Morgunblaðið - 06.02.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 06.02.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRESTUR til að skila tillögum í hug- myndasamkeppni Landsbankans um miðborg Reykjavíkur rennur út í dag, föstudag, en um miðja vikuna höfðu þegar borist yfir 500 tillögur. Í keppnisgögnum segir að hug- myndum megi lýsa í orðum eða myndum. Þær geti snúið að nýtingu eða breytingum á byggingum eða umhverfi, verið tillögur að starfsemi fyrirtækja, þjónustu eða menningar- starfsemi eða hvaðeina sem þátttak- endur hefur langað að sjá, gera eða upplifa í miðborginni. Dómnefnd mun umfram allt leita eftir hrífandi og frumlegum hugmyndum og því standi allir jafnt að vígi í keppn- inni.Valdar hugmyndir verða sýnd- ar en veitt verða þrenn verðlaun fyr- ir góðar hugmyndir auk tíu sérstakra viðurkenninga. Fyrstu verðlaun eru 750 þúsund krónur, önnur verðlaun eru 400 þúsund krónur og þriðju verðlaun eru 200 þúsund krónur. Höfundar tillagna sem fá sérstaka viðurkenningu fá loks 50 þúsund krónur hver. Dómnefnd skipa Björgólfur Guð- mundsson formaður bankaráðs, Eva María Jónsdóttir íbúi í miðborginni, Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, Hallgrímur Helgason rithöfundur, Ingibjörg Pálmadóttir innanhúss- arkitekt og Margrét Harðardóttir arkitekt. Vegna umfjöllunar um keppnina á Stöð 2 í gær segir Kristján Guð- mundsson, forstöðumaður markaðs- og þróunardeildar Landsbankans, að þar hafi menn verið að leggja áherslu á fjölbreytnina í innsendum tillögum og gefa fólki til kynna að það mætti senda inn allt mögulegt. Meira en 500 tillögur í sam- keppni um miðborg Tinna J. Molphy, Björgólfur Guð- mundsson og Kristján Guðmunds- son skoða hluta tillagnanna. HÆSTIRÉTTUR hefur lækk- að bætur sem dæmdar voru manni fyrir ólögmæta hand- töku í Hafnarfirði fyrir þremur árum. Voru honum dæmdar 120.000 kr. í bætur í Héraðs- dómi Reykjavíkur í desember 2002 en Hæstiréttur lækkaði upphæðina í 50.000 krónur. Maðurinn var ásamt syni sín- um, sem þá var rúmra sex ára, handtekinn í miðbæ Hafnar- fjarðar vegna ætlaðra umferð- arlagabrota og gruns um fíkni- efnamisferli. Eftir líkamsleit og yfirheyrslur var honum sleppt um tveimur stundum seinna. Mál þetta dæmdu Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gísla- son og Guðrún Erlendsdóttir. Bætur fyrir ólögmæta handtöku lækkaðar HÆSTIRÉTTUR Íslands hefur staðfest dóm héraðsdóms og dæmt Skífuna til að greiða Steinari Berg Ísleifssyni rúmlega 1,8 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna vanefnda á ráðningarsamningi. Samkvæmt samningnum átti Steinar að fá greitt hlutfall af hagn- aði af útflutningi tónlistar á vegum Skífunnar. Taldi Steinar að Skífan hefði ekki staðið skil á þeirri hagn- aðarhlutdeild og að Skífan hefði lagt niður tónlistarútflutning, sem hefði verið grundvöllur fyrir launakjörum sínum. Krafðist tæplega 20 milljóna króna auk málskostnaðar Í dómi héraðsdóms var staðfest að Skífan skuldaði Steinari tiltekna fjárhæð vegna hagnaðarhlutdeildar, en Steinar skaut málinu til Hæsta- réttar og krafðist tæplega 20 millj- óna króna auk dráttarvaxta, auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Þessu hafnaði Hæstiréttur í dómi sínum og staðfesti dómurinn það álit héraðsdóms að Skífunni bæri að greiða Steinari rúmar 1,8 milljónir króna auk dráttarvaxta. Ákvörðun byggðist á mati á afkomuhorfum fyrirtækisins Varðandi ákvörðun Skífunnar um að draga úr fjárframlögum til tón- listarútflutnings var talið að sú ákvörðun hefði byggst á mati á af- komuhorfum fyrirtækisins í ljósi markaðsaðstæðna og við það mat yrði starfsmaðurinn að una. Ósannað þótti samkvæmt dómi Hæstaréttar að vakað hefði fyrir Skífunni að leggja niður slíkan útflutning. Var því krafa fyrirtækisins um staðfest- ingu héraðsdóms tekin til greina. Skífan var dæmd til að greiða manninum 300.000 kr. vegna máls- kostnaðar í héraði, en málskostnað- ur fyrir Hæstarétti fellur niður. