Morgunblaðið - 19.02.2004, Qupperneq 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 43
óþrjótandi kærleika og fór á hverj-
um degi yfir á Skógarbæ til að hlúa
að eiginmanni sínum og stytta lang-
ar stundir. Voru heimsóknir hennar
og annarra ættmenna og vina hon-
um miklar gleðistundir og tilhlökk-
unarefni að vera sóttur í hjólastól
um helgar og keyrður „heim“, þar
sem beið góðgæti á borðum og hlýtt
hjónarúmið til að hvíla lúin bein um
stund.. Nýverið sagði hann þó við
Imbu sína: „Mér finnst þessi hvíld-
arinnlögn vera orðin ansi löng, fer
ég ekki að komast heim?“ Og
„heim“ er hann nú kominn, þangað
sem við trúum að sé gott að komast
eftir langan vinnudag hér á akri
jarðlífsins og víst er að hann hefur
verið hvíldinni feginn, laus undan
fargi hins ellimóða líkama. Andinn
var enn frjór og stórhuga og þó við
hin söknum samverunnar og gef-
andi samræðna, gleðjumst við líka
yfir því að hann sé frjáls sem fugl-
inn, sé kominn að málaratrönunum
aftur með styrka hönd og milljón liti
eilífðarinnar á pallettunni.Víst er að
vinir og ættingjar hafa fagnað hin-
um nýkomna og gengnir danskir
listamenn dregið fram Camel, gott
píputóbak eða Gammel Dansk. Ég
er líka viss um að sál hans mun
áfram líta í heimsókn til ættingja og
vina hérna megin tjaldsins dular-
fulla, sérlega ef ilmur af góðum mat
berst af borðum til himins og dansk-
ur húmor kryddar borðhaldið. Ég
þakka vini mínum og tengdaföður
samfylgdina og óska honum gleði og
góðs gengis á ljóssins vegum.
Guðmundur Gunnlaugsson.
„Der kom en snedker for fulde
segl, med løvefødder og hjertefejl.“
Þetta var málsháttur sem ég og afi
minn hlógum oft og mikið að. Þessi
danski húmor var alltaf það sem
einkenndi afa minn, glettni en um
leið ákveðin tvíræðni og oftar en
ekki alveg kolsvartur húmor.
Ég og afi minn vorum í gegnum
alla tíð mjög nánir og vorum hinir
mestu mátar, vorum frekar svipaðir
að skapgerð og báðir mjög skapandi
í myndlist. Það var í raunni hann
sem kom mér á að byrja að teikna
og alltaf var hann reiðubúinn til að
láta mig hafa fínasta pappírinn sem
hann átti og dýrustu litina. Hann
hafði alltaf mikinn áhuga á því sem
ég og bróðir minn tókum okkur fyr-
ir hendur, t.d. byrjuðum við bræður
báðir í tónlistarnámi og í hvert
skipti sem ég kom í heimsókn til
hans eftir það spurði hann alltaf
hvernig þetta gengi nú hjá okkur
og: „Jaså, og hvornår er concer-
ten?“
Afi minn vann sem skrautjárn-
smiður alla tíð og var einstaklega
laginn við allt sem tengdist smíðum.
Eitt sinn hringdi hann heim til okk-
ar og sagði með mikilli dulúð í rödd-
inni að hann hefði soldið verkefni
handa mér og ég þyrfti endilega að
koma til hans að aðstoða hann við
þetta. Auðvitað kveikti þetta strax
áhuga minn og mér var skutlað til
hans eins fljótt og mögulegt var. Þá
hafði hann keypt hillusamstæðu
sem hann vildi endilega fá mig til að
hjálpa sér að setja saman. Það var
nú ekki alveg það sem mér þótti
skemmtilegast, en þegar við vorum
byrjaðir þá skemmtum við okkur
svo vel og spjölluðum saman um
heima og geima allt kvöldið. Mig
minnir nú samt að það hafi verið
kvartað daginn eftir undan hávaða
frá íbúðinni kvöldið áður.
