Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson. B
osnískir lögreglumenn
eru vel menntaðir og
meirihluti þeirra vill sjá
breytingar á löggæslu-
starfinu í landinu, enda
hefur okkur verið tekið
vel,“ segir Björn Hall-
dórsson, aðstoðaryf-
irlögregluþjónn hjá rík-
islögreglustjóra, sem starfar nú með
staðarlögreglunni í Brèko-héraði (Briskó) í
Bosníu og Herzegóvínu á vegum lögregluliðs
Evrópusambandsins – EUPM (European
Union Police Mission).
Björn hefur á liðnum árum öðlast umtals-
verða reynslu í alþjóðlegum lögreglustörfum
og vann m.a. í Bosníu á árunum 1998 og 1999.
Nýjasta verkefni hans er með EUPM og
hófst í nóvember 2002 en fyrsta janúar 2003
tók EUPM við af alþjóðlegu lögregluliði
Sameinuðu þjóðanna IPTF (International
Police Task Force) sem annaðist uppbygg-
ingu og þjálfun löggæslu í landinu eftir að
vopnuðum átökum þar lauk í desember 1995
með undirritun Dayton-friðarsamkomulags-
ins. Mikill munur er á starfsemi EUPM og
IPTF þar sem EUPM er nánast eingöngu
ráðgjafaverkefni, þar sem athyglinni er beint
að millistjórnendum og hærra settum í lög-
regluliðunum og ráðuneytum.
Björn er yfirmaður hóps lögreglumanna,
pólitískra og lögfræðilegra ráðgjafa frá
Frakklandi, Þýskalandi, Búlgaríu, Rúmeníu,
Englandi og Svíþjóð. Þeir starfa náið með
héraðslögreglunni í Brèko en íbúafjöldinn er
um 90 þúsund, þar af eru um 45 þúsund í
samnefndum bæ, og héraðið spannar um 500
ferkílómetra. Þar búa Bosníu-Króatar, Bosn-
íu-Serbar og múslimar, sem Björn kallar
Bosníakka, enda er það opinbert heiti þeirra
samkvæmt bosnísku stjórnarskránni. Einnig
býr talsverður hópur tatara í Brèko.
Áhersla á að rjúfa tengsl stjórnmála-
manna og lögreglunnar
„EUPM miðar að því að koma á fót var-
anlegu fyrirkomulagi í Bosnísku lögreglunni
í samræmi við bestu evrópska og alþjóðlega
staðla, allt í samráði og samvinnu við þarlend
yfirvöld,“ segir Björn. „Mikil áhersla er lögð
á að rjúfa tengsl stjórnmálamanna eða
stjórnmálaflokka við lögregluna en tilhneig-
ing pólitíkusa til að stjórna lögreglunni með
pólitíska hagsmuni í huga, er sterk. Starfinu
er markaður tímarammi frá 2003 til 2005 og á
þeim tíma er liðinu ætlað að sinna sjö meg-
inverkefnum, sem hvert um sig hafa marga
undirþætti.
Í fyrsta lagi er unnið að endurskipulagn-
ingu á bosnísku rannsóknarlögreglunni, sem
miðar einkum að því að gera lögregluna hæf-
ari til að takast á við skipulagða glæpastarf-
semi og mansal, sem er umtalsvert vandamál
í Bosníu og Herzegóvínu.
Í öðru lagi er um að ræða verkefni, sem
lýtur aðallega að samstarfi lögreglu og sak-
sóknara en einnig að því að koma á fót sér-
stakri dómstólalögreglu og veita þjálfun í
nýjum lögum um meðferð opinberra mála og
almennum hegningarlögum.
Í þriðja lagi er um að ræða innra eftirlit í
lögreglunni, sem fyrst og fremst lýtur að
agamálum og meðferð mála, þar sem lög-
reglumenn hafa framið lögbrot.
Í fjórða lagi er sjónum beint að skipulagi
lögreglunnar sem stofnunar; fjárlagagerð,
birgðahaldi, þjálfun og starfsmannahaldi,
m.a. með það að markmiði að tryggja rétt
hlutfall mismunandi þjóðerna
innan lögreglunnar og jafna
kynjahlutföllin sömuleiðis. Þá
lýtur þetta að því að tryggja að
stríðsglæpamenn geti ekki orðið
lögreglumenn eða geti ekki dul-
ist í lögreglunni, en það eru tals-
verð brögð að því að þeir sækist eftir lög-
reglustarfi og allmörgum hefur tekist það.
