Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 37 meira að segja hvaða lög þú vildir hafa í jarðarförinni þinni. Þegar ég loka augunum og hugsa um þig þá kemur upp í huga mínum, þú í eld- húsinu eitthvað að huga að pott- unum og hlusta á fallegu dægurlög- in sem okkur voru svo kær. Það sem mér þótti alltaf svo vænt um var hvað þið pabbi tókuð alltaf vel á móti öllum mínum vinum heima á Vörðubrún, alltaf opið hús fyrir alla. Ég hef búið fjarri ykkur síð- astliðin 20 ár, fyrst í Vestmanna- eyjum og nú í Reykjavík, og hef ég og fjölskylda mín oft staðið í flutn- ingum á þessum tíma. Alltaf komst þú og hjálpaðir til við flutningana, það var ekki hægt að fá betri að- stoð en frá þér, sem sagt allt í röð og reglu í öllum skápum. Litla fjöl- skyldan okkar stækkaði heldur bet- ur árið 1999, þegar ég, Siddý og Ragnheiður Sif eignuðumst allar litla gullmola, sem ég veit að hafa veitt ykkur pabba ómælda ánægju, betri ömmu og afa er ekki hægt að hugsa sér. Ég veit að þú hefur verið veikari en við fjölskyldan gerðum okkur grein fyrir, þú varst ekki að bera veikindin þín á torg. Þvílík hetja sem þú varst, fórst þetta allt á hörkunni. Elsku mamma, þá er komið að kveðjustund, ég mun hugsa vel um pabba fyrir þig og bið ég guð að gefa okkur fjölskyldunni styrk í sorginni. Er sumarið kom yfir sæinn og sólskinið ljómaði um bæinn og vafði sér heiminn að hjarta, ég hitti þig, ástin mín bjarta. Og saman við leiddumst og sungum með sumar í hjörtunum ungum. Hið ljúfasta’úr lögunum mínum ég las það úr augunum þínum. Þótt húmi um heiðar og voga mun himinsins stjörnudýrð loga um ást okkar yndi og fögnuð þó andvarans söngrödd sé þögnuð. (Tómas Guðm.) Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þín dóttir, Þóra Guðný. Elsku amma mín, núna ertu komin til Guðs og nú veit ég að þér líður vel. Ég veit líka að það hefur verið tekið vel á móti þér. Þú varst alltaf svo góð við mig og ég man þegar þú kenndir mér að prjóna, þá var ég aðeins sex ára gömul. Ég vildi prjóna skærbleikan trefil handa frænku minni sem var að fæðast. Þú varst svo æðisleg, amma mín, og þér þótti svo vænt um okkur barnabörnin. Nýlega léstu mig hafa litla vasabók með öllum gull- kornunum sem höfðu komið frá mér þegar ég var lítil, þú safnaðir öllu svona. Það var svo gott að vera nálægt þér og svo gaman að koma á Ránarvellina til ykkar afa. Sérstaklega fannst mér gaman að horfa á þig sauma út, þú varst mikil saumakona. En nú verð ég að kveðja í síð- asta sinn og bið ég að heilsa hon- um pabba mínum og Óla frænda. Ég hugsa hlýtt til þín, elsku amma, Guð geymi þig. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. Þín Elísa. Elsku amma mín, þú ert búin að vera svo mikið veik en alltaf svo góð við mig. Mamma og pabbi eru búin að reyna að segja mér að þú sért dáin og að guð og englarnir ætli að passa þig, en ég sagði: Nei hún er ekki dáin, þau eru bara að hjálpa henni. Elsku amma, allt sem þú hefur gert fyrir mig, leyfðir mér að baka fyrir jólin, þú gerðir deig sérstak- lega fyrir mig. Allir jólapakkarnir á borðstofuborðinu freistuðu mín svo mikið. Ég sagði við þig. Amma, mig langar svo að opna einn pakka, þú getur bara pakkað honum aftur inn. Þú kenndir mér að klippa út, keyptir leir, púsl og fleira handa mér. Ég kom til ykkar afa á hverj- um degi, því mér fannst svo gott að koma til ykkar eftir leikskóla í rólegheitin, fá eitthvað að borða og horfa síðan á barnaefni sem afi tók upp fyrir mig. Nú á afi svo bágt, en ég ætla að vera svo góð við hann. Bráðum ætla ég að sofa heima hjá honum, fara í bað og síð- an ætlum við afi að hafa það kósy, ég ætla að sofa í rúminu þínu. