Morgunblaðið - 19.02.2004, Side 1

Morgunblaðið - 19.02.2004, Side 1
STOFNAÐ 1913 49. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Saltkjöt og baunir Ekki seinna vænna að undirbúa sprengidaginn | Daglegt líf 26 FRANSKA varnarmálaráðuneytið íhugar að senda af stað herskip til að elta uppi vöruflutningaskip frá Filippseyjum sem nú er statt á Rauðahafi. Grunur leikur á að skipið hafi siglt niður franskan togbát, Bugaled Breizh, í grennd við England 15. janúar. Með honum fórust fimm manns. Neðansjávarrannsókn á flakinu sýndi merki um árekstur við stórt skip en þeir sem sigldu á bátinn létu ekki vita af slysinu. Hafa Frakkar kannað ferðir nokkurra skipa en grunur beinist nú fyrst og fremst að um- ræddu fragtskipi. Það er um 39.000 tonn að stærð, heitir Seattle Trader og er á leið til Kína. Eigendurnir vísa því á bug að skipið hafi verið viðriðið slysið. Þurfa samþykki Filippseyinga Frönsk freigáta mun nú vera í grennd við Djibouti við suðurenda Rauðahafs. Tals- maður varnarmálaráðuneytisins í París, Jean-Francois Bureau, sagði flotann fylgj- ast vel með þróun mála. „Svo getur farið að gripið verða til ákveðinna aðgerða þegar búið er að fullnægja lagalegum skilyrðum – einkum þarf að fá samþykki ríkisins þar sem skipið er skráð,“ sagði hann. Íhuga aðgerð gegn fragtskipi París. AFP. HOWARD Dean, fyrrverandi ríkisstjóri í Vermont, tilkynnti í gær að hann væri hættur baráttu fyrir því að verða útnefnd- ur forsetaefni Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í kosningunum í nóvem- ber. Dean fór mikinn í upphafi barátt- unnar í fyrra og naut um hríð öflugs fylgis í könnunum en honum hefur ekki tekist að vinna neinar forkosningar demókrata. Í gær endaði hann í 3. sæti í Wisconsin á eft- ir öldungadeildarþingmönnunum John Kerry og John Edwards. „Ég sækist ekki lengur eftir forseta- embættinu,“ sagði Dean þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Burlington í Vermont. Dean, sem starfaði sem heim- ilislæknir áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum, sagðist ætla að stofna nýja hreyfingu og halda áfram að koma stefnu- málum sínum á framfæri innan Demó- krataflokksins. Hann hét því hins vegar að fara ekki í sérframboð, þrátt fyrir von- brigðin. Nú þykir ljóst að aðeins Kerry og Ed- wards eigi möguleika á að verða forseta- efni en fylgi Edwards í Wisconsin kom mjög á óvart. Hlaut hann um 35% en Kerry sigraði, fékk 40% atkvæða. /14 Reuters Howard Dean talar í farsíma, rétt áður en hann segir frá ákvörðun sinni. Dean dregur sig í hlé Burlington. AFP. ALÞJÓÐANEFND Rauða krossins, ICRC, sagði í yfirlýsingu í gær, að múrinn, sem Ísra- elar væru að reisa á Vesturbakkanum, að þeirra sögn vegna öryggismála, væri brot á alþjóðalögum. Mjög fátítt er, að samtökin lýsi skoðunum sínum með þessum hætti en yfir- leitt reyna þau að gæta fyllsta hlutleysis. „Skoðun ICRC er sú, að múrinn brjóti gegn alþjóðalögum að svo miklu leyti sem hann vík- ur frá Grænu línunni [milli svæða Ísraela og Palestínumanna] og er á hernumdu svæði,“ sagði í yfirlýsingunni. Alþjóðadómstóllinn í Haag fjallar um múrinn í næstu viku. ICRC reynir að tryggja að farið sé eftir Genfarsáttmálanum í stríðsátökum og tjáir sig sjaldan um mál, sem tengjast stefnu ein- stakra ríkja. Yfirlýsinguna í gær gáfu sam- tökin hins vegar út með tilvísan til ábyrgðar og skyldna Ísraels sem hernámsveldis. „Múrinn sviptir þúsundir Palestínumanna aðgangi að brýnustu nauðsynjum eins og vatni, heilsugæslu og menntun og kemur einnig í veg fyrir, að þeir geti framfleytt sér með jarðyrkju eða annarri atvinnu. Palest- ínumenn milli ísraelsku landamæranna og múrsins hafa í raun verið aðskildir frá sínu eigin samfélagi. Vegna múrsins hafa Ísraelar gert upptækt land og aðrar eignir Palest- ínumanna og eyðilagt byggingar og akra,“ sagði í yfirlýsingunni. Fordæma múr Ísraelsstjórnar Genf. AFP. LÍK mannsins sem fannst í höfn- inni á Neskaupstað miðvikudaginn 11. febrúar er af 27 ára gömlum manni frá Litháen, og staðfesti fingrafarasamanburður frá lögregl- unni í Þýskalandi í gær hver mað- urinn er. Maðurinn er á sakaskrá erlendis en ekki er vitað í hvaða löndum eða fyrir hvaða glæpi. Lögregla hefur þegar fengið nokkurn fjölda vísbendinga