Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði á Alþingi í gær að það væri rétt hjá Rúnari Vilhjálmssyni, prófessor við Háskóla Íslands, að kostnaðarhlutdeild sjúklinga í sjúkratryggingum hefði aukist á sl. fimmtán árum. Kom þetta fram í svari ráðherra við fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Sagði hún það sífellt algengara að efnalítið fólk gæti ekki leyst út lyfin sín eða leit- að sér læknisþjónustu. „Kostnaðarhlutdeild sjúklinga hefur almennt talað aukist frá því fyrir rúmum 15 árum,“ sagði ráð- herra en nefndi þó engar tölur í því sambandi. Í niðurstöðu Rúnars kemur hins vegar fram að kostn- aðarhlutdeildin hafi aukist um 70% á umræddu tímabili. Ráðherra tók þó fram að hafa yrði allan varann á þegar um væri að ræða athuganir á svo löngu tímabili. „Samanburðar- ár eru í þessu tilliti tekin út úr svo mismunandi landslagi að það er næstum svo að borin séu saman epli og appelsínur,“ sagði hann. „Í þessu sambandi verður einnig að hafa hugfast að hlutur sjúklinga í greiðslum vegna læknisþjónustu breytist mjög mismunandi eftir því hvaða þjónustu við erum að ræða um.“ Ráðherra sagði sömuleiðis að sú niðurstaða Rúnars að útgjöld sjúk- linga séu farin að bitna á aðgengi að þjónustunni komi nokkuð á óvart. Til dæmis hafi komið fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá september 2002 að aðsókn til allra þátta heilbrigðisþjónustunnar hafi stóraukist á tímabilinu 1997 til 2001. Ásta Möller, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á í um- ræðunni að kostnaðarhlutdeild heimilanna í heilbrigðisþjónustunni væri lægri hér á landi en í öðrum löndum innan OECD. „Hún hefur verið hér í kringum 15%,“ útskýrði hún. Þjóðarsátt rofin Jóhanna Sigurðardóttir benti hins vegar á könnun um heilbrigð- isþjónustuna þar sem kæmi fram að fjórði hver einstaklingur frest- aði eða hætti við að fara til læknis vegna kostnaðar. Aðallega væri þar um að ræða ungt fólk, á aldr- inum 18 til 24 ára, foreldra barna og fráskilda. „Þetta sýnir ljóslega að rofin hefur verið þjóðarsátt um að allir eigi að hafa jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni óháð efnahag og staðfestir það sem haldið hefur verið fram að í vax- andi mæli geti efnalítið fólk ekki leyst út lyfin sín eða leitað lækn- isþjónustu.“ Sagði hún þetta ljótan blett á okkar velferðarþjónustu. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar Efnalítið fólk getur ekki leyst út lyfin Morgunblaðið/Ásdís Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra svaraði fyrirspurn frá Jóhönnu Sig- urðardóttur alþingismanni í gær um kostnaðarhlutdeild sjúklinga. Ráðherra segir að kostnaðarhlutdeild sjúklinga hafi aukist FRUMVARP sem snýst um að framlengja til ársloka 2006 tímabundna heimild um að lækka vörugjald af svonefnd- um tvíorkabifreiðum hefur verið samþykkt í ríkis- stjórninni. Tvíorkabifreiðir nýta metangas eða rafmagn að verulegu leyti í stað olíu eða bensíns og hefur vörugjald fyr- ir þessar bifreiðir verið 120 þúsund krónum lægra en fyrir hefðbundnar bifreiðir. Heimild þess efnis rann út við síðustu árslok. Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, sem lagði frumvarpið fram, segir að markmiðið sé að styðja við þróun sem orðið hef- ur hvað varðar umhverfis- vænni bíla. Vörugjald af tvíorkabif- reiðum verði áfram lægra GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra vakti, í upphafi þingfundar á Al- þingi í gær, athygli þingheims á þeim alvarlegu dýrasjúkdómum sem hafa gert vart við sig víðsvegar um heim á undanförnum vikum og misserum. Hann sagði að sérstök ástæða væri til að varast þá dýrasjúkdóma sem bor- ist gætu í menn í gegnum snertingu við dýr og neyslu matvæla. Landbún- aðarráðuneytið birti í gær auglýsingu um bann við innflutningi á lifandi fuglum, frjóeggjum og hráum afurð- um alifugla frá Bandaríkjum Norður- Ameríku vegna hænsnapestar. Ráðu- neytið birti í lok janúar auglýsingu um sams konar innflutningsbann frá löndum Asíu. Ráðherra minnti á þessar auglýsing- ar í upphafi þing- fundar í gær. „Nú herjar mjög skæð fugla- flensa á mörg lönd í Asíu með alvar- legum afleiðing- um fyrir líf og heilsu manna og dýra,“ sagði hann. „Sjúkdómar sem þessir geta hæglega dreifst með milliríkjaviðskiptum og er full ástæða til að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja líf og heilsu íslenskra neytenda og gæta jafnframt hagsmuna íslensks landbúnaðar á þessu ári.“ Síðan sagði ráðherra: „Í síðustu viku stóð yfir mikil matarveisla hér í borginni, Food and Fun, framtak sem hefur vakið gríðarlega athygli. Hinir fjölmörgu erlendu gestir, sem sótt hafa þessa hátíð, hafa óspart lofað þann landbúnað sem hér er stundað- ur – fjölskyldubúskapinn þar sem vel- ferð dýra og heilnæmi afurðanna er í fyrirrúmi. Reynslan hefur því miður sýnt að með auknum ferðum fólks og sífellt vaxandi flutningi afurða milli landa geta smitsjúkdómar komið upp nánast hvar sem er. Því er full ástæða til að ferðafólk og fyrirtæki í milli- ríkjaviðskiptum kynni sér gaumgæfi- lega þær hættur sem steðjað geta að vegna dýrasjúkdóma erlendis og leit- ist við að haga ferðum sínum og ekki síður viðskiptum í samræmi við þá mikilvægu þjóðarhagsmuni sem hreinleiki íslensks landbúnaðar er fyrir fólkið í landinu.