Morgunblaðið - 20.02.2004, Side 24

Morgunblaðið - 20.02.2004, Side 24
AUSTURLAND 24 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Húsavík | Ákveðið hefur verið að fyrirtækið Doc hf., sem vinnur m.a. að gerð rafræns lyfseðils, flytji starf- semi sína til Húsavíkur. Fyrirtækið verður með að- stöðu innan veggja hjá Heil- brigðisstofnun Þingeyinga og verður auglýst eftir forriturum til starfa á næstu dögum. Friðfinnur Hermannsson, framkvæmda- stjóri HÞ, segir þetta mjög ánægjuleg tíðindi og raunar frábærar fréttir. Það sé stór áfangi fyrir samfélagið að fá inn á svæðið fyrirtæki af þessu tagi sem eykur til muna fjölbreytni þingeysks atvinnulífs. „Það hefur verið stefna Heilbrigð- isstofnunar Þingeyinga síðan 1998, þegar stofnunin var tölvuvædd, að vera í fremstu röð heilbrigðisstofn- ana hvað varðar rafræna þróun í heilbrigðisþjónustu. Stofnunin hefur verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Gagnalind, eMR og Íslenska erfðagreiningu en mest hefur þó samstarfið verið við Doc hf. Árið 1999 hófst samstarf þessara aðila um hönnun rafræns lyfseðils (e- Pref) og árið 2001 var fyrsti rafræni lyfseðillinn á Íslandi sendur frá HÞ til Húsavíkurapóteks,“ segir Frið- finnur. „Ef rafrænn lyfseðill verður tek- inn upp á landsvísu má búast við hröðum vexti fyrirtækisins á næstu árum en önnur uppbygging fyrir- tækisins verður væntanlega innan veggja Þekkingarseturs Þingeyinga. Framundan er uppbygging rafræns samfélags við Skjálfanda sem Doc hf. mun á einhvern hátt koma að og fleiri spennandi verkefni eru reynd- ar í farvatninu sem of snemmt er að fjalla um,“ segir Friðfinnur. Friðfinnur segir að ákvörðun eig- enda Doc hf., sem eru Tölvumyndir hf., að flytja starfsemi sína til Þing- eyjarsýslna hafi átt sér langan að- draganda. Það sem mestu skiptir í því sambandi að hans mati er mark- viss uppbygging tölvukerfis HÞ undir stjórn Alberts Arnarsonar kerfisstjóra. Einnig endalaus já- kvæðni og dugnaður annarra starfs- manna við að taka á þeim áföllum sem óhjákvæmilega koma reglulega upp þegar unnið er að þróun á nýj- um hugbúnaði. „Þá skiptir ekki minna máli dugn- aður og fagmennska þeirra starfs- manna sem komu beint að þróun raf- ræna lyfseðilsins. Sú vinna mæddi mest á Ásgeiri Böðvarssyni yfir- lækni. Einnig skipti máli sú ákvörð- un Húsavíkurbæjar, Aðaldæla- hrepps og Þingeyjarsveitar um að taka þátt í og vinna ásamt Árborg- arsvæðinu samkeppni sveitarfélaga um að verða rafrænt þróunarsvæði. Einnig skipti máli stuðningur Impru upp á eina milljón króna til að kanna flutning á Doc hf. til Húsavík- ur sem og hlutafjárframlag Byggða- stofnunar upp á fimmtán milljónir króna sem ætlað er til að styðja fyr- irtækið til að flytja. Þá var aðstoð starfsmanna Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, þeirra Tryggva Finns- sonar og Gunnars Jóhannessonar af- ar mikilvæg,“ sagði Friðfinnur Her- mannsson að lokum. Starfsemi Doc hf. flyst til Húsavíkur Friðfinnur Hermannsson Hrunamannahreppur | Hrossa- ræktarfélag Hrunamanna var stofnað 1912 og hefur starfað af myndarskap allar götur síðan. Í tilefni 90 ára afmælisins voru þrjú hrossaræktarbú í Árnessýslu heimsótt í nóvember 2002 sem lauk með veglegri afmælisveislu í Efstalandi í Ölfusi. Þessi ferð þótti takast afar vel og því beitti félagið sér fyrir annarri ferð ný- lega. Farið var um Rangárþing og fjögur hrossabú heimsótt, þátttak- endur voru 55 talsins. Fyrst var komið að Feti þar sem Brynjar Vilmundarsson sýndi gestum hið nýja og glæsilega hesthús með sambyggðri reiðhöll. Þetta er afar vönduð og glæsileg bygging. Fyrir á Brynjar annað stórt og vandað hesthús. Með hon- um vinna fimm manns en 75 hross eru á járnum, þar af 18 stóðhest- ar. Það gaf því