Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Margrét Ár-mannsdóttir
fæddist á Hofteigi á
Akranesi 5. febrúar
1937. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akraness
sunnudaginn 1. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ármann Ingimagn
Halldórsson skip-
stjóri, f. 31.12. 1892,
d. 26.6. 1956, og Mar-
grét Sólveig Sigurð-
ardóttir, f. 17.8.
1897, d. 26.2. 1989.
Þau bjuggu á Hof-
teigi á Akranesi. Systkini Mar-
grétar eru: Jórunn, f. 1917 (látin),
Sigríður Ásta, f. 1918, Valdimar,
f. 1920 (látinn), Ármann Halldórs,
f. 1922, Sigurður, f. 1924 (látinn),
Sigvaldi, f. 1928, Guðrún, f. 1929
(látin), og Halldór, f. 1932.
Hinn 31.12. 1955 giftist Mar-
grét Sigurði Ólafssyni fyrrver-
andi framkvæmdastjóra, f. 21.9.
1933 á Akranesi. Foreldrar hans
eru Ólína Ása Þórðardóttir, f.
1907, og Ólafur Frímann Sigurðs-
son, f. 1903 (látinn).
Börn Margrétar og Sigurðar
eru: 1) Ólafur Frímann, f. 29.7.
1957, maki Anna
Auðbjörg Jakobs-
dóttir. Synir þeirra
eru Grétar Jakob
Júlíusson (stjúpson-
ur Ólafs) og Sigurð-
ur. 2) Margrét Sól-
veig, f. 26.4. 1959. 3)
Emelía Petrea, f.
13.10. 1970, sam-
býlismaður Ragnar
Már Sveinsson. Son-
ur Emelíu er Svein-
björn Rúnarsson og
börn Ragnars eru
Rakel Lind og Sindri
Fannar. 4) Ólína
Ása, f. 11.9. 1974. Dóttir hennar
er Hildigunnur Ingadóttir.
Margrét lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Akraness.
Hún vann við verslun og starfaði
rúmlega aldarfjórðung í Lands-
banka Íslands á Akranesi. Mar-
grét var húsmóðir á Vesturgötu
47 til 1965, síðan á Deildartúni 2.
Margrét starfaði í Oddfellow-
stúkunni Ásgerði á Akranesi.
Einnig starfaði hún með sjúkra-
vinum.
Útför Margrétar fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elskuleg mágkona mín Margrét
Ármannsdóttir er látin eftir erfið
veikindi til margra ára. Mikill kjarkur
og æðruleysi var það sem hún helst
ástundaði við að hjálpa sér að yfir-
stíga þá erfiðleika sem hún varð að
takast á við undanfarin mörg ár.
Gréta var góð eiginkona, móðir og
amma, og var fjölskyldan henni meira
virði en allt annað, heimilið stóð einn-
ig ávallt opið öðrum og gestrisnin í
hávegum höfð. Auk þess að sinna fjöl-
skyldu sinni vel vann Gréta af mikilli
skyldurækni í Landsbankanum um
áratugaskeið. En það var ekki nóg,
hlutskipti hennar varð einnig það að
annast aldraða; í raun allt frá því að
hún hóf eigin búskap, og var það aug-
ljóst að aldraðir fundu til öryggis í ná-
vist hennar. Fyrst voru það amma
Emilía og Peta frænka sem voru und-
ir hennar verndarvæng. Síðar annað-
ist hún móður sína af kostgæfni, en
hún bjó um margra ára skeið í sama
húsi og fjölskylda Grétu. Síðast en
ekki síst áttu móðir mín og faðir því
láni að fagna að búa í sterku nábýli í
næsta húsi við Sigurð bróður og
Grétu, og eftir að faðir minn lést
vöktu þau hjón yfir og fylgdust með
móður okkar, Ólínu, í mörg ár, bæði
meðan hún bjó á Vesturgötu 45 og
síðar eftir að hún flutti í íbúð þá sem
Margrét móðir Grétu hafði áður búið í
í Deildartúni 2.
Mjög sterk og náin tengsl voru
ávallt milli móður minnar og Grétu,
og þó svo að báðar væru skapkonur
varð þeim aldrei sundurorða og kunni
móðir mín ákaflega vel að meta Grétu
og alla hennar góðu kosti. Hún sendir
henni þakkir á kveðjustund og þakk-
ar henni allan þann góða vinskap og
umönnun sem hún sýndi henni frá
fyrstu tíð.