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Skífan dæmd til að greiða fyrrverandi starfsmanni bætur BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins telja óeðlilegt að mikil hækkun sem orðið hefur á verði íbúð- arhúsnæðis í Reykjavík leiði sjálf- krafa til þess að eigendum íbúðar- húsnæðis í Reykjavík sé íþyngt með hækkuðum álögum, langt umfram al- mennar verðlagsforsendur. Fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins segja að hækkun fasteignagjalda komi ekki hvað síst illa við lágtekjufólk, aldraða og öryrkja. Þetta var meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ráð- húsi Reykjavíkur í gær. Eðlilegt að taka mið af almennum verðlagsforsendum Fasteignamat íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hækkaði um 10% nú um áramótin en borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins telja eðlilegt að við hækkun fasteignagjalda á íbúðar- húsnæði sé tekið mið af almennum verðlagsforsendum. Lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu þar farið var fram á að Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að endur- skoða álagningarprósentu fasteigna- gjalda á íbúðarhúsnæði, þ.e. fast- eigna- og holræsagjald. Var markmið tillögunnar að almennt endurmat Fasteignamats ríkisins um síðustu áramót leiddi ekki til þess að heildarálögur á eigendur íbúðar- húsnæðis hækkaði umfram þá 2,7% hækkun sem varð á vísitölu neyslu- verðs í fyrra. Við afgreiðslu málsins í borgar- stjórn í gærkvöldi var tillögu sjálf- stæðismanna vísað frá. Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði að fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar hafi þegar verið samþykkt í desember. Sagði hann sérkennilegt að koma fram með þessa tillögu nú tæpum tveimur mánuðum seinna. Einnig væri ekki ábyrgt að leggja fram til- lögu, sem fæli í sér verulega tekju- skerðingu fyrir Reykjavíkurborg, án þess að tillögu liggi fyrir hvernig minnka eigi kostnað á móti. Björn Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði alltaf rétti tíminn fyrir góðar tillögur. Áhyggjur Þórólfs væri dæmigerður fyrir sífelldar áhyggjur vinstri manna af minnkandi tekjum hins op- inbera. Rangt væri að setja málið þannig fram því með minni álögum skapaðist meira svigrúm fyrir aukin umsvif einstaklinganna. Tekjur hins opinbera þyrftu því ekki endilega að minnka þó skatthlutföll séu lækkuð. Viðvarandi lóðaskortur ein af orsökum verðhækkunar Á blaðamannafundinum kom fram máli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins, að frá árinu 1999 hefði fasteignamat í Reykjavík hækkað um 65% en vísi- tala neysluverðs um 18,6% og bygg- ingarvísitala um 21,4%. Væri tekið tillit til endurskoðunar álagning- arprósentu árið 2001 hefði hækkun fasteignagjalda numið um 40% á um- ræddu tímabili. „Af hverju hefur fasteignamatið hækkað svona mikið? Á því eru ugg- laust margar skýringar. En stór hluti af skýringunni er að okkar hyggju ákveðinn og nokkuð viðvar- andi lóðaskortur,“ sagði Vilhjálmur. Hann benti á að þetta hefði haft þær afleiðingar að byggingarkostnaður hækkaði vegna þess að lóðargjöld hafi hækkað. Vilhjálmur sagði að þetta hefði gert það að verkum að venjuleg meðalíbúð í fjölbýli