sitthvað á að líta, m.a. landsfræga kostagripi. Því næst lá leiðin að Ármóti þar sem Hafliði Halldórsson ræður ríkjum. Þar eru starfsmenn 7, en um 60 hross eru á járnum á búinu, af þeim eru 10 stóðhestar. Hafliði lét vel af hestakostinum. Þar á nú enn að auka við húsa- kost, verið er að byrja á glerhúsi miklu, einskonar grillhöll og reið- höll sagði Ármótsbóndinn vera á næsta leiti. Hjá Sigurði Sigurðarsyni, Þjóð- ólfshaga, eru tæplega 40 hross í tamningu og þjálfun. Þar gaf m.a. að líta stóðhestinn Kjarna Kringluson og Andvara á fjórða vetri sem miklar vonir eru bundn- ar við. Með Sigurði vinna við búið tveir starfsmenn. Að lokum var komið að Hest- heimum en þar eru núna um 50 hross á járnum. Starfsmenn eru 6 auk húsfreyjunnar, Ástu Beggu Ólafsdóttur, sem sér mestu um gegningar og matseld, enda veit- ingahús á staðnum. Dætur þeirra Ástu Beggu og Gísla Sveinssonar, Inga Berg og Katla, sem hafa unnið til margra verðlauna á hestum, bregða sér einnig gjarn- an á bak þegar þær hafa frí frá skólanum. Boðið var upp hesta- sýningu í reiðhöllinni á góðum hestum. Þau Ásta Begga og Gísli eru löngu annáluð fyrir frábærar móttökur og ekki brást veislan sem þau buðu uppá af sinni al- kunnu snild. Hrossaræktarmenn í skoðunarferð Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sigurður Sigurðarson, hrossabóndi í Þjóðólfshaga, með efnilegan stóðhest, Kjarna Kringluson. Egilsstaðir | Ráðstefna um litlar vatnsaflsvirkjanir var haldin á Egilsstöðum nýverið. Meðal þess sem vakti athygli var að komið hefur á óvart hversu margar um- sóknir um smávirkjanir berast af Austurlandi. Ráðstefnan var haldin af Orkusjóði, Þróunarstofu Austurlands, Landssamtökum raforkubænda og Félagi áhugamanna um smávirkjanir. Ólafur Eggertsson, formaður Landssambands raf- orkubænda, sagði við hæfi að ráðstefnan væri haldin á Austurlandi, þar væri mestur áhugi á gerð smávirkj- ana á landinu og stæðu þar yfir umfangsmestu virkj- anaframkvæmdir sögunnar. „Hér mætist afl þess stóra og smáa í virkjunum,“ sagði Ólafur. Annar áfangi rammaáætlunar í gang á þessu ári Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hafði einn- ig framsögu á fundinum og sagði m.a. ný raforkulög vera til hagsbóta fyrir sjálfstæða raforkuframleið- endur. „Aukið frjálsræði reynist vel með aukinni sam- keppni og möguleikum eigenda smávirkjana til að selja orku inn á dreifikerfið í landinu og sama innmöt- unargjald er á alla raforku í landinu,“ sagði Valgerður. Allar virkjanir sem eru yfir 1 megavatt eru leyf- isskyldar ásamt virkjunum sem selja orku. Valgerður sagði annan áfanga rammaáætlunarinnar fara í gang á þessu ári. Þar verði metnir fleiri virkj- anakostir nær byggð og smærri en þeir kostir sem voru í fyrsta áfanga áætlunarinnar. Sagði hún það myndi koma smávirkjunum til góða. Austfirðingar áttu frumkvæðið Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs, sagði gert ráð fyrir aðkomu sjóðsins að fjármögnun smávirkjana. „Sjóðurinn hefur reyndar þegar komið að þessari fjármögnun með aðkomu að rannsóknum Orkustofnunar á vatnsmagni lækja og áa sem til greina kæmi að virkja“ sagði Jakob. Hann sagði Félag áhugamanna um smávirkjanir á Austurlandi hafa átt frumkvæði að fjármögnum Orkusjóðs að smávirkj- unum. Benedikt Guðmundsson, verkefnisstjóri á orkusviði Orkustofnunar, sagði hafa komið á óvart hversu marg- ar umsóknir um smávirkjanir hafi komið af Austur- landi. Af 46 umsóknum alls á landinu er 31 héðan af Austurlandi, þar af eru 22 afgreiddar. Benedikt sagði núverandi stöðu og framhald vinnu við smávirkjanir vera rennslismælingar, úrvinnslu umsókna af Austur- landi, tölvuúrvinnslu gagna og gerð afrennsliskorts fyrir allt landið. