Morgunblaðið - 19.02.2004, Qupperneq 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 17
Vor- og sumarlitirnir 2004
Fred Farrugia
he
im
sæ
ki
ð
w
w
w
.la
nc
om
e.
co
m
LANCÔME dagar
fimmtudaginn 19. og föstudaginn 20. febrúar.
Glæsilegir seyðandi litir við öll tækifæri. Einnig nýr ilmur með sól í hjarta!
Vantar þig ráðleggingar varðandi umhirðu húðarinnar? Viltu breyta förðuninni?
Notaðu tækifærið og láttu snyrtifræðing frá LANCÔME aðstoða þig.
Líttu við og fáðu sýnishorn af farða
sem passar þinni húðgerð.
Glæsilegir kaupaukar.
Austurver, sími 581 2101.
JACQUES Chirac Frakklands-
forseti ræðir við Gerhard Schröder,
kanslara Þýskalands, og Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands, í
Berlín í gær. Leiðtogarnir þrír hitt-
ust á fundi og ræddu leiðir til að
blása nýju lífi í efnahag Evrópu-
sambandsríkjanna. Þeir hafa verið
sakaðir um að hafa uppi áform um
að mynda þríeyki, sem ráða myndi
ferðinni á vettvangi ESB, en sögðu í
gær að þeir vildu aðeins stuðla að
jákvæðri þróun í álfunni. „Það er
markmið okkar, hvorki meira né
minna,“ sagði Schröder.Reuters
Glatt á hjalla
í Berlín
ETA-hreyfingin, hinn vopnaði arm-
ur aðskilnaðarsamtaka Baska, lýsti í
gær yfir einhliða vopnahléi í Kata-
lóníu á Norðaustur-Spáni.
Í yfirlýsingunni sagði að hún næði
aftur til 1. janúar 2004 og var ekki
tiltekið hversu lengi vopnahléið
myndi gilda. Þá voru engin skilyrði
sett fyrir því.
Í annarri yfirlýsingu sem birt var
síðar um daginn vísaði talsmaður
ETA, sem berst fyrir stofnun sjálf-
stæðs ríkis Baska, til þess að hreyf-
ingin vildi „styrkja samband kata-
lónsku þjóðarinnar og hinnar
basknesku“. Báðar ættu þjóðirnar
það sameiginlegt að sæta kúgun af
hálfu ríkisvaldsins í Frakklandi og á
Spáni. Talsmaðurinn vísaði líka til
hinnar „nýju pólitísku stöðu í Kata-
lóníu“. Þar hefur sjálfstæðissinnum
og sósíalistum vaxið ásmegin eftir
gott gengi í síðustu kosningum til
þings Katalóníu, sem er eitt 17
sjálfsstjórnarsvæða Spánar.
Yfirlýsingin kemur í kjölfar fund-
ar leiðtoga ETA og fulltrúa stjórn-
valda í Katalóníu. Fulltrúi Katalón-
íumanna á þeim fundi var Josep
Carod-Rovira, sem er leiðtogi flokks
vinstri-lýðveldissinna. Carod-Rovira
var þá annar æðsti embættismaður
sjálfsstjórnarinnar í Katalóníu en
neyddist til að segja af sér sem leið-
togi flokksins eftir að upp komst um
fundinn sem átti að vera leynilegur.
Hann segist hafa samþykkt að hitta
leiðtoga ETA í þeim tilgangi að
reyna að miðla málum í átt til friðar.
ETA er skammstöfun á nafni sam-
takanna, sem nefnast „Heimaland og
frelsi“ á máli Baska. Hreyfingin hef-
ur áður lýst yfir vopnahléi á Spáni.
Því síðasta var lýst yfir árið 1998 og
stóð það í 14 mánuði.
Frá því síðasta vopnahléi lauk hef-
ur ETA myrt 46 manns. Í fyrra
myrtu flugumenn á vegum samtak-
anna þrjá menn á Spáni. Alls hafa
samtökin verið gerð ábyrg fyrir 816
manndrápum á síðustu 35 árum.
Yfirlýsing ETA fordæmd
Talsmenn stjórnmálaflokka á
Spáni fordæmdu yfirlýsingu samtak-
anna. Angel Acebes innanríkisráð-
herra sagði hana „gildru“ sem
spennt hefði verið í þeim tilgangi að
koma þeirri ranghugmynd að hjá
spænsku þjóðinni að ETA hefði sér-
stöku hlutverki að gegna. Svo væri
ekki. Yfirlýsingin væri móðgun við
lýðræðið, mannlega skynsemi og
fórnarlömb hryðjuverkamannanna.
Liðsmanna hreyfingarinnar yrði því
áfram leitað um gjörvallan Spán og
stjórnvöld hygðust hvergi hvika frá
þeirri stefnu sinni að tryggja einingu
spænska ríkisins.
Vopnahlé í Katalóníu
Bilbao. AFP. AP.