Morgunblaðið - 19.02.2004, Page 46

Morgunblaðið - 19.02.2004, Page 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Páll Marteinsson(Poul Hagbart Mikkelsen) fæddist í Gislev á Fjóni í Dan- mörku 11. desember 1921. Hann lést á Landakoti 11. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Karen Mikk- elsen, f. 6. ágúst 1892, d. 22. mars 1942, og Martin Mikkelsen, f. 11. september 1884, d. 25. apríl 1958. Systk- ini Páls eru: Norma Porlov, f. 8. apríl 1926, Níels Marteinsson, f. 5. apríl 1928, og Inge Poulsen, f. 15. maí 1931, d. 18. maí 1997. Árið 1953 kvæntist Páll eigin- konu sinni Gyðríði Pálsdóttur, f. 7. desember 1918, d. 6. júlí 1989. Hún var dóttir hjónanna Páls Sigurðssonar frá Skammadal, f. 1872, d. 1954, og Bergþóru Sveinsdóttur, f. 1879, d. 1959. Páll og Gyða eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Bergþóra Kar- en Pálsdóttir, f. 27. mars 1954, sambýlismaður Tómas Oddgeirs- son, f. 19. júlí 1944, d. 3. ágúst 1999. 2) Stefán Þór Pálsson, f. 2. júlí 1960. 3) Páll Ævar Pálsson tann- læknir, f. 2. júlí 1960, kvæntur Guð- rúnu Tómasdóttur, f. 9. júlí 1965. Dætur þeirra eru: a) Rakel Gyða Pálsdóttir, f. 17 nóvember 1989, og b) Ester Ósk Pálsdóttir, f. 7. jan- úar 1994. Páll ólst upp í Danmörku og lauk þar námi í garð- yrkju og blóma- skreytingum. Hann kom til Íslands að stríði loknu ár- ið 1946 og réð sig til starfa á garðyrkjustöðinni hjá Stefáni Árnasyni á Syðri-Reykjum í Biskupstungum. Þar starfaði hann fram til ársins 1954 er hann hóf störf hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna. Sjö árum síðar tók hann við stöðu verslunarstjóra hjá Sölufélaginu og því starfi gegndi hann fram til ársins 1988 er hann lét af störfum. Páll og Gyða bjuggu lengst af á Borg- arholtsbraut 32 í Kópavogi. Útför Páls fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Tengdafaðir minn, hann Páll, var ákaflega ljúfur og þægilegur maður. Hann var alltaf glaðlegur og hress í bragði og það sem einkenndi hann öðru fremur var hjálpsemi og liðleg- heit. Engan hef ég þekkt jafn vinnusam- an og hann, hann var alltaf að. Eftir að hann lét af störfum hjá Sölufélag- inu tók hann að útrétta fyrir tann- læknastofuna og þess á milli stússaði hann heima fyrir í garðinum og inni við og fyndi hann ekki viðfangsefni þar kom hann heim til okkar sem var ósjaldan. Þekking hans á garðyrkju kom okkur að góðum notum þegar við standsettum garðinn og var hann þar alltaf með annan fótinn. Margir ná- grannar litu okkur öfundaraugum fyrir að eiga hann að. Allt var gert af stakri natni og snyrtimennsku. Páll hafði mikið yndi af að fara til suðlægra landa en þar gat hann lagst með tærnar upp í loft sem hann ann- ars aldrei gerði. Hann slóst því oft í för með okkur í sumarfríum og áttum við yndislegar stundir saman á Spáni og í Portúgal. Þar fengu afa- stelpurnar þær Rakel og Ester sér- staklega að njóta samvista við afa sinn. Páli þótti það ekki slæmt er dóttir hans hún Bergþóra ákvað að flytja til Spánar. Nú hafði hann enn betri ástæðu til að skella sér suður á bóginn. Þeir feðgar heimsóttu hana fljótlega eftir flutningana og aðstoð- uðu við að koma sér fyrir. Þær sam- vistir voru þeim öllum mjög dýrmæt- ar. Það var aðdáunarvert hve vel Páll annaðist son sinn Stefán Þór. Stebbi er með Downs heilkenni og var lengi vistmaður í Tjaldanesi. Allt þar til síð- astliðið vor tók hann Stebba heim um aðra hverja helgi, á hátíðum og í sum- arfríum. Þeir voru mikið á ferðinni og létu sig ekki vanta ef eitthvað var um að vera svo sem sýningar af ýmsu tagi. Þeir voru miklir mátar og það er alveg kostulegt hve margt er í fasi og látbragði Stebba sem