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Áhugasöm um raforkuna: Nær 70 manns mættu á ráðstefnu um litlar vatnsaflsvirkjanir á Egilsstöðum. Flestar umsóknir um smá- virkjanir koma að austan Fjallapóstur | Í verslun Olís á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka verður framvegis rekin póstþjón- usta. Hefur Íslandspóstur samið við Olís um að hafa í versluninni aðstöðu til móttöku og afhendingar bréfa og böggla. Aðalbúðirnar líkjast nú æ meira hefðbundnu þorpi á lands- byggðinni, því þar má nú finna orðið skóla, dagvöruverslun, bensínstöð og sjoppu, ásamt heilsugæslu- og lögreglustöð, svo eitthvað sé nefnt. Að auki stendur til á næstu dögum að opna klúbbhús í búðum Impregilo.    Fljótari | Verktökusamsteypan Fosskraft, sem annast jarð- gangagerð í Fljótsdal, reiknar með því að ljúka verkinu nokkru fyrr en áætlað var, eða seint á þessu ári í stað fyrri hluta næsta árs. Er þetta samkvæmt nýrri verkáætlun. Unn- ið er að þrennum göngum, frá- rennslis-, aðkomu- og strengja- göngum allan sólarhringinn í Fljótsdalnum og hefur bergið, eink- um í frárennslisgöngum, verið gott til borunar.    Samgöngur | Málþing um sam- göngur eystra verður haldið 10. mars nk. Það er Samband sveitarfé- laga á Austurlandi í samvinnu við samgönguráðuneyti sem gengst fyr- ir ráðstefnunni, sem ber heitið Sam- göngur á Austurlandi til framtíðar. Hún verður haldin á Hótel Héraði á Egilsstöðum og stendur frá kl. 13 til 18. Dagskrá málþingsins verður birt á vefnum ssa.is 26. febrúar nk.    Álver | Fundur um viðskiptatæki- færi tengd byggingu og rekstri Fjarðaáls á Reyðarfirði verður hald- inn í næstu viku á vegum Bechtel, í samstarfi við HRV og Þróunarstofu Austurlands. Fundurinn verður í Valhöll á Eskifirði, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 17. Dagskrá fund- arins verður kynnt á vefnum austur.is. Þorrablót | Verkmenntaskóli Aust- urlands heldur árlegt þorrablót sitt í kvöld. Í ár er það umfangsmeira en nokkru sinni fyrr og verða þeir Simmi og Jói úr Idol-keppninni veislustjórar. Hljómsveitin Skíta- mórall er band kvöldsins og mun vera langt síðan þeir sóttu Austur- land heim síðast. Ballið eftir þorra- blót er fyrir 16 ára og eldri og verð- ur m.a. boðið upp á rútuferðir frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Egilsstaðir | Í kvöld frumsýnir Leik- félag Menntaskólans á Egilsstöðum verkið Gretti, eftir þá Ólaf Hauk Sím- onarson, Egil Ólafsson og Þórarin Eldjárn. Verkið er byggt á sögu Grettis Ásmundarsonar og var fyrst frumsýnt árið 1980. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson og koma um 30 manns að uppsetn- ingu verksins, þar af 24 leikarar. Með helstu aðalhlutverk fara Ragnar Sig- urmundarson, Björn B. Benediktsson, Hildur E. Unnarsdóttir, Friðjón Magnússon og Sigríður E. Zophanías- ardóttir. Grettir þykir glettið verk með ýms- um meiningum þó og er í því mikið af tónlist og söng sem gerir töluverðar kröfur á flytjendur. Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum sviðset- ur árlega leikverk og er Hildur E. Unnarsdóttir formaður félagsins. Grettir er sýndur í Valaskjálf á Eg- ilsstöðum og hefst frumsýningin í kvöld kl. 20. Næstu sýningar eru 22. febrúar kl. 16 og 26. febrúar kl. 20 og má panta miða í síma 871-1303.    LME frumsýnir Gretti í kvöld Bæjarmálafundir | Atvinnu- málanefnd Austur-Héraðs heldur nú áfram með hádegisfundaröð sína, „Heita pottinn“, sem tekur á ýmsum málum er tengjast sveitarfélaginu. Fundirnir eru klukkustundar langir og haldnir á Hótel Héraði á Egils- stöðum í hádeginu á þriðjudögum. 24. febrúar verður fjallað um at- vinnumál kvenna á svæðinu og í vik- unni þar á eftir um iðnaðar- og at- vinnulóðir á Egilsstöðum.   

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.