Morgunblaðið - 19.02.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.02.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Po rtúg al 38.270kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 46.855 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug gisting í 7 nætur á Sol Dorio, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Halldóra Friðjónsdóttir formaður BHM Byrjað á öf- ugum enda HALLDÓRA Friðjónsdóttir, for- maður BHM, segir að niðurstaða skýrslu KPMG styðji það sem sam- tökin hafi sagt frá upphafi að með uppsögnum sé verið að byrja á öfug- um enda. Það vanti stefnumótun í þessum efnum og kannski hafi stjórn- endur spítalans verið of fljótir að stökkva á það sem virðist augljós leið ef einungis sé horft á hlutfall launa- kostnaðar miðað við önnur útgjöld spítalans. „Við spyrjum líka af hverju réðu þeir ekki bara ráðgjafarfyrirtæki til að gera þetta verk alveg eins og við? Af hverju fengu þeir ekki einhvern ut- anaðkomandi til að fara ofan í saum- ana á þessu og koma með tillögur?“ sagði Halldóra. Hún sagði að það vantaði sárlega stefnumótun í þessum efnum. Það yrði að vera ríkisvaldið sem ákvæði hvaða verk það væru sem sjúkrahúsið ætti að framkvæma. Íhuga málsókn Bandalag háskólamanna íhugar að höfða mál vegna uppsagnanna þar sem ákvæði laga um hópuppsagnir hafi verið brotin. Málið var til um- ræðu á miðstjórnarfundi í gær en frestað að taka ákvörðun þar að lút- andi. Halldóra sagði að á fundinum hefði verið ákveðið að gefa stjórnendum spítalans kost á að fara yfir skýrsluna og koma með athugasemdir. Auk þess ætli þau að sjá aðeins til þar sem þessar aðgerðir séu enn í gangi. Til standi að breyta ýmsum þáttum í kjörum fólks sem jafngildi uppsögn og því vilji þau sjá hvað það séu í raun og veru margir sem álíti sig vera að fá uppsögn í þessum aðgerðum, en það ætti að skýrast um mánaðamótin. GUÐRÚN Gísladóttir, kennari í Hvassaleitisskóla, byrjaði að notast við hreyfimyndagerð í myndmennta- kennslu í fyrra og fljótlega fékk hún annan kennara í lið með sér í tengslum við mynd sem nemendur unnu í íslensku. Að sögn hennar virðast nemendur hafa mjög gaman af vinnunni og til dæmis ætlar einn bekkur í 6. árgangi að gera stuttmynd þar sem fjallað er um einelti og verður hluti af vinnu nemendanna í lífs- leikni. Þá vinnur Guðrún með hópi 8. bekkinga að gerð leikinna mynda, klippi- og leirmynda um þjóðsögur en um er að ræða samstarfsverkefni fjögurra þjóða; Ítalíu, Tékklands og Þýskalands, auk Íslands. En hvað segir Guðrún um hugmyndir um að bjóða upp á stuttmyndagerð í auknum mæli fyrir nemendur í grunnskólum? „Það er frábært að vinna með þetta en það þarf að gefa þessu miklu meiri tíma. Það er vinna í þessu sem er þess eðlis að maður getur ekki verið með heilan bekk saman, t.d. við að klippa saman myndir.“ Nemendur hafa gaman af Guðrún Gísladóttir HREYFIMYNDAGERÐ virðist stöðugt sækja í sig veðrið hér á landi og til marks um það voru helmingur stuttmynda á kvikmyndahátíð grunnskóla í fyrra hreyfimyndir og stefnir í að þær verði jafnvel fleiri í ár. Átján kennarar úr grunnskólum Reykjavíkur sóttu á dögunum nám- skeið í hreyfimyndagerð sem haldið var í myndveri grunnskóla í Rétt- arholtsskóla en það byggist á fyrra námskeiði sem haldið var um sama efni sl. vetur. Hreyfimyndagerð get- ur verið af ýmsum toga, s.s. teikni- myndir, klippimyndir, leirmyndir og brúðumyndir. Að sögn Marteins