En með auknum lögreglurannsóknum og
vaxandi trausti almennings til yfirvalda hef-
ur fólk í æ ríkari mæli þor til að vitna gegn
lögreglumönnum sem sigla undir fölsku
flaggi og þannig hafa ófáir þeirra verið af-
hjúpaðir.
Í fimmta lagi er sjónum beint að öryggi
bosnískra borgara með því að efla og bæta
starfsemi hinnar almennu, einkennisklæddu
lögreglu og sérsveita. Þetta verkefni fjallar
einnig um endurkomu flóttamanna og
grenndarlöggæslu.
Afar mikilvægt er að borgarar finni sig
örugga óháð þjóðerni, kyni, skoðunum,
o.s.frv. en á það vantar mikið enn.
Í sjötta lagi er unnið með landamæra-
lögreglunni og í sjöunda og síðasta lagi er
unnið með lögreglumönnum, sem annast ör-
yggi æðstu stjórnar landsins.“
Í fararbroddi í Bosníu að mörgu leyti
Brèko-hérað er um margt sérstakt. Í
Dayton-friðarferlinu náðu stríðandi fylk-
ingar; Bosníu-Serbar annars vegar og Bosn-
íu-Króatar og Bosníakkar hins vegar, ekki
samkomulagi um framtíð héraðsins, en það
er afar mikilvægt, bæði út frá hern-
aðarlegum og viðskiptalegum sjónarmiðum.
Brcko-hérað var sett undir alþjóðlegan gerð-
ardóm og fyrir vikið er það í fararbroddi í
Bosníu að mörgu leyti, til að mynda á sviði
nútímalegrar lagasetningar, skattheimtu og
einkavæðingar. Laun eru há og greidd reglu-
lega. Loks má nefna að í Brcko var fyrst
komið á fót lögregluliði, sem samanstóð af
Bosníu-Serbum, Bosníu-Króötum og Bosn-
íökkum og erfiðustu vandamálin, sem fylgja
slíkri sameiningu, eru að baki
Sama gildir hvað varðar starfsemi EUPM
í Brcko en starfið þar hefur um margt orðið
að fyrirmynd lögreglusveita annars staðar í
landinu. „Með því að gera áætlun
sem nær allt til loka verkefnisins
árið 2005 tókst alþjóðahópnum í
Brèko að finna heilmörg atriði
sem vert væri að vinna að til við-
bótar þeim sjö meginmarkmiðum
sem ég nefndi. Sem dæmi má
nefna endurskipulagningu hinnar
almennu, einkennisklæddu lögreglu sem
hófst fyrst í Brèko og má nú búast við að
verði innleitt sem áhersluverkefni EUPM í
öllu landinu,“ segir Björn. Hann tekur þó
fram að þessi árangur og ýmsar framfarir
séu ekki eingöngu EUPM að þakka heldur
ráði hér miklu samvinnan við heimamenn og
frumkvæði þeirra sjálfra s.s. á sviði lagasetn-
ingar, en löggjöf í Brèko er ein sú nútímaleg-
asta á öllum Balkanskaga að sögn Björns.
Áhugavert og spennandi starf
Björn segist ekki líta á lögreglustörf sín í
Bosníu sem ævintýramennsku heldur eðli-
legan þátt í lögreglustarfinu. Friðargæsla og
önnur alþjóðleg lögreglustörf eru orðin snar
þáttur í starfi lögreglunnar um allan heim.
Þannig hafa frá 1997 um 30 lögreglumenn
frá Íslan
anskaga
og spenn
„gaman“
áskorun
félag sem
nýju um
fjölskyld
og mun e
fyrir fim
starfi he
Spurð
lögreglu
tekið vel
gengið á
áherslu á
arlögreg
ingar“.
