Morgunblaðið - 19.02.2004, Side 11

Morgunblaðið - 19.02.2004, Side 11
LÍKFUNDURINN Í NORÐFIRÐI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 11 FRÁBÆRT VERÐ ! OSRAM flúrperur Lumilux Daylight, Lumilux Cool White Lumilux Warm White Lumilux Interna Kaupbætir fy lg i r hver jum 100 stk af perum. Jóhann Ólafsson & Co Johan Rönning Reykjavík/Akureyri Rekstrarvörur Reykjavík Rafbúðin Álfask. Hfj. Rafbúð R.Ó. Keflavík Árvirkinn Selfoss Faxi Vestmannaeyjar Rafás Höfn S.G. Raftv. Egilsstaðir Víkurraf Húsavík Ljósgjafinn Akureyri Tengill Sauðárkrókur Straumur Ísafjörður Glitnir Borgarnes Rafþj.Sigurdórs Akranes Það birtir til með OSRAM Inger: Og við erum að leita aðstoð- ar ykkar. Hörður: Þannig að hægt sé að tengja hann við einhvern hér, hann er alveg einangraður eins og er. Spurning: Er eitthvað sem bendir til þess hvert maðurinn hafi verið að fara og hvert þessi fíkniefni voru ætl- uð, hvert átti að fara með þau? Hörður: Nei. Inger: Ekki á þessu stigi. Spurning: Þið eruð ekki með neina kenningu, eins og þú segir, þú veist ekki til þess að menn hafi fundist með svona mikið magn inn í sér áður, hvað slíkur maður er að gera á Neskaup- stað? Ég segi ekki af öllum stöðum, en það er kannski ekki alræmt fíkni- efnabæli? Hörður: Ég held að það hljóti að liggja í augum uppi að maður sem stendur í svona vill vera einhvers staðar á afviknum stað, með fullri virðingu fyrir Neskaupstað, þá vill maður vera á afviknum stað, því það getur nú tekið dálítinn tíma að losa sig við annað eins og þetta. Það er ekki óþekkt í þessum bransa að menn fari einhvers staðar á afvikinn stað. Menn þrífast tæplega inni á venju- legu heimili með þetta. Spurning: Menn tengja þetta ekki við Kárahnjúka eða eitthvað slíkt, að það hafi verið ætlaður sölustaður? Hörður: Nei, ekkert frekar. Spurning: Ykkur hefur ekki tekist að sanna nein tengsl við aðra, en hef- ur ekki tekist að finna neina ættingja þessa manns í Litháen? Hörður: Nei, það var bara í dag sem komu fyrstu vísbendingar um það sem hann var að segja, um hver þessi maður væri. Spurning: Þannig að það er enginn hér á Íslandi sem veit um ferðir þessa manns, enginn litháískur sem býr hér eða er hér, sem þekkir hann? Hörður: Nei og þar af leiðandi eng- inn sem saknar hans, ef það er það sem þú átt við. Arnar: Ef ég má aðeins bæta við í sambandi við þetta. Að sjálfsögðu eru einhverjir á Íslandi sem vita um ferð- ir þessa manns og að því beinist rann- sóknin að vita hverjir það eru. Mjög líklega eru þeir aðilar að horfa á okk- ur, það er nú m.a. ein ástæðan fyrir því að það er ekki hægt að segja allt í svona rannsókn. Prinsippið er nú oft þannig að því minna sem hinir grunuðu vita, þeim mun sterkari er staða þeirra sem eru að rannsaka og við verðum að geta haldið til haga ákveðnum upplýsingum til að vera í betri stöðu til að finna hina grunuðu. Að sjálfsögðu er maðurinn grunaður um að hafa verið að flytja hér í þágu einhverra íslenskra tengiliða. Spurning: Hafa verið einhver tengsl við Litháen eða Litháa hér á landi í fíkniefnamálum eða skipulögð- um fíkniefnainnflutningi á síðustu ár- um? Hörður: Nei, ég held ég verði að svara því þannig, ég minnist þess ekki. Spurning: Nú hefur það verið gagnrýnt á síðustu