Morgunblaðið - 26.02.2004, Page 16

Morgunblaðið - 26.02.2004, Page 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SAKSÓKNARAR í réttarhöldunum yfir Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíufor- seta, fyrir stríðs- glæpadómstóln- um í Haag í Hollandi, luku í gær málflutningi sínum, þrátt fyrir að þeir eigi skv. áætlunum enn eft- ir tvo daga til að kalla fyrir vitni. Ákvörðun þeirra, um að flýta fyrir málum með þessum hætti, er sögð tengjast veikindum sakbornings og þeirri staðreynd að yfirdómari í málinu, Richard May, lætur senn af embætti. Tilkynning Florence Hartmann, saksóknara við stríðsglæpadómstól- inn, kom nokkuð á óvart en gert er ráð fyrir að dómarar bregðist skjótt við henni. Samþykki þeir hana, sem líklegt þykir að þeir geri, mun rétt- arhöldunum verða frestað í þrjá mán- uði og fengi Milosevic þann tíma til að undirbúa vörn sína. Tilkynnt var um síðustu helgi að May dómari myndi láta af embætti 31. maí nk. vegna heilsubrests. Hart- mann tók hins vegar fram í gær að brotthvarf hans hefði ekki skipt sköp- um fyrir saksóknara. „Það eru allir að tala um brotthvarf eins dómara en það kemur annað til [...] eins og til dæmis ítrekuð fjarvera sakbornings- ins,“ sagði Hartmann í gær þegar hún tilkynnti um ákvörðun sækjenda. „Við viljum ekki að aðstæður Milosev- ics verði til að draga málið á langinn.“ Nýr dómari í málinu mun þurfa, að því er fram kom á fréttasíðu BBC, fara yfir framburð allra vitna í málinu fram til þessa. Þykir því ljóst að brott- hvarf Mays mun tefja fyrir því að dómur verði felldur í málinu. Er held- ur ekki ósennilegt að brotthvarf hans skapi forsendur fyrir Milosevic til að fara fram á að réttarhöldin verði dæmd ómerk. Réttarhöldin yfir Milosevic hófust í febrúar 2002. Hann hefur átt við hjartasjúkdóma og háan blóðþrýsting að stríða og hafa veikindi hans og fjarvera í réttarsal valdið því að rétt- arhöldin hafa dregist á langinn. Málflutningi saksóknara lokið Dómarinn í réttarhöldunum yfir Slobodan Milosevic fær lausn frá störfum af heilsufarsástæðum Slobodan Milosevic Haag. AFP. JOHN Kerry, öldungadeildar- þingmaður fyrir Massachusetts, sigraði örugglega í forkosning- um og á kjörfundum í Utah, Hawaii og Idaho í fyrradag. Senda þessi ríki að vísu fremur fáa fulltrúa á flokksþing Demó- krataflokksins en sigrarnir gera það enn líklegra en áður, að Kerry verði frambjóðandi demókrata í forsetakosningun- um í Bandaríkjunum í haust. Í kosningunum í Utah fékk Kerry 55% atkvæða en John Edwards, öldungadeildarþingmaður fyrir Norður-Karólínu, 30%. Á kjörfundum í Idaho fékk Kerry 54% á móti 22% fyrir Edwards og á kjörfundum á Hawaii fékk Kerry 46%. Þar varð Dennis Kucinich, fulltrúa- deildarþingmaður fyrir Ohio, annar með 30% en Edwards fékk aðeins 13%. Hvetur þing- ið til aðgerða ALAN Greenspan, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, hvatti þingið í gær til að grípa strax til aðgerða til að rétta fjárlaga- hallann, einn- ig aðgerða sem gætu skert bætur í framtíðinni, til að forðast það að skapa jafn- vel enn stærri vandamál, að því er segir í frétt CNN. Þá ítrekaði Greenspan það mat sitt að nýlegar skattalækk- anir ættu að vera varanlegar og sagði að betra væri að laga hall- ann með því að draga úr eyðslu en að hækka skatta. Fyrstu ákærurnar YFIRVÖLD