hækk- aði við þetta um 1,5 til tvær milljónir króna. Í framhaldinu þýði þetta að fasteignamatið hækki og síðan fast- eignagjöldin þar sem þau reiknist sem ákveðið hlutfall af fasteignamat- inu. „Við teljum að á undanförnum ár- um hafi fasteignagjöldin hækkað langt umfram allar verðlagsforsend- ur sem menn almennt miða við, Við teljum að þetta sé óeðlilegt og eigi ekki að gerast sjálfkrafa. Þetta er flatur skattur sem leggst á alla hús- eigendur og það er talið 85% Reyk- víkinga eigi sitt húsnæði,“ sagði Vil- hjálmur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn vildu létta álögum af borgarbúum Lækkunartil- lögu vísað frá Morgunblaðið/Árni Sæberg Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kynntu sjónarmið sín á blaðamannafundi, f. v.: Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Kjartan Magnússon, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. FARIÐ var yfir stöðu kjaraviðræðn- anna við atvinnurekendur á for- mannafundi stóru samninganefndar Starfsgreinasambandsins í gær. Samþykkt var á fundinum að veita samninganefnd umboð til að taka ákvörðun um að vísa kjaradeilunni til meðferðar ríkissáttasemjara ef hún telur ástæðu til. Tímabært að hefja viðræður um stærstu málin Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að viðræður um sérmál og og málefni einstakra hópa séu langt komnar og nú sé orðið tímabært að snúa sér af alvöru að stóru sameiginlegu málun- um, þ.e. að launakröfum, nýrri launatöflu og lífeyrismálunum. Í dag munu forystumenn og samn- inganefndir SGS og Samtaka at- vinnulífsins koma saman til viðræðu- fundar og á Halldór von á að þar gæti komið í ljós hvert framhaldið verður. Telja að viðræðurnar hafi gengið fullhægt Farið er að gæta nokkurrar óþreyju meðal félagsmanna í verka- lýðshreyfingunni þar sem ekkert sé farið að ræða af alvöru um stærstu málin í væntanlegum samningum. Halldór Björnsson staðfestir þetta: „Mönnum finnst þetta hafa gengið fullhægt og vilja að þetta gangi hraðar fyrir sig. Svo er líka hitt að í eina tíð voru húsin full af at- vinnurekendum en nú er það allt orð- ið breytt. Núna talast menn bara við í tölvum. Menn hafa gert athuga- semdir við að það séu ekki nógu margir þarna. Það hefur tekið talsverðan tíma að komast út úr þessum þrengri málum en ég á von á að við séum að komast á leiðarenda þar og þá er hægt að fara að takast á um það sem málið snýst fyrst og fremst um, þ.e.a.s. kaup og kjör.“ Stóra samninganefnd Starfsgreinasambandsins kom sam- an til fundar í gær og fór yfir stöðu kjaraviðræðnanna Umboð veitt til að vísa deilunni til sáttasemjara SEINNI áfangi í pílagrímaflugi flug- félagsins Atlanta er nú hafinn en flugið hófst um áramótin. Milli 1.100 og 1.200 manns starfa við verkefnið með þrettán þotum félagsins. Píla- grímafluginu lýkur í febrúarlok. Garðar Forberg, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Atlanta, segir að verkefnastaða félagsins fyrir árið sé óvenju góð en 27 þotur eru í rekstri um þessar mundir og útlit fyrir að þær verði 32 eða 33 þegar líður á árið. Hann segir samninga um ný verkefni í burðarliðnum. Flestar þotur Atlanta eru af gerð- inni B747 og mun sá floti stækka enn á árinu, ekki síst fraktþotur sem eru í dag 7 en verða 10 til 12 í lok árs. Floti B767 þotnanna stendur nokkurn veg- inn í stað en fjölga á í B757 flotanum. Síðari áfangi pílagríma- flugs Atlanta hafinn Úr stjórnstöð Atlanta í Jeddah. Haukur Eyjólfsson er við töfluna og sitjandi í bakgrunni er Þorbjörn Guðmundsson og í forgrunni Ketill Gunnarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.