Morgunblaðið - 26.02.2004, Page 8

Morgunblaðið - 26.02.2004, Page 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það er ekki orðið öfundsvert hlutskipti að vera veiðimaður í þessu gæludýra þjóðfélagi. Hvatningarverðlaun Rannís Eiga að hvetja menn til dáða Nú líður að vali ogafhendinguHvatningarverð- launa Rannís. Formaður dómnefndar er Áslaug Helgadóttir og svaraði hún nokkrum spurningum á dögunum. Segðu okkur eitthvað frá verðlaununum … „Verðlaunin hafa verið veitt 14 sinnum frá árinu 1987. Fyrsti verðlauna- hafinn var Jakob K. Krist- jánsson sem þá var sér- fræðingur á Iðntæknistofnun en er nú forstjóri Prokaria hf. Þau voru síðan veitt annað hvert ár fyrstu árin en síð- an árlega frá 1996. Verð- launahafar eru orðnir 18 talsins, því sum árin voru þeir tveir, og koma þeir víða að. Í hópnum eru starfsmenn háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja á almennum markaði. Nokkrir leika tveimur skjöldum, eru kennarar við Háskóla Íslands en jafnframt starfandi við eigin fyr- irtæki sem sprottið hafa upp úr rannsóknum þeirra. Má þar nefna Jakob hjá Prokaria, Svein- björn Gizurarson, framkvæmda- stjóra Lyfjaþróunar hf., og Orra Vésteinsson hjá Fornleifastofnun Íslands. Aðrir verðlaunahafar eru Gunnar Stefánsson tölfræð- ingur, Hörður Arnarson, for- stjóri Marels, Reynir Arngríms- son læknir, Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðing- ur, Kristján Kristjánsson heim- spekingur, Jón Atli Benediktsson verkfræðingur, Ingibjörg Harð- ardóttir lífefnafræðingur, Valur Ingimundarson sagnfræðingur, Hilmar B. Janusson verkfræð- ingur, Eiríkur Steingrímsson erfðafræðingur, Anna K. Daní- elsdóttir stofnerfðafræðingur, Magnús Már Halldórsson tölvun- arfræðingur, Steinunn Thorla- cius líffræðingur og Svanhildur Óskarsdóttir bókmenntafræðing- ur.“ Hver er tilurð verðlaunanna? „Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1987 á 50 ára afmæli at- vinnudeildar Háskóla Íslands að frumkvæði Rannsóknaráðs ríkis- ins sem þá var. Undir það heyrðu rannsóknastofnanir atvinnuveg- anna sem sprottið höfðu upp úr gömlu atvinnudeildinni. Upphaf- legt markmið með verðlaunaveit- ingunni var að vekja athygli á ungum vísindamanni og rann- sóknum hans sem skilað hefðu verulegu framlagi til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf og hvetja þannig aðra til dáða. Verðlauna- veitingin var því einskorðuð við hagnýtar rannsóknir fyrstu árin. Með tilkomu Rannsóknarráðs Ís- lands, við sameiningu gamla rannsóknaráðsins og vísindaráðs, fékk hún svo víðari skírskotun.“ Hver er tilgangur verð- launanna og markmið? „Markmiðið með veitingu hvatningarverðlaunanna er að hvetja unga vísinda- menn til dáða og vekja athygli almennings á gildi rannsókna og störfum vísinda- manna. Þau eru veitt vísindamanni sem snemma á ferl- inum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treystir stoðir mannlífs á Íslandi.“ Eftir hverju er farið? „Það er litið til ýmissa þátta og valið hefur oft verið erfitt því jafnan eru ákaflega færir vís- indamenn tilnefndir. Tekið er til- lit til námsferils, sjálfstæðis í störfum, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi. Má þar nefna ritverk, einkaleyfi, framlag í störfum á alþjóðavett- vangi svo og aðrar vísbendingar um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjandastarfs í vísind- um. Þá er litið á faglegt framlag hans til samstarfsmanna á vinnu- stað og miðlunar á þekkingu til samfélagsins.“ Hvaða þýðingu hafa verðlaun- in? „Verðlaunin hafa ótvírætt gildi fyrir verðlaunahafann. Viðkom- andi einstaklingur fær þau til- tölulega snemma á ferli sínum því miðað hefur verið við aldurs- takmarkið 40 ár, en þó hefur ver- ið tekið tillit til tafa sem kunna að verða á ferli vísindamannsins vegna umönnunar barna. Verð- laununum er ætlað að hvetja hann til dáða í störfum sínum og vekja jafnframt athygli á við- fangsefnum hans. Slíkt er ómet- anlegt, einkum í ljósi þeirra að- stæðna sem vísindamenn starfa nú orðið í þar sem þeir þurfa oft- ar en ekki að sækja um stuðning til verkefna sinna í harðri sam- keppni við aðra.“ Hver eru verðlaunin? „Verðlaunin eru nú 2 milljónir króna og eru þar með stærstu vísindaverðlaun sem veitt eru á Íslandi. Það er því eftir allmiklu að slægjast.