Morgunblaðið - 26.02.2004, Side 11

Morgunblaðið - 26.02.2004, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 11 FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Sandalar og klossar St. 36-41 Litur: Hvítur og svartur Verð áður 2.995 Verð nú 1.995 TVÆR meginástæður eru fyrir því að það var talinn betri kostur að byggja Landspítala – háskóla- sjúkrahús upp við Hringbraut, en ekki í Fossvogi, að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra tækni og eigna LSH. Annars vegar hefur spítalinn tvöfalt meira hús- næði við Hringbraut en í Fossvogi í dag og annars vegar var nálægð við Háskóla Íslands talin mikilvæg. Þá segir Ingólfur að fleiri ástæður séu fyrir færslu Hringbrautar en þörf sjúkrahússins fyrir byggingarland. Í Morgunblaðinu í vikunni var grein eftir Stein Jónsson lækni, þar sem hann sagðist telja það betri kost að byggja LSH upp í Fossvogi til að koma allri bráðaþjónustu spít- alans undir eitt þak. Þá þyrfti ekki að færa Hringbrautina í bili, hægt væri að halda barna-, kvenna- og geðdeildum við Hringbraut og nýta það húsnæði sem myndi losna fyrir hjúkrunar- og öldrunarþjónustu. Ingibjargarnefnd mælti með Hringbraut „Þetta var allt saman skoðað vel á árunum 2001–2002 þegar svoköll- uð Ingibjargarnefnd, undir forsæti Ingibjargar Pálmadóttur, fór í mjög nákvæma greiningu á mögu- leikum á staðarvali á spítalanum. Við vorum þar með danska, sænska og íslenska ráðgjafa til að meta þetta fyrir okkur og það var nið- urstaða nefndarinnar, að það væri skynsamlegast að byggja upp við Hringbraut,“ segir Ingólfur. Þyngstu rökin séu meira bygg- ingarmagn á Hringbrautarlóðinni en í Fossvogi, sem og nálægðin við Háskóla Íslands sem geri mögulegt að tengja starfsemi LSH og HÍ bet- ur saman. Nefnir Ingólfur að Há- skólinn sé að skoða byggingu Líf- vísindaseturs á Umferðarmiðstöðv- arreitnum þar sem náttúruvísindi sem tengjast læknisfræði, myndu fá húsnæði til rannsókna. „Ástæður fyrir flutningi Hring- brautar eru fleiri en þörf spítalans fyrir meira landrými, en flutningur Hringbrautar er engu að síður mik- ilvægur fyrir spítalann til að fá meira landrými. Það er þó ekki eina ástæðan, þetta er langur ferill og mikið búið að skoða og skeggræða í þessu. Þó spítalinn myndi, eins og Steinn er að leggja til, byggjast upp í Fossvogi, geri ég ráð fyrir að það þyrfti að flytja Hringbrautina eftir sem áður,“ segir Ingólfur og bætir við að á næstu dögum standi til að auglýsa útboð fyrir verkið. Í grein sinni nefndi Steinn að dönsku ráðgjafarnir hafi mælt með uppbyggingu í Fossvogi og talið að það mætti nýta það húsnæði áfram í nokkra áratugi. Ingólfur segir að hlutverk dönsku ráðgjafanna hafi fyrst og fremst verið að spá fyrir um þróun starfsemi spítalans. „Það eru kostir og gallar við alla þá möguleika sem voru skoðaðir,“ segir Ingólfur, en auk Fossvogs og Hringbrautar var skoðaður sá kostur að flytja meginþunga starf- seminnar að Vífilsstöðum. „Allir staðirnir hafa eitthvað sér til ágæt- is, en það var niðurstaða nefndar- innar að Hringbrautin væri skyn- samlegasti kosturinn. Það hefur verið kynnt fyrir ráðherra sem er búinn að gera það að sinni tillögu, þannig að það er stefnan,“ segir Ingólfur. Þörf LSH fyrir byggingarland ekki eina ástæða færslu Hringbrautar Rökin nálægð við HÍ og húsnæðið við Hringbraut BÓKIN Uppreisn frjálshyggjunnar kom út fyrir 25 árum og hélt Heim- dallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, málfund í síðustu viku til að minnast tímamótanna sem fól- ust í útgáfunni. Af sama tilefni var Jónasi H. Haralz veitt viðurkenning frá Heimdalli fyrir baráttu sína í þágu frjálshyggjunnar að sögn Ragnars Jónassonar, varaformanns félagsins. Fékk hann áletraðan frels- isskjöld til eignar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor lýsti á fundinum þeim jarðvegi sem bókin spratt upp úr og sagði að hugmyndafræði frjáls- hyggjunnar hefði fengið mikinn meðbyr árið 1979. Það ár hefði Mar- grét Thatcher komist til valda í Bret- landi og hagfræðingarnir Friðrik von Hayek og Milton Friedman ver- ið verðlaunaðir fyrir hugmyndir sín- ar. Hann sagði jafnframt að Jónas H. Haralz hefði flutt merka ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma um sjálfsprottið sam- félag manna upp úr frjálsum sam- skiptum þeirra í milli. Hannes Hólmsteinn var einn af fimmtán höfundum sem lögðu til efni í bókina. Í inngangsorðum segir Kjartan Gunnarsson, nú fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að Uppreisn frjálshyggjunnar sé „ætluð þátttaka í hugmyndabaráttu samtímans; baráttunni milli stjórn- lyndis og ríkishyggju annars vegar og sjálfstæðis og frjálshyggju hins vegar“. