Morgunblaðið - 19.02.2004, Page 57

Morgunblaðið - 19.02.2004, Page 57
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 57 DANIR gerðu góða ferð til Tyrklands þar sem þeir léku vináttulandsleik gegn heimamönnum í borginni Adana. Fyrri hálfleikur þótti mjög fjörugur og voru Danir mikið með knöttinn í sínum röðum og skoruðu eina mark leiksins á 21. mínútu. Thomas Helveg gaf þá knöttinn á framherjann Martin Jørgensen sem leikur með Udinese á Ítalíu og sendi hann knöttinn framhjá hinum litríka markverði Tyrkja, Rüstü Recber. Þetta er þriðji landsleikurinn í röð sem að Jørgensen skorar sigurmark fyrir Dani. Danskir fjölmiðlar eru í skýjunum yfir árangri liðsins enda ekki á hverjum degi sem Tyrkir tapa á heimavelli en heimamenn sóttu mun meira í síðari hálfleik en nýttu tækifæri sín illa, auk þess sem Thomas Sørensen markvörður danska landsliðsins og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni lék vel. Senol Gunes landsliðsþjálfari Tyrkja notaði tækifær- ið og var með marga nýja leikmenn í sínu liði en Tyrk- ir komust ekki í lokakeppni EM að þessu sinni. Jørgensen hetja Dana gegn Tyrkjum MORTEN Gamst Pedersen, framherji Tromsö, lét mikið að sér kveða í sínum fyrsta A-landsleik með Norðmönnum í gær sem mættu Norður-Írum á Windsor Park í Belfast. Pedersen skoraði tvívegis í 4:1 sigri Norðmanna en heimamenn settu heimsmet í fyrri hálfleik en þá hafði liðið leikið í 1.287 mínútur án þess að skora mark. Framherji Preston, David Healy, skoraði í síðari hálf- leik og batt enda á 1.298 mínútna martröð N-Íra sem höfðu ekki skorað í landsleik frá því að Steve Lomas skor- aði 2. febrúar árið 2002 í 1:4 tapleik gegn Pólverjum. Pedersen skoraði fyrsta markið á 17. mínútu og bætti við öðru á 35. mínútu. Steffen Iversen framherji Wolves skoraði það þriðja á 44. mínútu og Thorstein Helstad inn- siglaði sigurinn með marki á 58. mínútu, en líklega verður markið skráð sem sjálfsmark hjá Keith Gillespie. Norskir fjölmiðlar segja að hið „nýja“ norska landslið hafi tekið gríðarlegum breytingum undir stjórn Åge Ha- reide sem blási nú til sóknar. En því hafa Norðmenn ekki átt að venjast fram til þessa. N-Írar settu heims- met í Belfast Reuters Andrew Smith í rimmu við Norðmanninn Magne Hoseth.  ADRIAN Mutu, félagi Eiðs Smára Guðjohnsens hjá Chelsea, skoraði tvívegis fyrir Rúmena í gær þegar þeir unnu Georgíu, 3:0, í vináttulandsleik í knattspyrnu. Florian Cernat gerði þriðja mark- ið.  LANDSLIÐ Letta sem leikur í fyrsta sinn í sögunni í úrslitum Evrópumóts landsliða í knatt- spyrnu í sumar lagði Kazakhstan, 3:1, í vináttulandsleik í gær. Youri Aksenov kom gestunum yfir á 24. mínútu en Marian Pahars leikmað- ur Southampton jafnaði leikinn og Jurijs Laizan bætti við tveimur mörkum fyrir heimamenn. Lettar eru í riðli með Þjóðverjum, Tékk- um og Hollendingum á EM.  MARK Hughes þjálfari landsliðs Wales í knattspyrnu er bjartsýnn á að Wales muni leika til úrslita á Evrópumóti landsliða í sumar á kostnað Rússa, en Wales hefur áfrýjað úrskurði Knattspyrnusam- bands Evrópu, UEFA, vegna lyfja- máls Jegors Titovs leikmanns Rússa. Hinn 3. febrúar s.l. hafnaði UEFA kæru Wales en Titov féll á lyfjaprófi eftir fyrri leik liðanna í Rússlandi. Hann kom ekki við sögu í þeim leik en hann lét mikið að sér kveða í síðari leiknum fjórum dög- um síðar í Wales.  