Morgunblaðið - 19.02.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 19.02.2004, Qupperneq 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ JAFNAÐARMAÐURINN Hannes Hólmsteinn skrifar í Morgunblaðið á dögunum og eins og oft áður hitttir hann naglann, þó ekki endilega á höfuðið. Hann- es „sannar“ oft margt með tilvísun í bækur, fornar og nýjar, innlendar og útlendar. Í þessari grein sannar hann fyrst með tilvitnun í upphafssögu Guð- laugsstaðaættarinnar, Vatnsdælu, að kóngar og illræðismenn hafi einatt verið lagðir að jöfnu í Húnavatns- sýslu og þar af leið- andi, að öllum lík- indum, í landinu öllu. Hann vitnar líka til Einars Þveræings úr ræðunni frægu sem Snorri Sturlu- son samdi í hans nafni og svo gott sem setti í gæsalappir: „En þótt konungur sjá sé góður maður, sem eg trúi vel, að sé, þá mun það fara héðan frá sem hingað til þá er konungaskipti verður, að þeir eru ójafnir, sumir góðir, en sumir ill- ir.“ … Í framhaldi af þessu brýnir Jafnaðarmaðurinn fyrir okkur, „að valdsmenn eru misjafnir“. Það eru ekki allir eins og „núverandi for- sætisráðherra Íslands, að minnka vald sitt jafnt og þétt, flytja það til fólksins“. (Jafnaðarmaðurinn lætur þess að vísu ógetið að í hvert sinn sem „fólkið“, sem forsætisráðherrann færði völdin til – Jón Ásgeir, Þor- steinn í Samherja, Björgólfur og Ólafur Ólafsson í Samskipum, að ógleymdum erkivininum Hreini Loftssyni, sem lengi vel sá um þessa flutninga valds til fólksins á vegum „hins opinbera“ – gengur fram af valddreifinum með ákvörðunum sem ekki eru í hans stíl veinar hann eins og stunginn grís fyrir hönd „fólksins“, en hvaða „fólk“ er það þá?) Jafnaðarmaðurinn vitnar í lat- neskan texta Þjóðverjans Adams frá Brimum frá 11. öld: „Apud il- los non est rex, nisi tantum lex.“ Íslendingar „hafa ekki konung að- eins lög“. Eiga elsta þing í heimi, stjórnuðu landi sínu í þrjú hundr- uð ár án framkvæmdavalds og sköpuðu bókmenntir – án atbeina konunga. Enn vísar Jafnaðarmaðurinn til sagna Sturlungaaldar um það, að einn höfðingi kunni að vísu að vera öðrum fremri, „en betur að þjóna engum“. (Ekki hefði Jafn- aðarmaðurinn komist langt áfram í lífinu á þessu prinsippi.) Þor- varður Þórarinsson í Saurbæ vildi svo sem ekki troða illsakir við þá sem vildu gerast höfðingjar yfir bænd- um: „Má eg vel sæma við þann sem er, en best er að enginn sé.“ Ályktun Jafn- aðarmannsins er að þetta sé kjarni ís- lenskrar hugsunar: „Best er að enginn sé.“ Í útlöndum hafi menn kónga sem fari á skíði með alþjóðlega þotuliðinu. Nú sé kominn tími til að „fela forseta Alþingis að gegna skyldum þjóðhöfðingja“, sem séu fáar og litlar. Á undanförnum mánuðum átti ég þess kost að dvelja í Ástralíu. Ég tók eftir því að Ástralar hög- uðu svo stjórnarfari sínu, að til stjórnar alríkisins kusu þeir flokkabandalag, sem svarar til Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks, íhaldssama borgara og bændur. Þó hafði þessi flokka- samsteypa ekki meirihluta í Sen- atinu og þarf stjórnin iðulega að semja við demókrata (eins konar Frjálslynda flokk) til að koma fram mikilsverðum lagabálkum á sviði heilbrigðismála, félagsmála, skattamála o.s.frv. Meginmál al- ríkisins er að sjálfsögðu utanrík- ismál, og þar er hægri stjórn auð- vitað alger taglhnýtingur Bandaríkjamanna „á grundvelli fornrar vináttu“. Verkamanna- flokkurinn mundi hins vegar að mestu vera taglhnýtingur Tonys Blairs. Um muninn á þessu tvennu er til gamalt íslenskt orðtak, sem varla telst birtingarhæft í svo sómakæru blaði sem Morg- unblaðinu. Samt halda ástralskir kjósendur báðum þessum flokkum akkúrat á nippinu um hvort þeir hreppa völdin eða missa. Ríki Ástralíu eru hins vegar sex. Í þeim öllum fer Verka- mannaflokkurinn með völdin, en oft