dögum hversu takmarkaðar upplýsingar hafa feng- ist af rannsókninni. Innihaldslitlar fréttatilkynningar, með loforði um frekari fréttatilkynningar sem svo hafa ekki staðist. Símsvörun hjá Neyðarlínunni þegar hringt er í sýslumannsembættið á Eskifirði. Hverju svarar þú þeirri gagnrýni? Inger: Ég tel rétt að taka fram að fyrstu tvo dagana voru veitt fjögur viðtöl til stærstu fjölmiðla af lögregl- unni, um helstu atriði sem áttu erindi til almennings. Eftir þann tíma tók við rannsókn af fullum þunga. Þetta er lítið lið sem þarna er og við fáliðuð, af rannsóknarhagsmunum var brugðið á það ráð að vera með frétta- tilkynningar og jafnframt höfðum við ekki mannskap til að svara í síma. Svona eins og 40-50 símtölum á dag, það er útilokað, það er það lítið emb- ætti, við hefðum þá ekki gert neitt annað. Spurning: Nú hafa um 40 manns komið að rannsókninni. Inger: Já, á Eskifirði. Spurning: Símtölum hefur ekki verið beint neitt annað til að fá svör, við höfum verið skilin eftir alveg án nokkurra svara. Inger: Nei. Það var heldur ekkert á þessu rannsóknarferli sem gaf tilefni til fjölmiðla fyrr en í dag. Spurning: Finnst þér framkvæmd þessa máls og þessi mannskortur sem þú lýsir fyrir austan gefa tilefni til þess að það verði breytt reglum og jafnvel búin til einhver liðsheild sem þá kæmi út á land og tæki yfir svona rannsóknir og hefði þá mannafla til þess? Inger: Ég tel að við höfum notið góðrar aðstoðar hérna, færustu sér- fræðinga. Ég skil spurninguna svo að þetta sé gagnvart fréttaflutningi að- allega. Spurning: Ja, upplifir þú það þann- ig að þú hafir ekki nægan mannafla til að anna öllu því sem snýr að rann- sókninni, upplýsingastreymi til al- mennings hlýtur að falla undir það líka..? Inger: Það er hlutverk embættis- ins að upplýsa þetta mál og það hefur forgang. Til þess að svo sé að við get- um upplýst ykkur um annað þá mun- um við að sjálfsögðu gera það um leið og efni og aðstæður leyfa. Hörður: Ef þú ert að meina að fá aðstoð að sunnan þá er hún stað- reynd. Spurning: Ég er bara að meina þannig að það liggi fyrir fyrr en eftir eina viku hvort það gangi laus morð- ingi í samfélaginu. Arnar: Ef ég má í sambandi við þetta skýra það svolítið að samkvæmt lögreglulögunum þá hefur embættið hér, Ríkislögreglustjóraembættið, ákveðin deild hér, það hlutverk að vera til aðstoðar embættum úti á landi þegar upp koma erfið sakamál. Sýslumaðurinn leitaði strax til Rík- islögreglustjórans og fór eftir þeim leiðum sem löglegar og eðlilegar eru og gert er ráð fyrir og leitaði síðan til lögreglustjórans í Reykjavík varð- andi tækniaðstoð. Eftir sem áður eru rannsóknirnar á forræði sýslumann- anna og við komum til aðstoðar með þá sérfræðiþekkingu sem þarf í hverju máli. Að okkar mati hér hefur það gengið ákaflega vel hvað rann- sóknina varðar. Það hefur verið unnið dag og nótt, við vitum að kollegar okkar fyrir austan hafa unnið dag og nótt, bæði sýslumaðurinn og hennar lið, við að reyna að upplýsa þetta mál og það kann að hafa komið niður á því hversu oft þau hafa getað svarað í símann eða sinnt fjölmiðlum, en svona eru línurnar lagðar í lögreglu- lögunum og eftir því höfum við farið. Spurning: Það kom fram hjá lög- reglumönnunum fyrir austan að