minnir á pabba hans. Það veit ég að Páli var mikill léttir að vita velferð Stebba borgið, en hann flutti nýlega á sambýli í Hafn- arfirði eftir að ákveðið var að leggja Tjaldanesheimilið niður. Samband þeirra feðga Páls og Páls Ævars var einstaklega náið. Palli minn var í daglegu sambandi við pabba sinn enda var hann ákaflega úrræðagóður og því gott að leita til hans. Þeir báru mikla virðingu hvor fyrir öðrum og áttu gott með að vinna saman. Elsku Palli, Bergþóra og Stebbi, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Guðrún. Elsku afi minn. Nú þegar þú ert farinn rifjast upp fyrir mér allar stundir okkar saman. Alltaf þegar ég sat í eldhúsinu og fékk hjá þér heitar kleinur og mjólk. Þegar við spiluðum Matador þó að við kynnum varla regl- urnar. Þegar ég þorði ekki að vera ein heima á sumrin, þá sóttir þú mig og varst með mér yfir daginn. Þú bauðst mér svo að koma til þín og taka upp kartöflur og að tína rifs- ber svo að mamma gæti gert sultu. Þessum stundum mun ég aldrei gleyma. Þér fannst alltaf svo gaman að fá mig í heimsókn og það brást ekki að alltaf fékk ég ís þegar ég kom til þín. Ég elska þig svo mikið og nú vildi ég hafa komið oftar, því nú sakna ég þín svo ofboðslega. Ég hefði ekki getað ímyndað mér betri afa en þig og ég mun aldrei gleyma stundum okkar saman. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Rakel Gyða. Elsku afi minn, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Mér þykir svo vænt um þig, þú varst mér alltaf svo góður. Það er gott að vita að nú líður þér vel uppi hjá Guði og þú ert ekki lengur veikur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Ester Ósk. Í dag kveðjum við Pál Marteinsson, bróður, mág og föðurbróður. Í dag kveður Níels bróður sinn sem fluttist frá Danmörku til Íslands árið 1946, tveimur árum á undan honum. Báðir fóru strax til starfa hjá Stefáni Árnasyni á Syðri-Reykjum, í Bisk- upstungum, þar sem fjöldi landa þeirra ásamt fjölda Íslendinga unnu á stærstu garðyrkjustöð landsins á þessum tíma. Eftir 1954 fluttu þeir til Reykjavíkur og gerðust starfsmenn Sölufélags garðyrkjumanna, og unnu þar allan sinn starfsaldur. Hann þakkar fyrir öll þau miklu og góðu samskipti, bæði í leik og starfi. Steinunn kveður mág sinn með trega og þakkar honum alla þá miklu tryggð sem hann ávallt sýndi henni. Hún saknar þess að vita ekki af hon- um á Borgarholtsbrautinni, þangað sem ávallt var gott að koma og spjalla, þar sem alltaf var tekið vel á móti henni og hennar fólki. Karen og Bárður kveðja föður- bróður sinn. Þau kynntust honum bæði í leik og starfi, þar sem þau unnu bæði hjá Sölufélagið garðyrkju- manna í nokkur ár. Þar sáu þau að Páll leit ekki á vinnustaðinn sem hvíldarheimili. Samviskusemi og þjónustulipurð skein af honum bæði við starfsfólk og viðskiptavini, og allt- af gátu þau leitað upplýsinga hjá hon- um. Utan vinnutíma var Palli traust- ur og góður vinur þeirra, sem alltaf var gaman að hitta, bæði heima og heiman. Við þökkum öll samfylgdina í gegn- um árin, og biðjum Guð að blessa fjöl- skyldu hans. Níels Marteinsson, Steinunn Bárðardóttir, Karen Níelsdóttir, Bárður M. Níelsson. Það var seint á hausti árið 1945. Nokkrir mánuðir voru þá liðnir frá lokum síðari heimsstyrjaldar, og ljós- in sem slokknuðu eitt af öðru yfir Evrópu, sex árum fyrr, voru að byrja að kvikna á ný. Sem við var að búast var mikil upp- lausn um alla álfuna og meiri þjóð- flutningar framundan en menn höfðu lengi séð, að undanskildu landnámi heilu heimsálfanna. Faðir minn, Stefán á Syðri-Reykj- um, hafði farið utan til Danmerkur þetta haust, þegar samgöngur opn- uðust á ný eftir ófriðinn, til að