Sigurgeirsson- ar, umsjónarmanns myndvers grunnskóla og kvikmyndahátíðar grunnskóla, hefur mikill kraftur ver- ið í hreyfimyndagerð með tilkomu stafrænnar tækni sem auðveldar alla vinnslu. Margir skólar hafi yfir að ráða klippiforritum og margir þeirra muni án efa endurnýja búnað sinn í kjölfar námskeiðsins. Gömlu handbrögðin verði þó alltaf fyrir hendi sem fyrr, þ.e. að teikna, líma og klippa sem síðan er byggt ofan á með aðstoð tölvutækninnar. Að sögn Marteins er verið að reyna að koma kvik- og hreyfi- myndagerð að sem valgrein í grunn- skóla en a.m.k. einn skóli, Öldusels- skóli, kennir þessi fög sem skyldufög. „Það er draumurinn að slíkt mód- el verði í öllum skólum. Þ.e. að nem- endur fái að prófa eitt og annað í list- og verkgreinum í 6–7 vikna námskeiðum og svo taki við val- greinar í 9. og 10. bekk,“ segir hann. „Ég sé fyrir mér að margmiðl- unartölvur verði á skólasöfnum þar sem nemendur fara með verkefnin sín og vinna sjálfstætt, fá mynda- vélar og fara út í þjóðfélagið og vinna sjálfstætt og skila af sér af- kvæmi sem þeir taka ábyrgð á,“ seg- ir hann og líkir kvikmynda- og hreyfimyndagerð við „penna nú- tímans“. Þegar Morgunblaðið leit inn í heimsókn í gær voru kennarar að vinna með forrit á borð við CTP og Flash og ganga frá og klippa stutt- myndir sem þau hafa verið að vinna að að undanförnu. Áhugi á hreyfimynda- gerð fer vaxandi 18 kennarar sóttu framhaldsnám- skeið um hreyfi- myndagerð í Réttarholtsskóla Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Bragason leiðbeinir um notkun á CTP-forritinu í Réttarholtsskóla. GERA má ráð fyrir að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi komi til með að skila 738 milljónum króna sparn- aði í ár, en að mati stjórnenda spít- alans þarf að lækka kostnað við reksturinn um 800–1.000 milljónir kr. Jafnframt eru líkur á að grípa þurfi til frekari aðgerða á næstu tólf mánuðum til að vinna á þeim vanda sem LSH er að fást við, en vandinn er meðal annars tilkominn vegna óljósrar skilgreiningar á hlutverki og þar af leiðandi þeirri þjónustu sem spítalanum er ætlað að sinna. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu KPMG fyrir Bandalag há- skólamanna þar sem mat er lagt á hagræðingaraðgerðir spítalans í tengslum við hópuppsagnir í janúar síðastliðnum. Segir að hagræðingar- aðgerðirnar virðist hafa verið nokk- uð vel undirbúnar og þær virðist taka mið af eðlilegri forgangsröðun spítalans. Ljóst sé að líkur séu á að nokkur samdráttur verði í þjónustu í ýmsum þáttum starfseminnar og einnig sé nokkur óvissa um að þau svið sem hafi átt í erfiðleikum við að halda niðri rekstrarkostnaði á síð- ustu árum nái að fylgja eftir þeim áætlunum sem gerðar hafi verið. Í skýrslunni, sem kynnt var á blaðamannafundi BHM í gær, er einnig farið yfir aðra möguleika og valkosti í þessum efnum. Bent er á að leita megi leiða til aukinnar stýr- ingar á aðgangi að bráðamóttökum, en í dag megi segja að allir sem komi á bráðamóttökur LSH fái þá þjón- ustu sem beðið sé um óháð því hvort um sé að ræða bráðatilfelli. Þá sé rétt að kanna möguleika á að úthýsa rekstrarþjónustu í enn ríkari mæli en þegar hafi verið gert. LSH eigi að leggja megináherslu á að sinna kjarnastarfsemi sinni og reyna að tryggja hagkvæma og skilvirka stoðþjónustu í samræmi við þarfir hennar. Fara þurfi yfir hvaða klín- ískri stoðþjónustu LSH eigi sjálft að halda úti sem nauðsynlegum hluta