Morgunblaðið - 19.02.2004, Side 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
20 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Heimar | Nemendur Menntaskólans við Sund
tóku sig til í gær, lögðu niður skólastarf og
unnu einn dag um allan bæinn í þágu skóla-
starfs í Kambódíu. Starfið, sem er hluti af
þemadögum menntaskólans, sem jafnframt
er árshátíðarvika, var unnið í samstarfi við
samtökin Barnaheill. Þemað sem tekið var
fyrir í vikunni er þriðji heimurinn og hvernig
hægt er að sýna íbúum þróunarlandanna
skilning og samstöðu. Sama þema var uppi á
teningnum fyrir fjórum árum, en þá söfnuðu
nemendur menntaskólans um einni milljón
króna fyrir dagsverk sín. Féð rann til þá einn-
ig til Barnaheillar og var notað til að byggja
fljótandi skóla í afskekktu héraði í Kambódíu.
Nemendur Menntaskólans unnu mikið í
leik- og grunnskólum Reykjavíkur, auk þess
sem sumir unnu verk fyrir Náttúru-
fræðistofnun og aðrir fyrir Höfuðborgarstofu
og enn aðrir afgreiddu plötur í verslunum
Skífunnar, en allir þessir aðilar samþykktu
að veita fé til Barnahjálpar í skiptum fyrir að-
stoð nemendanna eina dagstund.
Aðspurðir atvinnuveitendur sem nutu lið-
sinnis nemendanna í gær voru ánægðir með
störf þeirra, enda um öflugt ungt fólk að
ræða, sem kann til verka.
Mikil ánægja með verkefnið
Ólöf Heiða Guðmundsdóttir, gjaldkeri
skólafélags Menntaskólans við Sund, segir að
nú hafi safnast tæpar 1,7 milljónir króna.
„Þetta er mjög gaman og fólkið í Kambódíu
verður vonandi ánægt með þetta. Þetta er
nógur peningur til að byggja tvo skóla. Það
getur líka vel verið að þetta verði notað í eitt-
hvað annað.“
Ólöf segir alla nemendur skólans, með tölu,
hafa tekið þátt í starfinu og flest fyrirtækin
sem leitað var til hafi verið afar móttækileg.
„Sérstaklega voru leikskólarnir ánægðir að
fá stráka úr MS í heimsókn að vinna. Leik-
skólastjórum fannst frábært að breyta til.
„Krakkarnir í skólanum eru líka mjög ánægð,
þeim fannst frábært að prófa þetta og gera
eitthvað annað en að vera í skólanum. Það
voru allir mjög meðvitaðir um að þetta væri
til styrktar góðu málefni og allir til í að taka
þátt,“ segir Ólöf að lokum.
Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri
Barnaheilla, segir að sér lítist frábærlega á
framtak unga fólksins. Hún segist að sjálf-
sögðu hvetja aðra skóla til að fara í svona
átak. „Það er tækifæri til að læra um önnur
lönd og verða meðvitaðri og njóta þess að
geta hjálpað þeim sem þurfa á því að halda.“
Kristín segir peningana sem safnast eyrna-
merkta til uppbyggingar grunnskólamennt-
unar í Kambódíu. „Þetta verkefni felst í því
að byggja upp svokallaða fljótandi skóla við
Tonle Sap vatn, risastórt stöðuvatn í miðri
Kambódíu. Þarna er um að ræða skólastofur
á bambusbátum sem fljóta á vatninu og hægt
er að færa á milli þorpa sem liggja við vatnið.
Þetta virkar dálítið eins og gömlu farskól-
arnir, við förum með skólana til fólksins,“
segir Kristín og bætir við að sumir íbúanna á
svæðinu nánast búi á vatninu vegna þess að
það er svo mikill munur á vatnsmagninu eftir
árstíðum.“
Tonle Sap vatn er á svæði sem var haldið af
Rauðu Khmerunum þar til fyrir fjórum árum.
„Þetta svæði sem MS-ingar hjálpuðu síðast
við að koma aftur á fætur var þá nýkomið
undan yfirráðum Rauðu Khmeranna. Á þessu
svæði spruttu alltaf upp erjur milli leifanna af
Rauðu Khmerunum og stjórnarhersins, en nú
eru þeir farnir af svæðinu,“ segir Kristín að
lokum.