Um margra ára skeið tóku Diddi og
Gréta á móti fjölskyldu, frændum og
vinum á laugardagsmorgnum í Deild-
artúninu. Þar var oftast fullt út úr
dyrum, glatt á hjalla, og margt rætt,
sérstaklega um landsins gagn og
nauðsynjar eins og sagt er. Húsfreyja
sá um að nóg meðlæti væri með
kaffinu, og var oftar en ekki um hálf-
gerðar veislur að ræða. Stóðu sam-
komur þessar oft fram yfir hádegi, og
fóru flestir betri menn heim eftir hin-
ar góðu móttökur og viðurgjörning
sem þar var veittur á heimilinu.
Við þökkum Grétu mágkonu fyrir
allt það sem hún veitti okkur um
mörg ár, hún var vönduð kona í alla
staði, staðföst og góður vinur í raun.
Hennar verður sárt saknað.
Við sendum eiginmanni og fjöl-
skyldu hennar allri einlægar samúð-
arkveðjur.
Jónína og Ásmundur.
Við tiltölulega lítið svæði neðarlega
á Skipaskaga eru margar minningar
okkar systkinanna frá því í bernsku
og æsku tengdar. Þarna bjuggu afar
okkar og ömmur og einhvern veginn
að okkur finnst óendanlega mikið af
skyldfólki sem við bundumst órjúfan-
legum böndum. Þarna voru stoðirnar
styrku sem á einn eða annan hátt
tengdust lífi okkar og starfi. Alltaf var
hægt að leita í smiðju þessa fólks, það
ól okkur allt saman upp, tók þátt í
gleði okkar og sorg og kenndi okkur
að takast á við lífið og tilveruna. Eftir
því sem árin líða hverfa þessir stólpar
á braut, á vit feðra sinna, og við sem
eftir erum svo óendanlega þakklát
fyrir að mega nú tímunum saman
rifja upp allar góðu stundirnar.
Hinn 1. febrúar sl. hrikti enn í þess-
um stoðum er Gréta okkar yfirgaf
þessa jarðvist. Gréta var alltaf meira
en konan hans Didda móðurbróður
okkar. Diddi frændi og pabbi voru
vinir og jafnaldrar og þau Gréta
bjuggu ýmist í sama húsi eða því
næsta við ömmu og afa í rúm 40 ár.
Það var því ekki að furða að samgang-
ur yrði mikill, og tengslin þétt.
Gréta kenndi þess sjúkdóms er nú
hefur lagt hana að velli fyrst fyrir
rúmum 20 árum. Þá héldu allir að tek-
ist hefði að komast fyrir hann, en vá-
gesturinn lá í leyni. 1995 bankaði
hann aftur upp á og við tóku margar
meðferðir til þess að halda honum í
skefjum. Gréta fór í allar þær með-
ferðir er henni voru ráðlagðar. Hún
barðist hetjulegri baráttu og hver
orrustan af annarri vannst. Allan tím-
ann vissi hún þó að stríðið við sjúk-
dóminn myndi ekki vinnast. Meðan
þau gátu þó lifað saman naut hún þess
lífs sem hún átti, naut þess að sjá börn
sín og síðar barnabörn vaxa úr grasi
og hún vildi meira. Þær voru margar
ágjafirnar, en Gréta hristi þær af sér
hverja á eftir annarri og stundum vir-
ist ekkert bíta á þessa sterku konu.
Þó kom að því að meira að segja hún í
öllu sínu æðruleysi varð að láta und-
an. „Það er stundum ekki nóg að bíta
á jaxlinn,“ sagði hún daginn áður en
hún dó. Það hafði enginn heyrt hana
segja áður.
Gréta var okkur einstök. Heimili
hennar og Didda hefur alla tíð staðið
okkur opið. Hún var hreinskiptin, ein-
staklega samviskusöm og hugsunar-
söm. Þess höfum við öll fengið að
njóta. Áfram munum við njóta sam-
vista við hennar fólk, en Deildartún 2
verður ekki samt og jafnt eftir að
Gréta er horfin á braut. Hennar er
sárt saknað.
Hún auðgaði okkar líf og margra
annarra á meðan hún var á meðal
okkar. Fyrir það ber að þakka og
biðja þess að allir þeir sem syrgja nú
megi ylja sér við fagrar minningar um
einstaka konu.