með hlutleysi eða stuðningi smáflokka, sem semja þarf við um meiriháttar mál. Semsagt um þau mál sem kjósandanum standa næst treystir hann Verka- mannaflokknum betur, en þó ekki nóg til þess að hann verðskuldi að vera alráður. Ég varð svolítið hugsi um þetta pólitíska mynstur og sú hugsun flutti mig til baka til þeirra tíma þegar ég „vann á eyrinni“, eins og það var kallað að vinna hér við höfnina (Reykjavíkurhöfn). Þetta var tarnavinna. Í kaffitímum og milli tarna komum við saman á verkamannaskýlinu og ræddum málin og var ekkert kynslóðabil, sem maður tók eftir. Ég minnist einnar rimmu þar sem ég (17 ára) hélt því fram að heimurinn yrði ekkert í lagi fyrr en síðasti kapít- alistinn hefði verið hengdur í görnum hins síðasta prests. Viðmælandi minn sló mig hins vegar algerlega út af laginu með því að læða út úr sér, eins og ekk- ert hefði í skorist, að hann hins vegar kysi alltaf kommúnista í stjórn Dagsbrúnar. Bæði væri, að hann væri að öðrum og þriðja við Einar Olgeirsson og svo treysti hann kommúnistunum best til að gefa aldrei eftir í kjarabaráttunni. Hins vegar kysi hann alltaf íhaldið til borgarstjórnar; þar hefði gefist vel að hafa samhentan meirihluta, sem þyrfti ekki að standa í stöð- ugum hrossakaupum við smá- flokka um embætti og bitlinga. Svo kysi hann kratana í alþing- iskosningum, því að þeir væru harðastir í baráttunni fyrir al- mannatryggingum. Ég varð kjaftstopp og hef eig- inlega alltaf verið að hugleiða mál- flutning hans síðan. Þarna hafði ég á unga aldri kynnst sjónarmiði hins viti borna kjósanda, sem vill ekki að völdin séu á einni hendi – jafnvel ekki þeirra göfugu manna, sem eru að minnka vald sitt jafnt og þétt – heldur reynir að stuðla að því að völdin í ríkinu, borginni, stéttarfélaginu (og lífeyr- issjóðnum) dreifist. Þar sé hvor höndin upp á móti annarri, eða, eins og þetta er orðað í stjórn- arskrá Bandaríkjanna, að sérhver valdstofnun hefði hömlur frá öðr- um valdstofnunum, sem þannig sköpuðu jafnvægi í þjóðlífinu („checks and balances“). Með síaukinni ásókn skoð- anakannana eru kjósendur víða um heim jafnvel farnir að reikna hegðun hver annars inn í end- anlega afstöðu sína á kjördegi. Reyndar var útreikningur kjós- enda í Bandaríkjunum í síðustu kosningum svo hárfínn, að sá sem meirihlutinn kaus varð að lúta í lægra haldi fyrir minnihlutamann- inum, sem fékk stuðning meiri- hluta pólitísks skipaðs Hæsta- réttar. (Þegar svona lagað skeður í öðrum heimshlutum er það reyndar kallað valdarán af fjöl- miðlum heimsins.) Það hefur hvarflað að mér að pólitískt hegðunarmynstur ís- lenskra kjósenda sé á svipuðum nótum og nú hef ég rakið. Kjós- endur hafa um áratugi veitt upp- reisnargirni sinni útrás með því að kjósa vinstri sinnaðan frambjóð- anda, einn úr röðum fólksins, til forseta. Allir vita að embættið er valdalaust. Síðastliðinn áratug hafa þeir einnig séð um að sömu öfl ráði ekki fyrir Reykjavík- urborg og ríkinu. Til þess að sjá um alvörupólitík ríkisins, sér- staklega fjármálin, kjósa þeir íhaldið, með hækju að eigin vali. Kjósendur vilja glæsilegt par á Bessastöðum, sem setur upphaf- inn svip á héraðsmótin og talar fullum hálsi við pólitíska ómerk- inga erlenda, sem eiga greiðan að- gang að fjölmiðlum, sérstaklega tíví. Cannes, Monte Carlo, Aspen, these are the places, man. Með sambönd inn í fiski- málaráðuneyti Marokkó, vá! En umfram allt fólk, sem er veislu- glatt á réttum nótum, veislur fyrir listamenn, verkalýðsleiðtoga, bændaforkólfa og aðra, sem vald- þverrum Jafnaðarmannsins Hann- esar Hólmsteins mundi aldrei detta í hug að bjóða í Þjóðmenn- ingarhús í svo mikið sem ferming- arveislu, þótt þeir væru systra- bræðra, hvað þá fjarskyldara. Og svo að veita fólki sem unnið