„Auðv
og alls st
anna er v
andi. Há
reglunni
vilja bre
leiðis fin
anna vilj
alvöru lö
tekið EU
lýst því y
samstar
fram aðr
fordómu
um svok
ríkjum e
ópusamf
Umg
„Samk
lögreglu
sem á an
opnar þá
í gegnum
ekki um
með kald
yrði sam
EUPM h
vita sem
nema að
anleg re
og við ky
Heimamenn fljóti
gegnum kunnáttu
Björn Halldórsson starfar með lö
Bosníu og segir mikilvægt að ges
að bjóða heimamönnum í stað þe
ins til að skemmta sér. Örlygur S
ræddi við Björn um starfið á dög
Björn Haldórsson lengst til vinstri á vinnufundi lögregl
Bosnískir sérsveitarmenn á æfingu fyrir lögreglulið Br
Meirihluti vill
sjá breytingar
á löggæslu-
starfinu
SINNASKIPTI SHARONS
Yfirlýsing Ariels Sharons, for-sætisráðherra Ísraels, á mánu-dag um að hann hygðist rýma
landnemabyggðir gyðinga á Gaza-
svæðinu hafa komið róti á stjórnmál í
Ísrael. Sharon átti sjálfur þátt í að
móta þá stefnu, sem bjó að baki því að
gyðingar tækju sér bólfestu á landi þar
sem fyrir voru einkum Palestínumenn,
með þeim rökum að þannig yrði öryggi
Ísraels aukið. Nú segir hann að það
verði „engir gyðingar í Gaza“. Hann
hyggst rýma sautján svokallaðar land-
nemabyggðir á Gaza-svæðinu, alls
7.500 manns, sem margir hafa búið þar
áratugum saman, og þrjár á Vestur-
bakkanum. Þetta hefur hann í hyggju
að gera einhliða. Róttækir þjóðernis-
sinnar í ríkisstjórn Sharons hafa hótað
að ganga úr stjórninni vegna þessa
máls og hann getur ekki verið viss um
stuðning eigin flokkssystkina, en
Verkamannaflokkurinn, sem er í
stjórnarandstöðu, lýsti yfir því á
þriðjudag að hann myndi verja stjórn-
ina falli með því að styðja þessar að-
gerðir. Sharon kvaðst fremur myndu
reyna að mynda nýja stjórn en hverfa
frá þessum fyrirætlunum.
Fréttaskýrendur hafa ákaft velt fyr-
ir sér hvað vaki fyrir Sharon og hvort
hann hafi snúið baki við hinum svokall-
aða friðarvegvísi, sem Bandaríkja-
menn hafa reynt að hafa milligöngu
um að farið verði eftir til að stilla til
friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Sjálf-
ur hefur Sharon ekkert sagt í þá veru
og tekið fram að hann muni ekki láta til
skarar skríða nema ljóst sé að vegvís-
irinn hafi runnið út í sandinn. En Shar-
on hefur hins vegar látið í ljósi að hann
muni ekki leika sama leikinn á Vest-
urbakkanum. Þar ætli hann að halda í
eins mikið land og unnt er og ekki
verði aftur snúið til landamæra Ísraels
eins og þau voru fyrir sex daga stríðið
1967.
Því hefur verið haldið fram að Shar-
on hafi gripið til þessa ráðs vegna þess
að hann óttist að hann verði kærður í
framhaldi af rannsókn, sem nú stendur
yfir á því hvort ísraelskur verktaki hafi
keypt sér áhrif forsætisráðherrans til
að greiða fyrir framkvæmdum á
Grikklandi. Sharon var yfirheyrður
vegna málsins í gær, en hann neitar því
að þetta mál hafi haft áhrif á yfirlýs-
ingu sína um Gaza-svæðið.
Það er ljóst að Palestínumenn munu
aldrei sætta sig við að Ísraelar dragi
sig aðeins burt frá Gaza-svæðinu, en
reyni að halda sem mestu eftir af Vest-
urbakkanum. Með yfirlýsingu sinni er
Sharon í raun að segja að hann hafi
enga trú á því að hægt sé að koma á
friði með samningum og því ætli hann
að koma á nokkurs konar aðskilnaði
við Palestínumenn. Ahmed Qurei, for-
sætisráðherra Palestínumanna, brást
reyndar jákvætt við yfirlýsingu Shar-
ons á þriðjudag, en bætti við að nú biði
hann sams konar yfirlýsingar um
Vesturbakkann og að hann vildi sjá at-
hafnir, en ekki orð, ætti eitthvað að
breytast.
