Morgunblaðið - 19.02.2004, Page 24
AUSTURLAND
24 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Byltingarkennd uppgötvun: NEW SKIN
með einstæðum krafti úr hreinu C-vítamíni.
Djúpt niðri endurbyggir það húðtoturnar og yngir
þannig innri uppbyggingu húðarinnar um allt að tíu ár.
Björgunarskip | Á þriðjudagsmorgun var und-
irritaður styrktarsamningur milli Slysavarna-
félagsins Landsbjargar og Samskipa um kaup og
flutning á tveimur björgunarskipum. Þau verða
keypt notuð í Bretlandi og staðsett í Neskaupstað
og á Raufarhöfn. Skipin kosta rúmar 19 milljónir
króna og hljóðar styrktarsamningurinn upp á 6
milljónir króna. Skipin eru af gerðinni Arun og eru
fjögur slík skip í björgunarflota Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar. Þau hafa reynst vel hérlendis
með tilliti til getu og rekstrarkostnaðar. Ný
myndu skipin kosta um 200 milljónir króna.
Flöskuskeyti | Færeyingur á sjötugsaldri fann á
dögunum flöskuskeyti sem nemendur yngstu deild-
ar Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar höfðu látið setja í
sjó í september á síðasta ári. Færeyingurinn hafði
verið til sjós við Íslandsstrendur fyrr á árum og var
að vonum glaður að finna flöskuskeyti frá Íslandi.
Því, ásamt fjórum öðrum, var hent í sjóinn við Hval-
bak, af sjómönnum á skuttogaranum Ljósafelli. Það
rak á land í Vogafjörunni við Vestmannssund í Fær-
eyjum. Nú eru krakkarnir í yngstu deildinni byrjuð
á ýmsum verkefnum tengdum Færeyjum og ætla að
senda þangað margvíslegar upplýsingar um sitt
byggðarlag, Fáskrúðsfjörð.
Listahátíðarmerki | L.ung.A – Listahátíð ungs
fólks á Austurlandi lýsir eftir tillögum að merki fyrir
hátíðina. Í fréttatilkynningu segir að merkið þurfi að
vera grípandi og höfða til ungs fólks með áhuga á list-
um og menningu. Sérstök dómnefnd mun fara yfir til-
lögur og skila niðurstöðum eigi síðar en 4. mars nk.
Tillögur þurfa að hafa borist fyrir 27. febrúar nk.
Hönnuður þeirrar tillögu sem hlutskörpust verður að
mati dómnefndar fær 50 þúsund krónur í verðlaun.
Neskaupstaður | Þrátt fyrir óhugnanlega at-
burðarás í Neskaupstað undanfarna daga
heldur lífið áfram sinn vanagang.
Þær mæðgur Sigrún Helga Snæbjörns-
dóttir og Hekla Líf Maríasdóttir notuðu
góða veðrið og spásseruðu um bæinn, enda
ekki annað hægt að þeirra sögn. Í vagni Sig-
rúnar sat systir Heklu Lífar, Guðný Ósk
Maríasdóttir.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Mæðgur spássera
Neskaupstaður | Búland er nýtt
nafn á sameiginlegu húsnæði Verk-
menntaskóla Austurlands (VA),
Náttúrustofu Austurlands (NA) og
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
(Rf) í Neskaupstað. Í fréttatilkynn-
ingu segir að Búland vísi til þess að
um sé að ræða stað sem vænlegur er
til búsetu, en einnig til örnefnis í ná-
grenni Neskaupstaðar.
Samvinna stofnana í öndvegi
Náttúrustofa Austurlands og
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
fluttu árið 1999 í húsnæði Verk-
menntaskóla Austurlands, Búlandið.
Stofnanirnar í Búlandinu hafa síðan
þróað samstarfið og gert með sér
samstarfssamning, þar sem m.a. er
kveðið á um sameiginleg rannsókn-
arverkefni, gagnkvæma sérfræðiað-
stoð og uppbyggingu sameiginlegrar
upplýsingamiðstöðvar. Einnig hefur
starfsfólk stofnana í Búlandinu
stofnað sameiginlegt starfsmanna-
félag, sem hefur m.a. það að mark-
miði að standa fyrir skemmti- og
fræðslufundum.
Að sögn Guðrúnar Á. Jónsdóttur,
forstöðumanns Náttúrustofu Aust-
urlands, hafa stofnanirnar haft með
sér margvíslegt samstarf í smærri
verkefnum frá því þær komu undir
sama þak. M.a. hafa sérfræðingar
Náttúrustofunnar leiðbeint nemend-
um VA í gróður- og fuglaskoðun og
Náttúrustofan hefur nýtt aðstöðu í
húsnæði VA til fræðslufunda fyrir al-
menning. Þá hafa nemendur VA
fengið leiðsögn og notað rannsókn-
araðstöðu og tæki Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins, m.a. við ýmiss
konar örveru- og efnamælingar og
starfsmenn Rf hafa nýtt fjarfundar-
búnað skólans að sögn Þorsteins
Ingvarssonar, útibússtjóra Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins í Nes-
kaupstað.
„Þessi smærri verkefni eru upp-
hafið að því sem koma skal, því á
stefnuskrá er að þróa stærri rann-
sóknaverkefni“ segir Guðrún.
Nýjasta dæmið um samstarf
stofnananna er þátttaka Verk-
menntaskóla Austurlands í sam-
keppninni Ungir vísindamenn, sem
er verkefni á vegum ESB. Í því verk-
efni er gert ráð fyrir að sérfræðingar
á NA og Rf leiðbeini um fagleg og
vísindaleg vinnubrögð.
Búland er nýtt fræðasetur í Neskaupstað
Ljósmynd/Búland
Kraftarnir sameinaðir: Forstöðumenn Búlands í Neskaupstað, þau Guðrún
Jónsdóttir, Þorsteinn Ingvason og Helga M. Steinsson.
Upphafið að stórum
rannsóknarverkefnum
Molinn | Ný verslunar- og þjónustumiðstöð á
Reyðarfirði mun að öllum líkindum verða að veru-
leika og er verið að ganga frá samningum þessa
dagana. Reisa á miðstöðina, sem gengur undir nafn-
inu Molinn, í tveimur áföngum. Í þeim fyrri, 2.400
fm að stærð, verður verslun Kaupfélags Héraðsbúa,
bæjarskrifstofur Fjarðabyggðar, útibú Landsbanka
Íslands og skrifstofa Hönnunar ehf. Þá verður
verslunarrými aukreitis, en því mun ekki hafa verið
ráðstafað. Síðari áfangi byggingarinnar, sem ekki
liggur fyrir hvenær verður byggður, mun ætlaður
undir verslanir og skrifstofur. Væntanlega verður
hafist handa um byggingu Molans í vor.