Þegar afi veiktist fyrir um tveim-
ur árum hefði maður haldið að
margir hefðu látið deigan síga og
lokað sig frá umheiminum, látið sig
lítið varða hvað skeði fyrir utan her-
bergið. Það var nokkuð sem afi Leif-
ur gerði aldrei, var alltaf svo hress
og kátur þegar við komum í heim-
sókn til hans og gerði létt grín að
bæði öðrum og sjálfum sér.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
afa mínum fyrir allar þær ánægju-
stundir sem við áttum saman og ég
veit að nú situr hann í miðborg
Kaupmannahafnar með pípuna sína
og hugsar til okkar.
Ingi Vífill Guðmundsson.
Komið er að því að kveðja þig, afi
Leifur. Þetta er eitthvað sem ég hef
verið að undirbúa mig undir í nokk-
urn tíma en tilhugsunin hefur verið
svo fjarstæð að ég hef ekki komið
mér að því.
Fyrir mér ert þú tákn gleði og
gamansemi, einstakrar ljúfmennsku
og síðast en ekki síst fjörlegs
ímyndunarafls. Þú varst listamaður
af lífi og sál og gegnum þig kynntist
ég listinni að teikna. Saman áttum
við margar stundir með blýant og
pappír og þú varst ávallt minn
dyggasti stuðningsmaður og leið-
beinandi. Ég man eftir mér sem
smástelpu sitja með þér við teikni-
borðið á Gullteig. Þú teiknaðir hvert
listaverkið á fætur öðru. Það sem
mér er minnisstæðast, afi, er andlit
þitt, geislandi af gleði og brosandi
þínu hlýjasta brosi og einstöku sinn-
um skelltir þú upp úr. Þá varst þú í
þínum eigin heimi og oft fékk ég að
skyggnast inn fyrir. Þú lýstir fyrir
mér hvað þú værir að teikna og út-
skýrðir þannig að allt lá ljóst fyrir.
Teikning sem í fyrstu var eins ein-
föld og hugsast gat, var þá orðin full
af lífi og fígúrum sem voru faldar í
fallegum teikningum. Þú sýndir mér
hversu mikla gleði hægt er að fá úr
listinni og fyrir það er ég þér eilíf-
lega þakklát.
Ég mun alltaf muna öll sumrin í
Danmörku sem við áttum með ykk-
ur ömmu. Í gegnum þig upplifðum
við Kjartan Ingi draumaveröld. Þú
varst alltaf að leika við okkur og
ímyndunarafl þitt sló öll met. Hvort
sem þú byggðir sandkastala, fórst
med okkur á steinbítsveiðar á
ströndinni (með stein sem agn auð-
vitað), í bátsferð með stærsta
gúmmíbátnum sem þú hafðir fundið
í búðinni, eða spjallaðir við talandi
fugl og spurðir hann hvort hann
væri „sur i dag“ og fuglinn svaraði
„ja, ja“.
Elsku afi, þetta og miklu, miklu
meira geymi ég í hjarta mínu og
þegar á brattann sækir í lífinu þá
næ ég í minningarnar og þá er stutt
í brosið. Elsku afi minn, þú hefur
verið ein af skærustu stjörnunum í
mínu lífi og þú munt ávallt skína
sem skærast fyrir utan gluggann
minn og í gegnum listina heldur þú
áfram að vera með mér.
Þín
Katrín Ýr.
Við andlát mágs míns, Leifs
Valdimarssonar, koma í hugann
ýmsar hlýjar minningar.
Leifur var fæddur Dani á Sjá-
landi 1921. Mun engum hafa dottið í
hug, þegar hann kom með farþega-
skipinu „Dronning Alexandrine“ til
landsins árið 1948, að hann ætti eftir
að setjast hér að og dvelja í 55 ár en
upphaflega mun ferðinni hafa verið
heitið til Færeyja.
Leifur kvæntist systur minni,
Ingibjörgu, árið 1949 og eignuðust
þau þrjár dætur, Nóru, Heiðu og
Auði, sem hafa eignast 13 afkom-
endur.