hefur, stundum hörðum höndum, orður, það er flott: Fálkaorða af fyrstu gráðu fyrir að mega aldrei aumt sjá og styðja minni máttar og hafa gert það að ævilöngu starfi með takmörkuðum lífeyrisréttindum. Virkilega tímabært og mátulegt á hitt hyskið, sem fær orðurnar sjálfkrafa fyrir að hafa gegnt embættum sínum svotil áfalla- laust. Erlendis eru vinstri menn einatt upp með kjaftinn um bruðl og svínarí yfirstéttarinnar. Hér er nánast aldrei imprað á slíku – nema forsetinn sé ekki boðinn í veisluna. Þá er það móðgun við þjóðina. Hér á landi hefur því komist á nokkuð skýr pólitísk verkaskipt- ing: Vinstri menn sjá um að dýr- legur fagnaður sé í landinu við konungskomur (og annarra þjóð- höfðingja minniháttar eins og for- seta með mismikinn þjóðarstuðn- ing að baki) og listahátíðir hvers konar. Þeir sjá einnig um að fjöl- miðlar eru ekkert að sýta höfð- ings- og rausnarskap. Íslendingar vilja nefnilega hafa veitula höfð- ingja – hinir, sem Jafnaðarmað- urinn vitnar til aftur í öldum, voru bara minniháttar höfðingjar, sem kærðu sig ekki um að hafa yfir sér flokksforingja. Hægri menn sjá um að til sé í handraðanum fyrir þessu veislu- bruðli öllu – og ríflega það. Cesar vildi á sínum tíma hafa í kringum sig holduga menn og höf- uðmjúka, vantreysti hinum mögru og skarpholda. Nú fara hinir síð- arnefndu á Bessastaði og hinir hitta höfðingja sinn í Þjóðmenn- ingarhúsi. Ég held að Hannes Hólmsteinn fari villur vegar þegar hann telur hina íslensku hugsun fólgna í því „að best er að enginn sé“ höfðingi. Hin íslenska hugsun kemur að mínu viti frá Guðmundi Arasyni, hinum góða, sem meðal annars vígði gvendarbrunna víða um land og hvervetna fyrirkom illum vætt- um á sínum hringvegi kringum landið. Því miður hafði hann lagt að baki næstum allan hringinn, þegar loks varð fyrir honum vætt- ur í bjargi í Grímsey og kom fyrir hann vitinu, þar sem biskup hékk á þríþættri taug við vígslu bjargs- ins: Loðin hönd kom út úr bjarg- inu og skar á tvo þætti af þremur en af tilviljun hafði hellst vígt vatn á þriðja þáttinn og á hann beit ekki skálmin. Þá kvað við rödd: „Gvöndur, einhvers staðar verða vondir að vera.“ Heitir þar síðan Heiðnaberg. Forsætisráðherra og forseti Al- þingis eru önnum kafnir menn við alvöruverk. Stundum finnst manni örla á svolítilli öfund út í forset- ann fyrir veislur, sem þeir hefðu alveg eins getað haldið í krafti sinna embætta. Jafnaðarmann- inum Hannesi finnst að forseti al- þingis geti alveg eins sinnt störf- um forseta Íslands í hjáverkum. Mér finnst þetta hæpin kenning. Vinstri forseti, kannski þar að auki bindindismaður, sér um veisluglauminn, hinir hafa dýr- mætan vinnufrið við að færa völd- in til fólksins „jafnt og þétt“. Því segi ég við núverandi Jafn- aðarmann, Hannes Hólmstein, fyrri flokksfélaga: Hættu að ónot- ast út í forsetann og embætti hans. Reyndu að meta að verð- leikum þann vinnufrið sem hann skapar forsætisráðherra og þing- forseta í stöðugri viðleitni þeirra við að færa völdin jafnt og þétt út til fólksins. Í staðinn fyrir að ráða öllu og öllum, í smáu sem stóru, er heillavænlegra að lofa andstæðing- unum að hafa sitt litla Heiðna- berg. „Einhvers staðar verða vondir að vera.“ Og vertu svo vænn að skila þessu áfram til valdþverranna, vina þinna. Einhvers staðar verða vondir að vera Eftir Ólaf Hannibalsson ’Vinstri forseti, kannskiþar að auki bindind- ismaður, sér um veislu- glauminn. Við það fá forsætisráðherra og for- seti þingsins dýrmætan vinnufrið við að færa völdin til fólksins „jafnt og þétt“.