þeir hefðu aldrei lent í svona málum áður. Hefði verið ástæða til að fá enn meiri liðstyrk að sunnan af mönnum sem hafa kannski meiri reynslu af svona málum, að fá enn meiri liðstyrk strax? Inger: Hann var veittur, sá lið- styrkur sem við fórum fram á. Við teljum svo. Spurning: Eru í reglum heimildir fyrir Ríkislögreglustjóra að taka yfir forræði rannsókna af þessu tagi? Arnar: Það er möguleiki, já. Spurning: Var það skoðað ein- hvern tímann á einhverju stigi að það væri gripið þannig inn í, þannig að ríkislögreglustjóri tæki yfir forræði þessarar rannsóknar? Arnar: Nei, ég veit ekki til þess að það hafi komið neitt til umræðu, enda hefur að okkar mati málið og rann- sóknin gengið eðlilega fyrir sig á allan hátt. Spurning: Var þessi fingrafara- greining gerð í Litháen, sem leiddi til þess að það voru borin þessi kennsl á viðkomandi? Hörður: Það voru að sjálfsögðu tekin fingraför af líkinu og þau send út til Interpol, hvaða skrifstofa Int- erpol það var sem vann málið, hvort það fór alla leið þangað eða í höfuð- stöðvarnar í Lyon í Frakklandi, ég bara veit það ekki. Spurning: Ég spyr út af því að þú segir að það séu mörg nöfn sem fylgja þessum fingraförum, eru einhver tengsl þarna grunuð við skipulagða glæpastarfsemi í einhverjum tiltekn- um ríkjum? Arnar: Þeir sem flytja fíkniefni, stundum kallaðir burðardýr fíkni- efna, nota stundum mörg nöfn. Þau eru kölluð alias-nöfn. Þeir ganga und- ir ýmsum nöfnum og það þarf að finna réttan aðila, rétt nafn á mann- inn, þótt fingraförin séu þekkt og per- sónan. En varðandi spurninguna um hvert var leitað, þá var leitað auðvitað til margra landa, en þetta hefur verið staðfest af skrifstofunni í Vilnius og í Wiesbaden. Spurning: Þannig að hann hefur verið á sakaskrá, þessi einstaklingur? Arnar: Já, það hafa verið tekin af honum fingraför erlendis vegna saka- mála. Spurning: Hvað gerðist í dag og hvaða nafn fylgir fingraförunum í Wiesbaden eða Vilnius? Arnar: Á þessari stundu getum við ekki gefið upp þau nöfn af ýmsum ástæðum. Það á náttúrulega eftir að finna út úr þessu nákvæmlega. Við eigum eftir að bera þetta saman við aðrar upplýsingar sem við erum með og kanna svona hvernig þetta tengist hinum íslensku aðstæðum. Þetta kom bara í dag, það er vinna úti til þess að hafa samband við fjölskyldu manns- ins og ættingja, og af fleiri ástæðum. Spurning: Er búið að bera þetta nafn, sem stendur á fæðingarvottorði mannsins, reikna ég með, við far- þegalista þeirra sem hafa komið til landsins undanfarið? Arnar: Já. Spurning: Þannig að þið getið stað- fest að hann hafi komið hérna undir þessu nafni? Arnar: Já, undir einum af þeim nöfnum sem að hann er þekktur fyrir. Spurning: Fyrir Íslendinga sem hafa þá mögulega þekkt hann undir því nafni sem er á hans vegabréfi, hvort sem... Arnar: Nei, sú ákvörðun var tekin að gefa ekki upp nafnið á þessari stundu. Spurning: Þannig að hann þekktist á myndum við komuna? Arnar: Já, við höfum séð hann á farþegalista til landsins. Spurning: Hefur hann komið áður til landsins? Arnar: Það er bara í skoðun, það er í skoðun ennþá, ég get ekki svarað því? Spurning: Þið senduð fyrirspurn til Vilnius á sunnudaginn, er það þessi sami maður eða það sama nafn sem þið voruð með