TOMAS Rosicky tryggði Tékk- um jafntefli, 2:2, í vináttulandsleik við Ítala í Palmeró á Sikiley í gær- kvöldi. Rosicky jafnaði leikinn á 89. mínútu eftir að allt leit út fyrir að Antonio Di Natale hefði tryggt Ítölum sigur með skallamarki tveimur mínútum fyrr eftir send- ingu frá Carlo Nervo. Christian Vi- eri kom ítalska landsliðinu yfir á 14. mínútu en Jiri Stajner jafnaði metin rétt fyrir hálfleik.  FJÖLMARGAR skiptingar settu mjög svip sinn á leik Ítala og Tékka. Meðal annars skiptu Ítalar öllu byrjunarliði sínu smátt og smátt út af í síðari hálfleik.  HINN ungi framherji PSV Eindhoven, Arjen Robben, tryggði Hollendingum sigur á Bandaríkja- mönnum, 1:0, með marki á 57. mín- útu er þjóðirnar áttust við í Amst- erdam. Robben er einn efnilegasti framherji heims um þessar mundir og hefur þráfaldlega verið orðaður við Manchester United. Hann lék í fremstu víglínu hollenska liðsins við hlið Ruuds vans Nistelrooys sem gæti orðið samherji hans á næstu leiktíð í Englandi. Nistelro- oy skoraði í tvígang í leiknum en bæði mörkin voru dæmd af vegna rangstöðu. Þá fékk hann gult spjald á 37. mínútu. Annars olli hollenska liðið stuðningsmönnum vonbrigðum í leiknum, liðið þótti ekki leika eins vel og það best getur og ljóst að það verður að taka sig saman í and- litinu fyrir EM í Portúgal í sumar. FÓLK Carsten Ramelow leikmaður Ba-yer Leverkusen kom inná sem varamaður og tryggði Þjóðverjum 2:1 sigur gegn Króatíu í gær er liðin áttust við í Split. Miroslav Klose kom Þjóðverjum yfir í fyrri hálfleik en Mato Neretljak jafnaði fyrir heimamenn á 86. mínútu, en skömmu síðar skoraði Ramelow sig- urmarkið. Heimamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik þar sem leikmenn úr þýskum liðum létu mikið að sér kveða, en sex leikmenn í byrjunar- liði Króatíu leika í Þýskalandi. Earnshaw með þrennu í Cardiff Robbie Earnshaw framherji Car- diff City kunni vel við sig á Þúsald- arleikvanginum í kvöld þar sem Wa- les gjörsigraði Skota í vináttulandsleik, 4:0. Earnshaw skoraði þrennu en Gareth Taylor bætti við fjórða markinu undir lok leiksins. Hvorugt liðanna er á meðal liða sem keppa á EM í sumar en Wales heldur enn í vonina um að taka sæti Rússa vegna lyfjamála eins leik- manns úr röðum Rússa. Markverðirnir góðir í Dublin Heimsmeistaralið Brasilíu gerði markalaust jafntefli gegn Írum á Lansdowne Road í Dublin í gær að viðstöddum 44 þúsund áhorfendum. Ronaldo og Ronaldinho fengu tækifæri til þess að skora fyrir Brasilíumenn og einnig áttu Robbie Keane og Stephen Carr leikmenn Tottenham fín færi fyrir heima- menn. Markverðirnir Dida og Shay Given þurftu að hafa sig alla við í leiknum til þess að forða því að knötturinn færi í markið. Átta leikmenn í byrjunarliði Bras- ilíu í gær léku úrslitaleikinn gegn Þjóðverjum á HM árið 2002, aðeins Dida, Ze Roberto og Kaka voru fjar- verandi í þeim leik. Góð byrjun hjá Saha Louis Saha framherji Manchester United skoraði í sínum fyrsta A- landsleik fyrir Frakka sem lögðu Belgíu, 2:0, á útivelli í Brussel. Sidney Govou, framherji