“ Hver fær verðlaunin? „Það veit enginn. Nú er verið að óska eftir tilnefn- ingum og mega þær koma frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Nefna má vís- indafólk sem starfar við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starf- andi Frestur til að skila tilnefn- ingum er til 15. mars nk. Allir, sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna, mega tilnefna verðuga einstak- linga og eru þeir hér með hvattir til þess. Við gerum svo ráð fyrir að veita verðlaunin við hátíðlega athöfn í apríl næstkomandi.“ Áslaug Helgadóttir  Áslaug Helgadóttir fæddist í Reykjavík 17. júlí 1953. Lauk BS- prófi í landbúnaðarvísindum frá Manitobaháskóla 1976 og dokt- orsprófi í hagnýtri grasafræði með erfðavistfræði sem sérgrein 1982. Hefur starfað við Rann- sóknastofnun landbúnaðarins frá námslokum. Sviðsstjóri jarð- ræktarsviðs frá 1991 og aðstoð- arforstjóri frá 2001. Maki er Nikulás Hall, eðlisfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, og eiga þau fjögur börn. Áslaug hlaut Hvatningarverðlaun Rannís 1990. … og skapað væntingar um framlag GERA má ráð fyrir að greiðslur al- mannatrygginga lækkuðu um rúm- lega 300 milljónir króna eða að með- altali um 20% vegna tíu söluhæstu lyfjanna ef þau kostuðu það sama hér á landi og í Danmörku. Samtals námu greiðslur Tryggingastofnunar ríkis- ins (TR) í fyrra vegna þessara lyfja hátt í 1,6 milljörðum króna, að því er kemur fram í frétt á vef TR. TR greiddi nærri 265 milljónir fyrir söluhæsta lyfið, Nexium, sem er lyf gegn sársjúkdómi og maga- og vél- indabakflæði en lyfið er 10,7% dýrara hér en í Danmörku. Tæplega 253 milljónir voru greiddar fyrir Seretide, lyfi gegn teppusjúkdómi í öndunar- vegi en það er nær 20% dýrara hér. Þriðja og fjórða lyfið á listanum eru Zarator og Zocor sem eru blóðfitu- lækkandi lyf en Zarator er 21,6% dýr- ara hér en í Danmörku og Zocor 38,5% dýrara. Í sjötta sætinu er Siva- cor, sem einnig er blóðfitulækkandi lyf en Zocor og Sivacor innihalda sama virka efnið. Zocor er frumlyf og Sivacor er samheitalyf framleitt á Ís- landi. TR miðar greiðslu á Zocor við viðmiðunarverð, sem er það sama og smásöluverð lyfsins Sivacor eða 16.357 krónur en almannatryggingar í Danmörku miða sínar greiðslur fyrir lyfið Zocor við viðmiðunarverð sem er 2.542 kr. Íslenska viðmiðunarverðið fyrir Zocor er því yfir 500% hærra en það danska. Geðdeyfðarlyfið Efexor Depot er í fimmta sæti en verðið á því er litlu hærra hér en í Danmörku. Vioxx, sem er bólgueyðandi lyf og gigtarlyf, er sjöunda söluhæsta lyfið og er það 21,3% dýrara hér og það átt- unda er geðlyfið Zyprexa en það er 16,6% dýrara hér en í Danmörku. Greiðslur TR vegna tíu söluhæstu lyfjanna Verðið að meðaltali 20% hærra en í Danmörku         !"#$ %  #& "' #                                         !"    #    !$%&'(     ) #              *&+*         "  &,,- .  "    */  0    12           ) #       (  !*,!345 ,%33+6   ) # 77   $     8  " 8   #9    . !  :  #     (;) #9   ) #/#  8   ! !   ,,*3' %'%%+, +3,4* +&+33 +%4+%* ,,+** +$&&%+ *3,$ +$++$ 43*$ ( )! 9 !*,!,, * + ! < !%,,!$, ,  !# !*,!,, ,- !# !*,!34 . ) / %!  !'&!34 *& - !# !*,!34 ))!# !*&!34 ,% ) !# !,!&$ 01 0% !# !$*!&!34 0 + )!# !&,!%,                     +$+' $+'& $+*4 %%3' %,$, *'$ +*43 %%*' 3*,3 &*4'&         * :  =         HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sektað tvo atvinnurekendur og verkstjóra um 750.000 krónur fyrir að vanrækja að setja upp handrið, hné- og fótlista á röra- verkpalla á byggingarstað á Naustabryggju en í febrúar í fyrra féll starfsmaður þar af efsta verk- pallinum og beið bana. Fram kemur í niðurstöðum dómsins að starfsmenn Vinnueft- irlits ríkisins höfðu komið þrisvar sinnum á byggingarstaðinn áður en slysið varð og gert athuga- semdir við fallvarnir á vinnupöll- unum. Þeim var ekki sinnt. Vanræksla atvinnu- rekenda olli slysinu Mennirnir voru sakfelldir fyrir brot á lögum og reglum um öryggi á vinnustöðum og reglum um verk- palla með því að hafa vanrækt að stuðla sameiginlega að því að tryggja örugg starfsskilyrði fyrir starfsmenn. Þannig hafi þeir ekki séð til þess að verkpallar sem unn- ið var á væru búnir fullnægjandi fallvörnum, handriði með hand- lista, hnélista og fótlista. Í ákæru segir að það hafi orðið til þess að starfsmaðurinn hafi fallið af hand- riðslausum verkpalli og beðið bana. Auk sektar til ríkissjóðs voru mennirnir dæmdir til að borga samtals 390.000 í málsvarnarlaun en dóminn kvað upp Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari. Banaslys á byggingarstað við Naustabryggju í fyrra Brugðust ekki við athuga- semdum Vinnueftirlitsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.