fyrstu meðferðar og hvaða þjónustu spítalinn vilji hugsanlega kaupa eða jafnvel losna við að sinna, en breyt- ingar á þjónustuframboði LSH í þessum málum séu að miklu leyti háðar stefnumótandi ákvörðunum yfirvalda í heilbrigðis-, trygginga- og félagsmálum. Aukið svigrúm Þá er bent á að kjarasamningar starfsmanna ríkisins og lagarammi hafi breyst í átt að því sem gerist á almennum vinnumarkaði og stjórn- endur LSH gætu nýtt sér betur það aukna svigrúm sem stjórnendum ríkisstofnana hafi verið skapað með breyttum lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Einnig kemur fram að launakostn- aður LSH sé 67% af heildarútgjöld- um á árinu 2003 og því sé eðlilegt að horfa til að hagræða í þessum lið eins og hægt sé. Fara þurfi á gagnrýninn hátt yfir þætti eins og fjölda starfs- manna í hverri stétt og verkaskipt- ingu og hvort hugsanlegt sé að flytja verkþætti frá hærra launuðum stétt- um til þeirra sem þiggi lægri laun án þess að dragi úr gæðum eða öryggi. Þá segir að virkt stjórnskipulag sé lykill að því að LSH nái markmiðum í starfsemi sinni og ganga þurfi úr skugga um hvort núverandi skipulag á stjórnun sviða sé það heppilegasta til að takast á við áskoranir í rekstri þeirra. Bent er á að legutími sé í einhverj- um tilfellum of langur og að 158 manns hafi í síðasta mánuði beðið eftir því að komast í varanlega vist- un, en þetta geti skekkt rekstrarleg- an samanburð við áætlanir og spítala erlendis. Sameiginleg innkaup Fram kemur að kanna ætti mögu- leika á sameiginlegum innkaupum með erlendum aðilum á lyfjum og leita leiða til að fá undanþágu fyrir LSH frá útgáfu fylgiseðla á íslensku vegna lyfja sem notuð séu innan spít- alans. Loks er bent á að umfang fast- eigna- og tækjarekstrar LSH sé verulegt og rétt sé að leita leiða til að einfalda rekstur þeirra og auka skil- virkni. Fara þurfi yfir hvaða rekstr- arform henti best í því sambandi. Í skýrslunni kemur einnig fram að spítalinn sé að skila mjög góðum ár- angri á vissum sviðum í samanburði við nokkra erlenda spítala sé horft til fjölda legudaga og þar sem árangur sé lakari sé í flestum tilvikum um að ræða greinar þar sem spítalinn sé að sinna víðtækara hlutverki en saman- burðarspítalarnir. Skýrsla KPMG fyrir BHM vegna hópuppsagna á Landspítala – háskólasjúkrahúsi Líkur á frekari sparnaðarað- gerðum á næstu tólf mánuðum Morgunblaðið/Þorkell Gísli Tryggvason framkvæmdastjóri og Halldóra Friðjónsdóttir formaður á miðstjórnarfundi Bandalags háskólamanna í gær. „VIÐ erum að fikra okkur áfram enda leggjum við mikla áherslu á list- og verkgreinar og þar kemur þetta inn í sem einn af aðalmögu- leikunum,“ segir Jón Haukur Daní- elsson, kennari í Brúarskóla, um námskeið í hreyfimyndagerð og hvernig það komi til með að nýtast nemendum. Brúarskóli er sérskóli fyrir nem- endur með geðrænan, hegð- unarlegan og félagslegan vanda og byggir á grunni Einholtsskóla og Hlíðarhúsaskóla en Einholtsskóli hefur einmitt náð góðum árangri á kvikmyndahátíð grunnskóla Reykjavíkur. „Við byggjum á góðri reynslu og hefð og það er spurning um að halda því við,“ segir Jón Haukur. Skólinn hefur fram að þessu unnið í litlum mæli að hreyfimyndagerð en ætlunin er að bjóða upp á stutt- myndagerð, einkum fyrir yngri nemendur, í sam- starfi við myndmenntakennara skólans, að hans sögn. Mikil áhersla verkgreinar Jón Haukur Daníelsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.