Að lifa
er að skynja
nýjan tíma.
Tíðin liðna
er jörðin.
Að deyja
er að lifa
nýjum tíma.
Tíðin framundan
er himinninn
opinn nýrri stund.
(Þorgeir Sveinbj.)
Ása, Gyða og Óli Gísli.
Margrét Ármannsdóttir, sem við
ávallt kölluðum Grétu, var ein af þess-
um hetjum hversdagsins, barði ekki
bumbur á torgum og hafði ekki hátt
um verk sín. Hún gekk fram hæglát
og dagfarsprúð og vann öll sín verk af
mikilli alúð og vandvirkni. Hennar
ævistarf einkenndist af mikilli mann-
gæsku og þörf fyrir að láta gott af sér
leiða.
Við systkinin og faðir okkar áttum
öll því láni að fagna að vera hluti af
veröld Grétu og njóta allrar hennar
hlýju og styrks, einkum á erfiðum
stundum. Þá var faðmur hennar stór
og öll fjölskyldan reiðubúin að hlúa að
og græða sár. En gleðistundirnar
voru líka margar og gestrisnin ein-
stök.
Það breytti engu þótt Gréta þyrfti
að glíma við erfiðan sjúkdóm í ára-
tugi. Hún átti alltaf eitthvað til að
gefa af sjálfri sér, gleðja aðra, bæta
kvöl og þurrka tár. Konur eins og
Gréta eru sjaldnast á forsíðum glans-
tímarita og sækja þangað ekki. Þær
vinna störf sín af hljóðlátri samvisku-
semi og skilja eftir sig ómetanleg
dagsverk.
Við fjölskyldan viljum með þessum
fáu orðum koma þakklæti á framfæri
við elskulega frænku, sem reyndist
okkur eins og besta móðir, gaf okkur
ást sína og umhyggju, mundi alla okk-
ar afmælisdaga, fylgdist með líðan
okkar og lagði alltaf gott til allra
mála.
Elsku Diddi. Við færum þér, börn-
unum og fjölskyldum þeirra okkar
hjartanlegustu samúðarkveðjur.
Ykkar missir er mikill og sár. Svo
biðjum við góðan Guð að blessa minn-
ingu yndislegrar konu, sem var okkur
svo kær. Hennar skarð verður vand-
fyllt.
Þorkell, Margrét, Júnía,
Málfríður, Sveinn og Sigríður.
Í dag kveð ég kæra vinkonu, Mar-
gréti Ármannsdóttur, sem ég minnist
með virðingu. Leiðir okkar lágu fyrst
saman fyrir nærfellt tíu árum í
tengslum við félagsstörf maka okkar
á ferðalagi um Þýskaland en við hjón-
in vorum þá nýgræðingar í félagsskap
framkvæmdastjóra sjúkrahúsa. Við
fyrstu kynni upplifði ég Grétu sem
fremur hlédræga og dula konu sem
fáum hleypti nærri sér. Það álit mitt
átti snarlega eftir að breytast strax í
þessari ferð. Eitthvað í fari hennar
leiddi til þess að ég dróst að henni.
Líklega hefur mér þótt hún traust og
yfirveguð og með okkur tókust afar
góð kynni. Í ljós kom að hún reyndist
bæði hlýleg í viðkynningu og afar
hreinskilin og hafði sérstaklega næmt
skopskyn sem ég kunni vel að meta.
Þar til fyrir fáum árum voru tengsl
mín við Grétu stopul. Eftir að fjöl-
skylda mín fluttist á Akranes treyst-
ist samband okkar enn og varð að vin-
áttu og að mínu mati nánum
tengslum. Þótt Gréta héldi sig mjög
til hlés þessi síðustu æviár vegna
veikinda sinna kom það raunar í
hennar hlut að kynna mér innviði
samfélagsins og setja mig inn í að-
stæður. Það var fátt af þeim fjöl-
mörgu atriðum sem ég spurði um
varðandi mannlífið á staðnum sem
hún hafði ekki svör við, enda borin og
barnfædd á staðnum og var auk þess
afar glögg á allar staðreyndir og fróð,
fylgdist vel með fréttum og fólki.
Það sem vakti athygli mína óslitið
var smekkvísi hennar allt til loka.
