Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 39

Morgunblaðið - 19.02.2004, Síða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 39 ÍSLENDINGUM hefur löngum þótt sopinn góður og í eina tíð blöskraði mönnum svo mikið áfengisdrykkja landans að réttast þótti að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um bann við framleiðslu, neyslu og innflutningi á áfengi. Bannið kom til fram- kvæmda árið 1912, var aflétt að hluta til 1922 en ekki að fullu fyrr en 1989 þegar sala bjórs var leyfð á ný. Mikið vatn er runn- ið til sjávar síðan Ís- lendingar voru settir í „áfengisstraff“. Vín- menning á Íslandi hefur tekið miklum og jákvæðum stakkaskiptum. Sala á léttu víni hefur aukist á kostnað sterks áfengis og margir líta orðið á vín sem sjálfsagðan hluta máltíð- arinnar. Aukið úrval, vönduð um- fjöllun í fjölmiðlum um samspil matar og víns sem og tíðari ferðir Íslendinga út fyrir landsteinana spila stórt hlutverk í þessum breyttu neysluvenjum. Heilsufars- sjónarmið hafa jafnframt sitt að segja þar sem víða er nú álitið að hófleg drykkja léttra vína sé heilsusamleg. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að áfengi er margfalt dýr- ara á Íslandi en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Einfalt borðvín sem kostar innan við 500 krónur í ná- grannalöndum okkar kostar u.þ.b. 1000 krónur á Íslandi. Af þessari sömu léttvínsflösku renna 64,18% eða 642 kr. til ríkisins (til sam- anburðar er áfengisgjald í Dan- mörku á léttvín 7,91 dkr eða í kringum 80 íkr.) Af bjórflösku sem kostar 310 kr. í ÁTVR fara 206 krónur til ríkisins eða 66,45% og af vodkaflösku sem kostar 2.590 kr. í vínbúðum ÁTVR renna hvorki meira né minna en 81,5% eða 2.110 kr. í ríkiskassann. Hverjar eru afleiðingar hárra áfengisgjalda? Það er ljóst að vegna himinhás áfengisverðs leita margir annarra leiða en að versla í vínbúðum ÁTVR, ef til stendur að gera sér glaðan dag. Samkvæmt könnun sem IBM gerði fyrir Samtök versl- unarinnar í desember 2003 neytti tæpur fjórðungur landsmanna heimabruggs sl. 12 mánuði og 31% fólks á aldrinum 20–29 ára. Til marks um eftirspurnina eftir vín- gerðarefnum eru fimm verslanir starfræktar á höfuðborgarsvæðinu sem selja þar til gerð efni. Fjórar eru eingöngu í víngerðarefnum en í einum stórmarkaðanna er jafn- framt hægt að kaupa efni til „vín- iðnaðarins“. Í þessum verslunum er hægt að kaupa allt sem þarf til framleiðslu léttra vína. Jafnframt er hægt að kaupa efni til að fram- leiða sterka áfenga drykki; „allt sem til þarf er góður heimalagaður spíri, mæli ekki með gambra“, tjáði afgreiðslumaður einnar búð- arinnar áhugasömum vínunnanda. Sem dæmi um umfang þessa „heimilisiðnaðar“ hefur End- urvinnslan séð ástæðu til þess að flokka vínflöskur sérstaklega og selja í kassavís. Það er ljóst að þrátt fyrir að fimm verslanir selji víngerðarefni á höfuðborgarsvæðinu er heima- brugg bannað með lögum. Það veit líka hver hugsandi maður að mikill minnihluti þeirra sem skiptir við ofangreindar verslanir er að brugga berjasaft. Heimabruggið er ennfremur ekki í öllum tilvikum aðeins ætlað til einkaneyslu heldur líka til sölu og oftar en ekki eru það óharðnaðir unglingar sem eru viðskiptamenn