Morgunblaðið - 19.02.2004, Side 22
Umhverfisþing ungs fólks |
Umhverfisþing ungs fólks verður
haldið í Sapporo í Japan í ágúst í
sumar og hefur Akureyrarbær
auglýst eftir tveimur þátttak-
endum á aldrinum 15 til 18 ára.
Þingið mun sækja ungt fólk víðs
vegar af norðurslóðum til að ræða
um umhverfismál og fræðast um
þau. Markmiðið er að gefa ung-
mennum af norðlægum slóðum
tækifæri til að hittast og deila
reynslu sinni og upplýsingum hver
frá sínu svæði og dýpka þannig
skilning sinn á umhverfismálum,
lífi og framtíð á norðurhveli jarð-
ar. Yfirskrift þingsins er Tengsl
umhverfis og manna, en viðfangs-
efnin verða m.a. vatn, orka, nátt-
úrulíf, dýralíf og úrgangur. Nort-
hern Forum-samtökin standa fyrir
þinginu en það eru samtök 25
svæða, fylkja og borga á norð-
urhveli jarðar.
fyrir konur verður í kirkjunni
föstudagskvöldið
21. febrúar kl. 19:30-22:30 og
laugardag kl. 9:30-13:30
Námskeiðið, sem er 6 klst., byggir á sjálfsskoðun og
sjálfsrækt. Kennt er eftir kerfi Maju Osberg.
Skráning fer fram í Glerárkirkju í síma 464 8800 milli kl. 10.00
og 16.00 og í síma 847 9025 eftir kl. 17.00.
Námskeiðsgjald kr. 3.500. Gögn og hressing innifalin.
Leiðbeinendur eru Sigríður Björg Albertsdóttir og
Hanna Björg Jóhannesdóttir.
SJÁLFSTYRKINGARNÁMSKEIÐ
GLERÁRKIRKJA
Allir hjartanlega velkomnir. Glerárkirkja.
AKUREYRI
22 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Parket
Flísar
Furugólfborð
Kamínur
Njarðarnesi 1, Akureyri,
sími 462 2244.
Opið á Hríshóli | Fjósið á Hríshóli í
Eyjafjarðarsveit verður opið gestum
og gangandi um komandi helgi. Ábú-
endur, þau Sigurgeir B. Hreinsson og
Bylgja Sveinbjörnsdóttir, tóku síðla á
liðnu ári í notkun nýtt lausagöngufjós
með legubásum og mjaltaþjóni af
gerðinni DeLaval, en hann er sá
fyrsti sinnar tegundar í Eyjafirði.
Þau ásamt starfsmönnum sem seldu
tæknibúnaðinn verða á staðnum og
svara spurningum, m.a. um búnaðinn
og fjósið sem er úr límtré. Kostnaður
við uppbygginguna var umtalsverður
en Sigurgeir segir að á móti komi
mikill vinnusparnaður. Kýrnar una
sér að sögn vel og koma að jafnaði til
mjalta þrisvar á dag. Norðurmjólk og
Límtré bjóða upp á veitingar af þessu
tilefni. Fjósið verður opið á laug-
ardag, 21. febrúar, frá kl. 15 til 18 og
á sunnudag verður opið frá kl. 13 til
18.
VATN flæddi yfir veginn í Krossa-
nesi í gær, en hiti komst upp í 12
gráður yfir miðjan daginn og skap-
aðist af þeim sökum mikill vatns-
elgur í kjölfar þess að snjó tók að
leysa í miklum móð. Vatnselgur var
víða í útjaðri Akureyrarbæjar og
neðan Hlíðarfjalls, en Gunnþór Há-
konarson, yfirverkstjóri gatnamála
hjá bænum, sagði að menn hefðu
sérstaklega haft varann á við Merki-
gil, Réttarhvamm og við Krossanes,
en þar hefðu þrengsli í ræsi valdið
því að vatn flæddi um víðan völl.