Hún valdi af alúð föt sem hún klædd-
ist og vandaði jafnframt vel til heim-
ilishalds og búnaðar. Þessi atriði voru
henni augljóslega mikils virði. Það
sem ég held þó að hafi hiklaust verið
henni dýrmætast af öllu var fjölskyld-
an og velferð hennar, börnin, tengda-
börnin og barnabörnin og tengslin
voru sterk. Samvera og nálægð við
litlu dótturdótturina sem bjó lengst af
inni á heimilinu veitti henni sérstaka
gleði og uppörvun síðustu misserin.
Við leiðarlok er mér efst í huga
þakklæti fyrir að hafa fengið að kynn-
ast góðri og vandaðri manneskju og
upplifa einstaka þrautseigju, hug-
rekki og elju í áralöngum og erfiðum
veikindum og aldrei að finna bilbug,
vonleysi eða uppgjafartón. Ég sendi
okkar kæra Sigurði og börnunum öll-
um innilegar kveðjur á erfiðum tíma-
mótum og veit að saman mun fjöl-
skyldan bera sorgina þar til aftur
birtir.
Dýrfinna Torfadóttir.
Það er sárt að sjá á bak vini sem um
áratugaskeið hefur verið til staðar
eins og dagur fylgir nóttu. Margrét
var ætíð sú sama og jafna, traust og
trygg og lagði ætíð gott til samferða-
fólksins. Hún hafði átt við illvígan
sjúkdóm að stríða í mörg ár og nú hef-
ur hann lagt hana að velli. Og eftir
sitjum við hljóð.
Þær eru margar minningarnar sem
svífa fyrir hugskotssjónum þegar við
látum hugann reika. Við munum allar
ógleymanlegu ferðirnar með „Apa-
vatnshópnum“ á nær hverju ári und-
anfarin tuttugu ár. Víða hefur verið
farið og samvista notið í góðra vina
hópi.
Við minnumst allra laugardags-
morgnanna heima hjá Margréti og
Sigurði þar sem ætíð beið dúkað
kaffihlaðborð. Þar var jafnan þétt set-
inn bekkurinn af vinum og kunningj-
um. Þá eru eftirminnilegar söngæf-
ingarnar hjá Skagakvartettinum en
þær voru æði oft haldnar í Deildar-
túninu.
Oft koma okkur í hug allar
skemmtisamkomurnar sem við fórum
saman á, m.a. hjá karlakórnum Svön-
um og Oddfellowreglunni.
Í haust, sem leið, fórum við saman í
stutt ferðalag upp í Borgarfjörð.
Dótturdóttir Margrétar og Sigurðar
var með í för en hún var einn af sól-
argeislunum í lífi þeirra. Margét naut
þessarar ferðar mjög vel þótt hún
væri sársjúk.
Þessar minningar og ótalmargar
fleiri eru okkur mjög ljúfar og kærar.
En nú hefur sorgin kvatt dyra í
Deildartúninu og við sitjum hljóð og
fátækari eftir.
Á þessari stundu er hugurinn hjá
þér, kæri Sigurður. Við sendum þér,
fjölskyldu þinni, venslafólki og vinum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð geymi ykkur.
Inga og Hörður.
Ókvíðinn er ég nú,
af því ég hef þá trú,
miskunn Guðs sálu mína
mun taka í vöktun sína.
Hvernig sem holdið fer,
hér þegar lífið þver,
Jesú í umsjón þinni
óhætt er sálu minni.
(Hallgr. Pét.)
Elsku vinkona. Nú eru þrautirnar
unnar. Ég ætla með þessum fáu orð-
um að þakka þér fyrir öll árin sem við
höfum átt samleið, þau geymi ég í
hjarta mínu sem dýrmætan fjársjóð.
Elsku vinkona, við áttum samleið
alla okkar tíð. Það voru aðeins 14 dag-
ar á milli okkar og heimili okkar stóðu
hlið við hlið.
Fyrstu minningar mínar eru sól-
ríku sumrin er við útbjuggum kaffi-
borð undir eldhúsglugganum á Hóf-
teig, borðið var dúkað, á það voru
settar moldartertur og kökur
skreyttar með blómum og mamma
þín lánaði okkur dúk á kassann og
bolla og skálar sem hún var hætt að
nota, og þáði hún hjá okkur sopa.
