Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það er ekki orðið öfundsvert hlutskipti að vera veiðimaður í þessu gæludýra þjóðfélagi. Hvatningarverðlaun Rannís Eiga að hvetja menn til dáða Nú líður að vali ogafhendinguHvatningarverð- launa Rannís. Formaður dómnefndar er Áslaug Helgadóttir og svaraði hún nokkrum spurningum á dögunum. Segðu okkur eitthvað frá verðlaununum … „Verðlaunin hafa verið veitt 14 sinnum frá árinu 1987. Fyrsti verðlauna- hafinn var Jakob K. Krist- jánsson sem þá var sér- fræðingur á Iðntæknistofnun en er nú forstjóri Prokaria hf. Þau voru síðan veitt annað hvert ár fyrstu árin en síð- an árlega frá 1996. Verð- launahafar eru orðnir 18 talsins, því sum árin voru þeir tveir, og koma þeir víða að. Í hópnum eru starfsmenn háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja á almennum markaði. Nokkrir leika tveimur skjöldum, eru kennarar við Háskóla Íslands en jafnframt starfandi við eigin fyr- irtæki sem sprottið hafa upp úr rannsóknum þeirra. Má þar nefna Jakob hjá Prokaria, Svein- björn Gizurarson, framkvæmda- stjóra Lyfjaþróunar hf., og Orra Vésteinsson hjá Fornleifastofnun Íslands. Aðrir verðlaunahafar eru Gunnar Stefánsson tölfræð- ingur, Hörður Arnarson, for- stjóri Marels, Reynir Arngríms- son læknir, Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðing- ur, Kristján Kristjánsson heim- spekingur, Jón Atli Benediktsson verkfræðingur, Ingibjörg Harð- ardóttir lífefnafræðingur, Valur Ingimundarson sagnfræðingur, Hilmar B. Janusson verkfræð- ingur, Eiríkur Steingrímsson erfðafræðingur, Anna K. Daní- elsdóttir stofnerfðafræðingur, Magnús Már Halldórsson tölvun- arfræðingur, Steinunn Thorla- cius líffræðingur og Svanhildur Óskarsdóttir bókmenntafræðing- ur.“ Hver er tilurð verðlaunanna? „Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1987 á 50 ára afmæli at- vinnudeildar Háskóla Íslands að frumkvæði Rannsóknaráðs ríkis- ins sem þá var. Undir það heyrðu rannsóknastofnanir atvinnuveg- anna sem sprottið höfðu upp úr gömlu atvinnudeildinni. Upphaf- legt markmið með verðlaunaveit- ingunni var að vekja athygli á ungum vísindamanni og rann- sóknum hans sem skilað hefðu verulegu framlagi til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf og hvetja þannig aðra til dáða. Verðlauna- veitingin var því einskorðuð við hagnýtar rannsóknir fyrstu árin. Með tilkomu Rannsóknarráðs Ís- lands, við sameiningu gamla rannsóknaráðsins og vísindaráðs, fékk hún svo víðari skírskotun.“ Hver er tilgangur verð- launanna og markmið? „Markmiðið með veitingu hvatningarverðlaunanna er að hvetja unga vísinda- menn til dáða og vekja athygli almennings á gildi rannsókna og störfum vísinda- manna. Þau eru veitt vísindamanni sem snemma á ferl- inum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treystir stoðir mannlífs á Íslandi.“ Eftir hverju er farið? „Það er litið til ýmissa þátta og valið hefur oft verið erfitt því jafnan eru ákaflega færir vís- indamenn tilnefndir. Tekið er til- lit til námsferils, sjálfstæðis í störfum, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi. Má þar nefna ritverk, einkaleyfi, framlag í störfum á alþjóðavett- vangi svo og aðrar vísbendingar um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjandastarfs í vísind- um. Þá er litið á faglegt framlag hans til samstarfsmanna á vinnu- stað og miðlunar á þekkingu til samfélagsins.“ Hvaða þýðingu hafa verðlaun- in? „Verðlaunin hafa ótvírætt gildi fyrir verðlaunahafann. Viðkom- andi einstaklingur fær þau til- tölulega snemma á ferli sínum því miðað hefur verið við aldurs- takmarkið 40 ár, en þó hefur ver- ið tekið tillit til tafa sem kunna að verða á ferli vísindamannsins vegna umönnunar barna. Verð- laununum er ætlað að hvetja hann til dáða í störfum sínum og vekja jafnframt athygli á við- fangsefnum hans. Slíkt er ómet- anlegt, einkum í ljósi þeirra að- stæðna sem vísindamenn starfa nú orðið í þar sem þeir þurfa oft- ar en ekki að sækja um stuðning til verkefna sinna í harðri sam- keppni við aðra.“ Hver eru verðlaunin? „Verðlaunin eru nú 2 milljónir króna og eru þar með stærstu vísindaverðlaun sem veitt eru á Íslandi. Það er því eftir allmiklu að slægjast.