Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 26
DAGLEGT LÍF 26 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Klassískt nudd, vöðvanudd, slökunarnudd, andlitslyfting, varanleg förðun, hárlenging og hárlengingarnámskeið. Linnet Jones and Sakina Laugavegi 101 - S: 551 2042 fyrir eftir Hair and Body Art ... að hafa ÞORRABLÓTIÐ eða ÁRSHÁTÍÐINA svolítið öðruvísi í ár með því að halda veisluna á óvenjulegum stað.    Upplýsingar í síma 562-7700 • travel-2.isallt að 150 manns 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Móðir jörð erað setja ámarkað þessa dagana frosin buff úr lífrænt rækt- uðu hráefni í neyt- endapakkningum. Buffin hafa verið til í stærri umbúðum fyr- ir mötuneyti og veit- ingastaði en eru nú í 250 gramma pakka. Auk þeirra er Móðir jörð að setja á mark- að frosið salat úr byggi og öðru góð- gæti, svokallað Tab- úle. Buffin eru rauð- rófubuff og byggbuff og segir Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Héraði, að allt hráefni sé lífrænt ræktað, sem sé aðal vörunnar. Byggið vex í Vallanesi, eins og kartöflurnar, gulræt- urnar, rauðrófurnar og steinseljan sem not- uð er í buffin. Linsubaunir og krydd sem notað er við framleiðsluna er innflutt og líf- rænt ræktað líka, að hans sögn. Í byggsalatinu er uppistaðan bygg og saman við það er settur púrrulaukur, hvít- kál, steinselja, sítrónusafi og ólífuolía. Sal- atið er frosið og lagt á bekk og látið þiðna áður en það er borið fram. Það er bæði hugsað sem meðlæti og stök máltíð sem hægt er að grípa með sér í vinnuna. Eymundur kveðst vilja kenna Íslend- ingum að borða bygg og segir vöruþróun hafa staðið yfir vel á annað ár. „Ég byrjaði á því að kynna þessa vöru fyrir stærri fyr- irtækjum og í kjölfarið á því fann ég fyrir áhuga verslana, sem vildu hafa hana á boð- stólum líka. Buffin eru fullelduð og tilbúin til hitunar, svo hér er eiginlega um að ræða fyrsta lífræna skyndibitann sinnar teg- undar,“ segir hann. Engin aukefni Utan um buffið er byggmjöl og sesamfræ og eru þau tekin beint úr frosti og steikt á pönnu, fimm mínútur á hvorri hlið. Ef buff- in eru látin þiðna alveg linast þau og verða erfiðari í meðförum þar eð engum aukefnum er bætt við til þess að láta þau loða saman. Á umbúðum er ársstimpill frá framleið- anda og segir Eymundur buffin í plasti inn- an í pakkanum svo þau þorna ekki upp þótt búið sé að opna hann. Því er hægt að steikja eitt og eitt í einu, eftir hent- ugleikum. Fjölskylda Eymundar hefur hjálpað til við framleiðsluna, dóttir hans á heiðurinn af frumuppskriftum, enda náttúrutalent í mat- argerð, að hans sögn. Yngsti sonurinn Gabríel er liðtækur við smökkun og þá hef- ur elsti sonurinn, sem er vélsmiður, lagt sitt af mörkum með því að hanna mót fyrir buff- in. Bygg er saðsamt og gott fyrir maga og meltingu, segir Eymundur að síðustu, en í því er til að mynda minna af kolvetnum og meira af próteini en í hrísgrjónum. Hér á eftir fylgir uppskrift frá fjölskyld- unni í Vallanesi. Morgungrautur Gabríels 3 dl bygg 9 dl vatn 2 epli í teningum 2 tsk salt 1 msk kanill Lúka af rúsínum Fræ eftir smekk, til dæmis sólblómafræ eða graskersfræ Hráefnið er sett í pott að kvöldi og suðan látin koma upp. Þá er slökkt undir pott- inum og lokið sett á. Grauturinn er látinn standa á hellu yfir nótt og er þá tilbúinn fyrir morgunverð. Uppskriftin er fyrir sex og dugir skammturinn í heila viku fyrir einn ef hann er geymdur í kæli.  