“ Í kjölfar þessara orða ráðherra komu þingmenn annarra flokka upp í pontu og fögnuðu því að ráðherrann hefði birt fyrrgreindar auglýsingar um innflutningsbann. Sögðu þeir m.a. mikilvægt að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir að fuglaflensan eða aðrir dýrasjúkdómar berist hingað til lands. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ræddi dýraheilbrigði á Alþingi í gær Full ástæða til að grípa til viðeigandi ráðstafana Guðni Ágústsson KENNURUM með kennsluréttindi fjölgaði um 107 í fyrra, eða 2,8%, frá fyrra ári. Kennurum án kennslurétt- inda fækkaði um 61 frá árinu áður, eða um 6,6%. Þetta kemur fram í töl- um Hagstofu Íslands, sem safnar upplýsingum um starfsfólk í grunn- skólum á Íslandi í október ár hvert. Starfsmenn við kennslu í grunnskól- um á Íslandi voru 4.743 í október sl. og hefur fjölgað um 46, eða um 1,0%, frá árinu áður. Þetta er nokkru minni fjölgun en undanfarin ár, en kennurum fjölgaði um 4,6% á milli áranna 2001 og 2002. Starfsfólki við kennslu í grunn- skólum hefur fjölgað ár frá ári, en haustið 1998 voru 4.045 kennarar í grunnskólum landsins. Skýrist fjölg- unin m.a. af því að grunnskólanem- endum hefur fjölgað og einsetning skóla staðið yfir. Alls eru 3.873 kennarar með kennsluréttindi starfandi í grunn- skólum landsins, eða 81,7% alls starfsfólks við kennslu. Hlutfallið hefur hækkað um 1,5 prósentustig frá haustinu 2002. Frá því Hagstofan hóf söfnun upplýsinga um kennara fór þetta hlutfall hæst 1999, í 83,5%. Kvenskólastjórum hefur fjölgað um fjóra frá fyrra ári þrátt fyrir að skólastjórum hafi fækkað um fimm. Eru konur nú 43% skólastjóra. Kvenaðstoðarskólastjórum hefur hins vegar fækkað um sjö og eru þær 62% aðstoðarskólastjóra. Kennurum með kennsluréttindi hefur fjölgað hlutfallslega mest á Austurlandi, um fjögur prósentustig. Á höfðuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur fjölgaði kennurum með kennsluréttindi um 3,1 prósentustig og á Vestfjörðum þrjú prósentustig. Á Suðurlandi fækkaði kennurum með kennsluréttindi um 3,3 pró- sentustig. Hlutfall kennara sem hafa kennsluréttindi er mun hærra á höf- uðborgarsvæðinu en á landsbyggð- inni. Alls hafa tæplega 91% kennara á höfuðborgarsvæðinu kennslurétt- indi en utan höfuðborgarsvæðisins er hlutfall réttindakennara á bilinu 56–76%, hæst á Suðurlandi. Starfsfólki við kennslu hefur fjölg- að í aldurshópunum yfir fimmtugu frá hausti 2002, en kennurum undir 35 ára aldri hefur fækkað. Tæplega 300 kennarar eru á sjötugsaldri og fara á eftirlaun á næstu árum. Réttindakennurum fjölgar og réttinda- lausum fækkar EINHUGUR þjóðarinnar um sjálfstæði er það sem helst skilur að sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. og fram á 20. öld og þá baráttu sem Færeyingar hafa átt í und- anfarnar aldir vegna sjálfstæðis eyjanna. Þetta kom fram á fundi Evrópusamtakanna sem haldinn var í Lögbergi í Háskóla Íslands í gær undir yfirskriftinni „Samanburður á stöðu Íslands og Færeyja“. Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði rakti aðdraganda að stofnun fullveldis og að lokum sjálfstæðis Íslendinga. Hann vék að kenningum um í hverju það felst að vera þjóð. Þá sagði Guðmundur að bókmennta- og menningararfur Íslendinga hefði skipt miklu máli þegar kom að því á sínum tíma að færa rök fyrir því að þjóðin skyldi standa á eigin fótum og slíta sambandinu við Dani. Sigurður Líndal lagaprófessor benti á að málið væri flóknara í Færeyjum, en Fær- eyingar eru ennþá hluti af Danaveldi líkt og Íslend- ingar voru áður. Sigurður sagði muninn á sjálfstæð- isbaráttu Íslendinga og þeirri baráttu sem Færeyingar hafa háð í nokkrar aldir vera þann helstan að í Fær- eyjum hafi aldrei ríkt samstaða um að sjálfstæði sé æskilegt. Á Íslandi hafi á hinn bóginn ríkt einhugur um sjálfstæði. Þá sagði hann lagalega stöðu Færeyinga aðra en Íslendinga, þar eð dönsk lög gildi í Færeyjum, en þau hafi ekki gilt á Íslandi meðan það var hluti danska konungsveldisins. Sigurður sagðist ekki sjá að fullveldi Færeyinga væri í augsýn. Málstofa um sjálfstæðisbaráttu Íslands og Færeyja Morgunblaðið/Árni Sæberg Björg Thorarensen var fundarstjóri á fundi Evrópusamtakanna en Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sögu, og Sigurður Líndal lagaprófessor ræddu um fullveldi og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og Færeyinga. Einhugur um sjálfstæði skipti miklu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.