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður og prófessor, fjallaði í sínu erindi um gildi þess að hafa ákveðna lífsskoðun. Forsenda lífs- hamingjunnar væri að einstaklingar hefðu ákvörðunarrétt í eigin málefn- um og frelsi þeirra til að taka ákvarðanir um eigin hag væri ekki skert. Lífsskoðun frjálshyggju- manna væri byggð á siðferðislegum grunni og ekki væri réttlætanlegt að sumir gerðu sig að herrum annarra. Taldi hann að frelsishugsjónina sí- unga þó málsvarar hennar eltust og hugsjónir gæfu lífi manna gildi. Heiðursgestur fundarins, Jónas H. Haralz, fjallaði að endingu um þróun þjóðfélagsins sl. 75 ár. Sagði hann ljóst að leiðin að því frelsi sem Ís- lendingar búi við í dag hefði ekki ver- ið breið og bein heldur vörðuð ýms- um krókaleiðum og villigötum. Markaðshagkerfið hefði það fram yf- ir önnur kerfi að það væri síbreyt- anlegt. Í því væri viss ólga sem kæmi í veg fyrir að fáir menn gætu haft töglin og hagldirnar í samfélaginu í langan tíma í senn. Uppreisn frjálshyggj- unnar fyrir 25 árum Jónas H. Haralz flytur erindi á málfundi Heimdallar í tilefni af því að 25 ár eru liðin frá því að Uppreisn frjálshyggjunnar var gefin út. Til hægri má sjá fjóra höfunda efnis í bókinni; Jón Steinar Gunnlaugsson, Hannes H. Gissurarson, Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson. „Uppreisn frjálshyggjunnar – ekki nema það þó. Er ekki nóg, að öll möguleg samtök, þjóðir og þjóðflokkar geri uppreisnir? Þarf frjálshyggjan nú að feta slóð uppreisnarmanna? Við, sem stöndum að þessari bók, teljum uppreisn frjálshyggj- unnar ekki aðeins sjálfsagða og nauðsynlega, heldur grund- völl gróandi þjóðlífs og fram- fara í andlegum og verald- legum efnum. Það er löngu tímabært að snúa sókn komm- únista og annarra afturhalds- manna á Íslandi í vörn. Haturs- róginn gegn frjálsu framtaki og athafnalífi verður að kveða niður. Hugmyndafræði öfund- arinnar hefur of lengi ráðið of miklu í samskiptum manna á Íslandi bæði á vinnumark- aðnum og í menningarlífinu. Lánist mönnum ekki að skilja þau órjúfandi bönd, sem hnýta saman frelsi athafnamannsins til framkvæmda og listamanns- ins til sköpunar, er ekki von til þess, að Ísland verði áfram í hópi þeirra allt of fáu landa, sem búa börnum sínum í senn ríki mannhelgi, mannúðar, framkvæmda og framfara.“ Inngangsorð bókarútgefanda Kjartan Gunnarsson í Uppreisn frjáls- hyggjunnar sem hann gaf út árið 1979. ASÍ hefur ákveðið að höfða mál gegn Tryggingastofnun ríkisins vegna Fæðingarorlofssjóðs. Málið er höfð- að til viðurkenningar á því að greiða beri foreldum í aðildarfélögum Al- þýðusambands Íslands orlofslaun af greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði vegna þess tíma sem þeir eru í fæð- ingarorlofi og njóta greiðslna úr sjóðnum. Tildrög málsins eru þau að í jan- úar 2003 synjaði úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála for- eldri um greiðslu orlofs á greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. ASÍ byggir málsókn sína á því að sá úrskurður og framkvæmd Tryggingastofnunar sé í andstöðu við ákvæði laga um or- lof og 7. gr. tilskipunar ESB. ASÍ segir í fréttatilkynningu að megin- regla orlofslaga sé sú, að foreldri í fæðingarorlofi glati hvorki né hætti að ávinna sér starfstengd réttindi meðan á fæðingarorlofi stendur. Að svo miklu leyti sem réttindi þessi séu ekki greidd af atvinnurekanda greiði fæðingarorlofssjóður 80% þeirra. ASÍ höfðar mál gegn Trygginga- stofnun FRAMKVÆMDIR við nýja bens- ínstöð Atlantsolíu á Óseyrarbraut 23 í Hafnarfirði eru í fullum gangi og gera áætlanir ráð fyrir því að starfsemi þar geti hafist um miðjan næsta mánuð, fyrr en búist var við. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur fyrirtækið fengið und- anþágu til fimm vikna til að selja dísilolíu frá dælu til hliðar við bens- ínstöðina en í gær var unnið að því að steypa plan bensínstöðvarinnar. Vinna við nýja bens- ínstöð í full- um gangi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.