Morgunblaðið - 20.02.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.02.2004, Qupperneq 22
AKUREYRI 22 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Eykur fitubrennslu Nýjung í barnastarfi Glerárkirkju Kirkjuskóli fyrir 1.-4. bekk á laugardögum kl. 11.00 Fyrsta samvera 21. febrúar GLERÁRKIRKJA Allir hjartanlega velkomnir. Glerárkirkja. Biblíusögur, söngur, leikir og lofgjörð til uppbyggingar og þroska fyrir börnin. Umsjón hafa Sylvía Magnúsdóttir, Ása Arnaldsdóttir og Sólveig Kristjánsdóttir. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjavík | Reykvísk leik- skólabörn munu í dag mætast á opnum svæðum til að biðja um betri og friðsælli heim og færa um leið heiminn inn í borgina með því að fylla hana af þjóðfánum heims- ins. Skilaboð barnanna eru einföld: „Allt fólkið í heiminum á að vera vinir eins og við.“ Á opnu svæð- unum munu börnin taka til við söng og leiki og eru borgarbúar hvattir til að mæta á svæðið og meðtaka fallegan og einfaldan boðskap barnanna, sem er hluti af yfirstand- andi Vetrarhátíð Reykjavík- urborgar. Börnin mætast á eftirfarandi stöð- um í borginni:  Grafarvogsleikskólarnir hittast við Íþróttamiðstöð Grafarvogs v/ Dalhús.  Árbæjarleikskólarnir hittast: einn hópur við undirgöngin hjá Árbæjarstíflunni þar sem farið er út á Árbæjarsafn.  Annar hópur úr Árbæ á svæði fyrir ofan Rauðaborg v/Viðarás.  Þrír leikskólar í Fellahverfi fara í göngu um hverfið frá Iðufelli að Völvufelli.  Leikskólar í Bakkahverfi hittast á Bakkatúni.  Leikskólar í Kringluhverfi og Bústaðahverfi hittast á túninu við Útvarpshúsið.  Leikskólar í Voga- og Heima- hverfi hittast á túni leikskólans Steinahlíðar v/Suðurlandsbraut.  Leikskólar í Laugarnesi hittast á svæðinu við tjaldstæðin í Laug- ardal.  Leikskólar í Hlíðahverfi hittast á Klambratúni.  Leikskólar í miðbæ hittast á Austurvelli.  Leikskólar í vesturbæ hittast á Ægisíðu – við grásleppuskúrana.  Þrír leikskólar í Skerjafirði og af Háskólasvæðinu hittast á Holti, við enda Reykjavíkurvegar. Leikskólabörn færa friðarboðskap Kópavogur | Íbúasamtökin Betri Lundur hafa farið yfir skipulagstil- lögur dönsku arkitektastofunnar 3XNielsen um Lundarsvæðið í Foss- vogi og segja þær almennt mjög til bóta. Þó sé hægt að benda á nokkur atriði sem betur megi fara. Hannes Þorsteinsson, talsmaður Betri Lundar, segir að á fundi sam- takanna nýlega hafi tillögurnar verið ræddar ítarlega og rætt við formann skipulagsnefndar og skipulagsstjóra Kópavogs „Almennt líst okkur vel á tillögurnar í heild sinni. Það er margt mjög gott í þeim og skemmti- legar hugmyndir settar fram. Þetta getur orðið mjög skemmtilegt hverfi,“ segir Hannes. „Þarna var töluvert komið til móts við okkar til- lögur og við erum mjög ánægð með það. Við höfum þó ennþá vissar ábendingar um úrbætur. Það var einkum þrennt sem við gerðum at- hugasemdir við.“ Í fyrsta lagi gerðu samtökin at- hugasemdir varðandi skipulagið. Kom fram vilji samtakanna til að blokkirnar verði lækkaðar, en gert er ráð fyrir að þær verði tíu hæðir. „Við viljum sjá þær á bilinu sex til átta hæðir. Við gerðum líka at- hugasemdir við tengingu við útivist- arsvæðin í dalnum, að betur yrði hugað að göngustígum á mörkum núverandi byggðar og nýju byggð- arinnar og göngustígum neðst í dalnum,“ segir Hannes. Einnig þyk- ir samtökunum byggðin nokkuð ná- lægt lóðamörkum neðst í dalnum og vilja þau tryggja að rými verði fyrir göngustíga á neðsta svæði dalsins. 