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Þín prinsessa Nína Björk. Elsku amma mín. Það er ótrú- legt hvað lífið getur breyst snögg- lega og komið manni úr jafnvægi. Síðasti föstudagur var einn sá erf- iðasti dagur sem ég hef lifað. Þú varst farin frá okkur. Ég á seint eftir að gleyma tilfinningunni sem fór um mig þegar pabbi hringdi í mig í ræktinni. Þó svo að hann hefði ekkert sagt hvað var að, þá fór hrollur um mig og kvíði um að grunur minn væri réttur. Ég náði ekki í tæka tíð en sem betur fer var ég búin að koma og heimsækja þig daginn áður. Það er svo mikið sem fer í gegnum kollinn á manni á svona stundu. Ég þakka fyrir það að hafa ekki þurft að upplifa sorgina sem fylgir ástvinamissi áð- ur. Það er svo margt sem ég hefði viljað segja þér og spyrja þig um, en núna er það of seint. Maður verður bara að halda í allar minn- ingarnar og góðu stundirnar sem þú áttir með okkur krökkunum og allri fjölskyldunni. Þú varst alltaf svo góð og tilbúin að gera allt fyrir okkur. Það var alltaf vinsælt að hlaupa yfir móann og heimsækja ykkur á Vörðubrúnina þegar ég var yngri. Þið afi tókuð alltaf vel á móti mér og vinum mínum, þegar okkur bar að garði. Ógleymanleg er mér líka ferðin til Lúxemborg- ar, þegar ég var sjö ára. Ég horfi stundum á vídeóspóluna sem afi tók upp í ferðinni og maður getur ekki annað en brosað létt. Ógleym- anlegt ævintýri, þið afi gerðuð allt til að ég skemmti mér sem best. Ég get aldrei þakkað þér nóg fyrir allt það sem þið lögðuð á ykkur fyrir mig. Mér þótti líka mjög vænt um að heyra frá þér í fyrra þegar ég var í skóla í Bandaríkj- unum. Ég man hvað þú varst alltaf áhugasöm um það allt saman. Amma mín, nú ertu farin frá okkur og sorgin liggur yfir fjöl- skyldunni, en maður finnur fyrir samkennd og við höfum öll staðið svo þétt saman í gegnum þessa erfiðu viku. Það er furðulegt að hugsa sér lífið án þín og að kíkja á Ránarvellina og sjá þig ekki inni í eldhúsi með útsauminn. Þú varst alltaf að gera eitthvað. Nú þegar við búum í gamla húsinu ykkar afa er stundum eins og ég finni fyrir þér hérna, þér fannst alltaf svo gott að koma hingað á Vörðu- brúnina enda bjóstu þar lengst af. Amma mín, ég bið Guð að geyma þig og styrkja afa í sorginni. Þetta hefur verið honum erfitt og þó að mamma og Þóra séu búnar að vera sterkar síðustu daga þá veit ég að þið voruð allar svo nánar, bestu vinkonur og þær eiga ekki eftir að sakna þín minna. Amma mín, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og kennt. Ég þakka Guði fyrir þau forréttindi að hafa fengið að hafa þig í 18 ár af mínu lífi. Ég veit þú vakir yfir mér og veitir mér styrk á erfiðum tímum. Með mikilli sorg í hjarta mínu kveð ég þig, elsku amma mín. Mér þykir vænt um þig. Hvíl í friði. Sigurður Friðriksson (yngri).  Fleiri minningargreinar um Ragnheiði Þórisdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, OLLE HERMANSSON fyrrverandi lögmaður, lést í Helsingborg föstudaginn 13. febrúar. Jarðsett verður í Sauðárkrókskirkjugarði. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Íslandsdeild Amnesty International, sími 551 6940. Nanna og Peter, Stefan Gorm og Magnus, Gunnar og Anne, Dag og Lisbeth, Lukas og Dennis, Snorre og Jeanette, Nina, Finn og Tove, Sigurd. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ FJÓLA JAKOBSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Gilsbakkavegi 3, Akureyri, þriðjudaginn 6. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum auðsýndan hlýhug í okkar garð. Pálmey Elín Sigtryggsdóttir, Óskar Jakob Þórisson. Sonur okkar, bróðir og mágur, SIGURÐUR HJÁLMAR TRYGGVASON, lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 10. febrúar sl. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum laugardaginn 21. febrúar nk. kl. 14.00. Tryggvi Á. Sigurðsson, Sigríður Ólafsdóttir, Ólafur Kr. Tryggvason, Björg Pétursdóttir, Hallgrímur Tryggvason, Ásdís Sævaldsdóttir, Klara Tryggvadóttir, Ágúst Vilhelm Steinsson, Kristný Tryggvadóttir, Grétar Þór Sævaldsson og fjölskyldur þeirra. