Morgunblaðið - 26.02.2004, Síða 1
STOFNAÐ 1913 56. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Sannkölluð
rússíbanaferð
Þetta er allt að koma frumsýnt í
Þjóðleikhúsinu í kvöld Listir 28
Viðskipti og Úr verinu
Viðskipti | Hagræðingarkröfur til bænda Hvar eiga fyr-
irtæki á Netinu að greiða skatta? Úr verinu | Beitningavél í
krókabát Gjöfull alaskaufsi
NÆR 14% hlutafjár í Íslandsbanka hafa
skipt um hendur í tvennum stórum við-
skiptum upp á samtals 12,5 milljarða
króna.
Annars vegar er um að ræða 8,8% hlut
sem félag í eigu Helga Magnússonar keypti
fyrir 7,8 milljarða króna af Landsbanka Ís-
lands og Landsbankanum í Lúxemborg,
fyrir hönd viðskiptavinar. Á Landsbankinn
nú engan hlut í Íslandsbanka.
Hins vegar er um að ræða 5,17% hlut sem
félag í eigu Orra Vigfússonar keypti af
Burðarási fyrir tæplega 4,7 milljarða
króna. Burðarás á nú engan hlut í Íslands-
banka.
Kaupverð hvers hlutar í þessum við-
skiptum var um 8,5 krónur en lokaverð
bréfanna í Kauphöll Íslands er 7,6 krónur á
hlut.
Landsbankinn
og Burðarás
selja hluti sína
í Íslandsbanka
Helgi /C2 og Orri /C2
FRANSKA stjórnin hvatti í gær til þess að frið-
argæslulið yrði sent þegar í stað til Haítí þar sem
uppreisnarmenn reyna að steypa Jean-Bertrand
Aristide forseta af stóli og hafa þegar náð helm-
ingi landsins á sitt vald. Glundroði var á götum
höfuðborgarinnar, Port-au-Prince, og vopnaðir
hópar stuðningsmanna Aristide fóru ránshendi
um borgina. Óttast er að blóðug átök blossi þar
upp milli stuðningsmanna forsetans og uppreisn-
armanna sem ætla að ráðast inn í borgina.
Dominique de Villepin, utanríkisráðherra
Frakka, sagði að franska stjórnin hefði samið
nýja friðaráætlun þar sem m.a. væri gert ráð fyr-
ir friðargæsluliði á Haítí og aðstoð við að und-
irbúa forsetakosningar. Franskir embættismenn
sögðu að dagar Aristide sem forseta væru senn
taldir og Villepin gaf til kynna að Aristide ætti
einskis annars úrkosti en að segja af sér.
Andstæðingar forsetans höfnuðu í gær alþjóð-
legri friðaráætlun þar sem gert er ráð fyrir því
að Aristide sitji út kjörtímabilið, eða til 2006, en
völd hans verði skert.
Hvattir til að flýja ekki
George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði að
Haítíbúar, sem reyndu að flýja átökin á bátum til
Bandaríkjanna, yrðu látnir snúa við og fara aftur
til Haítí. Hann kvaðst vilja að friðargæslulið yrði
sent til landsins eftir að pólitísk lausn fyndist á
deilu Aristide og andstæðinga hans.
Frakkar hvetja til
friðargæslu á Haítí
París, Port-au-Prince. AFP.
ÞAÐ gekk mikið á þegar haldin var öskudagshátíð í íþróttahúsi
Víkings í Víkinni í gær. Þar mátti sjá börn sem höfðu klætt sig í
ýmis gervi í tilefni öskudagsins og spreyttu þau sig meðal annars á
því að slá köttinn úr tunnunni. Þessi unga stúlka reiðir til höggs og
fylgir vel á eftir. Í tunnunni var sælgæti sem freistaði margra. Fé-
lagsmiðstöðin Bústaðir og foreldrafélög Breiðagerðisskóla og
Fossvogsskóla stóðu að hátíðinni. Um allt land var sungið og trall-
að í furðufötum í tilefni dagsins. /20
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kötturinn sleginn úr tunnunni
VERULEGUR munur getur ver-
ið á vaxtarhraða þorsks við Ís-
land, jafnvel þó um sé að ræða
þorsk af samliggjandi svæðum,
samkvæmt rannsókn sem gerð
var á vexti og kynþroska þorsks á
á þremur samliggjandi hrygning-
arsvæðum við Suðvesturland.
