Morgunblaðið - 19.02.2004, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Lukku Láki – Reipi böðulsins
© DARGAUD
endir
HVAÐ ER AÐ VERÐA
UM ÞENNAN HEIM? MAÐUR GETUR EKKI EINU SINNI
FENGIÐ SÉR SMÁ GÖNGUTÚR Í
ELDHÚSSKÁPNUM ÁN ÞESS AÐ
REKAST Á HEILU HRÚGURNAR AF
DISKUM!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ORÐIÐ rauð mafía er ef til vill fram-
andi þegar talað er við ungt fólk í
dag. En mér datt þetta orð í hug og
heilaþvottaaðferðir liðsmanna henn-
ar þegar Gísli Gunnarsson prófessor
sagði að margir þeirra sem for-
dæmdu bók Hannesar Hólmsteins
um Kiljan hvað harðast, hefðu aldrei
lesið hana né ætluðu sér að gera það.
Höfum við ekki mörg sem orðin er-
um miðaldra eða eldri heyrt að
Kristmann Guðmundsson rithöfund-
ur hafi verið geðbilaður? Lætur ekki
Kristinn E. Andrésson að því liggja í
bókmenntasögu sinni og voru það
ekki lokaorð Sverris Kristjánssonar
í umsögn um ævisögu hans? Í sumar
skoðaði ég Kjarvalssýningu á Borg-
arfirði eystra. Þar var í skrá getið
tveggja rithöfunda sem skrifað hafi
um Kjarval: Matthíasar Johannes-
sen og Thors Vilhjálmssonar. Ekki
var minnst á tveggja binda verk
Indriða G. Þorsteinssonar um Kjar-
val, sem að margra dómi er það
besta sem um hann hefur verið skrif-
að. Hvers vegna? Þegar ég ungur
maður bað um að fá að lesa í útvarpið
úr minni fyrstu bók, Nýjum hugvekj-
um fyrir kristna menn og kommún-
ista – uppgjörsbók við marxista, þá
var það guðfræðiprófessorinn og
sjálfstæðismaðurinn Magnús Jóns-
son, sem var manna harðastur að
varna mér máls. Allt aðrar og betri
trakteringar fékk ég hjá Valtý Stef-
ánssyni, ritstjóra Morgunblaðsins.
Hann birti í blaði sínu stærsta kafla
bókarinnar og borgaði mér árið 1955
tvö þúsund krónur. Matthías, verð-
andi ritstjóri, sagði hins vegar að
verkið væri tjara. Frá því að nýsköp-
unarstjórnin starfaði með Brynjólf
Bjarnason sem menntamálaráð-
herra hefur afstaða margra sjálf-
stæðismanna í menningarmálum
verið nokkuð á reiki. Það hefur því
sannarlega verið á brattann að
sækja á síðari hluta fyrri aldar að
vera óháðir rithöfundar með Mál og
menningu sem leiðandi afl í bókaút-
gáfu. Stefán Júlíusson, einn merk-
asti höfundur þessa tímabils, taldi til
dæmis að ástæða þess að hans er
hvergi getið í bókum Heimis Páls-
sonar væri m.a. sú að hann hefði
skrifað skáldsögur sem gerðust í
Ameríku. Jakob Ásgeirsson – sem
nú stendur sig best að verja læsilega
og góða bók Hannesar Hólmsteins
um Kiljan – minnir mig að hafi upp-
lýst að Jóhannes Helgi hafi sótt 13
sinnum um styrk úr launasjóði rit-
höfunda en verið synjað. Engin kyn-
slóð hefur verið eins heilaþvegin og
sú sem nú vex úr grasi. Því varð ég
undrandi og himinlifandi þegar ung-
ur maður, spurður um Kiljan og verk
hans, svaraði á 100 ára afmæli
skáldsins: „Kiljan hefur ekki mikið
aðdráttarafl fyrir mig eða mína fé-
laga og sífellt byltingartal hans er
mér lítt skiljanlegt.“ Þetta uppgjör
sem nú stendur við Hannes Hólm-
stein er eðlilegt. Þetta eru dauða-
teygjur rauðu mafíunnar á Íslandi
sem sér nú fram á áhrifaleysi sitt
meðal skálda og listamanna. Halldór
Guðmundsson, rauði tindátinn, hefur
verið rekinn frá Eddu-útgáfunni og
við hefur tekið maðurinn, sem gaf út
Moskvulínuna eftir Arnór Hanni-
balsson. Hannes Hólmsteinn er að
taka upp fallinn menningarfána
hægri manna – manna eins og Valtýs
Stefánssonar, Davíðs Stefánssonar
og Þorsteins Thorarensen. Þessu
ber að fagna hvar í flokki sem menn
standa. Tekið skal fram, að sá sem
hér talar er enginn vinur Hannesar
Hólmsteins né skoðanabróðir hans
sem frjálshyggjugaurs.
HILMAR JÓNSSON,
rithöfundur og fv. bókavörður
í Keflavík.
Rauða mafían
riðar till falls
Frá Hilmari Jónssyni
NÚ er verið að grafa göng austur á
fjörðum og fleiri framundan.
Ekki fáum við Reykvíkingarnir
nein göng. Hvernig væri nú að
gera göng frá Grensásvegi og vest-
ur í Vatnsmýri. Á leiðinni má svo
hafa úttak fyrir þá sem eiga erindi
í Kringluna og Umferðarmiðstöð
sem stundum hefir verið talað um
að hafa þar. Það yrði þá svona
einskonar Lækjartorg nútímans og
framtíðarinnar, Reykjavík myndi
þá e.t.v. endurheimta eitthvað af
fyrri reisn. Það er ekki endalaust
hægt að lifa á fornri frægð.
Með því að gera svona göng ynn-
ist ýmislegt. Ekki væri þörf á
margra hæða mislægum gatnamót-
um við Kringlumýrarbraut. Hávaði
vegna hraðrar umferðar myndi
hverfa af yfirborði jarðar. Hægt
yrði að koma böndum á loftmengun
sem nú er komin á hættulegt stig
hér í austurbænum. Leiðin í vest-
urbæinn yrði fljótfarnari og
greiðari. Grjótmulningurinn úr
þessum göngum nýttist til frekari
landvinninga í vesturbænum.
Heilsufar almennings myndi batna
vegna minni mengunar og hávaða.
Nú, svo er gull þarna niðri á
u.þ.b. fjörutíu metra dýpi og því al-
veg möguleiki á því að endur-
heimta eitthvað af kostnaði gegn-
um gullvinnslu. Nú hafa yfirvöld
afrekað það að setja sjöttu umferð-
arljósin á hálfs kílometra kafla á
Snorrabraut. Þetta furðulega fyr-
irbæri hefir valdið þeim er þetta
ritar nokkrum heilabrotum en svo
komst hann að því að stjórnmála-
starfsemi á Íslandi er m.a. kostuð
af heildsölum og byggingaverktök-
um.
Það er ekki lítill hávaði og meng-
un sem verður til við það að risa-
vaxnar bílalestir fara af stað við öll
þessi umferðarljós.
GESTUR GUNNARSSON,
tæknifræðingur,
Flókagötu 8,
Reykjavík.
Göng
Frá Gesti Gunnarssyni
tæknifræðingi