í Bandaríkjunum hafa formlega ákært tvo fanga í Guantanamo, þá Ali Hamza Ahmed Sulayman al Bahlul og Ibrahim Ahmoud al Qosi, fyrir stríðsglæpi og verður fjallað um mál þeirra fyrir herrétti, þeim fyrsta í Bandaríkjunum frá lok- um síðari heimsstyrjaldar. Voru mennirnir lífverðir og ráðgjafar Osama bin Laden, leiðtoga al- Qaeda-hryðjuverkasamtak- anna. Er al-Bahlul sagður hafa verið „áróðursmaður al-Qaeda og framleitt myndbönd þar sem morð á Bandaríkjamönnum voru vegsömuð“. Al-Qosi er sagður hafa annast fjármál sam- takanna og séð um vopnasmygl. Sonur Zawahiris tekinn? MEIRA en 20 al-Qaeda-liðar og Talibanar voru handteknir í Pakistan á þriðjudag en ekki hefur verið staðfest, að meðal þeirra sé Khalid, sonur Ayman al-Zawahiris, næstæðsta manns al-Qaeda. Var því haldið fram í pakistönsku blaði. Bandaríkja- menn telja sig aftur á móti hafa fellt nánasta aðstoðarmann Musab al-Zarqawis, sem grun- aður er um að stýra aðgerðum al-Qaeda í Írak. STUTT Kerry sigraði í þremur ríkjum Alan Greenspan VEGFARANDI í borginni Im Zourem í norðaust- anverðu Marokkó á leið framhjá hálfhrundu húsi. Enn er leitað í örvæntingu að fólki í rústunum eft- ir jarðskjálftann á þriðjudag, víða notar fólk ber- ar hendurnar en einnig er komið erlent rústa- björgunarlið á vettvang, m.a. frá Íslandi. „Þetta er Guðs vilji“, sagði ung, slæðuklædd stúlka í helstu hafnarborg héraðsins, Al Hoceima, en aðr- ir létu í ljós reiði yfir því að hjálp bærist of seint. Vitað er að minnst 564 fórust í hamförunum og hundruð manna slösuðust, lítið er auk þess vitað um manntjónið í litlum, afskekktum þorpum. Eftirskjálftar hafa valdið miklum ótta og sefur allt að helmingur íbúa í Al Hoceima, sem eru um 100.000, því utandyra. AP Leita enn að fórnarlömbum Í ARABARÍKJUNUM eru alls stað- ar gefin út dagblöð sem lýsa má sem málgögnum stjórnvalda. Svoleiðis var það líka í Írak í valdatíð Sadd- ams Husseins. Nú er öldin hins veg- ar önnur, blaðamarkaðurinn er al- gerlega frjáls og valdhafar gefa ekki út sitt eigið málgagn, þó að vissulega líti margir Írakar svo á að Al-Sabah – sem nýtur fjárhagslegs stuðnings bandarísku bráðabirgðastjórn- arinnar í Írak – gegni sama hlut- verki og málgögn Saddams áður. Í miðborg Bagdad hafa risið fjöl- margir dagblaðastandar á síðustu mánuðum og í boði er fjöldinn allur af dagblöðum. Þróunin er til marks um þá sprengingu sem hefur orðið í blaðaútgáfu frá því að stjórn Sadd- ams var felld af stalli í apríl á síðasta ári. Hvergi í arabaheiminum er eins mikil samkeppni og hvergi eru jafn mörg blöð í boði fyrir áhugasama lesendur. Ritskoðun hefur verið útrýmt og engin lög hafa verið sett um rekstur fjölmiðla, markaðurinn hefur því sumpartinn breyst í frumskóg á skömmum tíma. Í staðinn fyrir að fimm dagblöð séu á boðstólum – nokkuð sem átti við í valdatíð Sadd- ams – geta Írakar nú valið á milli allt að 170 blaða. Allir hópar í samfélag- inu – hvort sem um er að ræða súnníta, sjíta eða Kúrda – geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi; sumir blaða- útgefendur vilja hafa áhrif á stjórn- málaástandið í landinu, aðrir vonast fyrst og fremst eftir því að græða á öllu saman. Eins og í öðrum arabalöndum reka flest stjórnmálaöfl semsé sitt eigið dagblað í Írak, margir fulltrú- anna í íraska framkvæmdaráðinu hafa jafnvel