Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.landsbanki.is sími 560 6000 Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharða peninga! Vor í París 14. - 17. maí Yndisleg vorferð til Parísar þar sem gist verður á 3ja stjörnu hótelinu Home Plazza Bastille í þrjár nætur. Íslenskur fararstjóri er Laufey Helgadóttir, listfræðingur. Verð: 36.475 kr. á mann í tvíbýli auk 10 þús. ferðapunkta. Innifalið: Flugvallarskattar og þjónustugjöld. Nánari upplýsingar fyrir ofangreind tilboð hjá Icelandair í hópadeild, sími 505 0406 eða sendið tölvupóst á groups@icelandair.is Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 72 2 02 /2 00 4 BAKTERÍA Á LEIKSKÓLA Baktería, sem getur m.a. valdið heilahimnubólgu, hefur greinst í einu barni í leikskólanum Álfasteini í Hafnarfirði og grunur leikur á sýk- ingu hjá öðru barni í sama skóla. Öll börnin í skólanum, tæplega 100, ásamt starfsmönnum, verða sett á sýklalyf fyrir helgi, eða á annað hundrað manns. Skólphreinsun óviðunandi Um 80% sveitarfélaga eru vart byrjuð að taka til hendinni í úrbótum í skólphreinsun og er staðan óvið- unandi samkvæmt skýrslu Um- hverfisstofnunar. Ekki verði séð hvernig þessi sveitarfélög ætli að uppfylla kröfur um skólphreinsun fyrir lok árs 2005 samkvæmt reglu- gerð. Þorskur vex mishratt Verulegur munur getur verið á vaxtarhraða þorsks við Ísland, jafn- vel þó um sé að ræða þorsk af sam- liggjandi svæðum. Út frá mælingum á breidd árhringja í kvörnum mátti sjá að þorskur, sem hrygnir á fjöru- svæðinu næst landi undan Eyrar- bakka, vex hraðar, er lengri, þyngri og í betra ástandi heldur en jafn- gamall fiskur frá tveimur aðskildum samanburðarsvæðum. Hvatt til friðargæslu Franska stjórnin hvatti í gær til þess að friðargæslulið yrði sent þeg- ar í stað til Haítí þar sem uppreisn- armenn reyna að steypa forseta landsins af stóli. Þeir hafa þegar náð helmingi landsins á sitt vald og glundroði var í gær á götum höf- uðborgarinnar þar sem vopnaðir stuðningsmenn forsetans létu greip- ar sópa um verslanir. Málflutningi lokið í Haag Saksóknarar í réttarhöldunum yf- ir Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, luku málflutningi sínum fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í gær, tveimur dögum fyrr en ráðgert var. Ákveðið var að ljúka málflutningnum strax vegna veik- inda Milosevic og sökum þess að yf- irdómarinn í málinu lætur senn af embætti af heilsufarsástæðum. Ætla að stytta múrinn Stjórnvöld í Ísrael ætla að breyta áformum sínum um aðskilnaðarmúr umhverfis svæði Palestínumanna þannig að hann verði 80 km styttri en ráðgert var. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 38 Erlent 16/19 Minningar 41/47 Höfuðborgin 20 Skák 45 Akureyri 23/24 Bréf 52 Suðurnes 25 Kirkjustarf 51 Landið 27 Dagbók 54/55 Neytendur 24 Fólk 60/65 Listir 28/30 Bíó 62/65 Daglegt líf 32/33 Ljósvakamiðlar 66 Forystugrein 34 Veður 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞÓ AÐ það sé gaman á leikskólanum Urðarhóli í Kópa- vogi er samt áhugavert að forvitnast um það sem er að gerast fyrir utan skólalóðina. Það er líka gott að kom- ast heim eftir annasaman og skemmtilegan dag í skól- anum. Og þá er spurningin; eru mamma og pabbi ekki að fara að koma? Það er gaman á Urðarhóli Morgunblaðið/Ásdís ÁSMUNDUR Stefánsson ríkissátta- semjari segist í samtali við Morgun- blaðið geta staðfest það mat samn- ingsaðila að góður gangur sé í viðræðum Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins við Samtök at- vinnulífsins, þær gangi hratt og vel fyrir sig. Viðræðunum var vísað til sáttasemjara í síðustu viku og síðan þá hafa verið daglegir fundir í húsa- kynnum hans við Borgartún. Ásmundur segir að vel hafi gengið að vinna úr ýmsum flóknum atriðum í sérkjarasamningum. Ekki sé allt komið á endastöð en það eigi eftir að koma í ljós hvert framhaldið verði. Hann segir vel geta komið til ein- hvers ágreinings þegar samningsað- ilar fari að ræða um stóru málin svo- nefndu, þó vonist allir til að svo verði ekki. Gangurinn til þessa gefi ekki tilefni til að halda að alvarlegur