Morgunblaðið - 19.02.2004, Page 62

Morgunblaðið - 19.02.2004, Page 62
GAMLA tónleikaskemman Den Grå Hal í Kristjaníu tók ævintýralegum stakkaskipt- um um næstliðna helgi. Þá tók sig til þorrablótsnefnd Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn og umbreytti hráu rým- inu í víkingasal með tilheyrandi skjöldum, sverðum, rúnaletri, knörrum og seglum til þess að undirbúa komu 700 gesta sem boð- að höfðu þátttöku sína. Aldrei hafa jafn- margir sótt þorrablót Íslendingafélagsins, en 400 manns tóku þátt í borðhaldi og svo bættust við hinir dansglöðu gegn vægari aðgangseyri. Nafn hljómsveitarinnar Skítamórals var mesta þversögn kvöldsins, en þeir drengir héldu uppi góðum móral og forkunn- arstuði með þéttum leik. Þá lá veislustjóri, Logi Bergmann Eiðsson, ekki á liði sínu – sagði báða brandarana sem hann kvaðst kunna – en treysti síðan á eigin orðheppni sem gafst vel. Þá stigu á svið óvæntir gest- ir úr sal eins og Raggi sót, eitt sinn Skrið- jökull, og hinn gamalkunni liðsmaður Dúmbó og Steina, Finnbogi Gunnlaugsson, sem búsettur er í Danmörku. Valinn var Þorri kvöldsins – að ógleymdum hópsöng, hólmgöngu víkinga og linnulausum ferð- um gesta að þorrahlaðborðinu góða. Það léði þorrablótinu óvenjulegan blæ að vettvangurinn skyldi vera Kristjanía, og gafst gestum því færi á að berja hið fræga fríríki augum. Kannski í síðasta sinn, enda hafa dönsk yfirvöld uppi hugmyndir um að leysa Kristjaníu upp – við hávær andmæli íbúa og velunnara – að sögn Katrínar Georgsdóttur Elgaard, formanns þorrablóts- nefndar, sem tók við blómum á blótinu fyrir vel unnin störf. Fjölmennt þorrablót Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn Súrsað stuð í Kristjaníu Eva, Atli og Berglind, sem búa í Kaupmannahöfn, tóku á móti gestum við borðið sitt meðan dansinn dunaði. SKIMO-drengir slógu hvergi af og splæstu íslenskri sveitarómantík við alþjóðlega stuð- strauma í tilefni dagsins. Ljósmynd/Jean-Marie Babonneau „Kristalsljósakrónurnar“ í Gráa salnum í Kristjaníu eru að vísu úr glerflöskum – en áhrifin eru sláandi. 62 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Allir þurfa félagsskap Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta mynd, besti leikstjóri, besta handrit og besti leikari í aðalhlutverki 4 Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. Síma-forsýning kl. 8. Forsýning Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents Sérstök Síma-forsýning kl.8 Síminn býður 2 fyrir 1 gegn framvísun tilboðsmiða HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS „Dýrmætt hnossgæti“ EPÓ Kvikmyndir.com Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta mynd, besti leikstjóri, besta handrit og besti leikari í aðalhlutverki 4 Allir þurfa félagsskap Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. SV MBL 11 Tilnefningar til óskarsverðlauna kl. 5 og 9. Yfir 92.000 gestir Sýnd kl. 4 og 8. B.i. 12. Sýnd kl. 3.45 og 5.50. „Glæsilegt ævintýri. Hreinn unaður frá upphafi til enda.“ FréttablaðiðSV Mbl. ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.40.Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. ÓHT Rás2 HESTAMANNAFÉLAGIÐ Sörli í Hafnarfirði hélt veglega afmælishátíð á dögunum. Efnt var til sér- stakrar hátíðardagskrár í reiðhöllinni Sörlastöðum um miðjan dag en síðar um kvöldið var veisla með til- heyrandi skemmtikröft- um. Ræður voru fluttar, fjór- ir félagsmenn gerðir að heiðursfélögum, Sörlakórinn söng við undirleik og stjórnun Sörlafélag- anna Magnúsar Kjart- anssonar og Þuríðar Sigurð- ardóttur. Þá fór grínistinn Steinn Ármann Magnússon á kostum en hann er að sjálf- sögðu Sörlafélagi og stundar sína hestamennsku í Hafn- arfirði. Sörli er eitt þróttmesta hestamannafélag á landinu og telur nú 447 félagsmenn og er starfsemin fjölþætt enda öll aðstaða til að stunda hesta- mennsku ein hin besta á landinu. Sextugur Sörli Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Þuríður Sigurðardóttir og aðrar söngelskar konur í Sörla tóku lagið. Steinn Ármann Mangússon Í GAGNRÝNI kvikmyndamiðilsins virta Variety um Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson segir að myndin sé mjög „vel leikin og mikið fyrir augað en þó of ójöfn til að vekja eins mikinn alþjóðlegan áhuga og hin skrítna Nói albínói hefur gert.“ Þó telur gagn- rýnandinn Gunnars Rehlins að sterkustu sölumöguleikarnir í mynd- inni felist í því hversu framandi hún er. Rehlins kvartar undan þeirri al- mennu tilhneigingu í íslenskum myndum að nýta „stórbrotna feg- urð“ landslagsins það mikið að út- koman virki „eins og auglýsing fyrir ferðamálaráð“. Það sé þó blessunar- lega ekki tilfellið í Kaldaljósi, þökk sé frábærri kvikmyndatöku Sigurð- ar Sverris Pálssonar og þeirri snilli Hilmars Oddssonar að takast í senn að vera „ógnandi og aðlaðandi“. Þetta telur gagnrýnandinn helsta kost myndarinnar. Leikurinn í myndinni er í heild fínn að mati gagnrýnanda Variety, sem einnig fagnar þeim efnistökum Hilmars að standast freistinguna að meðhöndla töfraraunsæi sögunnar með einhverjum skrípalátum eða háði. Þrátt fyrir það segir hann myndina ekki ná að fanga áhorfand- ann nægilega mikið til að hann teng- ist persónum nægilega. Því virki myndin í senn falleg en kuldaleg. Kaldaljós gengur enn mjög vel í aðsókn, er meðal vinsælustu mynda og hefur dregið að rétt tæplega 20 þúsund áhorfendur. Ógnandi og aðlaðandi Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið í Kaldaljósi. Gagnrýni um Kaldaljós í Variety

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.