sitt eigið málgagn. Út- breiðsla hvers blaðs er hins vegar tiltölulega lítil, stærsta blaðið, Al- Sabah, er aðeins prentað í 75 þúsund eintökum og ber að hafa í huga í því sambandi að 25 milljónir manna búa í Írak. Óvissa um framhaldið Það sem sameinar starfsfólk blað- anna er sú von að fjölmiðlaveislunni, sem svo má kalla, ljúki ekki í kjölfar þess að Bandaríkjamenn framselja völd í landinu í hendur heimamönn- um 1. júlí nk. „Það er nokkuð sem við höfum áhyggjur af. Staðan í stjórn- málunum er svo óljós einmitt núna og enginn veit hvers konar stjórn tekur við,“ segir Nada Shoukat, rit- stjóri á Azzaman, einu af stærstu dagblöðunum. „Það verður að setja einhverjar reglur um blaðamark- aðinn en það vill enginn að hlutirnir verði sem áður.“ Einu hömlurnar sem gilda núna um blaðaútgáfu í Írak eru þau tak- mörk sem Bandaríkjamenn kunna að setja hverju sinni. Þannig lokuðu þeir blaðinu Al-Mustaqillah í júlí á síðasta ári eftir að þar var hvatt ber- um orðum til árása gegn bandarísk- um hermönnum. Alaa el Din Elsadr, Íraki sem sinnir samskiptum við íraska fjölmiðla fyrir hönd banda- rísku bráðabirgðastjórnarinnar, segir að fyrr í þessum mánuði hafi forráðamönnum Al-Sa’ah einnig ver- ið veitt viðvörun vegna greina sem Bandaríkjaher áleit að væru til þess fallnar að æsa til ofbeldis. Al-Sa’ah er gefið út af bók- stafstrúar-súnnítum og er eitt fárra blaða í Bagdad sem gagnrýnir Bandaríkjamenn harkalega á degi hverjum. Mikið rými er tekið undir fréttir af vafasömum gjörðum bandarískra hermanna og í nýlegum leiðara var Paul Bremer, bandaríska landstjóranum í Írak, líkt við Adolf Hitler. Bein ástæða viðvörunarinnar voru hins vegar frásagnir í blaðinu um morð bandarískra hermanna á kon- um og börnum. Elsadr segir að um „hreinan tilbúning“ hafi verið að ræða og að blaðinu verði lokað, haldi það áfram á sömu braut. „Svona fréttaflutningur hefur afleiðingar. Fólk les þetta. Ef Bandaríkjaher metur það svo að svona greinar stefni lífi hermanna í hættu þá mun blaðinu verða lokað.“ Sagðir þola gagnrýni illa Hugsanlegt er, að aðgerðir Bandaríkjamanna og Íraska fram- kvæmdaráðsins – sem nokkrum sinnum hefur refsað arabísku sjón- varpsstöðinni Al-Jazeera fyrir frétt- ir sem þar hafa verið sagðar af störf- um embættismanna ráðsins – stuðli að því að gagnrýni á störf valdhafa í landinu er ekki jafn áberandi og í dagblöðum í hinum arabaríkjunum. Sögur af ógnarstjórn Saddams eru enn í mestu uppáhaldi hjá flestum blöðunum í Írak. Abdul-Sattar Samer, ritstjóri Al- Sa’ah, ver fréttastefnu blaðsins og segir að leiðréttingar hafi verið birt- ar vegna nokkurra umræddra frétta. Hann fullyrðir hins vegar einnig að Bandaríkjamenn hafi einfaldlega horn í síðu blaðsins vegna andstöðu þess við veru Bandaríkjahers í land- inu. „Við erum þeirrar skoðunar að Írak sé hersetið land en að það eigi rétt á að ráða eigin málum,“ segir hann. „Bandarískir hermenn hafa drepið börn þar sem þeir hafa verið að reyna að ráða niðurlögum upp- reisnarmanna. Og við flytjum fréttir af slíkum atburðum. Svo virðist sem þeim líki það ekki.“ Blaðaútgáfa blómstrar í Írak AP Prentarar að störfum í dagblaða- prentsmiðju í Bagdad á sunnudag. Allt að 170 dagblöð eru nú gefin út í Írak og ritskoðun er engin Bagdad. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.