Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Við höfum verið gabbaðir, mr. Blair, ekkert sinnepsgas bara hauskúpusafnið hans.
Aldarafmæli Ragnars í Smára
Meðal gegn
mannvonsku
Hefði Ragnar íSmára verið meðlanglífari Íslend-
ingum hefði hann orðið
hundrað ára á morgun, 7.
mars. Fjölskylda hans og
velunnarar hafa af því til-
efni undirbúið viðamikla
helgardagskrá til heiðurs
hinum mikla og merka list-
unnanda. Erna Ragnars-
dóttir er dóttir Ragnars og
hún hefur unnið við skipu-
lagningu á dagskránni,
sem verður bæði í Reykja-
vík og á Eyrarbakka, en
þar fæddist Ragnar. Morg-
unblaðið ræddi við Ernu
um afmælið og dagskrána.
„Við erum komin með
virkilega flotta alvöru-
dagskrá og hún fer fram
víða og ekki aðeins í
Reykjavík heldur einnig á
Eyrarbakka þar sem
Ragnar fæddist,“ segir Erna og
hún er beðin að útskýra nánar.
„Afmælisdagurinn er á morgun,
laugardaginn 7. febrúar, og við
byrjum þá klukkan 14 í galleríi
ASÍ á Skólavörðuholtinu. Þar
verða valin verk úr gjöf Ragnars
til sýnis, þau sem þar komast fyr-
ir, og með Power Point-sýningu
verður hægt að skoða öll verkin.
Þetta verður bara stutt dagskrá,
m.a. ávörp Grétars Þorsteinsson-
ar, forseta ASÍ, og Dagnýjar
Bjargar Davíðsdóttur, barna-
barns Ragnars. Síðan verður há-
tíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu og
hefst þar klukkan 16. Það verður
fín veisla.“
– Verkin sem þú ert að tala um?
„Faðir minn þekkti fjölmarga
listamenn síns tíma og eignaðist
mjög mörg málverk. Þetta eru
verk sem eru jafn fjölbreytileg og
þau eru mörg. Árið 1961 gaf hann
ASÍ 120 málverk, síðar 30 til við-
bótar, sem urðu stofninn að Lista-
safni ASÍ. Reglulega hafa hlutar
af þessari gjöf verið til sýnis. Þetta
eru verkin sem verða til sýnis á
morgun.“
– Og til Þjóðleikhússins …
„Já og eins og ég gat um verður
þar glæsileg hátíð. Það er mikil-
vægt að það komi fram, að þessi
hátíð er öllum opin á meðan hús-
rúm leyfir og það kostar ekkert
inn. Við höfum boðið nokkrum
framámönnum þjóðarinnar, en að
öðru leyti vonum við að sem flestir
komi til okkar. Meðal þess sem
boðið verður upp á í Þjóðleikhús-
inu er verk eftir Bach flutt af fiðlu-
og strengjasveit frá Tónlistar-
skóla Reykjavíkur. Það er fyrsta
atriðið eftir setningarræðu. Síðan
flytur Hjalti Rögnvaldsson leikari
erindi sem Ragnar flutti sjálfur
árið 1956 sem heitir „Listin er eina
meðalið gegn mannvonsku“, sem
er orðið að nokkurs konar mottói
listamanna hér á landi, og afmæl-
iskvæði eftir Kristján Karlsson til-
einkað Ragnari, Gunnar Guð-
björnsson syngur við undirleik
Jónasar Ingimundarsonar. Síðan
kemur Anna Sigríður Pálsdóttir,
dóttir Páls Ísólfssonar, á sviðið og
segir frá kynnum sín-
um af Ragnari, en Páll
og pabbi voru miklir
vinir. Jón Þórarinsson,
einn af gömlu dátunum
sem voru hvað virkastir
í menningarlífinu á þessum tíma,
tekur einnig til máls og gleðiefni
að enda þennan fyrri hluta dag-
skrárinnar með því að kynna Ju-
dith Serkin, dóttur Rudolfs Serk-
ins píanóleikara, sem kemur
hingað ásamt dóttur sinni Rose og
flytja þær verk eftir Mozart fyrir
selló og fagott. Rudolf Serkin var
heimsþekktur píanóleikari sem
ásamt fiðluleikaranum Adolf
Busch varð, að öðrum ólöstuðum,
einhver nánasti fjölskylduvinur
okkar og hollvinur íslenskrar tón-
listar. Þessi tengsl hafa haldist til
þessa dags.
