fyrir öll spilin sem við spiluðum og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég veit að þú verður alltaf nálægt og heldur verndarhendi yfir mér. Guð geymi þig. Þín sonardóttir Steinunn Fríður. Elsku amma Sinna mín, nú hefur þú loksins fengið hvíldina og ert komin á stað sem þér líður miklu betur á. Þú varst samt ekki á leið- inni að kveðja, ætlaðir að fara aftur á Vesturgötuna, í hornið þar sem þú varst svo vön að sitja og fá þér kaffi og sígarettu. En líkaminn þinn var orðinn gamall og lúinn eftir langa og vinnusama ævi. Nú þegar þú ert farin reikar hugurinn aftur á bak og margs er að minnast. Þú og ég áttum svo margar yndislegar stundir saman. Þegar ég var lítil var ég oft í pöss- un hjá þér og Ámunda. Ég fékk að leika mér með stóru dúkkuna þína sem þú hélst svo mikið upp á og fína dúkkustellið, sem þú eignaðist þegar þú varst lítil. Það notaði ég til að elda handa ykkur mat í þykj- ustunni sem þið borðuðuð auðvitað með bestu lyst. Þú settir rúllur í hárið á mér í gamni, ég dundaði mér að lita í litabókina mína og svo spiluðum við, þú kenndir mér Svarta Pétur, Ólsen ólsen, Rugl og Klukkukapal. Úti í garðshorni lék ég mér við að moka og búa til kök- ur í sandkassa sem var gerður úr dekki, svo tíndi ég handa þér blóm sem þú settir í vasa. Einu skipti man ég eftir þegar ég svaf yfir nótt hjá þér, að við fórum snemma kvölds í náttkjólana okkar, þú í rósóttan og ég bláan, svo þóttumst við vera voðalega fínar dömur á leið á dansiball. Við dönsuðum saman og eftir á sátum við með krosslagða fætur og drukkum kaffi og skellihlógum. Auðvitað var ég of ung til að drekka kaffi, fékk bara kók í rósótta bollann minn sem ég átti hjá þér. Þegar ég var yngri var ég frekar matvönd. Einu sinni hafðir þú eld- að dýrindis kjötsúpu, ég vildi hana ekki en þú fékkst mig til að smakka smávegis með því að gefa mér hana í fallegri blómaskál. Í dag er kjötsúpa einn af uppáhalds- réttunum mínum. Það var svo gaman að hlusta á þig segja sögur, þú sagðir mjög skemmtilega frá, bæði þegar þú varst ung og sögur af pabba þegar hann var lítill. Ég man sérstaklega eftir nokkrum þeirra, t.d. þegar danski kóngurinn kom til Íslands og þú áttir að sjá að um losa kopp- inn hans. Þú beiðst allan liðlangan daginn eftir að hann pissaði, þegar það loksins gerðist fórst þú að há- gráta því þú hélst að það kæmi blátt piss í koppinn. Eina páska hafðir þú fengið sent páskaegg frá Danmörku sem var sjaldgæf sjón í þá daga en þú mátt- ir ekki opna það, eggið átti að standa kyrrt á stofuborðinu til skrauts. En svo vildi það til að dag einn hafði það allt orðið að stórri klessu því sólin hafði skinið á það. Svo á sprengidaginn þegar mag- inn í pabba þínum sprakk, hafði hann þá platað ykkur krakkana, með því að hafa uppblásna blöðru undir peysunni og sprengt hana með títuprjón og þið trúðuð því að hann hefði sprungið í alvöru. Þú varst svo klár í höndunum bæði að prjóna, búa til mat og ekki síst að baka. Þú hafðir farið til Kaupmannahafnar ung að árum til að öðlast bakarapróf og það eru ófáar kransakökurnar sem þú hef- ur bakað. Við bökuðum oft saman jólaköku með súkkulaðibitum, vín- arbrauð og fjögralaga tertuna þína góðu. Það var viss regla hjá þér að vera alltaf búin að baka allar jólasmákökurnar fyrir afmælið þitt. Amma, manstu hvað þú varst glöð þegar við fórum út að versla og keyptum inn fyrir mánuðinn, fylltum ísskápinn og búrskápinn af mat og þú sagðir: „Nú vantar mig ekkert út mánuðinn nema mjólk, brauð og sígarettur.“ Svo hjálpaði ég þér að þrífa á hverjum laug- ardegi í mörg ár. Þegar búið var að þurrka af, ryksuga og skúra sagðir þú: „Nú er allt stífað og straujað ofan í kommóðuskúffu og ég verð að tipla á tánum þar til þú kemur næst.“ Á sumrin reytti ég arfa í litla garðinum þínum bak við húsið, málaði veggina og vökvaði blómin. Þú varst stolt af rósunum þínum sem blómstruðu svo fallega bleik- um og rauðum blómum. Það var svo margt sem þú leyfð- ir mér að gera, ég lærði svo mikið af þér og þú varst svo þakklát fyrir hjálpina. Við föðmuðumst alltaf og kysstumst bless og þú sagðist hlakka til að fá mig næst í heim- sókn. Ekki var gleðin og fögnuður- inn minni þegar þú sást nýfæddan son minn í fyrsta skipti nú á um- liðnum haustdögum. Ég var svo ánægð að þú fékkst tækifæri að sjá hann en því miður fær hann ekki að kynnast þér í þessu lífi, kannski bara í því næsta. Nú er komið að kveðjustund, ég EUGENIA INGER NIELSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.