3XN haldi áfram hönnun Önnur athugasemd samtakanna varðaði arkitektúr, en lögð var áhersla á að dönsku arkitektarnir yrðu fengnir til að halda áfram vinnu við svæðið, til að tryggja að hug- myndafræðin haldist. „Við óskuðum einnig eftir fleiri raðhúsum í skipu- lagið á kostnað klasabyggðar eða blokkaríbúða,“ segir Hannes, en einnig óskuðu samtökin eftir því að snúningur einbýlishúsa yrði í sam- ræmi við aðra byggð á svæðinu. Í þriðja lagi álíta samtökin bygg- ingamagn á svæðinu enn of mikið. „Við lögðum til að íbúðir yrðu á bilinu 280 til 300, en samkvæmt til- lögunum eru þær tæplega 400.“ Hannes segir þessi þrjú grund- vallaratriði standa upp úr, en sam- tökin hafi einnig lagt á það áherslu að íbúðafjöldinn í hverfinu setji ekki tveggja hliðstæðna skipulag Snæ- landsskóla, þar sem tveir bekkir eru í árgangi, í hættu. „Ég hef trú á því að málið sé að komast á góðan stað og ef tekið verður tillit til at- hugasemda okkar nú, er ljóst að málið er í góðum farvegi,“segir Hannes að lokum. Samtök um betri Lund álykta um nýjar skipulagstillögur Lofa góðu, en þó má bæta Betri Lundur?: Nýjar tillögur að skipulagi í Lundi hafa mætt mildari gagnrýnisröddum en fyrri hugmyndir. Vefkönnun | Fræðsluráð Hafn- arfjarðar hefur ákveðið að efna til könnunar um nafn á nýja átta deilda leikskólanum sem verið er að byggja í Áslandinu. Fræðsluráð hefur lagt fram fjögur nöfn sem al- menningi gefst kostur á að velja milli í einfaldri könnun á vefsíðu Hafnarfjarðar, www.hafn- arfjordur.is. Ás: var nafn á bæ sem stóð í Ás- landinu ekki langt frá þeim stað er leikskólinn kemur til með að rísa. Stekkur: var bær sem talinn er hafa verið byggður um 1830 á stakkstæði frá Ási og talinn hafa verið þurrabúð frá þeim bæ. Stekkjarás: er samsetning úr ör- nefnunum Ás og Stekkur. Stóri Stekkur: er vísun í að leik- skólinn verður stærsti leikskóli bæjarins með um 220 börn. Eyjafjarðarsveit | Freyvangsleik- húsið frumsýnir á morgun, laug- ardaginn 21. febrúar, kl. 16, barna- leikritið góðkunna Ronju Ræningjadóttur, eftir sænsku skáldkonuna Astrid Lindgren. Odd- ur Bjarni Þorkelsson leikstýrir verkinu. Hönnuður leikmyndar er Þórarinn Blöndal og tónlistarstjóri Hjálmar Brynjólfsson. Æfingar hafa staðið yfir frá áramótum og mun þetta vera í fyrsta skipti sem Freyvangsleikhúsið setur upp barnaleikrit. Ekki er að efa að börn og unglingar kunna að meta þetta framtak hjá leikhúsinu. Sýningin er mjög viðamikil og koma alls 30 leikarar fram í henni, og annar eins fjöldi hefur unnið að tjaldabaki við sviðsmynd, ljós og búninga og nú að undanförnu hefur fólkið lagt nótt við dag til að koma öllu í kring fyrir frumsýningu. Ingólfur Þórsson leikur Skalla- Pétur og Hildur Axelsdóttir Ronju Ræningjadóttur. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Freyvangsleikhúsið: Leikritið um Ronju Ræningjadóttur verður frumsýnt á laugardag. Hér eru þau Ingólfur Þórsson sem Skalla-Pétur og Hildur Ax- elsdóttir sem Ronja Ræningjadóttir. Ronja í Freyvangi BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í vikunni að vísa afgreiðslu umhverfisráðs á til- lögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi lóðar dvalarheim- ilisins Hlíðar og nágrennis, aftur til ráðsins, með þeim tilmælum að fyr- irkomulag bílastæða innan skipu- lagssvæðisins verði endurskoðað. Umhverfisráð