Morgunblaðið - 20.02.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 20.02.2004, Síða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ BRETAR hafa lengi verið hrifnir af tepp- um og hafa verið með þau í hólf og gólf á heimilum sínum og jafnvel á vinnustöðum. Allt er þó breytingum undirorpið og nú eru teppin að detta úr tísku og parketið að taka við. Það ætlar þó ekki ganga þrautalaust fyrir sig því að á árinu 2002 ári slösuðu sig hvorki meira né minna en 12.000 manns á nýja gólfefninu sínu. Kom þetta fram í The Times í gær og þar sagði, að mikill áróður fyrir parketinu í sjónvarpi væri greinilega farinn að skila sér. Talsmaður samtaka, sem vinna gegn slysum, sagði, að líklega þyrfti að kenna landsmönnum að umgang- ast parket og benti á, að það gæti verið varasamt að ganga á því á venjulegum sokkum. Af öðrum slysum í heimahúsum má nefna, að á fyrrnefndu ári fjölgaði þeim, sem slösuðu sig við að falla úr stiga, og voru 14.000 í stað 10.000 1999. Slysum, sem tengdust pottablómum, fækkaði hins vegar úr 5.300 í 3.500. Á þessu ári, 2002, slösuðust 5.310 manns við það eitt að troða sér í buxurnar en sem betur fyrir karl- mennina, þá fækkaði heldur þeim, sem meiddu sig á viðkvæmum stað með renni- lásnum. Ólympíuboðorðin 10 PRESTAR grísku rétttrúnaðarkirkjunnar hafa fengið ný boðorð til að fara eftir og koma þau beint frá æðstu yfirvöldum henn- ar. Fyrsta boðorðið er, að þeir taki ærlega til og þrífi kirkjurnar og það annað, að þeir sýni stillingu og láti ekki þjóðerniskennd og íþróttaæsing ná tökum á sér á Ólympíu- leikunum í Aþenu í sumar. „Kirkjurnar verða að vera tandurhreinar,“ sagði í blaðinu Eleftheros Typos um hina nýju útgáfu af boðorðunum 10. Eru prestarnir einnig var- aðir alvarlega við að hringja kirkjuklukkum „að ástæðulausu“ og þeir mega aldrei fara úr svarta kuflinum sínum, sama hve heitt verð- ur í veðri eða af öðrum ástæðum. Ó, þvílík angan NETNOTENDUR í Bretlandi mega brátt búast við, að ljúf angan leiki um vit þeirra þegar þeir opna póstinn sinn. Að því er seg- ir í The Times, ætlar netþjónustufyrirtækið Telewest Broadband að setja á markað sér- stök „ilmhylki“, sem tengja má einkatölv- unni með sama hætti og blekhylkin prent- aranum. Í þeim verða 20 hólf fyrir ólíkan ilm og unnt er að sameina anganina frá þeim þannig, að um verður að velja 60 ilm- tegundir. Sá, sem sendir tölvupóstinn, ákveður ilminn með rafboðum. Netnot- endur geta einnig stillt tölvuna sína þannig, að hún láti þá vita af nýjum pósti með sér- stakri lykt, til dæmis af nýbökuðu brauði eða kaffi. Hjá fyrirtækinu fyrrnefnda er nú verið að reyna þessa nýju tækni en búist er við, að hún muni kosta til að byrja með um 25.000 ísl. kr. Kýrnar á kjörskrá BRENDA Gould hefur komist í kast við lögin í annað sinn fyrir að skrá kýrnar sínar sem kjósendur til sveitarstjórnar. Var þetta mál tekið fyrir í bæjarstjórninni í East Cam- bridgeshire á Englandi í gær og kom jafn- framt fram, að þetta hefði hún einnig reynt á síðasta ári. Þá skráði hún kýrnar sína tvær, þær „Henry og Sophie Bull“, sem kjósendur og líka þriðju persónuna, „Jake Woofles“. Hún reyndist vera hundurinn hennar. Nú hélt hún því fram, að bænum sínum hefði verið skipt og heimilisföngin því tvö. Ætti hún ann- að en tvær aðrar persónur hitt. Þær reyndust náttúrulega vera kýrnar hennar og var Gould að þessu sinni sektuð um 26.000 ísl. kr. ÞETTA GERÐIST LÍKA Bretum verður hált á parketinu Reuters ÞESSI kona, klædd sem trúður, tók þátt í kjötkveðjuhátíð í Köln í gær en nú er fastan að hefjast og verður mest um að vera á mánudag. Kjötið kvatt í Köln Myndin til vinstri sýnir gífurlega stórt svarthol rífa í sig stjörnu en hvíti hringurinn sýnir hvar það er niðurkomið. Var myndin tekin með 1,5 metra breiðum, dönskum stjörnukíki í La Silla-stjörnuat- hugunarstöðinni í Chile. Er hún rekin af Evrópsku geimvís- indastofnuninni. Myndin til hægri er skýringarmynd og sýnir stjörnuna efst til vinstri og hvernig hún dregst að og flest út er hún nálgast svartholið. Hvíti strengurinn næst