þá, þið spurðust fyrir um tiltekið nafn, og það er komið í ljós að hann var þá ekki á skrá, en það er þá þessi sami maður, eða hvað seg- ir þú um það? Arnar: Því getum við ekki svarað, við höfum sent nokkrar fyrirspurnir um nokkra aðila, þannig að við viljum halda því lokuðu að svo stöddu. Spurning: Þið hafið aðallega spurt um tiltekið nafn. Arnar: Við höfum spurt um nokkra aðila. Spurning: Hversu marga? Arnar: Ég hef ekki töluna. Spurning: Tugir eða? Arnar: Nei, ekki tugir. Spurning: Innan við tíu? Arnar: Ég vil bara ekki gefa upp fjöldann. Spurning: Miðað við aðstæður á þeim stað þar sem líkið fannst, eru þá líkur á að einn maður hafi getað verið að verki, eða er grunur um að þeir hafi verið fleiri? Hörður: Tæknirannsóknin og það sem kom fram við hana, það finnst okkur benda til þess að þetta hafi ekki verið eins manns verk. Spurning: Er búið að ákvarða dán- arstund? Hörður: Nei, en ég sagði áðan, nið- urstaðan er ekki komin, þannig að það liggur ekki fyrir report frá meinafræðingunum sem krufðu, þannig að ég er ekki með það. Spurning: Ekki heldur þá hversu lengi hann hefur verið í sjó? Hörður: Nei, það er eitt af því sem á eftir að koma fram. Spurning: Þetta er mjög gagnlegur fundur, miklar upplýsingar sem við fáum. Þýðir þetta einhverja viðhorfs- breytingu hjá þeim sem fara með þessa rannsókn, að þeir verði með tíð- ari tilkynningar um hvað er að gerast og kannski aðeins um það hvernig þið lítið á hlutverk lögreglu í því að gefa fjölmiðlum upplýsingar um hvað er að gerast í rannsókninni? Hvert væri tilefni til að boða til svona fundar. Munuð þið greina t.d. frá handtökum í þessu máli? Inger: Já, það munum við vænt- anlega gera og nú hefur tæknilegi hluti rannsóknarinnar færst töluvert mikið, þó töluvert starf sé eftir óunnið á Austfjörðum, færst hingað til Reykjavíkur og það er m.a. tilefni komunnar hingað, að yfirfara með Ríkislögreglustjóraembættinu og fleiri aðilum og nota þá tækifærið til að tala við fjölmiðla í leiðinni. Það kynni svo að vera í náinni framtíð að það gæfist meiri tími þá fyrir austan. Morgunblaðið/Júlíus Blaðamannafundur í húsnæði RLS um gang rannsóknarinnar á líkfundinum í Neskaupstað. LÖGREGLAN hefur nú lokið rannsókn á bílnum sem sást á bryggjunni aðfaranótt miðviku- dags og lögreglan óskaði eftir upplýsingum um. Að því er fram kom á blaða- mannafundinum var þar á ferð grái jeppinn sem rannsakaður var á Akureyri fyrr í vikunni. Enn hefur ekkert komið út úr rannsókn á honum, segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Mennirnir sem leigðu bílinn tóku við honum í Reykjavík, fóru á honum austur á Neskaupstað og til baka, en hann var svo leigður af öðru fólki sem skildi við hann á Akureyri. Þar var hann tekinn í vörslu lögreglu og rannsakaður. Lögregla á Austfjörðum hefur undanfarið þrætt sumarhús og gististaði í Norðfjarðarsveit og leitað upplýsinga og vitna, og er það liður í vinnu við að leita að hugsanlegum vitnum og skoða vísbendingar sem borist hafa, segir Arnar Jensson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá ríkislög- reglustjóra. Meðal þess sem verið er að athuga er hvort hinn látni hafi komið þangað. Sumarhús rannsökuð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.