Morgunblaðið/Kristján
Vatnselgur í hlýindum
Benni sýnir í Deiglunni | „Fólk og
fjöll“ er yfirskrift málverkasýningar
Bernharðs Steingrímssonar sem
opnuð verður í Deiglunni á laug-
ardag, 21. febrúar, kl. 15. Um er að
ræða yfirlitssýningu, sem hefst á
nokkrum verkum frá bernsku hans
og til okkar daga.
Þetta er 6. einkasýning Bern-
harðs, en auk þess hefur hann tekið
þátt í nokkrum samsýningum. Við-
fangsefni hans er fjölbreytt, fólk,
landslag, erótískar myndir unnar
upp úr kínverskum og indverskum
kennslubókum um ástaratlot og þá
eru sýnishorn af auglýsinga- og
hönnunarvinnu, m.a. bókarkápum,
veggspjöldum og frímerkjum. Á
sýningunni verða einnig ker-
amikplattar, en þemað í þá er sótt í
goðafræðina.
Alls eru um 50–60 myndir unnar
með olíu á striga, vatnslitum á papp-
ír auk annarra verka.
Sýningin stendur til 7. mars.
STEFNT er að því að hefja raf-
orkuframleiðslu í Djúpadalsár-
virkjun í Eyjafjarðarsveit í
kringum 20. mars nk., eða heldur
seinna en upphaflega var gert
ráð fyrir. Vinnu við uppsetningu
vélasamstæðanna tveggja lýkur í
vikunni og allur rafbúnaður er
kominn upp, að sögn Aðalsteins
Bjarnasonar hjá Fallorku ehf.,
sem byggir virkjunina. Fallorka
er í eigu Aðalsteins og fjölskyldu
en á laugardag verður skrifað
undir samning um kaup Norður-
orku á 40% hlut í félaginu. Fram-
leiðslugeta Djúpadalsárvirkjunar
er 1,8 MW og hefur Fallorka gert
samning við Norðurorku um
kaup á rafmagni frá virkjuninni,
sem félagið afhendir á Botni í
Eyjafjarðarsveit.
Virkjunarframkvæmdir hófust
í apríl á síðasta ári en um er að
ræða stærstu einkavirkjun lands-
ins. Djúpadalsá er stífluð ofan við
gljúfrið og ofan stíflunnar mynd-
ast uppistöðulón. Vatninu er veitt
eftir skurði að inntaksmannvirki
og þaðan er 900 metra fallpípa að
stöðvarhúsinu, þar sem eru tvær
vélasamstæður til raforkufram-
leiðslu. Fulltrúar frá þýskum
framleiðanda vélanna hafa að
undanförnu unnið að uppsetn-
ingu þeirra. Að sögn Aðalsteins
er stefnt að því að byggja aðra
virkjun við ána, innar í Djúpadal
en ekki liggur endanlega fyrir
hvenær af þeim framkvæmdum
getur orðið. Málið er til umfjöll-
unar hjá Skipulagsstofnun og
iðnaðarráðuneyti sem gefur út
virkjunarleyfi.
Uppsetningu vélasamstæða í Djúpadalsárvirkjun að ljúka
Raforkuframleiðsla
hefst eftir mánuð
Morgunblaðið/Kristján
Uppsetning vélasamstæðna. Björgvin Smári Jónsson starfsmaður Kötlu t.v. og Aðalsteinn Bjarnason einn eigenda
Fallorku vinna við vélasamstæðurnar í Djúpadalsárvirkjun ásamt fulltrúum frá þýskum framleiðanda þeirra.
HALLGRÍMUR Arason, veitingamaður og
ákafur golfspilari, gerði sér lítið fyrir í
gærdag og setti 19. holuna upp á flöt
skammt neðan við Bautann. „Maður verð-
ur að vera góður í stutta spilinu í sumar,“
sagði hann þar sem hann æfði af kappi.
Snjórinn er sem óðast að hverfa úr bænum
og veðrið lék við bæjarbúa í gær. Það má
því segja að vorfiðringur hafi gripið um
sig og þeir sem tök höfðu á nýttu daginn
til útiveru. Líkt og Hallgrímur, sem
greinilega ætlar að mæta vel undirbúinn á
Jaðarsvöll þegar golftíð hefst.
Morgunblaðið/Kristján
Góður á
19. holunni!
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111