brugg- sala. Framleiðsla áfengis er ekki hættulaus og hreinlætið í kringum „iðnaðinn“ áreiðanlega æði misjafnt. Í Noregi (þar sem heimabrugg er reyndar leyft að einhverju marki) létu 13 manns lífið á sl. ári í kjölfar neyslu heimatilbúins áfengis. Eftir þessi end- urteknu áföll hefur neysla heimabruggs stórminnkað þar í landi. Fyrir utan heimabruggið virðist sem smygl til landsins á sterku áfengi sé aftur að aukast. Tölur frá tollyfirvöldum yfir haldlagt áfengi sýna 30% aukningu milli ára. Árið 2002 var hald lagt á 1.147 lítra af sterku áfengi en árið 2003 var um 1.487 lítra að ræða. Hækkun áfengisgjalda um 15% í desember 2002 sem og lækkun áfengisgjalda í Danmörku í októ- ber 2003 um 45% eiga vafalítið sinn þátt í þessari aukningu milli ára. Samtök ferðaþjónustunnar hafa bent á að ferðamenn kvarti gjarn- an undan háu áfengisverði hér á landi. Má leiða líkum að því að ferðamannastraumur til landsins sem og ráðstefnuhald myndi aukast með lækkuðu áfengisgjaldi. „Aukin“ áfengisneysla Dana Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hefur sala á sterku áfengi rokið upp í Danmörku eftir að áfengisgjöldin (af sterku) voru lækkuð í október sl. Talað er um allt að 60% söluaukningu. Það sem skiptir hins vegar mestu máli í þessari frétt og ekki hefur komið fram í fjölmiðlum er að áfeng- isverslun er komin inn í landið á ný og „upp á yfirborðið“. Fyrir 1. október voru reglulega skipulagð- ar áfengisverslunarferðir frá Dan- mörku til Þýskalands – aðeins 40% Dana hugnaðist fyrir lækkunina að stunda áfengiskaup sín í Dan- mörku en eftir lækkun áfeng- isgjalda kýs 71% Dana að halda sig við heimahagana. „Aukna“ áfengisdrykkju Dana er jafnframt hægt að skýra með tíðum heimsóknum frænda þeirra, Svía og Norðmanna, sem flykkjast í stórum stíl um helgar til Dan- merkur til áfengiskaupa. Stað- reyndin er sú að aðeins 50% sænskra og norskra áfengiskaupa eiga sér stað innan ríkisrekinna áfengisverslana. Norðmenn brugga 30% af öllu sterku áfengi sem þeir innbyrða, 15% af léttu og afgang- inum er smyglað til landsins eða keypt í landamæraverslunum. Sví- ar brugga u.þ.b. 10% af heildar- áfengisneyslu sinni, smygla í kringum 15% og versla 25% af heildaráfengisneyslu í landamæra- verslunum. Engar tölur eru til á Íslandi um hlut heimabruggs og smygls af heildaráfengisneyslu Íslendinga. Nefndar hafa verið tölur á bilinu 15–30% af heildarneyslu. Hver svo sem nákvæm prósentutala er væri forvitnilegt að vita hversu miklu ríkissjóður tapar í raun af þessari óskráðu neyslu í formi áfeng- isgjalda. Væri ekki nær að lækka áfengisgjöld, þar með minnka heimabrugg og smygl og efla vín- menningu Íslendinga enn frekar? Lægra áfengisverð – bætt vínmenning Guðmunda Smáradóttir skrifar um vínmenningu ’Það er ljóst að vegnahiminhás áfengisverðs leita margir annarra leiða en að versla í vín- búðum ÁTVR …‘ Guðmunda Smáradóttir Höfundur er verkefnisstjóri hjá Sam- tökum verslunarinnar. JÓN Steinar Gunnlaugsson var launaður talsmaður stofnfjáreig- enda SPRON sem ætluðu að fé- nýta sér þá aðstöðu að geta hvorttveggja í senn selt stofnfé sitt á yfirverði og eigið fé SPRON á tombóluprís til KB banka. Bankinn hafði því aðeins áhuga að kaupa stofnféð að eigið fé SPRON