Elsku vinkona, ég minnist allra
stundanna er við lærðum saman á
borðstofuborði mömmu þinnar og
pabba. Eitt sinn þurftir þú að standa
fyrir framan eldavélina meðan ég
stökk inn í borðstofuna því skjaldbak-
an þín svaf undir eldavélinni til þess
að njóta hitans frá henni. Ég var svo
hrædd en þú sagðir að hún hreyfði sig
varla svo mér væri óhætt. Og svona
gæti ég lengi talið.
Saman lukum við barna- og gagn-
fræðaskóla, og minnist ég þess er
vora tók, þá hittumst við skóla-
systkinin á morgnana og fórum í
boltaleiki. Síðan fórum við nokkrar
vinkonur út á Vestur-Flös að lesa
undir próf og nutum við sjávarniðs-
ins.
Ég flutti til Bandaríkjanna 1960 en
vináttuböndin okkar voru það sterk
að vegalengdin skipti ekki máli. Í
hvert skipti er ég og fjölskyldan kom-
um til Íslands þá komum við að
veisluborði hjá þér og Didda. Dætur
okkar Sveins minnast sérstaklega
ánægjulegra stunda í faðmi fjölskyldu
þinnar þegar þær voru litlar, og vilja
þær þakka fyrir það.
Nú kveð ég þig, elsku vinkona, og
þakka þér samfylgdina og sérstak-
lega síðasta eina og hálfa árið, er ég
flutti aftur heim til Íslands en á þess-
um tíma höfum við haft daglegt sam-
band sem mér er mikils virði nú.
Ég lofa, Lausnarinn, þig,
sem leystir úr útlegð mig.
Hvíld næ ég náðar spakri
nú í miskunnar akri.
Þú gafst mér akurinn þinn,
þér gef ég aftur minn.
Ást þína á ég ríka,
eigðu mitt hjartað líka.
(Hallgr. Pét.)
Elsku Diddi og fjölskylda, ég bið
Guð um styrk ykkur til handa á þess-
um erfiðu tímum.
Guð blessi minningu þína, Gréta
mín.
Þín æskuvinkona,
Anna.
Með örfáum orðum langar okkur
að minnast Margrétar Ármannsdótt-
ur, samstarfskonu okkar í Lands-
banka Íslands hf á Akranesi, sem nú
er látin eftir langa og erfiða baráttu
við illvígan sjúkdóm.
Gréta sem gegndi starfi aðalfé-
hirðis lengst af í bankanum var traust
og samviskusöm í öllum sínum störf-
um, var kröfuhörð við sjálfa sig og
ósérhlífin. Hún ætlaðist til þess sama
af öðrum. Í amstri dagsins var alltaf
hægt að leita til hennar og fá góð ráð
og það starfsfólk sem sinnti gjald-
kerastörfum undir hennar hand-
leiðslu og annað samstarfsfólk bar
mikla virðingu og traust til hennar og
minnist hennar af hlýhug.
Gréta var sú manngerð sem ekki
bar tilfinningar sínar á torg en oft var
samt stutt í húmorinn hjá henni og
læddi hún oft inn hnyttnum tilsvörum
sem voru ógleymanleg. Hún stóð ætíð
hnarreist og bar sig alltaf vel í baráttu
sinni og vann sína sigra og átti mörg
góð ár. En fyrir um fimm árum ágerð-
ist sjúkdómurinn og varð hún að
hætta í starfi sínu í bankanum vegna
veikindanna og sem fyrr barðist hún
til hinstu stundar.
Hún var raungóð og reyndist sam-
starfsfólki sínu í bankanum ætíð vel
og fylgdist vel með þeirra högum og
var ætíð tilbúin að leiðbeina og að-
stoða og senda þeim kveðjur á tíma-
mótum í lífi þeirra þó ekki færi það
hátt. Það var hennar stíll.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna.
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
þú vaktir yfir velferð barna þinna
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum – eins og þú.
(Davíð Stef.)
Við sendum eftirlifandi eiginmanni
hennar Sigurði Ólafssyni og börnum
þeirra okkar innilegustu samúðar-
kveðjur á þessum erfiðu tímum.
Starfsfólk Landsbanka Íslands
á Akranesi.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér
kom, líf , er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(V. Briem)
Hjartans þakkir fyrir samveru-
stundirnar á liðnum árum, kæra
Gréta.
Við vottum fjölskyldu og ættingj-
um dýpstu samúð okkar.
Sjúkravinir Akranesi.
MARGRÉT
ÁRMANNSDÓTTIR