ágreiningur eigi eftir að koma upp, þó að erfitt sé að segja til um það fyr- irfram. Segist Ásmundur ómögulega geta spáð því hvenær skrifað verði undir samninga. Núna sé að minnsta kosti vel unnið og ötullega beggja vegna borðsins, þannig hafi viðræður stað- ið yfir fram á kvöld á þriðjudag og í gærkvöldi. Fjögurra ára samningstími Á vef Eflingar - stéttarfélags, sem tilheyrir Flóabandalaginu svo- nefnda, segir að sérkjarasamningar nú séu flóknari en áður þar sem sam- hliða sérkröfum í ýmsum samning- um sé verið að máta alla helstu sér- kjarasamninga við nýtt launakerfi. Þetta sé tímafrek vinna, ekki síst þar sem að auki sé verið að taka upp og undirbúa ýmsar breytingar á vinnu- fyrirkomulagi í nokkrum fyrirtækj- um. Segja Eflingarmenn ennfremur að viðræður um aðalkröfur, s.s. launaliði, lífeyrismál og fræðslumál, séu komnar á fullt skrið. Aðilar samninganna hafi gengið út frá fjög- urra ára samningstíma þannig að um mitt tímabil verði samningsforsend- ur til skoðunar að nýju. Launaþáttur sérkjarasamninga miðist einnig við þetta fyrirkomulag og skiptist þann- ig í tvo áfanga. Ríkissáttasemjari er ánægður með stöðu samningamála Viðræðurnar ganga hratt og vel fyrir sig HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir Litháanum Tomas Malakauskas, einum mann- anna þriggja sem hnepptir voru í varðhald vegna líkfundarins í Nes- kaupstað. Mennirnir voru handteknir um síðustu helgi í tengslum við rann- sóknina á líkfundinum og úrskurð- aðir í gæsluvarðhald. Malakauskas kærði þann úrskurð til Hæstarétt- ar en þeir Grétar Sigurðsson og Jónas Ingi Ragnarsson undu úr- skurðinum. Þeir voru allir úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til 3. mars. Gæsluvarðhald yfir Litháanum staðfest GUÐRÚN Hálf- dánardóttir, sem verið hefur fréttastjóri við- skiptafrétta á Morgunblaðinu frá árinu 1998, lætur af störfum hjá Morgun- blaðinu í dag. Guðrún mun hefja störf hjá Pharmaco hf. 11. mars næstkomandi og annast fjölmiðlatengsl fyrir Pharmaco-samstæðuna. Guðrún hef- ur starfað á Morgunblaðinu frá 1996. Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðarrit- stjóri Morgunblaðsins, tekur við daglegri stjórn viðskiptafrétta blaðsins og sinnir henni ásamt öðr- um störfum. Ólaf- ur hefur verið að- stoðarritstjóri blaðsins frá 2001. Hann var blaða- maður á Morgun- blaðinu 1987– 1998, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála hjá Símanum 1998–2000 og forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífs- ins um stutt skeið þar til hann kom aftur til starfa á blaðinu. Breytingar á viðskiptaritstjórn Morgunblaðsins Ólafur Þ. Stephensen Guðrún Hálfdánardóttir GRUNUR lék á að leiguskip á vegum Eimskips hefði misst olíu í Straums- víkurhöfn í gærmorgun. Lögreglan í Hafnarfirði segir að áhöfn skipsins beri af sér sakir, en búið sé að taka skýrslu af áhöfn skipsins og vitnum. Kristinn Aadnegard, verkstjóri Hafnarfjarðarhafnar, segir að lítil brák hafi verið í höfninni og ekki þótti ástæða til að setja upp olíugirðingar og hreinsa sjóinn. Þetta atvik hafi kallað á svo sterk viðbrögð því þetta sé í annað sinn sem olía virðist sleppa í höfnina frá skipinu og skipstjórn- endur reyni að hylja mistök sín með því að gangsetja skrúfuna og dreifa þannig brákinni. Kristinn segir vél- stjórann hafa gefið þá skýringu að hann hafi verið að skola túrbínu vél- arinnar. Það sé þó vanalega gert rétt áður en skip fari úr höfn en ekki í miðri innilegu. „Þeir eru búnir að fá góða viðvör- un,“ segir Kristinn og minnir á að allt- af geti orðið óhöpp. Að klóra yfir þau sé önnur og verri saga. Olía í Straumsvíkurhöfn Fengu viðvörun ♦♦♦ ♦♦♦ MIKIÐ var um innbrot í bíla í Teiga- og Túnahverfi í Reykjavík í fyrrinótt. Alls var brotist inn í, eða gerð tilraun til að brjótast inn í, sex bifreiðir í hverfunum tveimur ein- hvern tímann eftir miðnættið. Lög- regla biður þá sem geta gefið upp- lýsingar um grunsamlegar mannaferðir á svæðinu í nótt að hafa samband við sig í síma 569 9013. Mikið um innbrot í bíla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.