Hann var lærður listsmiður á
málma og vann fyrst sem járnsmið-
ur í Héðni, en ekki leið á löngu þar
til hann var fenginn til að sérsmíða
ýmsa hluti úr málmum, ekki síst
handrið. Endaði það með því að
hann opnaði sitt eigið verkstæði til
að annast slíka smíði, en auk þess
bættist við önnur listsmíði úr málm-
um, t.d. veggskreytingar. Eru verk
hans sýnileg á mörgum stöðum og
bera höfundinum fagurt vitni, ekki
síst vegna smekklegs og listræns út-
lits. Urðu umsvif hans mikil og fékk
hann þá til liðs við sig svila sinn,
Andrés Gilsson, til að anna eftir-
spurninni. Jafnframt málmsmíðinni
lagði hann stund á málaralist og
liggja eftir hann nokkur verk, sem
bera þess merki að hann hefði getað
náð langt á þeirri braut, hefði hann
gefið sér tíma til.
Leifur var alla tíð bóngóður og
var gott að leita til hans, ekki síst
þegar leysa þurfti vandasöm verk-
efni. Tókst honum oftast að leysa
þau orðalaust á snyrtilegan hátt.
Trygglyndi var honum eðlilegt og
var gott að eiga hann sem vin þegar
eitthvað bjátaði á. Hann féll fljót-
lega að íslenskum þjóðfélagsháttum
og fannst hvergi betra að vera held-
ur en hérlendis, enda varð hann ís-
lenskur ríkisborgari árið 1955.
Hann átti auðvelt með að sjá
spaugilegu hliðarnar á tilverunni og
gerði t.d. oft góðlegt grín að hugs-
unarhætti og lífsvenjum Dana, ekki
síst eftir að hann bjó um tíma með
fjölskyldu sinni í Kaupmannahöfn.
Annars var hann að eðlisfari umtals-
góður um menn og málefni. Það
verður mikið skarð í fjölskyldunni
eftir Leif en eftir stendur minningin
um góðan dreng sem skilaði vönd-
uðu dagsverki sem ber að þakka.
Um leið og við Dóra sendum ætt-
ingjum Leifs okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur, þökkum við fyrir að
hafa fengið að njóta vináttu hans og
samveru í rúm 50 ár.
Magnús R. Gíslason.
Ég kveð með söknuði tengdaföður
sonar míns, Leif Valdimarsson, sem
jarðsunginn verður frá Fríkirkjunni
í dag. Með þessum fáu línum vil ég
þakka hinar mörgu og ánægjulegu
samverustundir, sem ég og Sigríður
heitin kona mín höfum átt með þeim
hjónum, Leifi og Ingibjörgu, börn-
um þeirra og barnabörnum, tíðum á
heimili Hrefnu og Þorsteins og ég
er þakklátur fyrir að hafa fengið að
kynnast Leifi, mannkostum hans og
drengskap.
Leifur var mikill listamaður og
völundur, sem allt lék í höndunum á.
Eftir hann liggja mörg og fögur
verk, ekki síst úr málmi og enn önn-
ur fagurlega máluð á striga eða
teikniörk. Það var ánægjulegt að
kynnast skoðunum hans og fræðast
af list hans og lífsreynslu. Hann sá
ávallt ljósu og jákvæðu hliðarnar á
flestum málum og lund hans var
prýdd góðlegri gamansemi og léttri
kímni.
Genginn er góður drengur í
orðanna elstu og sönnustu merk-
ingu.
Um leið og ég þakka honum
ánægjuleg kynni gegnum árin, votta
ég Ingibjörgu og öllum nánustu ætt-
ingjum hans dýpstu samúð mína og
fjölskyldu minnar og bið honum
blessunar Guðs á þeirri vegferð
hans, sem nú er hafin.
Árni Kr. Þorsteinsson.
„Það er engin tilviljun til,“ sagði
Storm P. „Þetta verðið þið að muna
ef þið af tilviljun skylduð rekast á
eina slíka.“ Ef til vill var það einmitt
tilviljun að Leifur Valdimarsson
varð Íslendingur, og þó. Hann varð
líklega aldrei Íslendingur nema að
hluta. Talaði þetta sérstaka tungu-
mál sem hvorki var íslenska né
danska. Hann varð alténd aldrei svo
mikill Íslendingur að hann gleymdi
danska húmornum. Leifur var fyrir
mér holdgervingur alls þess góða í
danskri lund. Hann var í senn
Storm P og Dirch Passer, ávallt
glaðlyndur með stríðnisneista í aug-
um. Samt var enginn meiri föður-
landsvinur en Íslendingurinn Leif-
ur.