hafði samþykkt að gera breytingar á skipulagstillög- unni, vegna athugasemda íbúa við Suðurbyggð og Álfabyggð, þannig að möguleiki á akstri og bílastæð- um ofanjarðar vestan væntanlegrar nýbyggingar við Hlíð verði tekin út. Eingöngu yrði leyft að koma bílastæðum fyrir neðanjarðar eða á jarðhæð hússins. Jakob Björnsson, formaður bæj- arráðs, sagði að því fylgdi mikill aukakostnaður að koma fyrir bíla- stæðum í nýbyggingunni, eða sem næmi allt að 70 milljónum króna. Hann sagði að bæjarstjórn teldi það ekki fullreynt að hægt væri að leysa þetta mál á annan og ódýrari hátt. Jakob sagði að horft væri til lóðar í eigu Norðurorku, sunnan við húsið, og þá með samþykki fé- lagsins. Einnig væri horft til svæð- is sem á skipulagstillögunni er gert ráð fyrir raðhúsum á. Þar væri möguleiki á að koma fyrir bílastæð- um eða með öðruvísi skipulagi á suðurhluta lóðarinnar. „Við teljum að það þurfi að leita allra leiða til þess að verða við óskum íbúanna á annan og ódýrari máta,“ sagði Jak- ob. Heildarkostnaður við viðbygg- inguna við Hlíð er áætlaður 820 milljónir króna, þar af borgar Ak- ureyrarbær 30%, eða 246 milljónir króna, en ríkið 70%. Akureyrarbær er að borga helmingi meira í við- byggingunni en lögboðið er, eða sem nemur 123 milljónum króna. Með því að taka svo á sig kostn- aðinn við bílastæðahúsið hefði aukakostnaður bæjarins orðið nærri 200 milljónir króna. Aðal- og deiliskipulag við Hlíð Umhverfisráð end- urskoði fyrirkomu- lag bílastæða VATN hefur flætt í kjallara fjöl- býlishúss við Tröllagil á Akureyri í leysingunum undanfarna daga en þar eru geymslur fyrir íbúðir í húsinu. Einnig flæddi vatn í íbúð- arhús við Núpasíðu og þar urðu einhverjar skemmdir í íbúð á neðri hæð hússins. Bergur Þorri Benjamínsson, íbúi í fjölbýlishúsinu við Tröllagil, sagði að töluverðir snjóskaflar hafi verið fyrir utan húsið. Í leys- ingunum að undanförnu hefur vatn komið upp í gegnum sprung- ur í plötunni í kjallaranum og oll- ið þar einhverjum skemmdum. Bergur sagði að íbúar hússins hefðu náð að halda vatninu í skefjum með vaktaskiptum á vatnssugunni og vatnsborðið því ekki orðið hærra en 2 cm. Hann sagði margt benda til þess að grunnur hússins væri fullur af vatni, þar sem vatnið þrýstist upp í gegnum plötuna og að dren í kringum húsið hefði trúlega ekki undan. Vatn flæddi inn í hús Landsmót UMFÍ | Íþrótta- og tóm- stundaráð Akureyrar fagnar ákvörð- un stjórnar Ungmennafélags Íslands að velja Akureyri sem staðsetningu fyrir 100 ára afmælislandsmót sitt ár- ið 2009. Stjórn UMFÍ ákvað á stjórn- arfundi um helgina að landsmót UMFÍ árið 2007 skyldi haldið í Kópa- vogi og UMSK yrði mótshaldari en þá verða 100 frá stofnun UMFÍ. Einnig var ákveðið að landsmótið 2009 yrði haldið á Akureyri og Ung- mennasamband Eyjafjarðar og UFA yrðu mótshaldarar, en félögin sóttu sameiginlega um að halda landsmót. Fjögur héraðssambönd innan UMFÍ sóttu um að halda landsmót árin 2007 og 2009. Þar var um að ræða UMSK, HSK, UMSE og UFA, öll með stuðningi sinna sveitarfélaga, þ.e. Kópavogs, Árborgar og Ölf- ushrepps, og Akureyrar. Sýningu lýkur | Sunnudaginn 22. febrúar lýkur sýningu Kristínar Reynisdóttur, „Ég,við og hinir“, í Gallerí+, Brekkugötu 35 á Ak- ureyri. Galleríið er opið frá kl. 13–17 laugar- og sunnudaga og aðra tíma eftir samkomulagi í síma 4627818.   

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.