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI M. SIGMUNDSSON, Þastarima 7, Selfossi, lést miðvikudaginn 18. febrúar. Guðný M. Bergsteinsdóttir, Bergrún Bjarnadóttir, Guðmundur Guðmundsson, Magnea Bjarnadóttir, Sigurbjörn T. Gunnarsson, María E. Bjarnadóttir, Guðmundur Magnússon, barnabörn og barnabarnabarn. Hann hefði ábyggilega átt eftir að lesa það mikið hefði hann lifað leng- ur. Óli Pétur var alltaf í heimahúsum hjá foreldrum sínum, stoð þeirra og stytta. Stundum gátu þeir feðgar þvargað, en það risti aldrei djúpt. Móðirin Heiða hefur verið sjúkling- ur frá 1986, heima til 1999 en síðan á sjúkrahúsi. Þeir Sveinn og Óli Pétur hugsuðu vel um hana, svo missir hennar er mikill. Sveinn nýdáinn og svo fer Óli Pétur skömmu síðar, snöggt og ófyrirséð. En hún á góða að, dæturnar, tengdasynina, Hjörleif og barnabörnin. Fyrir nokkrum árum keypti Óli Pétur íbúð í blokk. Fjórum dögum fyrir andlátið flutti hann þangað og ætlaði að láta fara vel um sig þar. Því miður varð það ekki lengi, þar fannst hann látinn af völdum hjartaáfalls, stuttu eftir að systur hans, Þóra Sigga og Þórey, höfðu verið þar hjá honum. Við á Höfðavegi 1 sendum Heiðu og fjölskyldunni allri dýpstu samúðarkveðjur. Friðrik Ásmundsson. Öllum að óvörum er Óli Pétur vin- ur minn allur, en það eru aðeins fjörutíu dagar síðan faðir hans, Sveinn Hjörleifsson, var til moldar borinn. Hann saknaði pabba síns sem barðist við erfið veikindi og dró hann að lokum til dauða. Þeir feðgar voru mikið saman á meðan heilsa föður hans leyfði og var Óli Pétur byrjaður að takast á við lífið við breyttar aðstæður þegar hann var skyndilega hrifinn á brott. Óli Pétur og Sveinn voru með hesta í hesthúsi hjá mér ásamt fleir- um. Í hesthúsinu var ákveðið skipu- lag og verkaskipting, sem Óli Pétur gekk inn í fyrir þá feðga. Hann var mjög samviskusamur og vann verk sín í hesthúsinu af kostgæfni, helst vildi hann smúla út í hvert skipti sem hann hafði mokað. Hann ljómaði þegar honum var hrósað fyrir vel unnin störf þar. Eitt af síðustu við- vikum Óla í hesthúsinu var að taka á móti frönskum kvikmyndatöku- mönnum. Þá var allt smúlað og þrifið út úr dyrum, það var varla að það fyndist hestalykt í húsinu. Það var athyglisvert að þó að Óli talaði bara íslensku náðu þeir að skilja hver annan mjög vel. Óli leiðbeindi þeim og fór eftir fyrimælum þeirra í hví- vetna. Óli hafði þann titil að hann var formaður í húsinu, og af þeim sökum þurfti hann oft að hringja. Eftir að Svenni féll frá var betra að gefa sér tíma til að tala við hann þegar hann þurfti að tala. Óli vildi ræða málin og fara vel yfir allt sem honum hafði verið falið. Nú rétt eftir áramótin hitti ég hann í bankanum og rétti hann mér þá fimm þúsund krónur og sagðist vera að borga skuld. Ég var búinn að gleyma skuldinni, en hann vissi upp á dag hvenær hann hafði fengið pen- inginn lánaðan. Þetta finnst mér lýsa vel skilvísi hans og samviskusemi. Óli Pétur naut ekki langrar skóla- göngu eða metorða á vinnumarkaðn- um en hann var einlægur og góður drengur sem gekk til þeirra verka sem honum var ætlað af einurð og samviskusemi. Það var gefandi fyrir okkur sem kynntumst Óla Pétri að eiga hann að vini og félaga, hans er sárt saknað af hestafólkinu í Lyng- felli. Ég veit að það verða fagnaðar- fundir hjá feðgunum Svenna og Óla Pétri þegar þeir hittast í eilífðinni. Svenni mun taka vel á móti Óla sín- um. Sálmaskáldið okkar góða sr. Hall- grímur Pétursson kvað: Ókvíðinn er ég nú, af því ég hef þá trú, miskunn Guðs sálu mína mun taka í vöktun sína. Ég vil þakka Óla Pétri vini mínum fyrir samveruna hér á jörð og bið um huggun fyrir fjölskyldu hans sem þarf að takast á við þennan ótíma- bæra og óvænta missi. Magnús Kristinsson.  Fleiri minningargreinar um Ólaf Pétur Sveinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.