sinna ýmsum útréttingum fyrir garðyrkju- stöðina. Þar á meðal var að útvega sér lærða danska garðyrkjumenn, en af fagkunnáttu Dana hafði hann góða reynslu frá fyrri tíð. Hann auglýsti í blaði og gaf upp hótelið sem hann dvaldi á, og að þar væri hann til viðtals. Einn af þeim sem sóttu um var Páll Marteinsson, sem þá hét Paul Mikk- elsen, 24 ára garðyrkjumaður sem hafði nám og reynslu, bæði í græn- metis- og blómarækt og einnig blómaskreytingum. Hann var ráðinn, ásamt fleirum, og um miðjan janúar var hann kominn að Syðri-Reykjum og tekinn þar til starfa af þeim krafti og elju, sem honum var svo lagin. Þar var ekki tjaldað til einnar næt- ur, því að þarna átti hann heima í átta ár, þar til hann fluttist til Reykjavíkur haustið 1953 og gerðist starfsmaður Sölufélags garðyrkjumanna. Þessi litla auglýsing breytti því lífi fjölda manns, eins og svo oft vill verða, að gjörðir manna hafa áhrif á líf annars fólks. Ekki einungis lifði Páll upp frá því á Íslandi, eignaðist fjölskyldu og starfaði langa ævi, heldur kom bróðir hans, Niels, vorið 1948, einnig til starfa á Reykjum, var í sex ár, og svo hófu þeir bræður búskap í Reykjavík um sama leyti. Báðir eignuðust þeir sína lífsföru- nauta á Syðri-Reykjum, en þar urðu til mörg góð hjónabönd á þeim árum. Páll var sérstaklega samviskusam- ur, ósérhlífinn og nákvæmur starfs- maður. Hann varð því, eins og af sjálfu sér, verkstjóri í garðyrkjustöð- inni og hlífði sér hvergi. Með vaxandi vélvæðingu fór hann að sjá meira um vélar og tæki og keyrði seinni árin einnig grænmetið og blómin til Reykjavíkur. Þá var Níels kominn til sögunnar og tók við verkstjórninni af bróður sínum. Þeir voru alltaf samhentir bræð- urnir og hafa lengi verið nefndir í sama orðinu í okkar fjölskyldu, og svo er enn í þessari grein. Það var gott að læra að vinna hjá þessum öðlingum báðum, og eins henni Gyðu, konunni hans Páls, sem var á Reykjum sex sumur áður en þau fóru að búa fyrir sunnan. Hún var mikil sómakona, enda úr Mýrdalnum, en fólki af því svæði, og þar austur af, hefur verið hrósað meira en öðrum á þessu landi, fyrir margra kosta sakir. Af því að eg kynntist Gyðu svo vel á unglingsárum mínum, þá trúi eg þessari goðsögn staðfastlega, og í mínum huga er hún persónugerving- ur þessa trausta og hógværa fólks, sem á rætur á þessu svæði. Þegar þau, Páll og Gyða, hófu búskap haust- ið 1953, fór Páll að vinna hjá Sölu- félaginu, fyrst sem sölumaður og sölustjóri en síðan varð hann versl- unarstjóri rekstrardeildar og gegndi því starfi að segja má í heilan manns- aldur. Garðyrkjubændur, blómabúðafólk og aðrir, sem þurftu á garðyrkjuvör- um að halda, gátu gengið að honum vísum við skrifborðið, með pípuna, leggjandi saman á gamla reiknivél, sem var heilt furðuverk út af fyrir sig, en aldrei skakkaði eyri, eða að hann var á haus inni á lager að tína til vörur og koma áleiðis. Allt stóð eins og staf- ur á bók sem hann tók að sér. Vinnusemin var alltaf mikil og sem aukastarf framleiddi hann undirlög fyrir kransa og fleira fyrir blómabúð- ir. Þegar hann hætti hjá Sölufélaginu varð það hans aðalstarf, því að ekki vildi hann vera iðjulaus. Ekki var þó lífið eintóm vinna. Þau hjón höfðu gaman af að ferðast sam- an, meðan Gyðu naut við, fara út í bláa loftið, eins og Páll kallaði það. Einnig tóku þau mikla tryggð við Costa del Sol, þangað sem þau fóru oft í fríum, og þá var ekki um annað að tala en að vera á sama góða hót- elinu, sem þau höfðu tekið tryggð við. Eg á Páli og Gyðu margt að þakka, góð áhrif í æsku og vináttu alla tíð, einnig að hann tók að sér að lesa með mér dönsku þegar eg var níu eða tíu ára. Heilt sumar tölti eg út