Síðan er hlé þar sem Edda –
miðlun býður upp á veitingar, en
síðan segir Bragi Hannesson frá
Ragnari sem listunnanda og iðn-
rekanda. Þá koma aftur tónlistar-
atriði, Auður Gunnarsdóttir syng-
ur þrjú lög eftir Halldór Kiljan
Laxness, Þorsteinn frá Hamri
flytur ljóð og Tríó Reykjavíkur
flytur verk eftir Brahms. Að því
loknu flytur Júlíus Vífill Ingvars-
son, formaður Tónlistarfélags
Reykjavíkur, ávarp, en pabbi var
fyrsti formaður þess. Síðan kemur
„grand finale“ þar sem Karlakór
Reykjavíkur og Karlakórinn Fóst-
bræður syngja tvö lög og síðan
bætast við Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands, sem flytur ásamt kórunum
sannkallaðan íslenskan hátíðar-
mars eftir Pál Ísólfsson og Davíð
Stefánsson undir stjórn Kjartans
Óskarssonar, skólastjóra Tónlist-
arskóla Reykjavíkur.“
– Síðan er það Eyrarbakki?
„Já, og það er sérstaklega gleði-
legt að halda upp á afmælið þar
einnig og á bæjarstjórn Árborgar
þakkir skildar fyrir hlut sinn í því.
Eftir guðsþjónustu klukkan 14
verður hluti myndlistargjafarinn-
ar til ASÍ til sýnis í Húsinu á Eyr-
arbakka. Í kirkjunni klukkan 17
verða einnig tónlistaratriði með
Gunnari Björnssyni, Hauki Guð-
laugssyni og Hauki
Arnarr, en Gylfi Gísla-
son myndlistarmaður
flytur ávarp. Á Staf
verður svo kvölddag-
skrá fyrir vini og að-
standendur, Barnakór Selfoss-
kirkju syngur, Kventettinn,
blásarasveit skipuð konum, flytur
verk og Diddú tekur lagið, en
einnig verða sagðar sögur af
Ragnari. Þess má geta að Guðný
Laxness er að vinna að heimilda-
mynd um Ragnar í Smára og verð-
ur helgardagskráin öll kvikmynd-
uð.“
Erna Ragnarsdóttir
Erna Ragnarsdóttir fæddist í
Reykjavík 1941. Nam innan-
húss- og iðnhönnun í Bretlandi
og Frakklandi og hefur unnið
við hönnun um árabil. Hefur bú-
ið lengi erlendis, síðustu árin í
Finnlandi þar sem hún hefur
starfað sem meðferðarfulltrúi
með ungu fólki með fíkniefna-
vanda. Á tvo uppkomna syni,
Ragnar Gestsson myndlist-
armann og Hrólf Gestsson for-
ritara. Hún á og fimm barna-
börn.
Þar verða
einnig tón-
listaratriði
KRISTJÁN Már
Magnússon, sálfræð-
ingur, hefur verið ráð-
inn verkefnisstjóri á
vegum heilbrigðis- og
tryggingamálaráð-
herra til að sinna sér-
staklega geðmálum
barna og ungmenna og
tekur hann strax til
starfa. Kristján út-
skrifaðist með emb-
ættispróf frá Kaup-
mannahafnarháskóla
1984 og hefur rekið
Reyni – ráðgjafastofu
á Akureyri frá árinu
1996.
Í frétt frá heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytinu
segir að í samræmi við fyrri yfirlýs-
ingar Jóns Kristjánssonar, heil-
brigðis-og tryggingamálaráðherra,
verði meginhlutverk verkefnisstjóra
að stuðla að og gera beinar tillögur
um það hvernig koma má þjónustu
við einstaklinga sem glíma við geð-
raskanir í einn farveg og bæta með
því þjónustu við þá.
