Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SAKSÓKNARAR í réttarhöldunum yfir Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíufor- seta, fyrir stríðs- glæpadómstóln- um í Haag í Hollandi, luku í gær málflutningi sínum, þrátt fyrir að þeir eigi skv. áætlunum enn eft- ir tvo daga til að kalla fyrir vitni. Ákvörðun þeirra, um að flýta fyrir málum með þessum hætti, er sögð tengjast veikindum sakbornings og þeirri staðreynd að yfirdómari í málinu, Richard May, lætur senn af embætti. Tilkynning Florence Hartmann, saksóknara við stríðsglæpadómstól- inn, kom nokkuð á óvart en gert er ráð fyrir að dómarar bregðist skjótt við henni. Samþykki þeir hana, sem líklegt þykir að þeir geri, mun rétt- arhöldunum verða frestað í þrjá mán- uði og fengi Milosevic þann tíma til að undirbúa vörn sína. Tilkynnt var um síðustu helgi að May dómari myndi láta af embætti 31. maí nk. vegna heilsubrests. Hart- mann tók hins vegar fram í gær að brotthvarf hans hefði ekki skipt sköp- um fyrir saksóknara. „Það eru allir að tala um brotthvarf eins dómara en það kemur annað til [...] eins og til dæmis ítrekuð fjarvera sakbornings- ins,“ sagði Hartmann í gær þegar hún tilkynnti um ákvörðun sækjenda. „Við viljum ekki að aðstæður Milosev- ics verði til að draga málið á langinn.“ Nýr dómari í málinu mun þurfa, að því er fram kom á fréttasíðu BBC, fara yfir framburð allra vitna í málinu fram til þessa. Þykir því ljóst að brott- hvarf Mays mun tefja fyrir því að dómur verði felldur í málinu. Er held- ur ekki ósennilegt að brotthvarf hans skapi forsendur fyrir Milosevic til að fara fram á að réttarhöldin verði dæmd ómerk. Réttarhöldin yfir Milosevic hófust í febrúar 2002. Hann hefur átt við hjartasjúkdóma og háan blóðþrýsting að stríða og hafa veikindi hans og fjarvera í réttarsal valdið því að rétt- arhöldin hafa dregist á langinn. Málflutningi saksóknara lokið Dómarinn í réttarhöldunum yfir Slobodan Milosevic fær lausn frá störfum af heilsufarsástæðum Slobodan Milosevic Haag. AFP. JOHN Kerry, öldungadeildar- þingmaður fyrir Massachusetts, sigraði örugglega í forkosning- um og á kjörfundum í Utah, Hawaii og Idaho í fyrradag. Senda þessi ríki að vísu fremur fáa fulltrúa á flokksþing Demó- krataflokksins en sigrarnir gera það enn líklegra en áður, að Kerry verði frambjóðandi demókrata í forsetakosningun- um í Bandaríkjunum í haust. Í kosningunum í Utah fékk Kerry 55% atkvæða en John Edwards, öldungadeildarþingmaður fyrir Norður-Karólínu, 30%. Á kjörfundum í Idaho fékk Kerry 54% á móti 22% fyrir Edwards og á kjörfundum á Hawaii fékk Kerry 46%. Þar varð Dennis Kucinich, fulltrúa- deildarþingmaður fyrir Ohio, annar með 30% en Edwards fékk aðeins 13%. Hvetur þing- ið til aðgerða ALAN Greenspan, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, hvatti þingið í gær til að grípa strax til aðgerða til að rétta fjárlaga- hallann, einn- ig aðgerða sem gætu skert bætur í framtíðinni, til að forðast það að skapa jafn- vel enn stærri vandamál, að því er segir í frétt CNN. Þá ítrekaði Greenspan það mat sitt að nýlegar skattalækk- anir ættu að vera varanlegar og sagði að betra væri að laga hall- ann með því að draga úr eyðslu en að hækka skatta. Fyrstu ákærurnar YFIRVÖLD í Bandaríkjunum hafa formlega ákært tvo fanga