NEYTENDUR |Vill kenna Íslendingum að borða bygg Lífrænn skyndibiti í neytendaumbúðum Morgunblaðið/Sverrir Eymundur og Gabríel dreifðu framleiðslu sinni í verslanir í gær. Morgunblaðið/Sverrir Lífræn buff, salat og bygg frá Móður jörð. Friðrik Sigurðsson, mat-reiðslumeistari hjá utan-ríkisráðuneytinu, verður með saltkjöt og baunir á boð- stólum næsta þriðjudag. Hann eldar eftir uppskriftinni sem hann deilir hér með lesendum og kveðst búast við að mötuneytið verði mjög vel sótt á sprengidag. Helsta nýjabrumið í uppskrift Friðriks er mikið grænmeti og timjan. „Þetta er sígild uppskrift en með aðeins meira af grænmeti en tíðkaðist í baunasúpu þegar uppi- staðan var aðallega baunir og laukur. Mér finnst gott að hafa sellerí með og timjan er mikið not- að í baunasúpu í Svíþjóð. Bauna- súpa er skandinavísk matargerð en mér sýnist Svíar halda einna fastast í þá hefð. Þeir nota að- allega saltað svínakjöt en setja stundum pylsur. Saltkjöt er ekki mikið notað og saltað lambakjöt er séríslenskt fyrirbæri,“ segir hann. Friðrik segir synd að íslensk matargerð skuli ekki höfð í háveg- um. „Mér finnst gamlar íslenskar uppskriftir mikið að detta upp- fyrir og matreiðslumenn virðast ekki hafa lagt sig fram um það að gera þær nútímalegri. Við erum mjög flink í erlendri matargerð en höfum ekki lagt sömu rækt við okkar eigin hefðir. Það er hægt að útfæra saltkjöt og baunir eins og flottustu andabringu ef það er rétt matreitt og fallega borið fram. Saltkjöt og baunir er góður vetr- armatur og mætti alveg vera á boðstólum 3–4 sinnum á þeim árstíma, þannig læra börnin að halda í okkar gömlu venjur.“ Friðrik vekur athygli á stuttri veitingasögu þjóðarinnar, um 1970 hafi ekki verið mörg veit- ingahús hér á landi en nú skipti þau hundr- uðum. „Það eru að verða kynslóðaskipti í þessu fagi og mér finnst ungir matreiðslumenn vera farnir að bera sig eftir okkar gömlu upp- skriftum og vilja kynna sér þær. Margar hefðir eru hættar að berast mann fram af manni á heimilunum og því fyndist mér ekki úr vegi að boðið væri upp á matreiðslu fyrir 15 ára ung- linga í skólum þar sem þeir gætu numið ýmsar matreiðsluaðferðir, til dæmis klassíska íslenska matargerð. Ungt fólk þekkir ekki þessar upp- skriftir,“ segir hann. Saltkjöt og baunir Saltkjöt (valið) 1 kg Gular baunir 250 g Gulrófur 600 g Sellerírót 400 g Gulrætur (meðalstórar) 4 stk Púrra (meðalstór)1 stk Reykt beikon 50 g Timjan 1 tsk Leggið baunirnar í bleyti í 3–4 klukkustundir. Setjið baunirnar yfir til suðu í 1½ lítra af vatni og sjóðið þar til þær eru orðnar vel meyrar, í um það bil 1–1½ tíma. Setjið 2–3 bita af saltkjötinu með baununum. Restin af kjötinu er soðin í sér potti í um það bil klukkustund. Hreinsið græn- metið og skerið það í hæfilega bita. Þegar salt- kjötið er soðið hellið þið um það bil helmingnum af soðinu út í baunirnar, og bætið grænmetinu, grjónunum, timjan og beikoninu út í baunirnar og sjóðið í 30 mínútur eða svo. Í lokin þynnið þið baunasúpuna með restinni af soðinu ef baun- irnar verða of þykkar. Saltkjöt og baunir með sellerí og timjan Morgunblaðið/Golli Friðrik Sigurðsson matreiðslumeistari. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.