Aðalsteinn Sigfússon, nemi á félagsfræði-
braut, er á sautjánda ári og lét sig ekki vanta
á leikskólanum Klettaborg í gær. Hann sagði
reynsluna hafa verið mun betri en hann bjóst
við. „Þetta var bara fínt, ég var einmitt á leik-
skóla þegar ég var lítill og fór út að leika með
krökkunum,“ segir Aðalsteinn. „Þetta var
mjög gaman og skemmtilegra en ég hélt að
það yrði. Mér sýndist konurnar á leikskól-
anum kunna vel að meta mig, því þær gátu
fengið sér kaffi meðan ég lék við börnin. Við
skildum síðan mjög sátt.“
Aðspurður um hvort hann hyggist sækja
um sumarstarf með skólanum á leikskóla seg-
ist hann líta það jákvæðum augum. „Maður
veit aldrei, ég er núna að vinna í Hagkaupum
aðra hverja helgi og ætla að sækja um þar í
sumarvinnu. Það væri líka mjög fínt að vinna
á leikskóla eitthvert sumarið. Ég hefði ekkert
á móti því, þetta er mjög fínt starf og mér
fannst skemmtilegast úti í sandkassa með
krökkunum,“ segir Aðalsteinn. Hann er einn-
ig afar ánægður með útkomu dagsins og þann
árangur sem náðist í fjársöfnuninni. „Það er
verið að búa til skóla þarna í Kambódíu og
það er frábært að geta lagt eitthvað að liði,“
segir Aðalsteinn að lokum.
Nemendur Menntaskólans við Sund vinna dagsverk til stuðnings samtökunum Barnaheill
Féð rennur til bygging-
ar fljótandi skólastofa
Morgunblaðið/Eggert
Ungir vísindamenn: Ármann Ingvi Ármannsson, Baldur Helgi Snorrason og Egill Tómasson
flokkuðu krabbadýr í Náttúrufræðistofnun.
Morgunblaðið/Eggert
Jákvæð fyrirmynd: Aðalsteinn Sigfússon
prófaði að starfa með börnunum á Klettaborg
og kunni vel að meta þann skemmtilega
starfsvettvang.
Kópavogur | Ný stærðfræði-
þrautasíða var opnuð í Digranes-
skóla í gær, í tilefni af fjörutíu ára
afmæli skólans, en tilgangur henn-
ar er að glæða áhuga nemenda og
almennings á stærðfræðinni og
gera hana að leik sem fólk getur
sameinast um. Á hverjum föstu-
degi mun birtast á síðunni ein
stærðfræðiþraut, sem almenningi
er boðið að glíma við og senda inn
lausn. Dregnir verða út að minnsta
kosti tveir vinningshafar úr nöfn-
um þeirra sem senda inn réttar
lausnir.
Síðan var unnin fyrir frumkvæði
Þórðar Guðmundssonar, stærð-
fræðikennara við Digranesskóla.
Þórir hafði farið með nemendur
skólans í norrænu stærðfræði-
keppnina Kappabel, en á síðu
keppninnar er að finna þátt sem
heitir „hneta vikunnar“ sem er
stærðfræðiþraut. Þórður safnaði
þessum hnetum og langaði síðan að
gera Íslendingum kleift að spreyta
sig á viðlíka dæmum. Þórður stakk
því upp á því að svipuð síða hér-
lendis yrði kölluð „Peran“ og fólk
myndi „kveikja á perunni“ þegar
það tæki þátt í þrautinni. Vinnsla
síðunnar tók mjög stuttan tíma,
einn og hálfan mánuð, og eru allir
aðstandendur afar ánægðir með
skjót og góð vinnubrögð við að
koma upp þessari skemmtilegu
nýjung.
Það var Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra sem
kveikti á fyrstu perunni. Sagði hún
að tími væri kominn á jákvæða um-
fjöllun um stærðfræði eftir langa
mæðu neikvæðrar gagnrýni. Hún
sagði einnig mikilvægt að gagnrýni
ætti sér stað, en hún yrði líka að
vera á jákvæðum nótum og ekki
mætti einblína á það sem illa fer.
„Þetta er mjög lofsvert framtak af
hálfu Digranesskóla og þeirra sem
standa að þessari síðu. Þetta er
eingöngu til eftirbreytni og hvatn-
ingar fyrir þá sem hafa áhuga á
stærðfræði. Þarna er verið að gera
námið aðlaðandi og sýna fram á þá
óendanlegu möguleika sem stærð-
fræðin býr yfir.
Helgi Halldórsson, skólastjóri
Digranesskóla, segir ánægjulegt að
skólinn sé orðinn virkari þátttak-
andi í samfélaginu. „Við erum að
tengja okkur svolítið við almenning
og nú hefur fólk tækifæri til að
kynnast okkur og jafnframt að
taka þátt í skemmtilegum leik sem
ég tel að þessi síða sé,“ segir Helgi.
Stærðfræðiþrautasíðan er unnin
í samvinnu við Morgunblaðið.
Munu þrautirnar birtast á kross-
gátusíðu sunnudagsblaðsins og
einnig lausnir síðustu gátu. Ýmis
fyrirtæki hafa gefið vönduð verð-
laun, þar á meðal Byko, Heimilis-
tæki og Jónar transport.
„Kveikt á perunni“
í Digranesskóla
TENGLAR
..............................................
http://digranesskoli.kopvogur.is
Morgunblaðið/Sverrir
Kveikt á fyrstu perunni: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðhera leysti fyrstu stærðfræðiþrautina með léttum leik.