feng- ist með afslætti. Þeg- ar Alþingi setti lög sem komu í veg fyrir að stofnfjáreigendur gætu höndlað með eigið fé sparisjóða hætti KB banki við kaupin. Að eigin sögn var Jón Steinar ekki á launaskrá stofnfjáreig- enda þegar Alþingi samþykkti lögin ný- verið með 43 atkvæð- um gegn einu atkvæði Péturs H. Blöndals stofnfjáreiganda SPRON og launagreiðanda Jóns Steinars til skamms tíma. Engu að síður rembist Jón Steinar eins og rjúpan við staur- inn að tala máli stofnfjáreigenda og fegra hlut þeirra. Til þess klæðir hann SPRON-málið í lög- fræðilegan búning en sú orðræða er Jóni Steinari töm. Strjált er þó á lögfræðilegum álitamálum þess- ari umræðu. SPRON-málið er fyrst og fremst pólitískt og snerist um það hvort fámennur hópur ætti að geta auðgast með því að selja það sem þeir sannanlega áttu ekki, þ.e. eigið fé SPRON. Þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, Einar K. Guðfinsson, orðaði það svo í viðtalsþætti í Sjónvarpinu að honum þótti sem ,,annarleg sjón- armið“ hefðu ráðið fyrirætlunum stofnfjáreigenda og KB banka. Nú hefur Jón Steinar fullan rétt á því að setja SPRON-málið í hvaðeina það samhengi sem hon- um sýnist. Hann hefur hins vegar ekki tilkall til þess að vera álitinn trúverðugur álitsgjafi í málinu vegna þess að hann þáði greiðslur fyrir að hafa í frammi tiltekin sjónarmið í umræðunni. Starfsfélagar Jóns Steinars líta svo á að hann sé launaður talsmaður stofnfjár- eigenda, samanber grein Hróbjarts Jón- atanssonar í Morg- unblaðinu 17. febr- úar. Hróbjartur biður Jóni Steinari vægðar á þeirri forsendu að lögmenn í stöðu Jóns Steinars eigi ,,kröfu á því að vera ekki sam- samaðir skjólstæð- ingum sínum, skoð- unum þeirra eða gerðum.“ Í húfi sé réttaröryggi almenn- ings. Látum vera þó að Hróbjartur gefi lítið fyrir það sjón- armið að SPRON-málið sé póli- tískt fremur en lögfræðilegt úr- lausnarefni. Hinu getur Hróbjartur ekki neitað að engu dómsmáli er til að dreifa í um- ræðunni um SPRON. Þar með fellur það um sjálft sig að Jón Steinar hafi í frammi lögvarnir fyrir hönd stofnfjáreigenda. Lögfræðiþjónusta og málafylgja í þjóðfélagsumræðu er sitt hvað. Rökrétt ályktun af orðum Hró- bjarts er að lögmaður sem tæki að sér að berjast fyrir lögleiðingu barnakláms ætti jafnframt kröfu á að vera talinn ærukær borgari vegna þess að skjólstæðingur borgaði honum fyrir málflutning- inn. Verður þá holur hljómur í orðum Hróbjarts að tryggja þurfi almenningi aðgang að ,,hæfum lögmönnum“. Lögfræðingur eða málaliði Páll Vilhjálmsson svarar Jóni Steinari Gunnlaugssyni Páll Vilhjálmsson ’Lögfræðiþjón-usta og mála- fylgja í þjóð- félagsumræðu er sitt hvað.‘ Höfundur er blaðamaður. „VIÐ megum ekki bíða miklu lengur.“ Þannig svaraði Jón Krist- jánsson heilbrigð- isráðherra spurningu sem ég beindi til hans nýverið á þinginu um samtengdar rafrænar sjúkraskrár. Slíkar skrár gætu í senn aukið öryggi í heil- brigðisþjónustunni, minnkað kostnað, ein- faldað skriffinnsku og bætt hag sjúklinga. Ráðherrann við- urkenndi einnig að klúðrið kringum hinn víðfræga gagnagrunn á heilbrigðissviði hefði tafið fyrir rafrænni skráningu í íslensku heil- brigðisþjónustunni: „einhverjar taf- ir.