Gróa Þóra Pétursdóttir, líf-
fræðingur við Hafrannsókna-
stofnunina, gerði rannsóknina í
tengslum við meistaraprófs-
erfðamengi þessara hópa, sér-
staklega ef um aðskilda stofna er að
ræða. Þorskur af fjörusvæðinu sé
verðmæt útflutningsvara og því
hafi mikið verið sótt á þessi svæði.
Telur Gróa hugsanlegt að vernda
þurfi þessi svæði meira en nú er
gert, t.d. með því að minnka neta-
möskva enn frekar og loka svæð-
unum yfir allan hrygningartímann.
en jafngamall fiskur
sem hrygnir utar og
dýpra á Selvogs-
banka og Grindavík-
urdjúpi. Gróa segir
að munurinn geti
orðið allmikill. Þann-
ig hafi 6 ára gamall þorskur á
fjörusvæðinu vegið um 10 kíló en
jafngamlir fiskar af hinum svæð-
unum undir 4 kílóum. Gróa segir
mikilvægt að viðhalda og vernda
ritgerð sína í líf-
fræði við Há-
skóla Íslands.
Út frá mæl-
ingum á breidd
árhringja í
kvörnum frá
þessum þremur svæðum mátti sjá
að þorskur, sem hrygnir á fjöru-
svæðinu næst landi undan Eyr-
arbakka, vex hraðar, er lengri,
þyngri og í betra ástandi heldur
Þorskurinn vex mishratt
Mikill munur/C1
STJÓRNVÖLD í Ísrael ætla að breyta
áformum sínum um aðskilnaðarmúr um-
hverfis heimastjórnarsvæði Palest-
ínumanna þannig að hann verði 80 km
styttri en ráðgert var. Heimildarmenn í Ísr-
aelsher skýrðu frá þessu í gær þegar mál-
flutningi vegna deilunnar um múrinn lauk
fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag.
Heimildarmennirnir sögðu að eftir
breytingarnar yrðu aðskilnaðarmúrinn og
aðrar hindranir á Vesturbakkanum alls um
640 km að lengd.
Ísraelskir hermenn hafa þegar byrjað að
rífa niður átta kílómetra múr umhverfis
palestínska bæinn Baka al-Sharkiya. Heim-
ildarmennirnir sögðu að herinn hygðist
m.a. fjarlægja kílómetra langan múr aust-
an við Qalqilia á Vesturbakkanum og hætt
yrði við 20 kílómetra múr sem átti að reisa
milli þorpanna Al-Mutilla og Taysir.
Ísraelar ætla
að stytta múrinn
FORSETI Túrkmenistans, Saparmurat
Niyazov, hefur gefið út tilskipun sem
bannar ungum, túrkmenskum karl-
mönnum að safna skeggi eða vera með
sítt hár, að því er fram
kom á fréttavef breska
ríkisútvarpsins, BBC, í
gær.
Forsetinn tilkynnti
þetta í sjónvarpi og
sagði að mennta-
málaráðuneytið ætti að
sjá um að fylgjast með
hári landsmanna þar
sem þörfin á slíku eft-
irliti væri brýnust með-
al unga fólksins. Hökutoppsskegg hefur
verið í tísku í höfuðborginni, Ashgabat.
Niyazov tilgreindi enga ástæðu fyrir
banninu – en það er ekki óvenjulegt þeg-
ar hann á í hlut. Hann hefur verið einráð-
ur í landinu frá því að Sovétríkin leystust
upp og hefur meðal annars bannað fólki
að hlusta á útvarp í bílum og reykja á
götunum. Þá hafa óperur og ballettsýn-
ingar verið bannaðar þar sem forsetinn
telur þær óþarfar, að sögn BBC.
Bannar skegg
og sítt hár
Saparmurat
Niyazov