Leifur var listamaður af Guðs
náð. Málaði myndir og smíðaði úr
járni. Alltaf að læra í listinni af ein-
lægri hógværð. Aldrei fullnuma. Þó
prýða listaverk hans veggi og stiga-
ganga víða um borgina. Handrið
voru hans sérgrein, en hann gat
smíðað hvað sem var úr járni.
Þegar ég var ungur drengur
bjuggum við í sama húsi, ég og Leif-
ur. Hann átti bara stelpur og sagði
gjarnan að ég væri eini strákurinn
hans. Mér þótti vænt um það þá og
þykir enn. Ekki síst eftir að hann
ítrekaði þetta þegar ég heimsótti
hann nýlega og átti við hann stutt
spjall.
Okkur var báðum ljóst að liðið var
langt á ævikvöldið, og brátt hnigi
sólin hans til viðar. Við yljuðum
okkur við glettni og smáspaug úr
löngu liðinni tíð. Sú stund var mér
dýrmæt.
Nú er Leifur horfinn á vit forfeðr-
anna. Hann var ekki mikill trúmað-
ur hérna megin í tilverunni, en hef-
ur nú vonandi uppgötvað að þar
skjátlaðist honum.
Því ef nokkur dauðlegur maður á
skilið að lenda í himnaríki, þá á
hann Leifur það skilið. Þar skipar
hann sér í sveit Íslendinga, en lítur
kannski við hjá Storm P og Dirch
öðru hverju.
Hvíldu í friði, kæri vinur.
Gísli Baldur Garðarsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTINN GUÐMUNDSSON
húsasmíðameistari og
byggingaeftirlitsmaður,
Langagerði 74,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 10. febrúar, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 15.00.
Ólafía Pálsdóttir,
Guðmundur Pálmi Kristinsson, Ragnheiður Karlsdóttir,
Sigríður Hrönn Kristinsdóttir, Brynjólfur Helgason,
Ólafía Pálmadóttir, Halldór Már Sverrisson,
Karl Pálmason, Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir,
Kristinn Pálmason, Unnur Eir Björnsdóttir,
Pálmi Örn Pálmason
og barnabarnabörn.
Mágur minn,
BALDVIN HILMAR ÓSKARSSON,
Klömbur,
Aðaldal,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga föstu-
daginn 13. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Grenjaðarstað laugar-
daginn 21. febrúar kl. 14:00
Anna Sigríður Gunnarsdóttir
Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURJÓNS GÍSLA JÓNSSONAR
fyrrv. lögregluvarðstjóra,
Neskaupstað.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkra-
hússins í Neskaupstað fyrir alúðlega umönnun,
Lögreglufélags Austurlands og þeirra lögreglumanna er stóðu
heiðursvörð við útförina.
Guðbjörg Hjartardóttir,
Jón Gunnar Sigurjónsson, Hulda Gísladóttir,
Gíslína Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Karl Jóhann Karlsson,
Páll Lárus Sigurjónsson, Berglind Einarsdóttir,
Hjörvar Sigurjónsson, Sigrún Júlía Geirsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini hins látna.
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
ÁRNI GUÐJÓNSSON
hæstaréttarlögmaður,
Bergstaðastræti 3,
Reykjavík,
sem andaðist sunnudaginn 15. febrúar, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun,
föstudaginn 20. febrúar, kl. 15.00.
Edda Ragnarsdóttir,
Valva Árnadóttir, Gunnar Gunnarsson,
Árni Árnason, Dröfn Björnsdóttir,
Andri Árnason, Sigrún Árnadóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT B. GUÐMUNDSSON,
Vesturhópshólum,
Álagranda 23,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Hringbraut þriðjudaginn
17. febrúar.
Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. febrúar kl. 10.30.
Lára Hjaltadóttir, Kevin Cooke,
Guðmundur Hjaltason, Elísabet Kristbergsdóttir,
Bára Hjaltadóttir, Sigurgeir Tómasson,
Ásta Hjaltadóttir, Halldór Teitsson,
Úlfar Hjaltason,
barnabörn og barnabarnabörn.