“ Hver fær verðlaunin? „Það veit enginn. Nú er verið að óska eftir tilnefn- ingum og mega þær koma frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Nefna má vís- indafólk sem starfar við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starf- andi Frestur til að skila tilnefn- ingum er til 15. mars nk. Allir, sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna, mega tilnefna verðuga einstak- linga og eru þeir hér með hvattir til þess. Við gerum svo ráð fyrir að veita verðlaunin við hátíðlega athöfn í apríl næstkomandi.“ Áslaug Helgadóttir  Áslaug Helgadóttir fæddist í Reykjavík 17. júlí 1953. Lauk BS- prófi í landbúnaðarvísindum frá Manitobaháskóla 1976 og dokt- orsprófi í hagnýtri grasafræði með erfðavistfræði sem sérgrein 1982. Hefur starfað við Rann- sóknastofnun landbúnaðarins frá námslokum. Sviðsstjóri jarð- ræktarsviðs frá 1991 og aðstoð- arforstjóri frá 2001. Maki er Nikulás Hall, eðlisfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, og eiga þau fjögur börn. Áslaug hlaut Hvatningarverðlaun Rannís 1990. … og skapað væntingar um framlag GERA má ráð fyrir að greiðslur al- mannatrygginga lækkuðu um rúm- lega 300 milljónir króna eða að með- altali um 20% vegna tíu söluhæstu lyfjanna ef þau kostuðu það sama hér á landi og í Danmörku. Samtals námu greiðslur Tryggingastofnunar ríkis- ins (TR) í fyrra vegna þessara lyfja hátt í 1,6 milljörðum króna, að því er kemur fram í frétt á vef TR. TR greiddi nærri 265 milljónir fyrir söluhæsta lyfið, Nexium, sem er lyf gegn sársjúkdómi og maga- og vél- indabakflæði en lyfið er 10,7% dýrara hér en í Danmörku. Tæplega 253 milljónir voru greiddar fyrir Seretide, lyfi gegn teppusjúkdómi í öndunar- vegi en það er nær 20% dýrara hér. Þriðja og fjórða lyfið á listanum eru Zarator og Zocor sem eru blóðfitu- lækkandi lyf en Zarator er 21,6% dýr- ara hér en í Danmörku og Zocor 38,5% dýrara. Í sjötta sætinu er Siva- cor, sem einnig er blóðfitulækkandi lyf en Zocor og Sivacor innihalda sama virka efnið. Zocor er frumlyf og Sivacor er samheitalyf framleitt á Ís- landi. TR miðar greiðslu á Zocor við viðmiðunarverð, sem er það sama og smásöluverð lyfsins Sivacor eða 16.357 krónur en almannatryggingar í Danmörku miða sínar greiðslur fyrir lyfið Zocor við viðmiðunarverð sem er 2.542 kr. Íslenska viðmiðunarverðið fyrir Zocor er því yfir 500% hærra en það danska. Geðdeyfðarlyfið Efexor Depot er í fimmta sæti en verðið á því er litlu hærra hér en í Danmörku. Vioxx, sem er bólgueyðandi lyf og gigtarlyf, er sjöunda söluhæsta lyfið og er það 21,3% dýrara hér og það átt- unda er geðlyfið Zyprexa en það er 16,6% dýrara hér en í Danmörku. Greiðslur TR vegna tíu söluhæstu lyfjanna Verðið að meðaltali 20% hærra en í Danmörku         !"#$ %  #& "' #                                         !"    #    !$%&'(     ) #              *&+*         "  &,,- .  "    */  0    12           ) #       (  !*,!345 ,%33+6   ) # 77   $     8  " 8   #9    . !  :  #     (;) #9   ) #/#  8   ! !   ,,*3' %'%%+, +3,4* +&+33 +%4+%* ,,+** +$&&%+ *3,$ +$++$ 43*$ ( )! 9 !*,!,, * + ! < !%,,!$, ,  !# !*,!,, ,- !# !*,!34 . ) / %!  !'&!34 *& - !# !*,!34 ))!# !*&!34 ,% ) !# !,!&$ 01 0% !# !$*!&!34 0 + )!# !&,!%,                     +$+' $+'& $+*4 %%3' %,$, *'$ +*43 %%*' 3*,3 &*4'&         * :  =         HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sektað tvo atvinnurekendur og verkstjóra um 750.000 krónur fyrir að vanrækja að setja upp handrið, hné- og fótlista á röra- verkpalla á byggingarstað á Naustabryggju en í febrúar í fyrra féll starfsmaður þar af efsta verk- pallinum og beið bana. Fram kemur í niðurstöðum dómsins að starfsmenn Vinnueft- irlits ríkisins höfðu komið þrisvar sinnum á byggingarstaðinn áður en slysið varð og gert athuga- semdir við fallvarnir á vinnupöll- unum. Þeim var ekki sinnt. Vanræksla atvinnu- rekenda olli slysinu Mennirnir voru sakfelldir fyrir brot á lögum og reglum um öryggi á vinnustöðum og reglum um verk- palla með því að hafa vanrækt að stuðla sameiginlega að því að tryggja örugg starfsskilyrði fyrir starfsmenn. Þannig hafi þeir ekki séð til þess að verkpallar sem unn- ið var á væru búnir fullnægjandi fallvörnum, handriði með hand- lista, hnélista og fótlista. Í ákæru segir að það hafi orðið til þess að starfsmaðurinn hafi fallið af hand- riðslausum verkpalli og beðið bana. Auk sektar til ríkissjóðs voru mennirnir dæmdir til að borga samtals 390.000 í málsvarnarlaun en dóminn kvað upp Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari. Banaslys á byggingarstað við Naustabryggju í fyrra Brugðust ekki við athuga- semdum Vinnueftirlitsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.