í kjöl- far þess að mynd af hinum látna var birt á mbl.is og kvöldfréttum sjón- varpsstöðva í gær. Myndinni var dreift til fjölmiðla á blaðamanna- fundi um málið á vegum Ingerar L. Jónsdóttur, sýslumanns á Eskifirði, og embættis ríkislögreglustjóra, í húsnæði ríkislögreglustjóra í gær. Maðurinn var með rúmlega 400 grömm af fíkniefnum, líklega am- fetamíni, innvortis þegar hann fannst í höfninni, og hafði efninu verið pakkað í 50 til 60 hylki, segir Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Lögregla telur að maðurinn hafi verið að flytja eiturlyfin fyrir ís- lenska aðila, en þetta er mesta magn fíkniefna sem lögregla veit til að hafi verið flutt innvortis til lands- ins. Hinn látni hefur gengið undir fleiri en einu nafni, en lögregla gef- ur ekki upp nafn hans að svo stöddu. Arnar Jensson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá ríkislögreglu- stjóra, segir að svonefnd burðar- dýr, fólk sem flytur fíkniefni milli landa, noti gjarnan mörg nöfn og nú þurfi að finna rétt nafn mannsins og láta ættingja hans vita. Banamein ekki vitað Ekki er enn vitað hvert bana- mein mannsins var, en staðfest er að hann var látinn þegar hann var stunginn fjórum sinnum með hnífi, pakkað inn í plast og varpað í höfn- ina á Neskaupstað. Ekkert bendir til þess að reynt hafi verið að skera manninn upp til að ná fíkniefnunum sem hann var með innvortis, og fyr- ir utan hnífsstungurnar fjórar voru engir áverkar á líkinu, segir Arnar. Krufningu á líkinu er enn ekki lokið, og segir Hörður að nokkrar vikur geti tekið að klára allar próf- anir á líkinu sem þurfi að gera áður en lokaskýrsla um krufninguna verður gerð. Lögregla hefur fengið frumdrög skýrslunnar en ekki er gefið upp hvað þar kemur fram. Fram kom á fundinum að enn er enginn grunaður í málinu, og engin húsleit hefur verið gerð í tengslum við málið. Það er ekki ljóst um hvaða brot er að ræða í þessari rannsókn, þó ljóst sé að um alvar- legt brot á fíkniefnalöggjöfinni er að ræða, sem og dularfullt manns- lát. Margir hafa haft samband við lögreglu vegna málsins, þar á meðal mikið af Litháum hér á landi. Alls hafa á annað hundrað manns verið yfirheyrðir vegna málsins, en eng- inn þeirra hefur haft stöðu grunaðs manns í málinu. Margir þeir sem gáfu sig fram voru beðnir um að bera kennsl á manninn af ljósmynd- um, án árangurs. Þrír menn sem voru yfirheyrðir á mánudag, eins og sagt var frá í blaðinu, eru á þessari stundu ekki taldir tengjast málinu meira en hverjir aðrir sem yfirheyrðir hafa verið, segir Arnar. „Þeir eru bara eins og hver önnur vitni sem talað var við. Þeir gáfu upplýsingar og liggja ekki frekar en aðrir undir grun.“ Arnar vildi ekki svara því hvort athugað hefði verið hvort þessir menn hefðu farið til Litháen nýlega. Rannsókn lögreglunnar heldur áfram, en á fjórða tug lögreglu- manna hefur komið að rannsókn- inni með einum eða öðrum hætti, að sögn Ingerar sýslumanns. Líkið í höfninni á Neskaupstað er af 27 ára gömlum manni frá Litháen RANNSÓKN lögreglu beinist nú að því að rekja ferðir hins látna hér á landi, og óskar lögregla eftir öllum upplýsingum sem al- menningur getur veitt um manninn. Hinn látni var 27 ára Lithái, 182 cm á hæð, rúm- lega meðalmaður í holdum, stuttklipptur og ljósskolhærður. Maðurinn kom hingað til lands með flugi um Keflavíkurflugvöll 2. febrúar sl. og telur lögregla að hann hafi komið hingað af og til undanfarið. Lík mannsinns fannst í höfninni á Neskaupstað að morgni miðvikudagsins 11. febrúar. Allir þeir sem kunna að hafa upplýs- ingar um manninn, ferðir hans eða hagi, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Óskað eftir upplýsingum um þennan mann Vísbendingar bárust eftir myndbirtingar Morgunblaðið/Júlíus Blaðamannafundur í húsnæði RLS um gang rannsóknarinnar á líkfundinum á Neskaupstað, f.v. Arnar Jens- son, aðstoðaryfirlögegluþjónn, Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður og Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn.  Líkfundur /10 ♦♦♦ Viðskiptablað og Ver Viðskipti | Laun 5 bankastjóra 174 milljónir  Næg verkefni fyrir Verslunaráðið Verið | Afli krókabáta jókst Veiðar og vinnsla á ál talin möguleg hér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.