Lyon, skoraði fyrsta markið með skoti úr utanverðum vítateig eftir að Geert De Vlieger markvörður Belga hafði misst knöttinn frá sér. Zinedine Zidane var maðurinn á bak við mark Saha á 75. mínútu og átti hann ekki í vandræðum með að setja knöttinn í netið. Frakkar hafa nú sigrað í 14 leikj- um í röð og Thierry Henry og David Trezeguet léku ekki með Frökkum vegna meiðsla en þeir verða án vafa í fremstu víglínu í sumar þegar Frakkar mæta til leiks í Portúgal til þess að verja Evrópumeistaratitil- inn. Belgar komust ekki upp úr riðla- keppninni fyrir EM að þessu sinni, en Frakkar virðast vera á góðum skriði með sitt lið á þessari stundu. Spánverjar léku gegn Perú á Spáni og mörðu heimamenn 2:1 sig- ur. Solano leikmaður Newcastle skoraði fyrir Perú á 21. mínútu, Jo- seba Etxebarria jafnaði fyrir heima- menn á 31. og Ruben Baraja skoraði sigurmarkið mínútu síðar. Albanar sterkir í Tirana Svíar töpuðu gegn Albaníu á úti- velli, 2:1, í vináttulandsleik sem fram fór í kvöld. Svíar eru sem kunnugt er í riðli með Íslendingum, Búlgörum, Króötum og Möltu í und- ankeppni HM og í apríl leikur Ís- land vináttuleik gegn Albönum í Tirana. Þetta er níundi heimaleikur Albana á heimavelli sem þeir standa af sér sóknir mótherja sinna en þeir hafa ekki tapað í s.l. níu viðureign- um á heimavelli sínum. Svíar komust yfir með marki frá Stefan Selakovic en mörk heima- manna skoruðu Ervin Skela á 68. mínútu og sjö mínútum síðar bætti Adrian Aliaj við marki með hnitmið- uðu skoti í markvinkilinn. Skela leikur með Frankfurt þýsku 1. deildinni. Fyrri hálfleikur var ekki mjög líf- legur og fengu sóknarmenn sænska landsliðsins ekki frið til þess að at- hafna sig. Sænskir fjölmiðlar segja að sænska liðið hafi leikið betur í síðari hálfleik og skapað sér fjöl- mörg færi sem ekki nýttust. Búlgaría tapaði Grikkir léku á heimavelli gegn liði Búlgaríu og höfðu betur gegn gest- unum, 2:0. Mörkin skoruðu Haris- teas Papadoupulos og Zivis Vryzas. Það fyrra í fyrri hálfleik og Vryzas bætti við marki í þeim síðari. Mättheus fagnaði sigri Ungverjar sem eru í riðli með Ís- landi í undankeppni Heimsmeistara- mótsins í léku gegn Armenum en leikið var í Ungverjalandi. Heima- menn höfðu betur, 2:0, en þjálfari liðsins er Lothar Mättheus, fyrrum fyrirliði þýska landsliðsins og Bay- ern München. Imre Szabics skoraði fyrra mark Tyrkja á 63. mínútu og Krisztian Lisztes bætti við öðru marki átta mínútum síðar. Louis Saha nýtti fyrsta tækifærið FJÖLMARGIR vináttulandsleikir fóru fram í gær þar sem 15 af þeim 16 liðum sem leika til úr- slita á EM í sumar voru í eldlín- unni. Aðeins lið Rússa sat hjá í gær. Englendingar sóttu gest- gjafa Evrópumótsins heim í Faro í Portugúal og lauk þeim leik með jafntefli, 1:1. Ledley King skoraði fyrir England. Carsten Ramelow var hetja Þjóðverja, Skotar voru nið- urlægðir í Cardiff og Lois Saha lét mikið að sér kveða í framlínu Evrópumeistara Frakka í sínum fyrsta leik. Mótherjar Íslendinga í undankeppni HM léku einnig í gær með misjöfnum árangri. Reuters Louis Saha og Zinedine Zidane fagna fyrsta marki þess fyrrnefnda fyrir franska landsliðið. ■ Úrslit/58

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.