Sharon hefur ekki átt auðvelt með
að snúa baki við þeirri stefnu, sem
hann hefur fylgt í áraraðir í sambandi
við landnemabyggðirnar, en það er
annað mál hvort sinnaskipti hans duga
til að höggva á hnútinn fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Við fyrstu sýn virðist frem-
ur að þau séu liður í þeirri viðleitni að
einangra Ísrael á bak við varnarbrynju
í stað þess að reyna að leita sátta með
samningum.
FRÁ ÖRBIRGÐ TIL BJARGÁLNA
Þróunaraðstoð frá efnuðum þjóðumer oft á tíðum það sem skilur á
milli framfara og hnignunar í fátæk-
ustu löndum heims og þar sem neyðin
er mest á milli feigs og ófeigs. Enginn
sem er upplýstur um mannréttindi,
mannúðarmál og siðferðislegar skyld-
ur gagnvart náunganum efast um
mikilvægi slíkrar aðstoðar, þótt menn
greini oft á um í hvaða farveg er far-
sælast að beina henni. Samstarfsverk-
efni Þróunarsamvinnustofnunar Ís-
lands (ÞSSÍ) og Hjálparstarfs
kirkjunnar (HK), er miðast að því að
hjálpa einstaklingum til að „brjótast
úr örbirgð til bjargálna“ eins og það
var orðað í frétt í Morgunblaðinu í
gær, er gott dæmi um framsýnar
áherslur í þróunaraðstoð. Hér er ekki
einungis um tímabundna aðstoð að
ræða, svo sem í formi matargjafa,
heldur er markmiðið að hjálpa fólki að
byggja upp samfélag er gerir því
kleift að standa á eigin fótum til fram-
búðar, í þessu tilfelli með því að
stunda sjálfsþurftarbúskap með sér-
stöku tilliti til vatnsöflunar og vatns-
notkunar.
Þróunarverkefnið verður unnið í
Malaví, einu fátækasta landi heims, og
að sögn verkefnisstjórans, dr. Eliaw-
ony K. Meena, er markmið þess að
gera íbúana færa um að „afla sér
nægrar fæðu, annast sjálfir vatnsöfl-
un og viðhald við veiðiræktartjarnir,
rækta sitt grænmeti sjálfir o.s.frv.“.
Áhersla er lögð á að aðstoða fátæk-
asta fólkið í þeim héruðum þar sem
þróunaraðstoðin er veitt og með þess-
um hætti er ákveðnu verklagi og
þekkingu komið til skila er haft getur
varanleg áhrif á lífsgæði, afkomu og
sjálfsmynd íbúa á viðkomandi svæði.
Haft var eftir Jónasi Þóri Þórissyni,
framkvæmdastjóra Hjálparstarfs
kirkjunnar, í blaðinu í gær að starf
þeirra hefði hafist í Mósambík, ná-
grannaríki Malaví, fyrir tólf árum og
að unnið hefði verið að samstarfsverk-
efni með Þróunarsamvinnustofnun Ís-
lands í landinu á undanförnum árum.
„Sameiginlega höfum við útvegað yfir
200 þúsund manns hreint vatn í Norð-
ur-Mósambík,“ segir hann og lýkur
lofsorði á samstarfið. Sá ávinningur er
hann nefnir er umtalsverður, því að-
gangur að vatni er auðvitað höfuðfor-
senda þess að fólk geti lifað af og búið
við mannsæmandi skilyrði. Þar sem
skortur er á vatni er afar mikilvægt að
kenna fólki skynsamlega umgengni
við vatn, notkun og viðhald á vatnsöfl-
unarleiðum, svo sem brunnum, og
undirstöðuatriði hreinlætis til þess að
sjúkdómar berist ekki með sýktu eða
menguðu vatni. Ferskt vatn er afar
takmörkuð auðlind og sú þróunarað-
stoð sem miðast við skynsamlega nýt-
ingu á vatni getur skipt sköpum á
ákveðnum svæðum – gert fólki kleift
að sinna nauðþurftum sínum af sjálfs-
dáðum og búa sér mannsæmandi líf.