í Guantanamo, þá Ali Hamza Ahmed Sulayman al Bahlul og Ibrahim Ahmoud al Qosi, fyrir stríðsglæpi og verður fjallað um mál þeirra fyrir herrétti, þeim fyrsta í Bandaríkjunum frá lok- um síðari heimsstyrjaldar. Voru mennirnir lífverðir og ráðgjafar Osama bin Laden, leiðtoga al- Qaeda-hryðjuverkasamtak- anna. Er al-Bahlul sagður hafa verið „áróðursmaður al-Qaeda og framleitt myndbönd þar sem morð á Bandaríkjamönnum voru vegsömuð“. Al-Qosi er sagður hafa annast fjármál sam- takanna og séð um vopnasmygl. Sonur Zawahiris tekinn? MEIRA en 20 al-Qaeda-liðar og Talibanar voru handteknir í Pakistan á þriðjudag en ekki hefur verið staðfest, að meðal þeirra sé Khalid, sonur Ayman al-Zawahiris, næstæðsta manns al-Qaeda. Var því haldið fram í pakistönsku blaði. Bandaríkja- menn telja sig aftur á móti hafa fellt nánasta aðstoðarmann Musab al-Zarqawis, sem grun- aður er um að stýra aðgerðum al-Qaeda í Írak. STUTT Kerry sigraði í þremur ríkjum Alan Greenspan VEGFARANDI í borginni Im Zourem í norðaust- anverðu Marokkó á leið framhjá hálfhrundu húsi. Enn er leitað í örvæntingu að fólki í rústunum eft- ir jarðskjálftann á þriðjudag, víða notar fólk ber- ar hendurnar en einnig er komið erlent rústa- björgunarlið á vettvang, m.a. frá Íslandi. „Þetta er Guðs vilji“, sagði ung, slæðuklædd stúlka í helstu hafnarborg héraðsins, Al Hoceima, en aðr- ir létu í ljós reiði yfir því að hjálp bærist of seint. Vitað er að minnst 564 fórust í hamförunum og hundruð manna slösuðust, lítið er auk þess vitað um manntjónið í litlum, afskekktum þorpum. Eftirskjálftar hafa valdið miklum ótta og sefur allt að helmingur íbúa í Al Hoceima, sem eru um 100.000, því utandyra. AP Leita enn að fórnarlömbum Í ARABARÍKJUNUM eru alls stað- ar gefin út dagblöð sem lýsa má sem málgögnum stjórnvalda. Svoleiðis var það líka í Írak í valdatíð Sadd- ams Husseins. Nú er öldin hins veg- ar önnur, blaðamarkaðurinn er al- gerlega frjáls og valdhafar gefa ekki út sitt eigið málgagn, þó að vissulega líti margir Írakar svo á að Al-Sabah – sem nýtur fjárhagslegs stuðnings bandarísku bráðabirgðastjórn- arinnar í Írak – gegni sama hlut- verki og málgögn Saddams áður. Í miðborg Bagdad hafa risið fjöl- margir dagblaðastandar á síðustu mánuðum og í boði er fjöldinn allur af dagblöðum. Þróunin er til marks um þá sprengingu sem hefur orðið í blaðaútgáfu frá því að stjórn Sadd- ams var felld af stalli í apríl á síðasta ári. Hvergi í arabaheiminum er eins mikil samkeppni og hvergi eru jafn mörg blöð í boði fyrir áhugasama lesendur. Ritskoðun hefur verið útrýmt og engin lög hafa verið sett um rekstur fjölmiðla, markaðurinn hefur því sumpartinn breyst í frumskóg á skömmum tíma. Í staðinn fyrir að fimm dagblöð séu á boðstólum – nokkuð sem átti við í valdatíð Sadd- ams – geta Írakar nú valið á milli allt að 170 blaða. Allir hópar í samfélag- inu – hvort sem um er að ræða súnníta, sjíta eða Kúrda – geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi; sumir blaða- útgefendur vilja hafa áhrif á stjórn- málaástandið í landinu, aðrir vonast fyrst og fremst eftir því að græða á öllu saman. Eins og í öðrum arabalöndum reka flest stjórnmálaöfl semsé sitt eigið dagblað í Írak, margir fulltrú- anna í íraska framkvæmdaráðinu hafa jafnvel sitt eigið málgagn. Út- breiðsla