Verkefnisstjóra er í
þessu sambandi falið
að leiða saman þá að-
ila, sem veita hjálp
börnum og ungmenn-
um með geðraskanir, á
sviði heilbrigðis-, fé-
lags- og menntamála.
Verkefnisstjóra er
einnig ætlað að kort-
leggja þjónustuna sem
veitt er á þessu svið af
hálfu ríkis og sveitarfé-
laga, kanna og gera til-
lögur um með hvaða
hætti auka má sam-
starf á þessu sviði í því
skyni að bæta þjón-
ustuna við börn og ungmenni.
Þjónustan verði markvissari
„Verkefnisstjóra er einnig ætlað
að gera tillögur um þjónustu við
börn og ungmenni með geðraskanir
á landsvísu, skýra og skilgreina
verkaskiptingu og ábyrgð þeirra
sem veita þjónustu á þessu sviði og
leggja til breytingar á lögum og
reglugerðum í því skyni að gera
bæði þjónustu og samstarf aðila á
þessu sviði markvissara. Kristján
Már Magnússon er ráðinn tíma-
bundið til sex mánaða.
Heilbrigðismálaráðherra er með
ráðningu verkefnisstjórans að
leggja drög að endurskoðun skipu-
lags og framkvæmdar geðheilbrigð-
isþjónustu við börn og ungmenni,
sérstaklega hvernig þjónustuþættir
vinna saman og jafnframt að láta
skoða hvaða þjónustu er skynsam-
legt að veita á mismunandi þjón-
ustustigum.
Framkvæmd þessara mála er á
hendi fjölmargra aðila sem flestir
falla undir stjórnsýslu heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytisins, fé-
lagsmálaráðuneytisins, mennta-
málaráðuneytisins og sveitarfélag-
anna. Það er skoðun ráðherra að
samhæfing og samstarf í þessum
málaflokki sé með þeim hætti að
nokkuð skorti á skilvirkni og hag-
kvæmni,“ segir m.a. í frétt ráðu-
neytisins.
Endurskoðun þjónustu við ungmenni með geðraskanir
Verkefnisstjóri
ráðinn í sex mánuði
Kristján Már
Magnússon
TÆPLEGA þrítugur maður hef-
ur verið dæmdur í 30 daga skil-
orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir líkamsárás en
hann sló sér 10 árum eldri mann í
andlitið septembernótt árið 2002
með þeim afleiðingum að hann
marðist í andliti og framtönn
vinstra megin í efri gómi brotn-
aði.
Maðurinn var dæmdur til að
borga fórnarlambi sínu rúmar
348 þúsund krónur með vöxtum
og dráttarvöxtum, auk 50 þúsund
króna þóknunar lögmanns brota-
þola og 70 þúsund krónu mál-
svarnarþóknunar skipaðs verj-
anda síns, auk alls annars
sakarkostnaðar.
Fullnustu refsingar mannsins
var frestað skilorðsbundið til
þriggja ára og fellur hún niður að
þeim tíma liðnum haldi maðurinn
almennt skilorð. Hann játaði brot
sitt greiðlega og var tekið tillit til
þess við ákvörðun refsingar.
Dóminn kvað upp Ingveldur
Einarsdóttir héraðsdómari.
Þrjátíu daga fang-
elsi fyrir hnefahögg
BROTIST var inn í nýbyggingu í
Grafarholtshverfi og stolið verkfær-
um að verðmæti um 500.000 kr. Lög-
reglunni í Reykjavík var tilkynnt
innbrotið um tíuleytið í gærmorgun,
og er þjófurinn eða þjófarnir enn
ófundnir og málið í rannsókn.
Einnig var brotist inn í fyrirtæki í
Síðumúla í nótt og stolið tækjabún-
aði í bíla. Brotin var rúða og farið
inn, og var lögreglu tilkynnt um inn-
brotið um kl. átta í gærmorgun.
Áætlað verðmæti þess sem stolið
var er um 35.000 kr., og leitar lög-
regla nú þeirra sem þar voru að
verki.
Stolið verkfær-
um að andvirði
500.000 króna