í hús til hans eftir kvöldmat og stautaði danskan texta. Síðan þá er mér nokkurn veg- inn sama hvort eg les á dönsku eða ís- lensku. Eg þakka Páli samfylgdina og flyt fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur frá okkur hjónum. Eg kveð hann með fallegum línum Jónasar, þær hefðu getað verið í dönskubók- inni: Ja, vidste min moder hvor mangefold man pröves i fremmede lande. Ólafur og Barbel, Syðri-Reykjum. Sumir menn hafa þann persónu- leika til að bera, að þeir, einungis með nærveru sinni, setja svip á umhverfi sitt. Þannig maður var Páll Marteins- son. Þeir sem lögðu leið sína í Verslun Sölufélags garðyrkjumanna í Skógar- hlíð á sínum tíma muna eflaust eftir svarthærða, lágvaxna, snaggaralega afgreiðslumanninum í græna sloppn- um, sem vissi alltaf allt og var alltaf upptekinn við leiðbeiningar. Hann hafði framkomu þess sem vissi hvað hann var að segja og maður treysti ráðleggingum hans. Þessi maður var Páll Marteinsson verslunarstjóri. Þegar við hjónin keyptum Verslun Sölufélags garðyrkjumanna á Smiðjuvegi 5 vorum við svo heppin að Páll eða Palli sem við kölluðum hann, sem var þá kominn á áttræðisaldur, var til í að koma til aðstoðar í vorálag- inu, eins og hann sagði, að gamni sínu, því honum leiddist að hafa ekkert fyr- ir stafni. Það er skemmst frá því að segja að hann gaf ungu mönnunum ekkert eft- ir, lyfti þungum áburðarpokum og vann þannig að við þurftum að halda aftur af honum, svo hann gengi ekki fram af sér. Hann var einn af okkar föstu starfsmönnum eftir það, kom eitthvað á hverju vori, þar til fyrir tveimur árum, að heilsan fór að gefa sig. Það var alltaf sólskin í kringum Palla og stutt í brosið hans hlýja og handtakið þétta. Við hjónin og starfs- fólk Garðheima þökkum Palla fyrir góð kynni og fyrir að hafa auðgað líf okkar með nærveru sinni. Gísli Sigurðsson og Jónína Lárusdóttir, Garðheimum. PÁLL MARTEINSSON Elmar frændi er dá- inn og langar mig að minnast hans í nokkr- um orðum. Þó að mörg ár séu frá því að Auður, Elmar og ég sjálf fór- um frá Ólafsfirði þá eru mér ofarlega í huga árin á Kirkjuvegi 18 þar sem Elmar bjó á neðri hæðinni og pabbi á þeirri efri. Elmar og Auður eignuð- ust fimm stelpur en pabbi tvær stelpur og þrjá stráka og þar sem mörg ár aðskildu okkur systurnar voru þær ófáar ferðirnar sem ég fór niður til stelpnanna hans Elmars. Við Ása gátum setið og spilað heilu dagana eða leikið okkur í skotinu undir stiganum. Það fannst mér allt- af vera eitt stórt dúkkuhús. Jólaboðin á aðfangadagskvöld líða mér seint úr minni þegar öll fjöl- ELMAR VÍGLUNDSSON ✝ Elmar Víglunds-son fæddist í Ólafsfirði 13. sept- ember 1931. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 8. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Breiðholtskirkju 17. febrúar. skyldan streymdi niður í kaffi og kökur. Þá man ég eftir því hvað okkur Ásu þótti fyndið að fylgjast með bræðr- unum þegar þeir sátu og töluðu saman með krosslagða fætur og hreyfðu ökklann í takt eins og vel smurð vél. Elmar og pabbi unnu saman í einhver ár, bjuggu saman í enn fleiri ár og eftir að Elmar og Auður fóru suður voru þeir alltaf í sambandi og veit ég að missir pabba er mikill eins og ann- arra aðstandenda. Það voru alltaf sömu fréttirnar sem maður fékk þegar maður innti pabba eftir því hvað væri að frétta af Elmari og Auði, undantekningarlaust fréttir af stelpunum, já, Elmar var stoltur af stelpunum sínum enda mátti hann vera það. Elsku Auður, Ólöf, Sigurlaug, Jóna, Matta, Ása, tengdasynir og barnabörn, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kveðja. Sólveig Bláfeld. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.