“ Samherji minn Rannveig Guð- mundsdóttir upplýsti að við værum mörgum árum á eftir norrænum grannþjóðum okkar á þessu sviði. Og höfðum þó alla burði til forystu – enda reka útlendingar með heil- brigðisvit upp stór augu þegar þeir koma hér og frétta að enginn sé gagnagrunnurinn þrátt fyrir allan gauraganginn og heimsfréttirnar. ÍE hefur ekki áhuga Af opinberri hálfu er gagnagrunnurinn stopp útaf ágreiningi milli Íslenskrar erfða- greiningar og Per- sónuverndar. Fáum dylst að þær skýr- ingar eru fyrirsláttur. Hin raunverulega ástæða er sú að Kári í Decode hef- ur ekki lengur áhuga á þessu verk- efni. Fyrirtækinu gengur jútakk al- veg ágætlega að lyfta sér úr skuldasúpunni með annarskonar merkilegum rannsóknum og upp- götvunum – einsog helstu gagnrýn- endur gagnagrunnsins spáðu raun- ar á sínum tíma. Á vefsetri ÍE er yngsta frétt um gagnagrunninn frá árinu 2001. Aðeins pólitísk viðkvæmni í stjórnarflokkunum heldur gagna- grunnshugmyndinni enn með lífs- marki í öndunarvélinni – heiladauði er þegar orðinn þótt enn tifi öðru hverju á hjartalínuritinu. Blása í glæðurnar Ef aðeins væru ÍE og Framsókn- arflokkurinn skipti litlu hversu lengi þetta dauðastríð stendur. Staðan er hinsvegar sú að gagna- grunnsmálið hefur hindrað framþróun rafrænnar skráningar og samtengingar um svokallað Heilbrigðisnet. Það viðurkenndi hinn orðvari heilbrigðisráðherra raunar, en ekki fyrren eftir að seinþreyttir heilbrigðisstarfsmenn ljúka loks upp munni: „Það hefur orðið töf á því að hún (þróun sam- tengdrar skráningar) kæmist af stað og ástæðan er eflaust tilkoma hugmyndarinnar um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði sem Íslensk erfðagreining setti fram. Það náðist ekki samstaða um hann innan læknahópsins og nú virðist hann vera dottinn upp fyrir svo fjármagnið sem átti að koma úr einkageiranum til að tölvuvæða og framleiða hugbúnað fyrir heilbrigð- iskerfið kemur ekki þaðan. Ríkið verður því að blása í glæðurnar og koma þessu í gang aftur.“ Þetta sagði Samúel J. Samúelsson, heilsugæslulæknir í Mjódd, í síð- asta Læknablaði. Sparnaður, öryggi, þægindi Vísir að heilbrigðisneti er kominn upp. Forritið Saga er notað víða í heilsugæslunni og er nú í upphafi bæði á Landspítala og á Fjóðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Sjúkra- þjálfarar hafa sinn Atlas. Kostirnir eru fjölmargir við að vinna þetta skipulega og þó allra helst að tengja skrárnar saman, bæði fyrir notendur þjónustunnar, starfs- menn, rannsakendur og skattgreið- endur. Margt er óunnið og ókannað ennþá, meðal annars allar örygg- iskröfur og skilyrði um persónu- vernd. En einmitt þar ætti umræð- an mikla um ÍE-ævintýrið að hjálpa til. Hér með er skorað á heilbrigð- isráðherra að taka af skarið. Hætta formlega við ÍE-gagnagrunninn og hefja skipulega uppbyggingu sam- tengdrar rafrænnar skráningar á Heilbrigðisnetinu með viðeigandi verkstjórn og nauðsynlegum fjár- veitingum. „Við megum ekki bíða miklu lengur“ Mörður Árnason skrifar um miðlægan gagnagrunn og raf- rænar sjúkraskrár ’Margt er óunnið ogókannað ennþá, meðal annars allar örygg- iskröfur og skilyrði um persónuvernd.‘ Mörður Árnason Höfundur er alþingismaður úr Reykjavík. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.