‘ Ólafur Hannibalsson Höfundur er blaðamaður. ÞAÐ er greinileg fylgni á milli meirihluta Sjálfstæðisflokksins og lágra skatta á bæjarbúa viðkom- andi sveitarfélags. Klassísk dæmi er Reykjavík í borgarstjórnartíð Davíðs Oddssonar og bæjarstjórn- artíð Sigurgeirs Sigurðssonar á Seltjarnarnesi. Í Garðabæ heldur Ásdís Halla Bragadóttir merkinu hátt á lofti og sýnir fram á að það skiptir máli hvaða flokkur stjórnar ef hann er undir farsælli forystu. Útsvar hækkað í Kópavogi Vissulega er Sjálf- stæðisflokkurinn ekki í meirihluta í Kópa- vogi en hann hefur verið klárinn sem dregið hefur vagn mikillar uppbyggingar í Kópavogi á undanförnum árum. Í Kópavogi er meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með sóma- manninn Sigurð Geirdal í bæj- arstjórastóli. Kópavogsbær tók þátt í jólagleðinni á síðasta ári með hækkun á útsvari úr 12,70 í 12,94%. Mörgum Sjálfstæð- ismönnum, og undirritaður þar með talinn, kom þetta í opna skjöldu enda hefur Gunnar Birg- isson forystumaður Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi verið með yfirlýsingar á hverju ári um hve Kópavogsbær væri vel rekinn með tilheyrandi rekstrarafgangi og nið- urgreiðslu skulda. Í mínum huga átti slíkt aðeins að þýða eitt fyrir bæj- arbúa: lægri álögur. Lægri álögur þýða aukið olnbogarými fyrir þegnana sem er grundvallarhugsjón Sjálfstæðisflokksins. Samanburður á álögum í Garðabæ og Kópavogi Í þessu sambandi er fróðlegt að bera sam- an álögur í Garðabæ og Kópavogi. Tökum dæmi. Íbúar í Garðabæ greiða um 4% lægra útsvar en íbúar Kópa- vogs. Fyrir fjölskyldu með 4 millj- ónir í tekjuskattsstofn þýðir þetta 160.000 lægra útsvar. Á sex ára tímabili um 1.000.000 kr., hvorki meira né minna. Ennfremur eru fasteignagjöld í Garðabæ töluvert lægri en í Kópavogi. Það er eðlilegt að spurt sé hvað skýri þennan mun. Núverandi bæj- armeirihluti í Kópavogi hefur setið nokkur kjörtímabil þannig að næg- ur tími hefur verið til að hreinsa upp óráðsíuna eftir vinstrimeiri- hlutann sem sat áður. Þá er óum- deilt að rekstur Kópavogs hefur tekið stakkaskiptum í tíð núver- andi meirihluta sem ber helst að þakka ráðdeild í rekstri vegna áhrifa sjálfstæðismanna í bæj- arstjórn. Í þessu sambandi er fróð- legt að skoða tekjur og gjöld á hvern íbúa þriggja sveitarfélaga. Tekjur og gjöld á hvern íbúa árið 2000 Sveitarfélag Tekjur á hvern íbúa Gjöld á hvern íbúa Kópavogur 183.000 131.000 Garðabær 200.000 152.000 Reykjavík 191.000 164.000 Sigfús Jónsson, ráðgjafi, erindi flutt á ráð- stefnu Borgarfræðaseturs 4. febrúar 2002. Athyglisvert er að hæstu tekjur á hvern íbúa eru í Garðabæ þrátt fyrir lægstu skattana. Styður þetta ekki kenninguna um að því lægri skattaprósenta þýði í raun hærri skatttekjur vegna þeirra hvata sem lágir skattar vekja vegna auk- ins olnbogarýmis þegnana? Í Kópavogi er mismunur tekna og gjalda hæstur eða um 52.000 kr. á hvern íbúa og styður það kröfuna um lækkun á útsvarshlutfallinu. Svar óskast Það væri fróðlegt að fá svar með þessum hugleiðingum mínum frá bæjarfulltrúm Sjálfstæðisflokksins og þá aðallega hvers vegna var nauðsynlegt að hækka útsvarið í Kópavogi þannig að nú sláum við R-listann út í skattaálögum. Krafa mín er að þessi útsvarshækkun verði dregin til baka og gott betur. Höfum sama útsvar og í Garðabæ. Það mun fjölga tekjuháum íbúum Kópavogs og þar með auka skatt- tekjur á hvern íbúa. Með skrifum á þessari grein tel ég mig vera að veita bæjarstjórnarmeirihlutanum lýðræðislegt aðhald því sannanlega kemur það ekki frá samfylking- armönnum í Kópavogi sem eru helst uppteknir við það þessa dag- ana að veita forystu Samfylking- arinnar aðhald og veitir jú víst ekki af. Er gott að búa í Kópavogi? Jón Baldur Lorange skrifar um álögur sveitarfélaga. ’Krafa mín er að þessiútsvarshækkun verði dregin til baka og gott betur.‘ Jón Baldur Lorange Höfundur er kerfisfræðingur og bú- settur í Kópavogi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.