svartholinu er sá hluti stjörnunnar, sem hverfur inn í það, en aðrir hlutar hennar þeytast út í himingeiminn. Reuters Hamfarir í himingeimnum AP EFTIR helgi mun Alþjóðadómstóllinn í Haag taka fyrir lögmæti aðskilnaðarmúrsins á Vest- urbakkanum og er það spá margra lögspek- inga og einnig ísraelska dómsmálaráðherrans, að múrinn verði úrskurðaður ólögmætur og brot á alþjóðalögum. Það var allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, sem skaut málinu til dómstólsins og bað hann um lagalegt álit á múrnum. Ísraelar halda því aftur fram, að dómstóllinn hafi ekki lögsögu í málinu þar sem um sé að ræða pólitískt mál og rétt þeirra til sjálfsvarnar. Sérfræðingar í alþjóðarétti vísa þessum rök- semdum Ísraela á bug. „Að mínu viti leikur enginn vafi á, að um er að ræða lagalegt álitaefni. Það snýst um ákveðin atriði alþjóðalaga: Hve langt megi ganga í sjálfsvarnarskyni; um skyldur her- námsveldis gagnvart óbreyttum borgurum og um mikilvægi ákvarðana öryggisráðs og alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna,“ segir Oli- vier Ribbelink hjá TMC Asser-lagastofnuninni í Haag. Heikelina Verrijn Stuart, hollenskur lög- fræðingur, sem fylgst hefur með málaferlum fyrir Alþjóðadómstólnum, segir, að með allar ályktanir allsherjarþingsins og öryggisráðsins gegn Ísrael í huga, geti dómstóllinn ekki kom- ist upp með að vísa málinu aftur til SÞ. Sérfræðingarnir segja, að enginn efist um rétt Ísraela til að reisa múr á landamærunum en þeir hafa hins vegar reist hann inni á pal- estínsku landi að stórum hluta. Yossef Lapid, dómsmálaráðherra Ísraels, sagði í síðustu viku, að hann byggist við „nei- kvæðri niðurstöðu fyrir Ísrael“. Múrinn brot á alþjóðalögum Sérfræðingar í al- þjóðarétti og dóms- málaráðherra Ísraels spá sömu niðurstöðu Haag. AFP. JEFFREY Skilling, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandaríska orku- sölufyrirtækisins Enron, gaf sig í gærmorgun fram við bandarísku alrík- islögregluna í Houston í Texas. Skömmu síðar var hann settur í handjárn og leiddur fyrir dómara og birt ákæra í 36 liðum. Hann kvaðst saklaus, og var látinn laus gegn sem svarar 340 milljóna króna tryggingu. Skilling er hæst setti yfirmaður Enron sem ákærður hefur verið í tengslum við lögreglurannsókn á gjaldþroti Enron í desember 2001. Hann sagði upp störfum hjá fyrirtækinu fjórum mánuðum áður, og hefur ætíð neitað því að hafa aðhafst nokkuð glæpsamlegt. Kenneth Lay, sem var stjórnarformaður Enron, hefur einnig sagst saklaus. En þegar Andr- ew Fastow, fyrrverandi fjármálastjóri fyrirtækisins, lýsti sig sekan og ákvað að veita lögreglu aðstoð við rannsókn málsins var fastlega búist við að Skilling og Lay yrðu ákærðir í kjölfarið. Þessir fyrrverandi stjórn- endur Enron eru grunaðir um að hafa falið stórfellt tap fyrirtækisins og ýkt hagnað þess til að villa um fyrir hluthöfum og auðgast sjálfir á kostn- að fyrirtækisins. „Ekkert að fela“ Ákæran sem birt var Skilling í gær var 57 blaðsíðna löng og hljóðaði m.a. upp á fjársvik, aðild að samsæri um fjársvik og að hafa veitt bók- höldurum rangar upplýsingar. Þá kemur fram í ákærunni, að á árunum 1998-2001 hafi Skilling hagnast um 89 milljónir Bandaríkjadollara, eða rúma sex milljarða króna, auk þess að hafa 14 milljónir dollara í árslaun, eða rúmlega 950 milljónir króna. Verði hann fundinn sekur um öll ákæruatriðin gæti hann átt yfir höfði sér fangelsisvist það sem hann á ólifað. Þegar ákæran hafði verið birt sagði einn verjenda Skillings, Dan Petrocelli, að skjólstæðingur sinn hefði „ekkert að fela, hann er ekki sek- ur um þjófnað, hann laug ekki, hann hefur ekki haft fé af nokkrum manni“. Petrocelli sagði ennfremur að Skilling hefði gengist undir lyga- próf og hefði það staðfest sakleysi hans. Lengd ákærunnar væri greini- lega til þess gerð að fela þá staðreynd að saksóknarar hefðu ekki á neinu að byggja. Yfirmaður Enron ákærður Houston. AFP. Reuters Jeffrey Skilling (í miðið) leiddur í járnum inn í dómshúsið í Houston.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.