hvers blaðs er hins vegar tiltölulega lítil, stærsta blaðið, Al- Sabah, er aðeins prentað í 75 þúsund eintökum og ber að hafa í huga í því sambandi að 25 milljónir manna búa í Írak. Óvissa um framhaldið Það sem sameinar starfsfólk blað- anna er sú von að fjölmiðlaveislunni, sem svo má kalla, ljúki ekki í kjölfar þess að Bandaríkjamenn framselja völd í landinu í hendur heimamönn- um 1. júlí nk. „Það er nokkuð sem við höfum áhyggjur af. Staðan í stjórn- málunum er svo óljós einmitt núna og enginn veit hvers konar stjórn tekur við,“ segir Nada Shoukat, rit- stjóri á Azzaman, einu af stærstu dagblöðunum. „Það verður að setja einhverjar reglur um blaðamark- aðinn en það vill enginn að hlutirnir verði sem áður.“ Einu hömlurnar sem gilda núna um blaðaútgáfu í Írak eru þau tak- mörk sem Bandaríkjamenn kunna að setja hverju sinni. Þannig lokuðu þeir blaðinu Al-Mustaqillah í júlí á síðasta ári eftir að þar var hvatt ber- um orðum til árása gegn bandarísk- um hermönnum. Alaa el Din Elsadr, Íraki sem sinnir samskiptum við íraska fjölmiðla fyrir hönd banda- rísku bráðabirgðastjórnarinnar, segir að fyrr í þessum mánuði hafi forráðamönnum Al-Sa’ah einnig ver- ið veitt viðvörun vegna greina sem Bandaríkjaher áleit að væru til þess fallnar að æsa til ofbeldis. Al-Sa’ah er gefið út af bók- stafstrúar-súnnítum og er eitt fárra blaða í Bagdad sem gagnrýnir Bandaríkjamenn harkalega á degi hverjum. Mikið rými er tekið undir fréttir af vafasömum gjörðum bandarískra hermanna og í nýlegum leiðara var Paul Bremer, bandaríska landstjóranum í Írak, líkt við Adolf Hitler. Bein ástæða viðvörunarinnar voru hins vegar frásagnir í blaðinu um morð bandarískra hermanna á kon- um og börnum. Elsadr segir að um „hreinan tilbúning“ hafi verið að ræða og að blaðinu verði lokað, haldi það áfram á sömu braut. „Svona fréttaflutningur hefur afleiðingar. Fólk les þetta. Ef Bandaríkjaher metur það svo að svona greinar stefni lífi hermanna í hættu þá mun blaðinu verða lokað.“ Sagðir þola gagnrýni illa Hugsanlegt er, að aðgerðir Bandaríkjamanna og Íraska fram- kvæmdaráðsins – sem nokkrum sinnum hefur refsað arabísku sjón- varpsstöðinni Al-Jazeera fyrir frétt- ir sem þar hafa verið sagðar af störf- um embættismanna ráðsins – stuðli að því að gagnrýni á störf valdhafa í landinu er ekki jafn áberandi og í dagblöðum í hinum arabaríkjunum. Sögur af ógnarstjórn Saddams eru enn í mestu uppáhaldi hjá flestum blöðunum í Írak. Abdul-Sattar Samer, ritstjóri Al- Sa’ah, ver fréttastefnu blaðsins og segir að leiðréttingar hafi verið birt- ar vegna nokkurra umræddra frétta. Hann fullyrðir hins vegar einnig að Bandaríkjamenn hafi einfaldlega horn í síðu blaðsins vegna andstöðu þess við veru Bandaríkjahers í land- inu. „Við erum þeirrar skoðunar að Írak sé hersetið land en að það eigi rétt á að ráða eigin málum,“ segir hann. „Bandarískir hermenn hafa drepið börn þar sem þeir hafa verið að reyna að ráða niðurlögum upp- reisnarmanna. Og við flytjum fréttir af slíkum atburðum. Svo virðist sem þeim líki það ekki.“ Blaðaútgáfa blómstrar í Írak AP Prentarar að störfum í dagblaða- prentsmiðju í Bagdad á sunnudag. Allt að 170 dagblöð eru nú gefin út í Írak og ritskoðun er engin Bagdad. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.